Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 8
8 VISIR . Laugardagur 1». mar* I»V/ • f' 'rfMIIHÉÍBfililVilK HifyiiBMÍgiiiFlBlTÍlSlfíTlgyTfiÉiBfcS VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson / Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþör Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 ög 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Framagosi Þjóðviljans Tíminn tók að vonum óstinnt upp skrif Magnúsar Kjartanssonar í Þjóðviljanum sl. sunnudág um átök- in í Framsóknarflokknum út af öðru sætinu á lista flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Um það geta varla verið skiptar skoðanir, að Halldór á Kirkjubóli átti öllum öðrum fremur rétt á þessu þingsæti. Hann hafði sannarlega til þess unnið með starfi sínu fyrir flokk- inn í áratugi. En hins vegar kemur það úr hörðustu átt, þegar Magnús Kjartansson fer að breiða sig út yfir deilur í öðrum stjómmálaflokkum, hvort heldur er um röð sæta á framboðslistum eða eitthvað ann- að. Það er á allra vitorði, að hjá kommúnistum hefur allt logað í illdeilum um langt skeið. Þar er hver höndin upp á móti annarri og forustumennirnir sitja á svikráðum hver við annan. Enginn þarf því að í- mynda sér að allt sé í sátt og samlyndi um val fram- bjóðenda í þeim herbúðum núna, frekar en fyrri dag- inn. Tíminn upplýsti líka s.l. þriðjudag, að þessi skrif Magnúsar ættu fyrst og fremst rót sína að rekja til „þeirra hatrömmu deilna, sem nú standa um fram- boð Alþýðubandalagsins í Reykjavík“. Og þær deil- ur standa annars vegar um Magnús Kjartansson sjálf- an. Hann langar óskaplega í öruggt þingsæti og telur sig til þess borinn, að vera áhrifamikill í sölum Al- þingis. Hann ætti því ekki að vera að kalla aðra menn „framagosa”, því hann verðskuldar þá nafn- gift sjálfur flestum öðrum fremur. Magnús talar í miklum vandlætingártón um að valdaklíkur í Reykjavík velji „atvinnupólitíkusa“ handa fólkinu úti á landsbyggðinni, „menn, sem eng- in tengsl hafa við lífsbaráttu þess og viðfangsefni'í Það er ekki vitað að maður, sem von var til að hlyti þingsæti, hafi verið boðinn fram fyrir Sosíalista- flokkinn, Alþýðubandalagið, eða hvað á að kalla það, nema kommúnistaklíkan í Reykjavík hafi samþykkt það. Ekki er heldur vitað, að sumir frambjóðendur, sem sú klíka hefur sent til framboðs út um landið til þess að veiða atkvæði handa þeim, sem klíkan hefur skipað í hugsanleg þingsæti, hafi haft ýkja mik- il tengsl við „lífsbaráttu og viðfangsefni“ þess fólks, sem þeir áttu að „veiða“, né heldur sumir þeirra, er sætin hrepptu. Það er líka ástæðulaust fyrir Magnús að hlakka yfir ágreiningi meðal Sjálfstæðismanna um framboð í Vestfjarðakjördæmi. Hann hefur nóg að gera við að reyna að koma sjálfum sér í öruggt þingsæti og þarf áreiðanlega á allri sinni orku að halda, ef hon- um á að takast að olnboga sig fram fyrir aðra, sem margir innan flokksins telja honum hæfari og betur komna að þingsætL „Sjálfsmorð" Nýnazista- flokksins í V.