Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 7
\ V Í S I'R. Laugacdagur 16. marz 1967. þótt ekki sé hann útbreiddur. Er þá ýmist að eggin eru harðsoðin og síðan máluð eða þá að þau eru blásin, áður en þau eru skreytt. Það gefiy auga leið að það er skemmtilegra að mála blásið egg, sem síðan er hægt að geyma en mála á harðsoðið egg, sem verður að brjóta, þegar það er borðað. Bömin í bamadeiM Myndlistaskólans fengu að mála egg í tímanum í fyrradag og þótt ekkert þeirra hrfði gert það fyrr þá vantaði ekld hugmyndaflugið. Eggin vom máluð í öllum regnbogans litum og bömin fjögur á myndinni voru rétt f þann veginn að ljúka við að mála sín egg þegar myndin var tekin Að blása egg Gat er stungið á báða enda eggsins. Nál er síðan stungið inn í eggið, þannig að himnurnar utan um hvítuna og rauðuna springi. Egginu er haldið yfir skál og blásið inn um annað gat- ið (þaö má nota útblástursop ryksugu eða hárþurrku til að blása eggið) — og fyrr en varir er innihaldið í skálinni en eftir er heilt, tómt egg. Eggið er skol- að vel f volgu vatni, áður en það er skreytt. Það er tilvalið að blása eggin, sem notuð eru f páskabaksturinn. Meðan verið er að mála egg- ið er gott að stinga prjóni í gegn um það og koma þvf fyrir ann- að hvort lárétt eða lóðrétt, þann ig að hægt sé að snúa því, án þess að það snerti boröiö. PASKAEGGIÐ á sér langa sögu Páskaeggið á sér ekki langa sögu hér á landi. Þegar við töl- um um páskaegg eigum við ein- göngu við súkkulaöieggin, sem farið var að framleiða á þessari öld að erlendri fyrirmynd, en þau hafa nú náö svo almennri útbreiðslu að í hugum (barnanna í dag eru páskamir fyrst og fremst súkkulaðihátíð. Eggið, hænueggið, skipar aft- ur á móti ævafornan og mikil- vægan sess í páskahaldi margra þjóða og eru fjölmargir siðir bundnir eggjaáti á páskum. — Margar skýringar eru til á upp- runa páskaeggsins en þeim ber ekki öllum saman. Ein er sú, að sá siður að neyta eggja á' páskunum sé kominn inn í kristni úr heiðni — eggin hafi verið tákn frjóseminnar og þeirra • því neytt á vorhátíðum. Hjá Egyptum og Persum til forna voru eggin tákn endurnýj- unar lífsins á vorin og lituðu þeir eggin jafnan. í kristinni trú hefur eggið verið tákn upp- risunnar og rauði liturinn, sem hefur verið aðallitur páskaeggj- anna hefur m. a. verið skýrður sem tákn blóðs Krists. Ein skýr- ingin á eggjaneyzlunni hjá kristnum þjóðum á páskum er sú, að á föstunni hafi át þeirra verið bannað og gleöin því mik- il yfir að meiga neyta þeirra á ný. Hver sem hin rétta skýring kann að vera þá var páskaeggið vináttuvottur í nágrannalöndun- um. Menn gáfu vinum sínum og ættingjum páskaegg með ósk- um um langlífi og hamingju. Aðfangadagskvöld páska eða á páskadagsmorgun voru eggin máluð rauð og vfgð og þegar farið var til kirkju á páskadag skiptust menn á eggjum. Heim- ilin voru prýdd skrautmáluðum eggjum og ef gest bar að garði mátti hann ekki yfirgefa húsið án þess að hafa þegið egg af húsráðanda. Eins og eggin þá hafa hænu- ungar orðið tákn páskanna og í sumum löndum eru páskahér- inn og páskakanínan líka tákn páskanna. Skreytt egg eru safn- gripir Sá siður að skreyta egg til að prýða híbýli sín á páskunum hefur orðig til þess að með sum um þjóöum hefur þróazt heil list grein — eggjaskreyting. Eru egg in þá blásin og þau síðan máluð og sett upp til skrauts, t. d. er algengt að þau séu 'hengd upp í trjágreinar þannig að þau megi njóta sín sem bezt, Það þarf ekki að þvf aö spvrja að eggja- söfnun er áhugamál margra, engu síður en bóka- frímerkja- eða málverkasöfnun og eru fag- urlega skreytt egg þá hréinustu dýrgripir, Heil eggjasöfn eru til og kvað eggjasafn eitt í Bmo í Tékkóslóvakíu hafa á aö skipa miklu af listilega skreyttum eggjum. Eggjaskreyting er á mörgum heimilum f nágrannalöndunum fastur liður í páskaundirbúningn um, alveg eins og gerð jólapoka og annars jólaskrauts er hjá okkur. Hefur þessi siður að sjálf sögöu borizt hingaö til lands, Venja er að lita eggið meö einhverjum skrautlegum grunn- lit og er bezt að gera það með grófum pensli. Síðan er finni pensill notaður vig skreyting- una. Ef hengja á eggin upp, t. d. á trjágrein, sem komig er fyrir í vasa, er gott aö taka hálfa eld- spýtu, binda band í hana miðja, stinga henni inn í eggiö og láta hana snúast þvert á gatið. Þann- ig „festist" bandið í egginu og hægt er að hengja það upp og láta það snúast frjálst. Þótt ýmsum kunni að finnast óþarfi að vera að apa siöi sem eggjaskreytingu upp eftir öðrum þjóðum, þá er enginn vafi á því, að margir munu hafa gaman af að spreyta sig á eggjaskreyt- ingu. En hvað á að mála á egg- in ? Hverjum er í sjálfsvald sett hvað hann málar, hvort það eru blóm, ungar, rendur eða ein- hverjar fígúrur en þeim sem erfitt eiga meö að komast af stað geta teikningarnar hér á síðunni kannski oröið svolítil hjálp og örvun. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.