Vísir - 22.03.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 22.03.1967, Blaðsíða 8
 VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Da&ur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Opinberar framkvæmdir Áratugum saman hefur verið venja hér á landi að hefja framkvæmdir því sem næst undirbúningslaust. Oft hafa teikningar ekki verið til nema að takmörk- uðu leyti og peningar aðeins til að grafa grunninn. Bjartsýninni hafa engin takmörk verið sett. Þessi ein- kenni framkvæmda hér á landi hafa verið þjóðinni dýrt spaug. Hin lélega undirbúningsvinna hefur • hleypt kostnaði fram við verkin sjálf og oft kostað miklar breytingar á miðri byggingarleið. Peninga- skorturinn hefur dregið framkvæmdir á langinn og stóraukið vaxtakostnað. Mikil verðmæti hafa staðið hálfgerð árum saman og í einstaka tilvikum hátt á annan áratug. Við slík skilyrði verður engum útboð- um á framkvæmdum komið við og gerir það einnig kostnaðinn of háan. Ráðizt hefur verið í allt of marg- ar framkvæmdir á sama tíma og fjármagnið hefur því dreifzt víðar en svo, að hægt væri að Ijúka hverri framkvæmd á lágmarkstíma. Þessi vítahringur hefur ekki sízt einkennt opinber- ar framkvæmdir. Framkvæmdaþörfin hefur ætíð ver- ið miklu meiri en fjárhagsgetan. Þrýstingur á fram- kvæmdir hefur verið mikill af hálfu almennings, og Alþingi og ríksvald hafa oft látið um of undan. Þetta á ekki sízt við um framkvæmdir sveitarfélaga, sem ríkið þarf að greiða hluta af. Ráðizt hefur verið í bygg- ingar skóla, sjúkrahúsa, félagsheimila og hafnar- garða, án nægilegs fjármagns; framkvæmdir hafa dregizt á langinn og ríkið hefur þar á ofan ekki getað staðið við sinn hlut í kostnaðinum. Þessar staðreyndir hafa einkennt opinberar framkvæmdir í áratugi. Núverandi ríkisstjóm hefur lagt mikla áherzlu á að fá þessu breytt. Hún hefur litið miklu strangar eftir því, að ekki væri ráðizt í fleiri opinberar fram- kvæmdir en ráðið verður við hverju sinni. Töluverð- ur árangur hefur náðst en ekki nægur. Því hefur ríkis- stjómin nú lagt fram á Alþingi frumvarp um betri nýtingu framkvæmdafjár og bætt skipulag ríkisfram- kvæmda. Með því er gert ráð fyrir, að lögfest verði, hvaða aðdragandi verður að vera að framkvæmdum ríkisins, og reynt verði að endurbæta þær. Sett verði á stofn samstarfsnefnd, sem á að ráða undirbúningi og framkvæmdum og hafa fmmkvæði að stöðlun og öðrum framförum í gerð mannvirkja. Jafnframt skuli framkvæmdir ríkisins jafnan vera boðnar út. Samkvæmt frumvarpinu verður ákvörðun um að nefja framkvæmd ekki tekin fyrr en fullnaðarundir- búningi er lokið; verk verður ekki ákveðið fyrr en fjárveiting til alls verksins hefur verið tekin inn í fjárlög ríkisins; lánsfé verðiír yfirleitt ekki notað til framkvæmda; og stofnuð verður föst skipulagseining í fjármálaráðuneytinu, sem samræmir og sér um fram- kvæmdir til þess að halda kostnaði og byggingartíma sem mest niðri. Þetta frumvarp er eitt hið markverð- asta, sem komið hefur fram á þessu þingi. VÍSIR Miðvikudagur 22. marz 1967 \\ Páskar heima Fólk fer víöa um hina löngu helgi sem í hönd fer sumir verða heima, aðrir fara til sólarlanúa eða á skiði á Hellisheiði - Vísir ræðir við nokkra menn og konur um hvað gera skuli um páskana • Á MORGUN hefst hin langþráða páskahelgi. Allflestir starfandi menn munu nú geta hvflzt í 5 sólarhringa. Sumir munu nota tækifærið til að ferðast og sjá sig um, fara á skíði og þeir, sem hafa haft peninga aukalega, fara kannski í sólskinsleit til suðrænna slóða. • Vísir hitti í gær nokkra menn og konur, og grennslaðist fyrir um hvemig páskaleyfinu yrði varið. Hann ætlar bæði að vinna og ferðast. „Ég ætla að aka eitthvað út fyrir borgina og hef boðið með mér skipstjóranum á dönsku skipi sem er hér, Hansen skipstjóra á m.s. Arre- boe og stýrimanni á skipinu. Við höfum ekki ákveðið hvert verður haldið, en eitthvað keyr- um viö um nágrennið. En ég hef ekki i hyggju að verja öllu frí- inu á þennan hátt. Ég ætla að hvíla mig vel og vinna eitthvað með vini mínum islenzkumi sem er að byggja vestur á Seltjarnar- nesi. Það er ágæt tilbreyting að vinna viö byggingarvinnu í páskafríinu.