Vísir - 14.03.1967, Blaðsíða 2
SIR. Þriðjudagur 14. marz 1967.
Vömin var þarna æfö.
Blóðtaka fyrir Ármann þegar eldri
leikmennirnir hætta
MLÍ. á frjálsum
íþróttum lununhúss
Meistaramót íslands í frjálsíþrótt
um 1967 fer fram laugard. 31.
marz og sunnud. 1. apríl n.k. í
! íþróttahöllinni í Laugardal.
Frjálsíþróttadeild K.R. mun sjá
um mótið.
Þátttökutilkynningar þurfa aö
berast í síðasta lagi 25. þ. m. til
! Einars Frímannssonar c/o Sam-
I vinnutrvggingar, Ármúla 4.
Samkv’ reglugerð F.R.Í verður
keppt í eftirtöldum greinum:
KARLAR:
Fyrri daginn:
Kúluvarp
Langstökk án atrennu
Þrístökk án atrennu
40 m hlaup
600 m hlaup.
Seinni daginn:
Stangarstökk
Hástökk án atrennu
40 m grindahlaup
1000 m hlaup.
KONUR:
Fyrri daginn:
Langstökk án atrennu
40 m hlaup
Seinni daginn:
Hástökk
' 40 m grindahlaup.
Stjóm Frjálsíþróttadeildar K.R.
Liðið sem við heimsækjum að i
þessu sinni er Ármann,
Körfuknattleikur hefur verið
iðkaður innan Ármanns síðan
1952, en þá stofnuðu nokkrir piltar |
úr Menntaskólanum í Reykjavík
körfuknattleiksdeild innan félags-1
ins. Fyrstu 2 árin var meistara-
flokkur innan deildarinnar, en
hann lagðist síðan niður um hríð
vegna náms og anna þeirra sem að
honum stóðu.
1954 hófst svo uppbygging yngri
lokka félagsins svo og kvenna-
flokks sem vann marga góða sigra
á næstu árum. Stúlkur eins og
Sigríður Lúthersdóttir, Rut Guð- j
mundsdóttir og Sigríður Sigurðar-
dóttir, sem allar eru velþekktar úr
handknattleikum voru þar fremstar
í flokki.
Árið 1960 sendi svo Ármann lið
til keppni í meistaraflokki karla
eftir 6 ára fjarveru í þeim flokki.1
Vakti það lið strax athygli fyrir
góðan leik, en tókst aldrei að ■
sigra í Reykjavíkur- eða íslands-
móti þótt oft væri hetjulega barizt. i
Ármann hefur oftast átt 2—3‘|
menn í íslenzka landsliöinu á und-1
anförnum árum, menn eins og
Davíð Helgason, Hallgrím Gunnars-
son, Sigurð Ingólfsson, Hörð Krist-
insson, sem einnig hefur leikið
fjölmarga landsleiki í handknatt-
leik og síðast en ekki sízt Birgi
ö. Birgis, sem hefur verið ein
helzta driffjöður liðsins undanfarin
ár, og sér hann nú um þjálfun þess,
auk þess sem hann leikur með því
sjálfur. Birgir hefur einn manna
íeikið alla landsleiki í körfuknatt-
Ieik sem ísland hefur leikið, og
var hann aðeins 16 ára að aldri er
hann lék sinn fyrsta landsleik.
Undanfarin ár hefur Ármann
yfirleitt verið í 3. sæti í mótum
næst á eftir Í.R. og K.F.R. og nú
seinni árin K.R. og Í.R. Oft hefur
litlu munað aö sigur gæti náðst,
og nægir aö benda á í því sam-
bandi, að Ármann var eina liðið
sem verulega ógnaði K.R. í síðasta
íslandsmóti, hafði 5 stig yfir í
hálfleik, en tapaði svo á loka-
sprettinum. Þetta skeður, því
miður, allt of oft. Þeir ógna beztu
liðunum, allt fram á slðustu mín-
útur, en þá er eins og botninn
detti úr öllu saman. Hverju þetta
sætir er ekki auðvelt að svara, þar
kemur sjálfsagt margt til sem
við víkjum að síðar.
Æfingin, sem viö komum á, var
haldin á Hálogalandi, þeim gamla j
bragga, sem verið hefur eina at-!
hvarf reykvískrar íþróttaæsku í I
tvo áratugi, en hefur nú verið!
leystur af hólmi, ag mestu leyti, af
hinni nýju og glæsilegu íþróttahöll.
Margt var um manninn á æfing-
unni, og mátti þar kenna mörg:
góðkunn andlit, ásamt öðrum yngri j
og óreyndari, og greinilegt er að!
efniviðinn skortir ekki, ef til vill
aðeins réttu aðferðina til að vinna
úr honum.
Við tökum tali Birgi Ö. Birgis,
þjálfara Ármanns, og biðjum hann j
að segja okkur frá æfingatilhögun i
þeirra:
„Við hefjum hverja æfingu með I
léttum þrekæfingum, síðan æfum
við knattmeðferð og körfuskot og
í lok hvers tíma förum við yfir
lejkaðferðir og reynum þær í stutt-
um leik.
