Vísir - 22.03.1967, Blaðsíða 13
V1 SIR . Miðvikudagur 22. marz 1967.
13
MyneSsió —
Framhald af bls. 3.
maður Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu situr í Borgamesi. Félags-
starfsemr af ýmsu tagi er mikil
í Borgarnesi.
Ætið hefur verið talið fagurt
í Borgamesi og þaðan séð. Þann
ig lýsir Jón Helgason ritstj. bví í
nýútkominni bók sinni, Hundrað
ár í Borgamesi: „Við erum í
Borgamesi á kyrrum sumardegi.
Það er komíð nær miðmunda,
sól í heiði útfiri sjávar og værö
yfir láðl og legi. Svört sker og
þangbrúnir tangar em að koma
úr kafi, og inni á hrægrunnum
firðinum dökknar fyrir löngum
sandeyrum milli ála, bar sem
letilegir mávar láta berast fyrir
straumnum og nenna ekk! að
blaka væng eða spyma við fit.
Úti fyrir móka Borgareyjar og
vitann á Miðfjarðarskeri hillir
uppi“. Lýsing Jóns á því sem
fyrir augu ber handan Borgar-
f jarðar og inn með fírðinum gef-
ur ekki síðri myndir.
Þannig er Borgames um margt
óvenjulegur staður. í bænum er
allt þokkalegt, og sennilega er
þar lifað fjölþreyttara menning-
arlífi, ef svo má segja, en víðast
hvar annars staðar í hliðstæðum
bæjarfélögum. Framan af var
tvísýnt hversu Borgamesi myndi
farnast en þar hefur verið hlúð
gð gróðri, sem hefur dafnað og
vlrðist eiga eftir að skjóta fleiri
rótum og breiða út lim sfn og
blöð í framtfðinni.
Hægrí umferð
Framh. af bls. 5
með vinstra hjól á miöjum vegi,
og er þá bíllinn réttur eða hallast
aðeins til hægri. Þetta getur hver
og einn prófaö á nýlögðum vegi
’með góðum vatnshalla t.d. Vífils-
staöa- eða Álftanesvegi. Vel væri
það ef breytingin til hægri ætti eft-
ir að forða mörgum ungum öku-
manninum frá bakskemmdum og
iskías-gigt.
Kannski væri ástæöa til að skýra
nánar sum af þessum ofanskráðu
| atriðum, en ég ætla aö þau séu
nægilega skýrð hér aö framan.
Aðeins vil ég bæta því við, að
það er skiljanlegt og afsakanlegt
þótt bílstjórar í sveitum og kaup-
túnum sjái ekki og skilji ekki aö
það sé nokkur þörf á breytingu.
Umferðin hjá þeim er nefnilega á-
líka lítil og róleg, eins og hún var
£ Reykjavík og nágrenni fyrir 25—
30 árum.
En ég held að varla sé til sá
íslenzkur bílstjóri, sem ekki viö-
urkennir að umferðin í Reykjavík
og nágrenni er orðin gífurleg og
hættuleg, og slysum fer sífellt
fjölgandi. Þaö er því skvlda yfir-
valdanna að taka í okkar umferða-
lög allar þær öryggisreglur £ um-
ferð sem viðurkenndar eru og not-
aðar af menningarþjóðum, til þess
að draga úr slysum og tryggja ör-
yggi borgaranna. Höfum við ekki
sett allar öryggisreglur? Nei, það
gleymdist um áriö, þegar vinstri
umferð var ákveðin hér aö setja
um leið regluna um stýrið. Þess
vegna er nú ástandið þannig hjá
.okkur, að nærri allir bílstjórar
sitja öfugu megin fyrir vinstri um-
ferð en réttu megin fyrir hægri
umferð. Það er' því ekkert sjálf-
sagðara en að taka hér upp hægri
umferð. Og þegar hún er komin
hér á þá eru núverandi vfirvöld
búin að gera skyldu sína og bæta
fyrir gamla synd og lögleiöa allar
þær öryggisreglur £ umferð. Þá
höfum við lika sem þjóð gegnt
þeirri siðferðilegu skyldu okkar að
auka á samræmi i samskiptum
þjóða, til öryggis fyrir okkur sjálf
og þá sem heimsækja okkur.
Hafnarfjörður
Unglinga vantar til blaðburðar í Kinnahverfi,
Öldugötu og Ölduslóð og götur þar í kring.
Uppl. í síma 50641 kl. 7-8
Dagblaðið VÍSIR
Peningar — Hagnaður
Vil komast í samband við mann, sem getur
lagt fram 200 þúsund krónur í mjög arðbær-
an innflutning í lengri eða skemmri tíma. Al-
gjört trúnaðarmál. Þarf að hafa peningana
handbæra. Lysthafendur sendi nafn, heimilis-
fang og símanúmer inn á augl.d. blaðsins,
merkt „Skjótur hagnaður — 200“.
