Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 9
V1SIR. Laugardagur 18. ntarz 1967. 9 ,Guði sé lof, að þá háttaður“ er , ■ Jjað er tvímælalaust dyggð aö vera heimakær, komi það ekki fram á þann hátt að vera heimaríkur. Átthagatryggð er manbætandi eigind, gangi hún ekki á hlut annarra dyggða. Sögumenn voru áður vel liðnir og þóttu þjóðarnauðsyn. Marga henti þó sú villa að segja fleira en það, er þeir vissu með sann- indum. Heimild frá þeim var því ótrú og villandi. Ég hef um nokkurt skeið geng ið á vit sögumanna, oftar þeirra, er ég gerst þekki og eru frá þeim byggðum, sem ég kann á nokkur skil. Viröi menn þetta sem vantraust til annarra er það rangt. Hið sanna er, að mér finnst freistandi, að sem flest- ir kunni nokkur skil lífshátta þessa fólks, sem lengst allra hef ur búiö utan alfaraleiðar og þar af leiðandi fæstar sagnir af farið. Ég er nú staddur á heimili Ei- ríks Eiríkssonar, en hann fædd- ist aö Berjadalsá á Snæfjalia- strönd fyrir 60 árum. TTvað getur þú sagt mér skemmtilegt frá þínum upp vaxtarárum, Eiríkur, — Ég er nú ekki svo langminn ugur, að ég muni margt um lífið á Berjadalsá, því foreldrar mín ir fiuttu til Súðavíkur, þegar ég var á þriðja eða fjórða ári. Þar hygg ég að þau hafi dvalið um tveggja ára skeið, en flutt þá að Gjögri við Reykjafjörð í Strandasýslu. Ég tel því, að það sem ég held mig skynja frá ver- unni við Djúpið, séu óljósar þokukenndar draumsýnir, lftt í frásögur færandi. Gjögur var fyrr á árum frægasta verstöð viö Húnaflóa. Þaðan voru gerð út fleiri há- karlaskip til veiða síðari hluta vetrar og fram á vor. Stóðu þar búðir vermanna, sem til sóttu víða að. — Hvernig var um að litast á Gjögri, þegar þú steigst þar fyrst á land, Eiríkur? — Þar var þá búsett margt fólk, sem lifði aö mestu á því, sem þaö gat til sjávar sótt. Flest heimili áttu smábáta, stunduðu hrognkelsaveiðar á vorin en fiskiveiðar á sumrin og svo langt fram eftir hausti sem gaf. Yfirleitt voru fjöJskyldur þær, er á Gjögri bjuggu, barnmargar og því þröngt í búi brygðist sjór inn, sérstaklega hjá þeim, sem engar skepnur höfðu, en það voru nokkrir, er gátu fengið það mikla grasnyt, að þeim var mögulegt að hafa eina kú eða fáeinar kindur. En fyrst og fremst var það þó sjávargagnið sem setti svip sinn á lífshætti fólksins. Þess var beðiö með mik illi eftirvæntingu, að hrognkels- in færu að veiöast á vorin og er ég viss um, aö það var mikill fögnuður á sumum heimilum, þegar fyrsta rauömagasoöning- in kom á diskinn. Þar sem svo mörg böm voru á hverju heimili, var þarna mik- ið um ungt og uppvaxandi fóik Þori ég að fullyrða, að félags- skapur þessa fólks var mjög góð ur. Frá því ég var strákur á Gjögri, er það sérstaklega einn maður, sem mér er minnisstæð- ur, en það er Níels Jónsson, er bjó á Grænhól. Þetta var merk- ismaður, meðal annars hélt hann dagbók, sem mun vera mjög glögg og trú heimild um lífshætti fólks á þeim árum. Níels var sérstaklega barn- góður og vel fallinn til aö vera í félagsskap unglinga. Hann var hrókur alls fagnaðar — söng með og tók þátt í margs konar leikjum. Níels var hagleiksmað- ur og smiöur góður, hafði hann því hýst vel bæ sinn. Þar var meðal annars stofa betri en á öðrum bæjum. I þessari stofu