“ Fer með farþega til Torremolinos Islendingar láta sig ekki leng- ur muna um það að skreppa út fyrir pollinn. þó að skammur tími sé til stefnu — Um pásk- ana ætla heilu hóparnir af „löndum“ að baka sig í suð- rænni sól, drekka glóandi vín og gera annað sem fylgir feröalög- þó líklega ekkert stoppaö held- ur flogið svo til viðstöðulaust til Torremolinos, þar sem 80 manna hópurinn frá Útsýn mun, að mér hefur skilizt, að mestu leyti haldið sig. — Þá getur verið, að farið verði í skyndi- ferð til Tangier, þar sem far- þegarnir munu skoða sig um. — Á heimleiðinni verður staldrað við f London, en heim eigum við að koma 5. apríl á miðnætti. Þar sem Torremolinos er svo mikið úr venjulegri flugleið Flugfélagsins, mun líklega ekki borga sig að láta okkur fjjúga neitt meðan farþegarnir eru að njóta iffsins á Spáni, sagði Mar- grét. Okkur flugáhöfninni, þremur flugfreyjum og fjórum flugmönnum, verða því útveguð Á snjóbíl upp á Langjökul Pétur Þorleifsson reiðhjóla- smiður er mikill ferðagarpur og einn 'fróðasti maður um ör- nefni þessa lands. Við spurðum hann hvert hann hygðist halda um páskana að þessu sinni. — Um páskana er meiningin að fara inn á Langjökul og fara eftir honum endiiöngum. Við ætlum fimm saman á snjóbíl og í samfloti viö okkur verður annar snjóbfll með fimm manns og auk þess býst ég' vig að Gunnar Guömundsson fari með hóp á einum eða tveimur snjó- bílum. — Við förum með snjóbílinn herbergi á hótelinu þar, sem farþegamir munu halda sig. — Jú, mér finnst starfið skemmtilegt, sagði Margrét, þegar við spurðum hana um það — enda væri ég varla að þessu annars. Daninn byggir hós Hjá Hafskip h.f. dvelur um þessar mundir ungur, danskur starfsmaður, Sören Nöhr frá Holbæk. Sören ætlar ekki að setjast í helgan stein um páska- hátíðina eins og sumir gera. f1 ' . . Margrét — verður i Torremol- inos í starfi sínu. um til suörænna sólarlanda. — Það virðist vera orðið álfka fyrirtæki fyrir íslendinga að bregða sér til suöurhluta Spánar eins og fyrir venjulegan Parísar- búa að koma sér að Miðjarð- arhafinu til að athuga hvort það sé jafn blátt og það sýnist vera á myndum. Margrét Pálsdóttir flugfreyja hjá Flugfélagi íslands er einn af þeim lukkunnar pamfílum, sem hefur haft skemmtanir og feröalög annarra að sínu aðal- starfi f tæp þrjú ár. — Ég hef þó aldrei fengið jafn spennandi ferð, sagði Mar- grét, þegar Vísir hafði tal af henni, vegna ferðar, sem hún fer með farþega sína til Torre- molinos á suðurhluta Spánar nú um páskana. Við leggjum upp núna á fimmtudagsmorguninn 23. marz og fljúgum f fyrsta áfanga til Lissabon í Portúgal. Þar verður Sören — byggir hús. Pétur — fer á Langjökul á inn að hífeyjarsæti og er æuunrn að aka inn eftir Skjaldbreiðar- hrauni, upp á Langjökul og pað- an niður á Hveravelli. Lagt verður upp á skírdag og ef allt gengur vel komum við til baka á annan páskadag. Undanfarna daga höfum við verið að undii búa ferðina og var í gærkvöldi verið að smíða tvo sleða fyrir benzínbirgðirnar, en þeir verða hengdir aftan í bílana. Á næt- urnar verður gist f tjöldum og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.