Útgerðarstöð til sölu
Eignir h.f. Miðness í Sandgerði eru til sölu,
ef viðunandi tilboð fæst.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður.
BJÖRN SVEINBJÖRNSSON, hrl.
Sambandshúsinu, sími 12343 og 23338
F ramsóknarflokkurinn
byggði skýjaborgir á
nýafstöðnu flokksþingi
Eftir flokksþing Framsóknar-
flokksins er einkum klifað á
þvi i Tímanum að þingið hafi
markað „nýja umbótastefnu",
að mæta verði „nýjum viðhorf-
um“ með „nýjum úrræðum".
Það er með öðrum orðum allt
glænýtt hjá Framsóknarflokkn-
um um bessar mundir, að dómi
Framsóknarmanna sjálfra. Hins
vegar tala "þelr ekkert um það
gamla, sem hlýtur að hafa verið
varpað fyrir borð til hess að hin
„nýja umbótastefna“ gæti kom-
'zt að. Það er full ástæða til
hess að spyrja Framsóknarmenn
að þvi hver „eamla“ stefnan
hafi verið. Ég þykist vita að
hverjum einasta manni á hinu
nýafstaðna flokksbingi að Ey-
^♦eini Jónssyni meðtöldum mundi
vefiast tunga um tönn, ef hann
að svara þeirrl spurningu.
En hvað er þá þetta ,,nýja“
' stefnu Framsóknarflokksins?
\ð sögn Tímans er þaö eftirfar-
andi: „Kjarni hinnar nýju fram-
farastefnu um eflingu atvinnu-
veganna er sá að miða verði
efnahagsráðstáfanir við undir-
atöðuatvinnnveeina og aukningu
baevaxtar. framfara og fram-
ieiðni án ofbenslu oe verðbólgu
með. meaináherziu á nvtingu inn ;
lendra hráefna Hri riáttúruauð-
æfa Iandsihs.“ Nánar er þetta
~'-;i„re;nt f stiórnmáiavfirlýsingu
flokksins og aftur vaknar spurn
ingin: Hvað er nýtt i b^ssu?:
..Hina nýiu framfarastefnu og
endurreisn atvinnuveganna verð
ur að byggia á eftirfarandi sjón
armiðum:
Stjórn efnahags- og pertinga-
mála verði við það miðuð að
efia undirstöðuatvinnuvegina og
stéfna að örum hagvexti, fram-
förum og aukinni framleiðni án
ofþenslu og verðbólgu. Lífskjör
bióðarinnar baétt og tryggt, að
ailir landsmenn eigi kost á
fullri atvinnu. Leggja ber meg-
ináherzlu á að hagnýta sem bezt
inniend hráefni og náttúruauð-
lindir, auka fjölbreytni og fram-
ieiðni i vinnslu landbúnaðar- og
sjávarafurða, flýta rafvæðingu
landsins stofnsetja og efla iðn-
fyrirtæki sem víðast um landið
og kanna leiðir til aukinnar hag-
nýtingar' orkulinda landsins og
annarra náttúruauðæfa."
Auðvitað er ekkert nýtt í
þessu, hér er um almennt snakk
að ræða og vitað mái að unnið
Viðhorf
og
vandamál
oftir Ásmund Ejnarsson
hefur verið að þessum viðfangs-
efnum á undanfömum árum
með þeim árangri að lífskjör eru
óvíða betri í veröldinni. En lát-
um það vera. Aðalatriðið í fram
haldi af þessu hlýtur að vera:
Hvernig ætlar Framsóknarflokk-
urinn að framkvæma þessa
,,nýju“ stefnu sína? Og þá kem
ur í ljós að hann er ekki sjálf
um sér samkvæmur.
Það er algjört ósamræmi í
stjórnmálaályktun Framsóknar
flokksins þegar að þvi kemur
að flokkurinn segi hvemig
hann hyggst vinna að fram-
kvæmd stefnu sinnar. Hann seg
ir í öðru orðinu:
„Tekin verði upp skipuleg
stjórn í fjárfestingarmálum þjóð
arinnar undir forystu ríkisvaids-
ins í samstarfi við fuiltrúa sam-
taka atvinnuiífsins".