komu unglingarnir saman til söngs og gleöileikja. Var Níels jafnan meö í hringnum, þegar dansað var. Þá átti hann einn forláta sleða, sem við yngri krakkarnir litum hýru auga og þurftum oft að fá lánaðan. Það var ætíð falt, ef ég var méð í leiknum, og kallaði hann, að ég mundi verða herforingi, þegar ég væri vaxinn maður. Þessi afstaöa og ummæli Ní elsar sköpuðu mér nokkra virð- ingu meðal félaganna, enda þótt ég væri ekki hæstur í lofti. • VIÐTAL DAGSINS an heimili mitt, þar til ég sjálf ur stofnaði mitt eigið heima. — Er þér ekkert sérstaklega minnisstætt frá þessum upp- vaxtarárum á Eyri? — Jú, víst er mér margt minn isstætt, en eins skal hér þó sérstaklega minnzt. Þetta var vorið 1914 — Guöjón hafði þá verið til þess settur að „inn- klarera" sem kallað var, öll er- lend skip. Einhverju sinni var það ,að mikill floti norskra fiski skipa hafði siglt inn á Norð- urfjörö undan stormi. Guðjón fer sem hans var vandi, til aö hafa samband við skipin. Þá lætur hann talið berast að því við einn norska skipstjórann, að inni á Ingólfsfirði sé lífhöfn og býðst til að leiðbeina honum á siglingu þangað inn. Þetta verð- ur úr, skipstjóri lætur létta akk- erum og siglir út Norðurfjörð. Þá voru engar talstöðvar, svo skip gátu ekki þannig haft sam- band sín í milli. En þegar hin skipin sjá siglinguna, kemur hreyfing á flotann, allir létta og fylgja á eftir. Þetta var síðla dags. Um háttatímann kemur fyrsta skipið 1 ljósmál frá Eyri, valrnar þá forvitni okkar krakk- anna og við þjótum út í glugg- ann, en enginn vissi neinnar sigl ingar von. Þegar svo hvert skip- ið af öðru kemur inn, þá sýnist sumum sem til nokkurra tíðinda sé að draga. Jón Guömundsson, bróðir Guð er vib Eirík Eiriksson Eirfkur Eiriksson jporeldrar mínir voru mjög fá- tækir, en við systkinin mörg, því var oft bjargarlítiö í búi og gott, ef hægt var að létta eitthvað á fóörunum. Ég fór að Eyri í Ingólfsfirði skömmu eftir að foreldrar mínir fluttu á Gjöigur, til þeirra hjóna, Guðmundar Arngrímssonar og Guörúnar Jónsdóttur. Þau voru mér einstaklega góð og elti ég Guömund eins og dilkur, því hann var spaugsamur og féll það f góðan jarðveg hjá mér. Hans leiösagnar naut ég þó ekki lengi, því hann andaðist skömmu síöar en ég kom að Eyri. Fór ég þá aftur heim til Gjögurs og var þar vetrartíma, átti ég þá þau samskipti við Grænhólsbóndann, sem ég hef lýst hér að framan. Vorið eftir tóku við búinu á Eyri Guöjón Guðmundsson og kona hans Sigríður Halldórsdótt ir. Guöjón er sonur þeirra hjóna, Guðmundar Amgrfms- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem ég áður hef um getið. Hann býr ennþá á Eyri og hefur ver- ið hreppstjóri Árneshrepps um tugi ára. Kona hans, Sigríður, er látin. — Hún var góð kona. — Til þeirra hjóna, Guðjóns og Sigríðar fór ég þetta sama vor, því svo vel hafði mér falliö þar fyrri vistin að ég sótti mjög að fara þangað. Hjá þessum sómahjónum var ég þar til ég var tvltugur og taldi þar ae síð jóns, var þá heima á Eyri. Hann var gamansamur mjög og þegar við förum að inna eftir hvað hér muni vera á ferð, segir hann að líklega, sé þetta hernaðarinn rás, en þá hafði fyrri heims- styrjöldin brotizt út. Mér veröur þá að orði: — Guði sé lof að ég er þá