Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 10
VISIR. Laugardagur 18, marz 1967. 10 Vertíðin — Framháid at bls 16 frá áramótum eru Ólafur II með 222 tonn (lína og net) og Lómur með 211,5 tonn (n'et). Einn bátur hefur róið með troll frá Keflavík i vetur og er hann j búinn að fá 120 tonn síðan um ára mót. Yfirleitt hefur vertíðin gengið ákaflega stirt á Suðurnesjum það sem af er, eins og aflatölur sýna. I-Iafnarfjörður. Nær 30 bátar eru nú gerðir út frá Hafnarfirði, flestir á net, en nokkrir róa með troll. Nokkrir neta bátanna leggja upp í öðrum ver- stöðvum og aflanum er síðan ekið r.il Hafnarfjarðar. Tölur um heildarafla Hafnarfjarö arbáta liggja ekki fyrir, en aflinn hefur verið ákaflega rýr og heitir varla að nokkur bátur hafi fengið góðan afla allan þennan mánuð. Mest hefur bátur komið meö 36 tonn að landi og var það netaafli eftir þriggja nátta legu. 14 bátar lönduðu í Hafnarfirði í fyrradag 78 tonnum, einn var með 23 tonn af þriggja nátta netaafla, en flestir hinna voru með þetta tvö og þrjú tonn. 2 Reykjavíkurbátar með 200 tonn 1 tveim róðrum. 27 bátar munu nú gerðir út frá Reykjavík. Nokkrir Reykjavíkur- báta leggja upp í öðrum verstöðv- um, Grindavík, Sandgerði og jafn- vel sumir ’vestur á Rifi nú um stundarsakir. Aflahæstir Reiykjavíkurbáta munu nú vera Ásþór með 318 tonn og Ásgeir 292 tonn. (Aflinn er mið- aður við daginn í gær frá áramót- um.) Fundarboð Aðalfundur Hjarta- og æðaverndarfélags Reykjavíkur verður haldinn í gyllta salnum, Hótel Borg, sunnudaginn 19. marz, kl. 15.00. DAGSKRÁ : 1. Skýrsla stjórnarinnar. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. 3. Kosning stjórnar, varastjórnar og end- urskoðenda. 4. Kosnir fulltrúar á aðalfund Hjartavernd- ar. 5. Erindi, Snorri P.'Snorrason. r 6. Önnur mál. ! Skákþáttur Vísis t t i I é i * *.# í i I t t í Skákþingi Sovétríkjanna lauk með sigri L Stein með 13 v. 2. E Geller 12,5, 3—5 Kortsnoj, Taimai- nov og Gipslis 12V" (Þessir þrír munu tefla um tvö sæti I næsta nillisvæðamót.) 6. Lein 11,5 v, 7. <rogius 11 v. 8—9. Bronstein og ’olugayevsky 10,5 v. 10—12. Smyslov, Kholmov og Savon með '0 v. Keppendur voru 21. 11. Rxf5M (Undraverður leikur, sem hvorki Alekhine eða Tal þyrftu að skamm ast sín fyrir.) 11.. . Ra5 (Svartur má ekki þiggja fórnina t. d. 11 . exf5 12. e6 — d6 13 e7 og vinnur, eða 11........... gxf5 12. Dh5 — Kd8 13. Hadl og svartur er glataður. Hér fylgir ein skák frá mót'nu. Nú virðist 12. Rd6t vera nógu Hvítt: Gurgenidze Svart: Lein. gott, en hvítur finnur ennþá hug- Sikileyjarvörn vitsamari leik.) 1. e4 c5 12. Bd5 Bb7 2. Rf3 Rf6 Efl2. — exd5 þá 13. Rd6í (Ieikur Nimzowftz.) og vinnur. / 3. e5 Rd5 13. Rdot Bxd6 4. Rc3 Rxc3 14. exd6 Dc8 5. dxc3 Dc7 lá, Bh6! Hg8 6. Bf4 e6 16. Df3 Bxd5 7. Bc4 Rc6 17. Dxd5 Rc6 8. o—o b6 18. Hadl Rd8 9. Hel f5 19. Dg5 Rc6 (Lein hefur valið erfitt afbrigði, 20. Df6 g5 sem sjaldan sést nú til dags. Hug- Svartur á enga frambærilega mvndin er aö staðsetja kónginn a leiki lengur. 