Vísir - 16.03.1967, Síða 3

Vísir - 16.03.1967, Síða 3
V í SIR. Fimmtudagur 16. marz lu. Cnjórinn er jafn eðlilegur á ^ Norðurlandi • skammdeg- inu og snjólevsið á Suðurlandi. Þó vill nú svo vera, að mönnum finnist ýmist of eða van af hvoru tveggja, eiginhagsmunim- ir segja til sín. Hvað um það. Það er a.m.k. nægur snjór á Noröurlandi þess- ar vikumar. Myndsjáin er frá Akureyri, en þar hefur verið vetrarríki, eins og annars staðar á Norður- landi. — Göturnar hafa oft orðið torfærar, þrátt fyrir iðni bæjaryfirv. við að ryðja snjón um burtu jafn óðum og hann hefur setzt á göturnar. Margir hafa því lagt bílum sínum og ganga bara á tveim jafnfljótum. SVIPMYNDIR FRÁ AKUREYRI Þá hafa vegir út frá Akureyri iðulega teppzt, og enda þótt Vegagerðin hafi þá komið til skjalanna eftir mætti, þá hefur reynzt nauðsynlegt að flytja vörur meö skipum mun meira en ella. Efsta myndin er frá uppskip- un úr einum Fossinum í Akur- eyrar höfn. Á henni má einnig sjá ýmsar kunnar byggingar í höfuðstað Norðurlands, s.s. Ak- ureyrarkirkju, Barnaskóla Akur- eyrar, Gagnfræðaskólann, Menntaskólann (ógrednjlega), hluta af Hótel KEA og Prent- verk Odds Bjömssonar. Á litlu myndunum sést hvem- ig snjórinn hefur breitt sig yfir gróður jaröar og bíla og bú- staði borgaranna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.