Vísir - 22.03.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 22.03.1967, Blaðsíða 16
■ W&m. V»VAV«V« <;;>-. >v« Mi •■v.v.v.v.v.v/. *y . »% ♦*» ♦ » » * » * «! , * 7.V.V.V.\V*V« ppp* - . ;■ : . . ; -: '. IIÍIIIÍ wimÆ. : Jén E. Guðmunds- son opnur sýningu í dug Jón E. Guðmundsson, listmál- ari, opnar sýningu á 32 olíu- málverkum síniun I dag kl. 14 i leikfimisal Miðbæjarbarnaskól ans f Reykjavík. Er þetta 7. sjálfstæða sýning Jóns E. Guð- mundssonar og eru flestar myndimar landslagsmyndir. Sýningin verður opin alla páskadagana og lýkur á annan í páskum. Myndimar eru allar til sölu. „þrjá skálka — Það koma 19 leikendur fram í þessu verki og það eru um 5% íbúaima á Bíldudal, sögðu félag amir úr leikfélaginu bar vestra, sem komnir eru' eftir allsögu- legt ferðalag í bæinn til þess að sýna Reykvíkingum „Þrjá skálka“. — Þeir komu þrír á undan aðalhópnum. sem kemur með flugvél hingað í dag. Það er ekki hlaupið að því að leggja upp í slíka langferð úr ófærð- innl á Vestfiörðum, enda kváð- ust beir félagar hafa orðið að \ ganga yfir Hálfdán, drjúgan cniil ___ T úíl/fínlrfín tincii ltínc vegar send suður með varð- Vísir ræddi við Heimir Ingi- marsson formann leikfélagsins á Bildudal í Tjamarbæ í morg- un, þar sem verið var að koma upp tjöldtmum. Sagði hann að þessi ferð væri Síðustu fundir ingsins fyrir páska Hití verður gert á störfum Al- ;.:esIs um páskana og voru síð- U3ÍU fundir í gær. Þingfundir munu eltki hefjast aftur fyrr en 6. april vegna þings Norðurlandaráðs, en það munu sækja tveir ráðherrar og 6 þingmenn. í lok fundar í neðri deild í gær Itakkaði Sigurður Ó. Ólason, for- seti neðri deildar, þingmönnum samstarfiö og óskaði þeim og fjöl- skyldum þeirra gleðilegra páska. Karl Kristjánsson, alþ.m., þakkaði forseta fyrir hönd deildarmanna og óskaði honum og fjölskyldu hans gleðilegra páska. Sigurður Bjarnason. forseti efri deildar, óskaði þingmönnum gleði- legra páska og utanbæjarmönnum óskaði hann góðrar heimferöar. Þakkaði hann gott samstarf og lét í liós þá ósk sína, að þeir mættu allir hittast heilir eftir páskahátíð- ina, Hannibal Valdimarsson, alþ.m. mælti fyrir hönd annarra deildar- manna og þakkaði forseta ámaðar- óskir hans og færði honum og fjöl skyldu hans óskir þingmanna um gleðilega páska. Þá' þakkaði hann fundarstjóra góða og röggsama fundarstjórn. Tóku deildarmenn undir orð Hannibals með því að rísa úr sætum. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins var samþykkt á seinni fundi neðri deildar í gær og er þar með orðið að lögum. Samkvæmt því mun rík- issjóður greiöa 140 milljónir til verðuppbóta á frystum fiski og 100 milljónir til verðbóta á fisk- verði. Annað frumvarp ríkisstjórnarinn ar varð einnig að lögum, frum- varpiö um tekjustofna sveitarfé- laga, sem var til staðfestingar bráðabirgðarlögunum, er sett voru í maí 1965. Væntanlega lýkur þirigið störf-, um sínum um miðjan apríl. | Hanastél handa Loftleiða- farþegum fyrir matinn Loftleiðir opna nýtt eldhös fyrir flug- vélarnar í Luxemburg í sumar Hinum vfnglöðu íslendingum berast góðar fréttir þar sem tilkynnt hefur veriö, að Loftleiðir ætli að taka upp þann sið aö . veita hanastéls- j drykki fyrir máltíðir á flugleið- inni frá Luxembourg. Geta far- þegar valið á milli þriggja drykkja, manhattan, martini og rommhanastéis. I sumar koma Loftleiðir upp ^sínu eigin eldhúsi, sem búið Í.