háttaöur. Þetta var fyrsta sigling norskra skipa á Ingólfsfjörð, en ekki sú síðasta, því þar var um árabil staðsettur mikill floti og síldveiöar stundaðar af kappi. ‘l/'ar ekki lífið glatt og athafna- samt í Ámeshreppi á síldar árunum? — Jú, það var mikið um að vera. Það kom þarna nýr þáttur inn í athafnalífið — og svo — þegar Ólafur Guðmundsson, bróðir Guðjóns, setti upp sinn síldarrekstur, þá fór að verða líf í tuskunum. Fólk kom að, og atvinna og afkoma heimamanna fékk allt annað svipmót. En þessar athafnir vora árstfða- bundnar. Þegar haustaði hvarf með öl|u þetta utanaðkomandi framandi líf — menn urðu aft- ur heima. Það var þó alls ekki þannig, að fólkið legðist í dvala og biði næstu vertíðar. Nei, hreint ekki. Ég man vel böllin í bæjardyrunum á Norðurfirði, ég held að þau hafi verið öllu skemmtilegri og veitt meiri lífs- fyllingu en hin svokölluðu síld N. arböll sumarsins. Þama voru allir með, ungir og gamlir. Þeir þöndu harmonikuna Halldór á Munaöarnesi og Gísli í Steins- túni — og ég er viss um, að bítlamúsík nútímans heillar ekki æsku dagsins í dag meir en þetta heillaði okkur, sem ung vorum þá, enda þótt við létum það i ljós meö öðrum hætti. Þegar skip komu á Norðurfjörð var reynt að koma á skemmtun til að komast í snertingu við það fjarlæga, auk þess, sem margir áttu erindi i kaupstaðinn viö þau tækifæri. Á öllum samkomum var mik ið sungið, og efa ég, að afskekkt sveit hafi víða átt jafnrriörgu og góöu söngfólki á að skipa og Árneshreppur á þeim árum. — Þú áttir nú stóran þátt ; skemmtanalífinu norður þar á unglingsáram, Eirikur — z Já, ég var víst snemma sprelli- gosi og átti fremur auðvelt með að koma fólki I gott skap og fá það til að hlæja. Nú er þetta kölluð list. — í mínu ung- dæmi var nú sjaldnast haft list- arorð yfir þetta. Menn sögðu: — Hann er sniðugur að herma eftir og láta eins og kjáni. — Annars hef ég alla mína tíð haft gam- an af skemmtisamkomum og gleöileikjum og tekið talsverð- an þátt í því lífi hvar sem ég hef verið. — Nú er maður bara orðinn svo gamall. — Ég skil ekkert í þvf hvað maður er orð- inn gamall. — Ertu nokkuð gamall? Er nokkur eldri en hann telur sig vera eða vill vera? — Jú, ég finn það, síöustu tiu ti) fimmtán árin hef ég verið að eldast. — Ja, í raun og veru móti vilja mínum. — Ég hef trú á því, aö þú veröir alltaf ungur, Eirikur — ungur I anda tívaö viltu svo segja mér að A Iokum? — Ég vi! segja þetta: Á mín- um uppvaxtarárum var á Finn- bogastööum í Árneshreppi Guð- mundur Þ. GuÖmundsson, kenn ari. Hann veröur okkur, ungu samtíðarfólki hans ógleymanleg- ur maður. Allt það, sem hann lagði á sig til að gera lifiö í þensari afskekktu byggð litrík- ara og auðugra af gleöi. Hann var alls staöar með, þar sem stofnaö var til fagnaðarfunda. var þar leiðandi kraftur með sinni brosmildu hógværð. Hann söng og lék á hljóðfæri við flest slík tækifæri. Allt hans starf og hugsjónir snerust um það að vinna æskunni gagn og eftir því sem árin færast yfir mig og ég sjálfur skynja fleira, veröur mér ljósara hve hygginn og framsýnn hann hefur verið í hverju því máli, sem æskuna snerti. Væri hollt, aö hún á öll- um tímum ætti marga slíka. Þ.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.