Vísir - 16.03.1967, Síða 2

Vísir - 16.03.1967, Síða 2
V í S IR . Fimmtudagur 16. marz 1967. VIKINGA R UNNU FH 16 :14! og FH lítur fram til erfiöra daga - leikir gegn Val og Fram eru eftir Snarar „vendingar“ urðu í 1. deildinni í handknatt- leik í gærkvöldi, þeghr Vík ingar, öllum á óvart, tóku tvö stig af FH, liðinu, sem í miðju móti var álitið ör- uggur sigurvegari í deild- inni. í dag eiga FH-ingar erfiða daga framundan, leiki gegn Val og Fram. — Það þarf meira til en þeir sýndu í gær, ef þeir ætla að halda ísiandsbikamum. Leikur FH gegn Víking var með því litlausasta, sem sézt hefur lengi til FH-liðsms. Víkingarnir léku skynsamlega og af varkámi og örlítil heppni var vitanlega ekki illa séður gestur hjá liði þeirra. Þeir komu út sem betri aðilinn f þessum leik, enda þótt sjá mætti í gegnum allt saman aö ef allt heföi verið eðlilegt hefði FH átt aö vera sterkari aðilinn. Víkingar tóku forystu þegar í upphafi, en FH komst yfir í 2:1. Þá skora Víkingar fjögur mörk í röö og komast 1 5:2 eftir 12 mín- útna leik. Eftir 21 mín. voru FH- ingar nær búnir að jafna í 5:6, en þá skorar Þórarinn tvö mörk í röð, en í hálfleik var staðan 9:7 ?yrir Víking. Margir bjuggust við sterkara liði FH út á völlinn í seinni hálfleik. Sú von brást, því liðið lék áfram sömu hálfvelgjuna, óákveðiö og oft lélegt spil. Víkingar héldu forystu þar til á 5. mínútu í síöari hálf- leik. Þá jafnar FH upp úr mis- heppnuöu vítakasti Víkinga, vörn er snúið í sókn og Geir skorar fyrir FH 10:10 úr vítakasti. En Víking- ar skora næstu 2 mörk, en Birgir skorar 11:12. Birgir brýtur af sér og það er dæmt vítakast og Jón Hjaltalín skorar 13:11. Á 17. mfn. skorar Geir 12:13 og Páll jafnar mínútu síðar 13:13. Þegar rúmar 10 mínútur eru eftir ná FH-ingar ioks forvstunni, en rétt áður hafði Jón Hjaltalfn brennt af vítakasti og virtust Víkingunum um það leyti ailmislagðar hendur. Kristófer kór- ) Hvernig á nð skipfa um perur ^ Þaö má benda forráöamönn- um iþróttahallarinnar ■' Laug- ardal á það, ef einhverþr for- ráðamenn eru til, því erfitt er að finna út hver eöa hverjir það eru, að lýsingu hallarinnar er ábótavant í ýmsu. Vantar nú t.d. þrjá lamna vfir öðru mark- . inu, sem má heita í myrkri miö- I að viö aðra staði. Ættu nú verk- l fræöingar að setjast niður og hugsa ráö til að skipta um perur |í ljósastæðum i mannvirkinu. f Þaö, þó smátt sé, er tals- Ivert atriðl að hægt sé að fram- [ kvæma. I ónaði allt saman með því að verja víti rétt á eftir. Rósmundur iafnar 14:14 oe bee- ar lætin eru f algleymingi tekst Einari Magnússyni að skora með hörkuskoti 15:14 fyrir Víking. Geir í opnu færir skýtur rétt á eftir f stöng hjá Vfkingum og þegar að- eins 40 sekúndur eru eftir af leik skorar Jón Hjaltalín 16:14, markiö, Víkingar skora af línu í gærkvöldi. sem tryggði sigur Víkings í þess- um spennandi leik. Víkingar léku vel þennan leik og eflaust áttu þeir sinn stóra þátt í að slá FH út af laginu, leyfðu þeim hreinlega ekki aö hafa sig í frammi á nokkurn hátt. Jón Hjaltalín Magnússon var maður kvöldsins, skoraði sjö af mörkum Víkings. Einar Magnússon var og góður, en gæti án efa skorað mun fleiri mörk, enda á hann auðvelt með að skora yfir varnir sökum hæðar sinnar. Þá voru þeir Gunnar Gunn- arsson og Þórarinn ágætir f þess- um leik og Einar markvöröur varði oft laglega. í FH-liöinu var raunar enginn maöur nálægt sinni getu, Kristó- fer varði oft falleg skot, en önnur heldur lök, fóru í netið, markvarzl- an i heild undir meðallagi. Vörn FH reyndist mjög