Vísir - 22.03.1967, Síða 2

Vísir - 22.03.1967, Síða 2
V í SIR . Miðvikudagur-22. marz 1967. JÓN þrehkhir Reykja- víkurmektari Jón Árnason úr TBR fór meö þrenn verðlaun úr Reykja- vikurmótinu í badminton, sem háð var um siðustu helgi. Jón hafði talsverðá yfirburði og er greinilegt að hann er enn i mik- illi framför og úthald hans bregzt ekki. Þetta kom fram i einvígi hans og Óskars Guðmundssonar, en þá var lcikurinn jafn lengi vel, en undir lokin kom styrk- leikur Jóns í ljós. Jón vann einliðaleikirui með 15:10 og 15:9. í tvenndar- keppninni vann hann ásamt Lovísu Sigurðardóttur, tviliða- leikinn vann hann ásamt Viðari Guðjónssyni og var leikur þeirra við Garðar Alfonsson og Steinar Petersen mjög skemmti- legur. Tvíliðaleik kvenna unnu þær Lovísa og Hulda og urðu að leika aukaleik, sem þær unnu 15:0 gegn Jónínu og Rannveigu. Friðlelfur Stefánsson vann einliðaleik í 1. flokki. Margir ungir og efnilegir leikmenn eru í uppsiglingu í badminton og verður þess eflaust ekki langt að bfða aö badminton verði orðin virkileg keppnisíþrótt. Jón Ámason, TBR, þrefaldur rneistari. Hér er hann með Viðari Guð- jónssyni (t.v.) Tangó um páskana Leikfélag Reykjavikur sýnir hið| athyglisverða pólska leikrit Tangój um páskana, bæöi á skírdag og annan í páskum. Þetta skemmtilega leikrit fer nú sigurför um Evrópu, j og er sýningin i Reykjavík með1 þeim fvrri; leikurinn var t.d. frum- sýndur í París þrem vikum eftir að íslenzkum leikhúsgestum gafst færi á að sjá hann, og enn er hann ósýndur í Kaupmannah. og Stokk hólmi, en sýningar eru í undirbún- ingi á báðum þessum stöðum. Leik- dómari blaðsins, Loftur Guð- mundsson komst svo að orði um Tangó: „Það hafa gerzt margir merkilegir og eftirminnilegir leik- listarviðburðir , i Iðnó. Það var kannski ekki svo undarlegt, á með- an Leikfélag Reykjavíkur var eini aðilinn, sem gat átt frumkvæðið að því að kynna reykvískum leik- listarunnendum nýstárleg verk at- hyglisverðra höfunda, . sem sum hver mörkuðu straumhvörf í leilc- list og leikritun á þeim árum, t.d. ,,Sex verur leita höfundar", eftir Pirandello eða „Gerfimenn" eftir Capek, — Engu að síður sýndi það stórhug og vakandi áhuga braut- ryöjendanna miðag við allar að- stæður og viðhorf I þann tíð, og hve alvarlega þeir tóku skyldur sínar við leiklistina og leikhús- gesti. Að slíkir atburðir skuli enn gerast í Iðnó, jafnvel fyrst og fremst þar, sýnir aö þeir, sem nú hafa forystuna, eru staðráðnir í að bera ekki merkiö lægra en braut- ryðjendurnir, og aö þeir eru menn til þess, Og einn slíkur atburður var að gerast nú, þegar Leikfélagið frumsýndi sjónleikinn „Tangó“ eftir pólska höfundinn Siawomir Mrozek, sem er í senn nýstárlegt verk fyrir margra hluta sakir, og harla athyglisvert". Myndin er af Arnari Jónssyni og Stefaníu Sveinbjarnardóttur í hlut- verkum Artúrs og Öllu í Tangó, en Alla er fyrstá stóra hlutverkið, sem þessari ungu leikkonu er falið. Lovísa (t.v.) og Hulda i tvfliðaleiknum. (Ljósm. Rafn Viggósson). Stúlknalið í hand- knattleik til Noregs ^rliilnwhgT K.F.U.M. Dagana 31. marz til 2. apríl n. k. verður haldið í Eidsvall í Nor- egi 2. Norðurlandamót stúlkna í handknattieik. Skulu þátttakendur vera fæddir 1948 eða síðar. Taka öll Norðurlöndin þátt í mótinu, að Finnum undnaksildum. Lið íslands hefur nú verið valið og er það sem hér segir: Edda Halldórsdóttir, Breiöabliki, Sigrún Guðmundsdóttir, Val (fyr- irliði), Björg Guðmundsdóttir, Val, Ragnheiður Lárusdóttir, Val, Jenný Þórisdóttir, K.R., Kolbrún' Þormóðsdóttir, K.R., Evgló Einars- dóttir,. Ármanni, Ösk Ólafsdóttir, Ármanni, Regina Magnúsdóttir, Fram, Halldóra Guðmundsdóttir, Fram, Fríða Proppé, Fram, Guð- rún Ingimundardóttir, Fram, Guð- björg Hjörleifsdóttir, F.H., Sesselja Guðmundsdóttir, K.R. Fararstjóm: Jón Ásgeirsson, Axel Sigurðsson. Þjálfari: Þórarinn Eyþórsson. Dómari frá íslandi verður Magnús V. Pétursson. Samkomur um hátíðarnar: Skírdag kl. 8.30 e.h. Almenn sam- koma í húsi félagsins við Amt- mannsstíg. Sigursteinn Hersveins- son, talar. Föstudaginn langa kl. 10,30 f.h. — Sunnudagaskólinn viö Amtmanns- ktíg. — Kl. 8.30 e.h. Almenn sam- koma. Baldvin Steindórsson og j Páll Friðriksson, tala. Páskadag: Kl. 10.30 f.h. Sunnudagaskólinn. | Drengjadeildin í Langagerði. Bama samkoma Auðbrekku 50 Kópavogi. Kl. 10.45 f.h. Drengjadeildin Kirkju teigi 33. — Kl. 8.30 e.h. Almenn samkoma. Síra Magnús Guðmunds son, fyrrv. prófastur talar. Ein- sömgur. Allir velkomnir. Annan páskadag: Kl. 1.30 e.h. Y.D. og V.D. við Amtmannsstíg. — Kl. 8.30 e.h. Almenn samkoma. Síra Jóhann Hannesson, prófessor. talar. Æsku lýðskór K.F.U.M. og K. syngur. AÐALFUNDUR Aðalfundur K.F.U.M. verður haldinn fimmtudaginn 30. marz kl. 8.30 e.h. í húsi félagsins við Amtmannsstíg. Opel-Caravan '61 með nýjum mótor og í mjög góðu ásigkomu- lagi til sýnis og sölu að Grettisgötu 46. Uppl. í síma 24088. Benz 180 Vil kaupa vél í Benz 180, benzín. Uppl. í síma 33540 eftir kl. 21. Ibúð óskast X \ til leigu. Uppl. í símum 38840 og 33712. Ibúð til leigu í Árbæjarhverfi. Uppl. í síma 40658 og 35087 \

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.