20. — Dd8 gengur ekki irottningarvæng, þar sem ekki er vegna 21. Hxe6t dxe6 22. Dxe6 auðvelt að sækja að honum) Re7 23. d7t o s. frv. 10. Rh4 g6 21. He5 gefið. vef Lein hefði séð næsta leik hvíts, Aö lokum er hér ein skákþraut: ; hefði hann örugglega leikið 10... Hvltur á leik og mátar í þriðja Re7.) leik. 1 Þessir bátar hafa mest veitt vest ur við Jökul og á Breiðafirði og hafa fengið dágóðan afla síðustu tvo róðra, eða tæp hundrað tonp hvor síðan um seinustu helgi. Akranes. Frá Akranesi róa 14 bátar og hafa aflað illa, auk þess sem ógæft- imar hafa þar hamlað veiðum sem viðar. Sólfari mun vera aflahæstur Akra nesbáta með 280 tonn. Akranes- bátar hafa mest róið vestur undir Jökul og í Bugtina. Einn bátur rær með línu. Hann hefur ekki fengið nema þetta 3—4 tonn í róðri undanfarið. 30 bátar í Rifshöfn vegna veðurs. Veður var slæmt á Breiðafjarðar miðum í gær og leituöu um 30 bátar inn á Rifshöfn vegna sjó- gangs, þar af allmargir netabátar úr verstöðvum við Faxaflóa, Reykjavlk, Keflavík og víðar að. Rifshöfn hefur jafnan verið griða- staður báta, sem stunda veiðar við Snæfellsnes og hefur höfnin oft á tíðum verið fullskipuð aðkomubát- um í vondum veðrum, en þar er gott sk.iól hvernig sem viðrar. Miklar ógæftir hafa hamlað veið- um á Breiöafirði í vetur. Frá Rifi róa nú 11 bátar með net. Flestir bvrjuðu ekki fyrr en f febrúar. Heildarafli þeirra frá -áramótum fram í miðjan marz er orðinn 1630 tonn í 182 sióferðum. Bræðurnir berjast um efsta sætið. Aflahæsti báturinn er Skarðsvík með 335 lestir í 25 sjóferöum, en hann byrjaði ekki veiðar fyrr en 4. febrúar og hefur eingöngu róið með net. Pétur Sigurðsson kemur næstur með 315 tonn í 25 sjóferð- um. Hann byrjaði veiðar 29. jart. — Skipstjórar á þessum tveimur afla- hæstu bátum' eru bræöur, sem báðir eru kunnir aflamenn og sjó- sóknarar, Sigurður Kristjánsson á Skarðsvík og Guðmundur á Pétri Sigurðssyni. Hamar SH, 56 tonna bátur er þriðji i röðinni með 286 tonn eftir 40 sióferðir. en hann reri með línu framan af vertíð. ' Ársæll Jónsson hafnarvörður á Rifi sagði, þegár Vísir hringdi í hann í gær að tíðarfarið hefði verið mjög erfitt og undangenginn hálfan mánuð hefðu naumast gefizt nema tveir góðviðrisdagar. Aflinn hefur oft verið góður, þegar gefiö hefur og netabátar hafa komizt mest upp í 33 tonna afla eftir eina nótt. 767 tonnum minni afli í Ólafsvík en í fyrra. Heildarafli Ólafsvíkurbáta frá áramótum fram í rríiðjan marz er '1199 tonn í 316 róörum og er þaö 767 tonnum minni afli en á sama tíma i fyrra. 15 bátar róa með net frá Ólafs- vík. Aflahæstir eru Steinunn SH með 302 tonn í 30 róðrum, Valafell SH með 221 tonn í 37 róðrum (lína og net) og Jón Jónsson SH með 217 tonn 1 28 róðrum. Afla- hæsti báturinn um miðjan marz 1 fyrra, Halldór Jónsson, var með 371 tonn. Stykkishólmur. Mikið gæftaleysi hefur einkennt vertíðina í Stykkishólmi, eins og víðar. Þaðan róa 9, bátar meö net og sá 9. er tilbúinn til veiða. Fisk- ur hefur ekki gengið ennþá 1 svo- kaliaðar Lænur innarlega í,Breiða- firði, en þar fá Stvkkishólmsbátar oftast góðan afla á vorin. Aflahæsti báturinn er Þróttur með tæp 200 tonn og er það bæði línu og netaafli. Bíldudalur — Tálknafjörður. ' Tveir bátar róa mecf net frá Bíldudal, Pétur Thorsteinsson, sem búinn er að fá 380 tonn síðan 28. janúar og Andrj er kominn með 328 tonn. Einn bátur rær með línu og hefur afli hans veriö fremur tregur. 