Æfing sú, sem við höfum í höll-
inni, var upphaflega ætluð til skot-
æfinga og æfingaleikja, en úr því
hefur orðið minna en skvldi, þar
sem landsliðið æfir á sama tíma“.
— Er ekki erfitt að þjálfa og
vera jafnframt leikmaður?
„Þessari spurningu er auðvelt að
svara. Það á helzt ekki að eiga sér
stað, að sami maður þjálfi og sé
jafnframt leikmaður í liðinu. En
eins og flestum er kunnugt er
mjög erfitt að fá þjálfara í íþrótt-
inni, og af þeim sökum féllst ég
á að taka starfið að mér“.
— Ykkur hefur gengið erfiðlega
það sem af er þessu móti, Birgir.
Hvaða ástæður álítur þú helzt vera
fyrir því?
„Á árunum 1957—1961 nutum
við leiðsagnar hins ágæta þjálfara
Ásgeirs Guðmundssonar, sem jafn-
framt var okkar helzta stoð í hinu
félagslega starfi deildarinnar. Þetta
voru mikil uppgangsár, m. a. uröum
við íslandsmeistarar í II. fl. 3 ár
I röð, og 1960 fór II. flokkur í
keppnisferðaiag til Danmerkur, þar
sem hann sigraöi 3 meistaraflokks-
lið og tapaði 2 leikjum með eins
stigs mun, á móti ekki verri liðum
en Kaupmannahafnar- og Dan-
merkurmeisturunum.
Eftir heimkomuna vorum viö
fullir bjartsýni, og mikill samhug-
ur ríkti innan deildarinnar. En nú
fór að síga á ógæfuhliðina. Ásgeir
varð að láta af störfum vegna
anna, og margir okkar beztu leik-
menn hættu keppni, ýmist vegna
náms eða atvinnu. Þannig höfum
við misst á undanförnum 4 árum
j 8 leikmenn úr meistaraflokksliði
j félagsins, og nú síðast Davlð
! Helgason, sem hvað lengst hefur
veriö formaður deildarinnar. Skýr-
ingin á erfiðleikum okkar núna í
, dag er því einfaldlega sú, að of
! fáir eldri piltar voru til að taka
sæti þeirra sem hættu, og þeir
yngri hafa, sem vonlegt er, ekki
enn öðlazt þann þroska, sem nauð-
j.svnlegur er til þess að mæta erf-
; iðleikum þeim sem óhjákvæmilega
; hljóta að steðja aö. viö slíka blóð-
j töku á meistaraflokksliði deildar-
i innar. Ég sé samt enga ástæðu til
| að örvænta, margir efnilegir piltar
j fylkja sér nú undir merki félagsins
i í yngri flokkunum, og t.d. urðum
: við Islandsmeistarar 1966 í II. og
! IV. fk -ki, og Reykjavíkurmeistarar
! í IV. og III. flokki. Einnig hefur I.
j flokkur félagsins getið sér gott
j orð, og unnu þeir fyrstu bikar-
I keppni K.K.I. 1965.“
— Hvað viltu segja mér um
keppinauta ykkar í I. deild?
„Í.S. og Í.K.F. hafa sýnt miklar
framfarir í vetur og er það vissu-
lega gleðilegt, því undanfarin ár
hefur keppnin í I. deild verið mjög
ójöfn. K.F.R. stendur nokkurn veg-
inn i stað, þó þeir séu alltaf hættu-
legir hvaöa liði sem er, með sínar
frábæru langskyttur. Í.R. og K.R.
virðast vera í sérflokki í þessu
móti og verður gaman að sjá hvem-
ig hinum fljótu leikHlönnum l.R.
tekst upp á móti pressu K.R., sem
án efa er þeirra sterkasta vopn“.
— Hvað viltu svo segja okkur
aö lokum, Birgir?
„Mikið er talað um það, að viö
Ármenningar séum i fallhættu í
deildinni og þá sérstaklega, ef Í.S.
j vinnur kæru sína á móti K.F.R.
Þetta er sjálfsagt alveg rétt, og við
gerum okkur alveg ljóst, að Í.S.
hefur farið mikið fram. Hvort það
, nægir þeim til sigurs gegn okkur
skal ég ekki segja um, en eitt er
víst, að Ármannspiltarnir hafa lít-
i inn áhuga á setu í II. deild næsta
! vetur.“
Við kveðjum svo Birgi og þá
j félaga, og hræddur er ég um að
Þórir Arinbjarnar, þjálfari Í.S.,
þurfi að þurrka margan svita-
dropann af leikmönnum sinum áð-
ur en þeim tekst að senda Ármann
niður i II. deild.
Birgir Birgis með mönnum sínum á æfingu í gærkvöldi
im suumiti ji’A.m