Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 12
12 V1SIR. Laugardagur 18, marz 1967. Kvikmyndasaga eftir Eric Ambler verkstæði. Fischer var þár inni með bílinn í tíu mínútur, þau hin snæddu morgunverð á nálægum veitingastað. Fischer hitti þau þar nokkru síðar og át einnig morgun- verð. Aö því búnu urðu þau' sam- ferða út að verkstæðinu, settust inn í bílinn og óku á brott. Tufan majór minntist eitthvað á landa- bréf, sem hann hefði falið yður að finna?“ „Ef mér tekst það, skýri ég strax frá því. Segið honum, aö ég hafi gert árangurslausa leit £ svefnher- bergjum þeirra í dag, á meöan þau voru fjarverandi. Ég reyni áö leita í setustofunni í kvöld, ef ttekifæri býðst til. Verðið þér héma á næstu grösum?" „Það verður einhver." „Allt í lagi.“ Þegar ég hélt aftur heim aö setr- inu, minntist ég þess, að ég hafði heyrt það á tali þeirra kvöldið áð- ur, að Fischer ætti aö leysa eitt- hvert sérstakt verkj af hendi í dag. Hafði hann lokið því — eða var hann að ljúka því? Ekki virtist það neitt sérstakt, að aka bílnum til Istanbul, svo að þau öll gætu fengið sæmilegri mat en Geven framreiddi. Hins vegar var það undarlegt, að ég skyldi ekki 'vera látinn aka bílnum, hefði erindið ekki verið neitt annað. Enn ein- kennilegra var það, að Fischer skyldi fara með bílinn á þetta við- gerðarverkstæði, þar sem hann var í fullkomnu lagi og éngin þörf fyrir varahluti. Og hvers vegna hafði Fischer ekki strax farið með þeim hinum á veitingastaðinn? Hvers vegna stóð hann yfir bíln- um? Það er augljóst mál, að mér hefðu átt að detta hurðarklæðn- ingarnai strax í hug. Skýringin á því, aö svo fór ékki er harla nær- tæk — ég vissi ósköp vel, hve lang an tíma það verk mundi taka og þessar tíu mínútur hefðu ekki nægt Fischer til að losa eina klæðning- una frá og ganga svo frá henni aft- ur, hvað þá leika slíkt með þær all ar fjórar. Mér kom semsé alls ekki til hugar, að hann hefði haft að- stoðarmenn og ef til vill ekki gert annaö en aö skipa þeim fyrir verk- um. Og ég leyfi mér að taka það fram, að það var varla; von aö mér kæmi það til hugar, pv£ aö Tufan datt það alls ekki £ hug heldur. ÞÝZKAR ELDHÚSINNR.ÉTTINGAR úr harSplasti: Format innréttingar bjóSa upp á annaS hundrað tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki og borðplota sér- smíSuS. EldhúsiS fæst meS hljóScinangruS- um stólvaski og raftækjum of vönduSustu gerS. - SendiS eSa komiS meS mól af eldhúa- inu og viS skipuleggjum eldhúsiS samstundis og gerum ySur fast verStilboS. Ótrúlega hcg- stætt verð. MuniS aS söluskattur er innifalinn í tilboSum fró Hús & Skip hf. NjótiS hag- stæSra greiSsluskilmóla og lækkið byggingakostnaSinn. HÚS & SKIP hf.- LAI18AVI81 11 . IIMI Hefði hann áttaö sig á svo einföld- um hlutum, mundi ég að minnsta kosti hafa losnað við veruleg óþæg indi... Hvað um það, þegar ég kom heim á setrið aftur og fór út i hesthús- ið, einbeittist öll mfn hugsun að þessum óskiljanlegu varkhlutum. Ég athugaði fyrst i farangursgeymsl una, ef þeim skyldi hafa verið kom ið fyrir þar. Þvi næst skoðaði ég vélina. Það var ekki að sjá, að hreyft hefði verið . við henni. Þaö var ekki fyrr en ég opnaði fram- dymar til að aðgæta, hvort ein- hverju kynni að hafa verið stungið inn í