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V. verður öllum nýjustu tækjnm f flughöfnhmi í Luxembourg. Samtímis verður tekin upp ný tilhögun á máltíðum, sem fram eru reiddar fyrir farþega meðan á flugi stendur. Veröa máltíðimar framreidd- ar strax eftir flugtak í stað einnar klukkustundar eftir það áður. Máitíðimar eru keyptar frystar og geymdar í frystikistu. Þegar að þvi er komið að undirbúa þær eru þær teknar Framh. á bls. 7 Tve/V ungir íslendingar gera góðverk / Tulsa Má bjóða íslenzkaa ost? Ostarnir íslenzku, sem stöð- ugt verða fjölbreyttari eru flest um ánægjucfni, en nú eru ís- bnzku ostategundirnar á mark- ‘nðnum otðnar 16, eins og fram ícom í frétt í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Við brugðum okkur niður í Osta- og smjörsölu til að mynda þær 15 ostategundir, sem þar eru seldar og bættum þeiVri 16 við, en það er Camenbertostur- inn frá Hveragerði. Honum var svo vel fagnað þegar hann kom á markaðinn aö hann er nú upp seldur í borginni og er ekki væntanlegur aftur fyrr en eftir páska. Hinar 15 ostategundirn- ar sem eiga lengri feril að baki sér eru : 30 og 45% mjólkur- ostur, Schweitzerostur, Tilsitt- er, Ainbassador, gráðaostur, mysingur, mysuostur og smur- ostarnir: rækjuostur, tómatost- ur, sveppaostur, alpaostur, kjarnaostur, sterkur ostur og góðostur. Tvær þessara tegunda eru reyndar svo til nýjar á markaðnum ,en það eru Am- bassador og Tilsitter frá Flóa- búinu, en þær hafa þött takast mjög vel. Tveir ungir íslendingar í Tulsa, Oklahoma i Bandaríkjun- um gerðu góðverk á dögunum og það góðverk þótti tíðindum sæta eftir skrifum eins biaðsins að dæma. Ethel nokkur Paulson hafði lagt veskið sitt aftan á bifreið sína því að hún þurfti að koma nýkeyptum varningi fyrir í aft- ursætinu. Hún gleymdi veskinu og ók af staö. Þegar hún var búin að aka um mílu vegar var bifreið ekið upp að bifreið hennar á fullri ferð og ökumaðurinn gaf henni merki um að stöðva bifreið sína, segir Tulsa-blaöið, Ökumaðurinn tjáði henni að veski hefði fallið af bifreið hennar um leið og hún ók af staö. Ethel sneri við á veginum og til baka í von um að finna vesk- ið. En það var horfið. „Ég ók heim, meira en lítið áhyggjufull, því að i veskinu voru ýmsir bráðnauðsynlegir hlutir, auk peninga“. Fimmtán mínútum eftir að hún kom heim til sín hringdi síminn og kunningi hennar á benzínstöð tilkynnti henni að tveir ungir menn hefðu verið að leita hennar, vegna þess aö þeir höfðu fundiö veskið. Þeir höfðu ekið að fyrra heimili hennar, sem var skrásett í ökuskírteini hennar. Síðan höfðu þeir farið á benzínstöðina. „Þeir skiluðu veskinu með öllu sem í því átti aö vera“, sagði Ethel, meira að segja hálf- um tyggigúmmípakka. Þeir höfðu ekið um borgina í leit að mér og þeir vildu engin fundarlaun þiggja Þeir voru dásamlegir, sagði Ethel. Hinir ungu menn voru nefnd- ir John Johnson og Magnus Pouison, íslendingar vi5 nám i Spartan Aviation-flugskólanum, sem útleggst líklega Jón Jóns- son og Magnús Pálsson. VISIR Bratust yfír heiðar til þess að sýna 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.