Þ. Var „draugur kveðinn niður áður en hann gat gert illt af sér“? Talsverö fylgisauknlng „ný- nazista" í Vestur Þýzkalandi var farin að valda mönnum miklum áhyggjum, en mjög hefir nú dregið úr áhyggjum manna vegna óeiningar í samtökum þeirra. Forsprakkamir hafa deilt og allt samstarf splundr- azt Eitt Norðurlandablaðanna birti fréttir um þetta undir fyrir sögninni: Nýnazistaflokkurinn í Þýzkalandi fremur sjálfsmorð. Og f undirfyrirsögn : Forsprakk- amir reka hvem annan, allt er í upplausn — einmltt þegar menn voru farnlr að ræöa hætt- una, sem lýöræðinu stafaði af flokknum. Flokkurinn heitir annars „Þjóð emis-lýðræðisflokkurinn“, en er almennt kallaöur Nýnazista- flokkurinn. Það var farið að ræða um hvort hættan af hon- um væri ekki að verða svo mikil að rétt væri að banna hann, en þá „framdi flokkurinn sjálfs- morð í allra augsýn“. Forsprakkarnir í flokknum hafa rekið hvern annan, höfðað mál hver gegn öðrum, en flokks- menn lagt á flótta. Flokkurinn er forustulaus, þessi flokkur, er Flokkurinn var stofnaður i nóvember 1964 á rústum hins „þýzka rikisflokks", og við þing kosningarnar 1965 fekk hann 665.000 atkvæði eðá tvö prósent greiddra atkvæða. í marz jókst fylgið verulega í bæjar- og sveit arstjórnarkosningunum Sles- vig-Holstein og Bæjaralandi og enn jókst fylgið í sambandsríkja kosningunum í nóvember síðast liðnum f Hessen og Bæjara- landi. Það mátti gera ráð fynr Fallbyssan sprakk, er skjóta átti i rúst „þýzka lýðræðisvirkið" Bild am Sonntag. aldrei hefur haft neina stefnu- skrá, en félagar í honum eru gamlir nazistar, heimilislausir meðlimir „Flóttamannaflokks- ins“, ýmsir óánægðir — og loks tækifærissinnar. Þjóðaratkvæði í Franska Somalilandi Þjóðaratkvæði fer fram á morgun £ Franska Somalilandi um framtíð landsins: sjálfstæði, sameiningu við Somalíu, eða að vera áfram franskur ríkishluti. Uppdrátturinn sýnir legu lands- ins — gegnt / „púðurtunnunni" Aden, þar sem ekkert lát er á hryðjuverkum flugumanna frá Yemen, þjálfuðum af egypzka hernum þar. að á þessari fylgisaukningu yrði framhald í sambandsríkjakosn- ingum sem framundan eru, í Rheinland Pfalz (23. aprll) og svo f Slesvig-Holstein — og að flokkurinn mundi síðan fá full- trúa á sjálfu Rlkisþinginu. En þessu gera menn ekki ráð fyrir lengur. Það var „æðsti leiðtogiim", — Fritz v. Thielen, „sements- forstjórinn“, sem byrjaði á þvf að sparka varaformanni flokks- ins, Adolf v. Thadden og sjö öðrum forsprökkum, en fáeinum klukkustundum síðar var Thiel- en sparkað út úr sinni eigin flokksdeild í Bremen. Thielen kvaddi svo til leiðtogafundar í Frankfurt, en þar næst boðaði flokksleiðtoginn í Bæjaralandi til „gagnfundar" f sömu borg. Adolf von Thadden og þeir sjö sem búið var að sparka fengu sfn gömlu „flokksembætti" aft- ur og „hinn nýi Adolf" var hylltur. í kosningunum í Vestur-Berl- fn nýlega lögðu nýnazistar ekki f að bjóða fram og leiötoginn þar — Ehlers — dró sig í hlé, eftir að hafa lýst flokksstjórn- inni þar sem samkundu „óá- nægðra og óhæfra fyrrverandi nazista". Mætti svo lengi telja. — 1 lok fréttapistilsins. er gefið í skyn, aö eftir kunni að verða aðeins „forsprakkar en enginn flokkur, draugur hafi verið kveð inn niður áöur en hann gæti gert illt af sér“. Nixon í Moskvu—fékk ekki að ræða við sovétleiðtoga Richard Nixon, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom til Moskvu f gær f þriggja daga heimsókn. Honum var nýlega neltað um vegabréfsáritun til Póllands. Hann mun ræða við sovét-, leiðtoga meðan hann dvelst þar, en ekki er enn kunnugt við hverja hann ræðir. — í NTB- frétt frá Moskvu segir, að þar gæti ekki mikils áhuga fyrir ferö hans, sem muni farin aðal- lega í þeim tilgangi að vekja athygli á honum sjálfum. Eftir komuna til Moskvu varð hann — að því er Hermt var í síðari .fréttum — áð tilkynna aö sovétleiðtogamir vildu ekki ræða við hann. Nixon

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.