hanzkahólfið, að ég tók eft- ir rispunum. Hver svo sem hefur losað klæðn- ingarnar frá, þá hefur það verið versti klaufi. Hann hafði ekki einu sirmi haft vit á að nota kross- skrúfjárn, heldur venjuleg skrúf- jám á skrúfur með krossskomum haus. Það voru djúpar rispur á leðr inu fyrir það, að skrúfjámið hafði hvaö eftir annað runnið út af, eins og við var aö búast. Vitanlega hefðu fæstir tekið eftir þessum risp um, sem ekki vissu, hvemig allt var i pottinn búið. Ég athugaði klæðn- inguna innan á hinum hurðunum þrem, og það var sama sagan. Og é^ þurfti ekki annað en aö opna hurðimar og finna hvað þær lágu léttara á hjörunum, til þess að sann færast um, að allt, sem fólgiö hafði veriö á bak við klæðningarnar, var nú farið. Það lá því beint við að álykta, aö verkið hefði verið framkvæmt þama í viðgerðarverkstæöinu í ná- munda við spænska sendiráðið. Aft ur á móti var ógerlegt að geta sér til um, hvar vopnin væru nú nið- urkomin. í svip kom mér til hug- ar að fara aftur niður á veginn og koma orðsendingu um þetta til Tuf ans majórs. En ég afréð að bíöa meö það, þangað til ég gæti annað hvort til- kynrit honurri, að ég hefði fundið landabréfið eða leit mín að þvi orðið árangurslaus. Hefðu vopnabirgðirnar verið fald ar einhvers staðar þarna í hesthús- inu, mátti telja víst, að þær yrðu þar enn í fyrramálið. Hefði þeim aftur á móti verið komið fyrir ann ars staðar, sem var ákaflega líklegt þá varð því ekki breytt, og tvær eða þrjár klukkustundir gerðu þar engan mun. Og svo var þetta — ég hafði ekki minnstu löngun til að fara að flækjast aftur niður á veg mér fannst ég þegar hafa teflt nógu djarft þann daginn. Auk þess átti ég það enn eftir að finna þetta bölvaða landabréf. Ég held enn, að ég hafi hagað mér skynsamlega í þessu máli. Mér fellur alltaf illa við fólk, sem er skynsamt eftir á — en í þetta skiptið var það Tufan majór, sem skjátlaðist hrapallega, eins og síðar kom á daginn. Ég sný ekki aftur meö það. Vandræðin með Geven hófust þegar við sátum að miðdegisverði. Það er að segja, þegar ég sat að miðdegisverði, en Geven að drykkju Þá var klukkan um sjö, og hann haföi drukkið stanzlaust frá því klukkan sex, hesthúsað nærri hálfa flösku af sterku brennivini á einni klukkustund eða svo. Hann var þó ekki ofurölvi. En það væri líka synd að segja, að hann heföi ekki yerið drukkinn. Hann hafði framreitt Ijúffengasta miðdegisverð sem hugsazt gat, fín- marða kjúklingalifur. hóflega krydd aöa. Ég var einmitt að fá mér á diskinn aftur, þegar Fischer, kom inn. .Geven ...“ Geven leit upp og brosti ertnis- lega. „Skál fyrir hersveitinni," mælti hann glaðhlakkalega á frönsku. „Má kannski bjóða yður einn lítinn?" Fischer lét sem hann heyrði ekki orð hans. „Mig langar einungis til að vita, hvað við eigum að fá til miðdegisverðar?" „Miðdegisverðurinn er framreidd ur sagði Géven,“ eins og hann vildi ekki meira um það ræða. „Þá getið þér sagt mér ...“ Hon um varð litið á diskinn minn. „Jú kjúklingalifur ... það líkar mér.“ Neörivör Gevens tók að titra i- skyggilega. „Það er handa okkur hjúunum. Húsbændumir fá þjóð- legri krásir." „Hvaða rétti?“ „Þér munduð ekki skilja það, þó ég segði yður.