sundurlaus, enda sótti hún nokkuö langt út á móti Víkingunum, sem notfærðu sér línuna þar af leiðandi mjög vel. Einar Sigurðsson lék nú aftur með FH-Iiðinu eftir nokkra fjarveru Dómari var Sveinn Kristjánsson og dæmdi ekki illa. Hins vegar i virðist það orðin einhver tízka hjá dómurunum aö flauta um leiö og smávægilega er brotiö á lfnu og dæma þá aukakast. Oftast er betra að bíða örlítið átekta, því það vill koma oft fyrir aö maðurinn, sem j brotið er á þarfnast ekki aðstoðar * dómara, kemst í gegn og skorar, j en þá er markið dæmt af, slíkt er j ótækt. — jbp — Staðan ! — eftir leikina í gærkvöldi. - I Víkingur—FH 16—14 (9—7). - > Fram—Haukar 24-19 (12-12). j j FH 8 6 0 2 183—133 12 ' ! Fram 8 6 0 2 177—121 12 J ' Valur 9 5 0 4 184—164 10 , J Haukar 9 5 0 4 183—184 10 » Víkingur 9 4 0 5 156—164 8 j ! Ármann 9 0 0 9 135—254 0 ■ Næstu leikir veröa á sunnu-1 ! dagskvöldið þá mætast Valur— j FH og Fram—Víkingur. Markahæstu menn i — í 1. deild eru nú þessir: — Hermann Gunnarsson, Val, 56 ; Jón Hjaitalín Magnúss., Vík., 51 Geir Hallsteinsson, FH, 49 Gunnlaugur Hjálmarss. Fram, 43 | Ástþór Matthíasson, Árm., 42 Ingólfur Óskarsson, Fram, 41 ! Einar Magnússon, Víkingi, 33 Ragnar Jónsson, FH, 33 Viðar Símonarson, Haukum, 33 FRAM SETTIST VIÐ HUÐ ÓVINARINS" FH — með sigri yfir Haukum 24:19 í góöum seinni iiálfleikj Framarar sýndu bezta handknattleikinn í gær- kvöldi í Laugardal. Þenn- an handknattleik sýndu þeir þó aðeins annan hálf- leikinn gegn Haukum og unnu á þeim leik með 5 marka mun 24:19. Eftir þennan leik eru það Fram og FH, sem ein eiga mögu- leika á að verða íslands- meistarar í ár. Fyrir leik- inn höfðu Haukar von með ■ íví að sigra Fram. Fram komst í byrjún fvrri hálf- leiks í 3:0 og 4:1, en á 9. mín. jafnaði Matthíás og Logi Kristjáns- son, sem var nú kominn á sinn stað í markinu varði eins og ljón, vítakast og línuskot. Siguröur Jóakimsson færði Haukum foryst- una í 5:4, en Fram náöi henni aft- ^ ur og komst í 7:5. Matthías jafnar ! enn, þegar 10 mínútur eru eftir af hálfleik, 8:8, og Haukar komast yfir í 10:8, sem Fram jafnar. í hálfleik var staðan 12:12. Nýtt og betra Framlið kom inn á völlinn í seinni hálfleik, en sama verður ekki sagt um Haukana. sem gjörféllu saman, þegar Framarar fóru að sýna, hvað í þeim býr. Þrjú fyrstu mörkin skoruðu Framarar og var staðan þá 15:12. Eftir 9 mín. var staðan 17:13 og rétt á eftir 18:14 og 19:14, — sem sagt nokkuð vonlaust fyrir Hauka að ná sigri, enda þótt hálfleikurinn væri enn aðeins hálfnaður. Aö visu minnkuðu Haukar aöeins forskotiö um tíma, en gátu aldrei ógnað Fram, svo heitið gæti. Fram vann leikinn 24:19 og var vel að sigrinum komið. Þar með settist Fram viö hlið erkiandstæð- ingsins, FH. Hver skyldi hafa trúað því fyrir nokkrurn vikum, þegar sigurinn blasti við FH? — Gylfi Jóhannesson átti mjög góðan leik hjá Fram, og við hann réði vörn Hauka ekki neitt og skoraöi hann 7 mörk yfir vömina í leikn- um. Ingólfur og Gunnlaugur voru og báðir í essinu sínu og Þorsteinn varði vel i markinu. Af Haukunum er þaö að segja að þeir léku laglega í fyrri hálfleik, en í hinum síðari var eins og allur móður væri úr þeim dreginn. Var liðið þá ekki svipur hjá sjón. Logi Kristjánsson var enn bezti maður liðsins, varði mjög vel oft á tíðum. Matthías skoraöi flest mörk Hauka, 5, en skottilraunir hans voru óþarf- Iega margar. Dómari var Karl Jóhannsson og dæmdi mjög vel. — ibn — Þórður kemst hér framhjá Ingólfi og skorar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.