3 bátar róa frá Tálknafirði með net, Jörundur III og Sæfari og hafa aflað vel. Jörundur um 520 tonn frá áramótum og hinn 340. Einn bátur rær með línu og hefur feng ið 11—12 tonn af steinbít í röðri að undanförnum. Langaflahæstu skip landsins á Patreksfirði. Flestir Patreksfjarðarbátar hafa aflað vel í net að undanförnu og sumir ágætlega. Þaðan róa 6 bátar og afli þeirra er sem hér segir: Helga Guðmundsdóttir 716 tonn í 32 róðrum. Jón Þórðarson 552 tonn f 40 róðrum (lína og net). Þrymur 409 tonn í 19 róðrum. Náttfari 373% tonn 1 20 róðrum. Dofri 194 tonn í 20 róðrum. Heiö rún 163 tonn í 8 róðrum. Helga Guðmundsdóttir er lang- aflahæsti báturinn yfir landiö. Skip stjóri áj henni er Finnbogi Jónsson, sem löngu er frægur fyrir afla- sæld og á meðal annars aflamet á vetrarvertíð hér við Iand. BORGIN Páskaferðir — Framh. af bls. 1 Ferðaskrifstofan Sunna efnir til tveggja utanlandsferða um páskana. Er aðalferðin til Mall- orka, Kanaríeyja og London. — Hafa 80 manns látið skrá sig í þá ferð og er fullskipaö í hana. Verður flogið með leiguflugvél Loftleiða aðfaranótt skfrdags beint til Mallorka og þar dval- izt í fimm daga, þá flogið til Kanafíeyja og dvalizt þar í viku, í London veröur dvalizt 2 daga f bakaleiöinni. Seinni feröin er aukaferð til Portúgal. Er þetfa í fyrsta skipti sem efnt er til sérstakrar Portú- galsferðar héðan og hafa 20 manns látið skrá sig í hana. — Verður flogið til Portúgal á skír- dag og dvalizt þar í 10 daga og á bakaleiðinni veröur dvalizt 3 daga í London. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Tryggva Siggeirssonar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. marz kl. 3 e.h. Helga Tryggvadóttir Lára Þorsteinsdóttir Lára Guðlaugsdóttir Agnar Tryggvason í; 111! t !J|j 3 í i ■ »| M %* m Wjpf W0 >pi Mí '&M ■ ■ ■ p ■ j I t1 'V, >;v r/ mr ! btmw --- v/'V’"' og barnabörn Maðurinn minn Sæmundur Gíslason fyrrverandi lögregluþjónn verður jarðaður miðvikudaginn 22. marz. Athöfnin hefst kl. 10.30 í Fossvogskirkju. Guðbjörg Kristinsdóttir Hofteigi 8. BELLA „Hérna áður hafði ég tösku með mér, en því er ég, sem betur fer, hætt. Það dró alveg úr allri spennu við bað að fara í inn- kaupaferð'V VISIR 50 áruni NÝTT BLAÐ Stjórnmálablað nýtt er fariö að koma út hér í bænum, það heitir „Tíminn“ og á að vera vikublað, fyrsta tölublað kom út i gær. Ritstjóri verður fyrst uni sinn Guðbrandur Magnússon prentari, en sagt er að Héöinn Valdlmars- son, hagfræðingur eigi að taka viö ritstjórn þess síðar meir. Blað þetta mun verða flokksblað ó- háðra bænda. 18. marz 1917. FUNDAHÖLD Skagfirðingafélagið í Reykjavík heldur gestaboð í Héðinsnausti, Seljavegi 2, á skírdag kl. 2,30 fyrir Skagfirðinga 67 ára og eldri. Góð skemmtiatriði. Verið öll vel-. komin. — Stjómin. SÍMASKÁK 21. Kc8-b8 22. a2—a4 Staðan er þá þessi: Akureyri Júlíus Bogason Jón Ingimarsson. Reykjavík Björn Þorsteinsson Bragi Bjömsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.