“ „Ég krefst þess ..,“ Geven svaraði á tyrknesku. Ég skildi aðeins eitt orð af þvi lcuzu — lamb. Mér til mikillar undrunar og ég hygg Geven líka þá svaraðí Fischer honum á tyrknesku. Þá reis Geven á fætur og öskraði eitthvað, sem ég ekki skilcti. Fischer öskraði eitthvað á móti og hraðaði sér siðan á brott, áður en Geven vannst tími til að svara. Geven settist aftur og neörivör in titraöi svo ákaft, þegar hann bar glasið að vörum sér, að vfnið rann niður hökuna. Hann fyllti glas sitt enn. Leit síðan til mín. „Pizlik," hvæsti hann. „Domuz". Þetta eru ákaflega ruddaleg orð á tyrknesku. Mér skildíst, að þau væru í rauninni töluð til Fischers svo ég þagöi. Hann 'fyllti glas mitt. „Skál,“ sagði hann. „Allt í lagi...“ „Drekktu." Hann drakk í botn. Hallaði sér fram á borðið og var bersýnflega mikið niðri fyrir. „Eitt get ég sagt þér,“ mælti hann reiðilega. „Ef þessi skepna segir aukatekið orö til viðbótar í sama dúr — þá drep ég hann.“ „Hann er heimskur, greyið." „Tekurðu málstað hans?“ Og neðrivöirin tók að titra ískyggi- lega. , „Nei, nei. En er hann þess virði að vera drepinn?" leizt ekki á blikuna. Hann fór að tala við Geven á einhverri tyrkn- eskri mállýzku, sem ég skildi ekki orð af, en hitt sá ég, aö það mundi ekki ætla að bæta mikið úr skák. Geven gerði einungis að glotta, rak jafnvel upp tröllslegan hlátur. En hann hélt áfram að drekka, og þeg- ar ég reyndi að laumast £ burtu, rauk hann óðara upp á nef sér. „Hvert ætlarðu?" „Þú þarft að sinna þínum störf- um, og ég er til tafar." „Þú situr kyrr. Þú ert gestur minn hér i eldhúsinu. Hvers vegna drekkurðu ekki?“ Glasið stóð fullt fyrir framan mig og ég gerði það honum til geðs að fá mér teyg.“ „Drekktu." Ég drakk og reyndi að láta sem ég vildi ekkert fremur. Þegar hann leit undan, tókst mér að hella tals- verðu úr glasinu £ vaskinn. Þaö kom þó aö litlum notum, því að Geven bætti á þaö, óðara hann sá að það var komið borð á það. Þaö átti að bera inn til þeirra kvöldverðinn klukkan hálfníu og þá var brytinn farinn að slaga, svo gamla konan sá ein um það. Hann hallaði sér fram á borðið og glotti illgimislega, þegar hún fyllti fötin. „SkálT „Skál!“ „Drekktu.. í sömu svifum kvað við öskur allfjarri, hurð var skellt, og ég heyrði ungfrú LipjJ) kalla: „Hans ... Hans“. Þá ruddist Fischer inn í eldhúsið með kúfaðan matardisk í höndimum. Kgg OIJ1 URA- OG SKARTGRIPAVERZL KORNELÍUS JÓNSSON SKOLAVORÐUSTÍG Q - SÍMI: 18588 Síldar- réttir Hann fyllti glas sitt enn, og nú titruðu báðar varimar, eins og ég hefði bryddað upp á viðfangs- efni með spurningu minni, sem honum væri um megn að leysa. Hamulhjónin komu inn í eldhús- ið í þessu og fóru að búa sig undir í að bera húsbændunum matinn.; j Gamli maðurinn virti brytann fyrir 11 sér, og það var auðséð, að honum i KARRI-SILD RJÓMA-LAUKSÓSA COCKTAJL-SÓSA RAUÐVÍNS-SÓSA StJR-SÍLD KRYDD-SÍLD MARINERUÐ-SÍLD Kynnizt hium ljúffengu síldarréttum vorum. I „Þetta var Jane. Aðeins að ég komi nú Tarzan rekur upp öskur mannapanna. „Ha, Tarzan. Þaö er enga hjálp að fá hér ekki of seint. Ég verö að láta hana vita, að Jane heyrir til og hrópar upp: „Tarzan." nærri. Þetta var apaöskur." ég sé á leið henni til hjálpar." SMÁRAKAFFI Sími 34780 RAUDARARSTÍG 31 SilWI 22022 í2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.