Þetta. er nánar skilgreint í
'< ræðu 'Eysteins Jónssonar á
fiokksþinginu þannig: „Nýjar
vinnuaðferðir verða að koma til
og kveðja þarf til úrvalsmenn
úr átvinnulífinu, bæði af hendi
atvinnurekenda og starfsfólks
við atvinnureksturinn, einvalalið
sérfræðinga í þeim greinum vís-
indanna, sem atvinnulífið
- ygrða ásgmt. fulltrúum frá rikis-
j valdinu tii þess að kryfja tii
mergjar vandamál hverrar at-
vinnugreinar og gera sér grein
fyrir því hvað aöhafast ber tii
umbóta og eðlilegrar framsókn-
ar í hverri grein og hvað aðhaf-
ast þarf af hendi einstaklinga,
félagssamtaka og ríkisvaldsins
til þess að sem beztur. árangur
náist“
Það á með öðrum orðum að
koma á „samstarfi“ launþega og
atvinnurekenda og ríkisvaldsins
um áætlunarbúskapinn. En
stjórnmáiaályktun Framsóknar-
flokksins gengur ekki jafnlangt
í hinu orðinu. þegar sagt er:
„Ríkisvaldið hafi í nánu sam-
starfi við einstaklingsframtak
og félagsframtak forustu um ráð
stafanir til eflingar og stuðnings
atvinnuiífinu, og um val verk-
efna og framkvæmd þeirra".
Hér j er aðeins talað um ein-
stanlingsframtakið og samvinnu
félö.gin en launþegum sleppt.
Þetta er ósamræmi, sem reynt
er að breiða yfir í yfirlýsing-
unni en fær ekki dulizt ef vel
er að gáð.
í raun og veru vita Framsókn-
armenn afarlítið um það, hvem-
ig þeir mundu fara að þvi að
ná betri árangri en núvérandi
stjórnarflokkar hafa náð með
aðferðum sínum. Þess vegna
verður þetta ósamræmi til, sem
nú hefur verið bent á, og ný-
mæli engin í stjórnmálayfirlýs-
ingu flokksins.
Þá er rétt að minna á að i
allri stjórnmálayfirlýsingu Fram
sóknarflokksins er ekki eítt ein-
asta orð um það, hvernig þeir
vilji hindra „ofþenslu og verö-
bólgu“. Hvemig getur flokkur,
sem telur verðbólguna megin-
afleiöingu núverandi stjórnar-
Eysteinn Jónsson — flokkur
hans kann ekki aö aðhæfast nýj-
um tímum og byggir skýjaborgir
stefnu og er andstæður þessari
stefnu, látið hjá líða að taka
„verðbólgumálin“ til rækilegrar
meðhöndlunar og móta ákveðna
stefnu i þeim málum? Hvað er
sagt um þetta atriði í stefnuyfir-
lýsingu Framsóknarflokksins?
Aðeins þetta: Framsóknarflokk-
urinn lofar „að vinna gegn verð-
bólgu og dýrtíð og jafnvægis-
Ieysi í fjármálum þjóðarinnar".
Þetta er allt og sumt. Ekki eitt
orð um það, hvernig flokkurinn
hyggst ná þessu markmiði, ef
hann v^jri við völd.
Hinar fátæklegu hugmyndir
Framsóknarmanna um það,
hvernig leysa beri veröbólgu-
vandamálin birtast þezt í yfir-
lýsingu Eysteins Jónssonar á
flokksþinginu, þegar hann segir;
,,en íbúðarmálið er svo stórfelld
ur þáttur í þjóðarbúskapnum og
farsæl lausn þess svo þýðingar-
mikil undirstaða, að telja má
vonlaust að leysa kjaramálin og
vandkvæði atvinnuveganna til
frambúöar nema leiðir finnist
til þess að stórauka framboð á
hentugu húsnæði". Það er engin
ástæða til að gera lítið úr hús-
næðisvandamálum þjóðarinnar.
Þau eru hvorki auðleyst né fljót-
leyst þótt mikið hafi áunnizt við
úrlausn þeirra á síðustu árum.
Eysteinn segir heldur ekkert um
það, hvemig hann vilji leysa hús
næðisvandann og á það mál er
vart minnzt í stjómmálayfirlýs-
ingunni. Og að einblína á þetta
vandamál sérstaklega sem ein-
ustu forsendu fyrir Iausn þenslu
vandamálsins er sama og aö
neita að lita í kringum sig og
horfast í augu við vandamálið
í heild. Það gerir Framsóknar-
flokkurinn. Hann hyggst ekki
segja kjósendum hvemig hann
ætlar sér að ná markmiðum sín-
um. Hann ætlar að láta sér
nægja að byggja skýjaborgir í
von um að slík „uppbyggingar“-
starfsemi gangi f augu kjósenda.
Kosningamar munu auðvitað
skera úr um það, hvort slíkt er
ennþá hægt í kosningum á ís-
landi.