Vísir - 22.03.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 22.03.1967, Blaðsíða 1
VISIR miuvmuuagur ac,. JV. Llil. VfSIR Næsta blað kem- ur út þriðjudag- inn 28. marz Tiilögur rannsóknarnefndar Skipaútgerðarinnar: Tvö ný ríkisskip og bætt skipaafgreiðsla Stjórnarfrumvarp um reksturinn komið fram á Alþingi Lagt var fram á Alþingi í gær | stjómarfrumvarp um Skipaútgerð j ríkisins. I frumvarpinu er Iagt til að skipuð verði 3ja manna stjóm- arnefnd Skipaútgerðarinnar, sem, undir stjóm ráðuneytis, taki ákvarð anir um öll meiri háttar mál, sem varða rekstur Skipaútgerðarinnar, þ. á m. áætlanir um ferðir skip- r.nna, far- 02 farmgjaldataxta, breytingar á rekstri o.s. frv. Frumvarp þetta er samið af nefnd, sem skipuð var af sam- göngumálaráðuneytinu, til að rannsaka rekstur Skipaútgerðar ríkisins og athuga möguleika á að koma honum á hagkvæmari grund- völl. f nefndinni áttu sæti: Pétur Péturss., forstjóri, Árni Vilhjálmss., prófessor, Matthías Bjarnass., alþm. og Birgir Finnss. alþingis- maður. Benti nefndin í upphafi á, að engin lög væru til um Skipaút- gerðina, en með frumvarpi þessu er lagt til að bætt veröi úr þessum ágalla. Einn kafli greinargerðar nefndar- innar fjallar um samkeppnisað- stöðu og framtíöarhorfur Skipaút- gerðar ríkisins, þar sem lýst er or- sökum þess, að fólks- og vöruflutn- ingar Skipaútgerðarinnar hafa farið minnkandi. Hvernig þróun sam- gangna á landi og í lofti hefur öllj haft þau áhrif, að Sj^ipaútgerð- inni hefur hnignaö. En þrátt fyrir það leggur nefndin, sem aö samningu frumvarpsins stóð, á- herzlu á, að ekki verði vanmetið þaö gildi, sem strandferðir Skipa- útgerðarinnar hafa fyrir landið í heild, Bendir nefndin á, að sér- staklega verði að taka tillit til þeirrar staðreyndar, að miðað við veðurfar og staðhætti getur oft farið svo hér á landi, að vegir teppist og flug falli niður. Nefndin bendir á, að farþega- nýting í þeim skipakosti, sem Skipaútgerðin á nú, hefur verið mjög léleg, og telur í framtíðinni enga þörf fyrir það farþegarými. Miðar nefndin þvi tillögur sínar við það. Tillögur nefndarinnar eru í aðal- atriðum: 1. Keypt verði tvö ný skip, sér- staklega útbúin til vöruflutninga, en einnig með nokkru farþega- rými. V.s. Esja, v.s. Herðubreið og v.s. Skajdlbreið verði seldar eða þeim iagt. 2. Aðstaðan til vöruafgreiöslu í Reykjavík, og á öðrum aðalhöfnum verði stórlega bætt, Einnig verði gerðar aðrar nauðsynlegar ráðstaf- anir til að bæta samkeppnisaðstöðu Skipaútgerðarinnar. 3. Skipulagðar verði áætlunar- ferðir til aðalhafna og framhalds- flutningur til annarra staða. PÁSKA- VEÐRIÐ — Eins og horfir er útlit fyr- ir að norðanátt verði f aðsSgi næstu 1-2 daga og bá bjartviðri og sólskin á Suðurlandi, en hætt við éljum og nokkuð miklu frosti norðanlands, sagði Jónas Jakobsson veðurfræðingur blað- inu í morgun, þegar spurst var fyrir um páskaveðrið. Mega þá Sunnlendingar eSga von á góðu skíðaveðri, en skíða- færi er allgott miðað vlð und- anfarin ár. Hins vegar eru Norð lendingar ekki eins heppnir, en fljótt skipast veður í lofti hér- lendis og muna menn ennþá um- hleypingana um sl. helgi þótt stillzt hafi. Þurfa beir fjöl- mörgu, sem leggja lelð sína norður á bóginn á skíðalands- mót og á aðra staði bví ekki að örvænta strax. Dagurinn lengist nú óðum, en i gær var jafndægri á vori og dagurinn f dag fyrstl dagur árs- ins 'lengri nóttunni. í morgun snjóaði á Norður- landi, víða um landið var 5-9 stiga frost. Mesta frostið var á Hvolsvelli 13, stig og 12 stig á Fljótsdalshéraði. Fulltrúar dönsku húsaverksmiðjunnar Tjereborg Huse, Henning Jen- sen Balsby (t.v.) og Knud Kristensen á Hótel Sögu í morgun. B • • • Páskastúlkan okkar, sem heitir Dóra Camílla Kristjánsdóttir er hér með páskaeggiTi, sem hún og skólasystkini hennar í Mynd- listaskólanum máluðu áður en þau fengu páskaleyfið. Dóra Cam- illa á að færa öllum lesendum beztu óskir Vísis um gleði- lega páska og hún spyr um leið hvort einhver geti tallð eggin í skálinni. Gleðilega páska! AFTUR FÆRT TIL AKUREYRAR Öxnadalshciöi var rudd í gær- kvöld þannig að nú er fært stórum OLL TILSNIÐNU EINB YLISHUSIN VERDA KEYPT Á SAMA STAÐ Hætt við að kaupa húsin sitt úr hverri áttinni, vegna mjög hagstæðs tilboðs frá danskri húsaverksmiðju í gær samdi Innkaupa hönd Framkvæmda- stofnun ríkisins fyrir nefndar byggingaáætlun arinnar um kaup á öllum tilsniönu einbýlishúsun- um 23, sem reisa á í 1. á- fanga byggingaáætlun- arinnar í Breiðholti. Upphaflcga var gert ráð fyrir því, að tilsniðnu innfluttu hús- ín yrðu fengin sitt úr hvorri áttinni til könnunar á því hvaða innfluttu hús hentuðu hér bezt. en þar sem mjög hagstætt til- Framh. á bls. 7 bílum og jeppum allt frá Reykja- vík til Akureyrar. Austan Akur- eyrar eru svo til allir vegir lokaðir. Greiðfært er nú um Suðurland allt til Víkur en þar fyrir austan er þungfært, og veldur þar um skafrenningur. Er þó ætlunin að reyna að halda veginum opnum fyrir fjallabíla þannig að þeir sem hyggja á öræfaferð komist a.m.k austur að Lómagnúp og Vestur- Skaftfellingar komi mjólk á mark- að. Greiðfært er um Borgarfjörð og víðast hvar á Snæfellsnesi og i Dalina. Stórir bílar komust til Hólmavíkur í gærkvöld. Á Vest- fjörðum er víðast ófært, en bílar komast þó frá Isafirði til Bolunga- víkur og Súðavíkur og frá Patreks- firði til Bíldudals og Örlygshafnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.