Vísir - 22.03.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 22.03.1967, Blaðsíða 9
V í S IR . Miðvikudagur 22. marz 1967. 9 eða á Hellisheiði ? Þau verða heima viö höfum skiði meðferðis til þess að geta brugðið okkar eitt- hvað frá bílunum á daginn. — Maður fer alltaf eitthvað á páskunum — í fyrra fórum við t.d. inn að Grímsvötnum í. Vatnajökli. Snjóbílarnir tveir heita reyndar eftir tveimur hnjúkum hjá Grímsvötnum: Naggur og Depill. — Ég hef aldrei fyrr farið á snjóbíl á Langjökul en aftur á móti gekk ég eitt sinn frá Þing- völlum inn á Hveravelli og yfir Langjökul. • * — En þótt þetta sé ætlunin í dag þá er alltaf undir hælinn lagt hvort þetta heppnast því að veðriö getur breytt þessu öllu. Páskar á Hellisheiði — Ég ætla mér upp á Hellis- heiði um páskana, en hvar ég lendi þar fer eftir veðri og vindum. Allavega heimsæki ég Þrym, skála Skátafélags Reykja- víkur. Upp á Hellisheiði förum við nokkrir saman til þess að heimsækja félaga, sem veröa staddir upp á heiði í páskaúti- legu skáta. Einnig komum við ábyggilega við í ÍR-skálanum og Víkingsskálanum en þar er alltaf fjör — á páskum er geggjað fjör á heiðinni. Hjá skátunum eru kvöldvökur á hverju kvöldi. Ég minnist sér- staklega þeirrar fjölmennustu, sem ég hef verið á, í skátaskál- anum Jötni, en þar er ég oftast. Þar voru um hundrað manns eitt sinn á páskum og þetta sama fjölmenni var þá á kvöldvökun- um kvöld eftir kvöld. Jóhannes — fer á Hellisheiði. í fyrra var ekki eins fjöl- mennt í Jötni og oft áður. Þá gerði maöur m. a. það sér ti! gamans, að hafa rúg með sér upp eftir og búa til hverabrauð, þá var Iabbaö um þrjá metra frá skálanum og hverabrauðið grafið um tvö fet niður á hvera- svæðinu þarna, þar var það látið dúsa í hálfan til heilan sól- arhring, þá var þessi herra- mannsmatur tilbúinn til snæð- ings, glóðheitur meö smjöri. Þetta er aðeins eitt af mörgu, sem hægt er áð gera á Hellis- heiði. Það er hægt að fara á skíöum inn í Innstadal þar sem hægt er að fara í gufubað eftir skíðagönguna eða í heita sturtu, gerða af náttúrunnar hendi. Á sumrum er aftur á móti hægt að leita þar uppi ölkeldur. — Þetta er mesta furðuland nátt- úrunnar og gott aö dveljast þar í góðu veðri, en þegar rignir — þá rignir. Ég ætla mér að dveljast á Heilisheiði um páskaija. Þá fimmtu í röð, sennilega verða þetta fyrstu páskarnir þar upp frá með reglulega miklum snjó. Hellisheiði er í alfaraleið, þaðan er alltaf hægt að komast í bæ- inn, ef maöur þarf, maður fer út úr menningunni, en er samt í henni miöri. Jeppaklúbbur í Öræfin Það eru víst engin takmörk fyrir því, hvert fólk ætlar sér um páskana. Vísir frétti af jeppaklúbb, sem ætlar í Öræfin á ferðaskjótum sínum í ævin- týraleit um þessa útileguhelgi og fékk einn þeirra, Ásgeir Sig- urösson radiómann, til þess að lýsa ferðaáætlun þeirra félaga. Ásgeir ekur Willys jeppa og hefur boðið honum margan brattann, enda er hann félagi í björgunarsveitinni Ingólfi, og fer með sveitinni margar ævin- týraferðir á ári^til ólíklegustu staða. Hann fór meðal annars í þá frægu ferð inn á Sprengi- sand í haust, til þess að reisa björgunarskýli fyrir Slysavama- félagið. — Viö höfum hugsað okkur að leggja af stað úr bænum á fimmtudagsmorgun klukkan sex, sagði Ásgeir, með nesti og nýja skó, á sex jeppum. Tjöld og við- leguútbúnað höfum vig með okkur. Yfirleitt reynum við að búa okkur þannig út, að við getum látið fyrirberast hvar sem verkast vill, því að það er aldrei aö vita hvar við verðum að stanza á leiðinni. í þessari ófærð má við öllu búast. Ég veit ekki nákvæmlega hve margir verða með f ferðinni, en einhverjir farþegar verða þó með bílstjórunum. — Sussu-nei, ekkert kvenfólk. Ég er hræddur um að þetta verði of gróft ferða- lag fyrir þær blessaðar. Fyrsta daginn ætlum við aö ná austur að Klaustri. Þar er yfirleitt áfangastaður Öræfa- fara fyrstu nóttina. Nokkrir hafa fengið þar inni í sláturhús- inu, en við hinir gistum í tjöld- um. Á föstudaginn langa ætlum við svo aö ná að Hofi í Öræf- um. Ég hef nú raunar aldrei komið í Öræfin, en mér er sagt að Hof sé beint undir Öræfa- jökli. Það verður áreiðanlega dálítið strembið að komast þetta, en við förum þetta fyrst og fremst til þess að komast í smá ævin- týri, og ég vona að ferðin sjálf Ásgeir — með jeppaklúbbi í Öræfin. uppfylli þá von. Svo er áreiðan- lega gaman að litast um í Ör- æfum, auk þess verður þama hópur áf feröafólki, ef að líkum lætur. Ferðaskrifstofan verður þama meö sína bíla ... Já, ég get ímyndað mér að það verði fjör í mannskapnum. $ . _4; — Já, ég held að ævintýra- legasta ferð sem ég hef farið á jeppanum sé Sprengisandsleið- angurinn í haust. Við fómm þangað á þremur jeppum til þess að reisa skýlið í Eyvindar- veri og lentum í hálfgerðum svaðilförum, eins og Vísir sagöi frá í fréttum ef ég man rétt. Við festum þama tvo bíla, ann- an í á og hinn í sandeðju, urð- um að dúsa þar í þrjá tíma. Nóttin, sem við gistum þar efra var líka hálfömurleg. Við sváfum tveir í einum keng í jeppanum mínum og var það þó hátíð á við að gista í þálf- frágengnum kofanum. Þeir sem tóku sér náttstað þar urðu að ráfa um alla nóttina á milli pollana, því að hann gerði úr- hellisrigningu og rokið vá'r svo mikið, að þeir þoröu ekki að opna hurð af ótta við að þakið fyki af. Jeppi Ásgeirs er vel útbúinn til svaðilfara. í honum er meöal annars talstöð, svo að þeir fé- lagar geta náð sambandi við umheiminn ef að í nauðimar rekur. Ljósmyndarinn smellti mynd af Ásgeiri áður en hann hoppaði inn i jeppann . . og við óskum þeim félögum góðrar ævintýra- ferðar i Öræfin. Starfsfólkiö hjá Rolf Johansen & Co. hugsar lítt til hreyfings um páskahelgina. Við litum inn á skrifstofu fyrirtækisins í stór- byggingunni Laugavegi 178 í gær og spurðum starfsfólkið hvemig páskafríinu yrði variö. Þorsteinn Kristinsson, fulltrúi, kvaöst mundu dvelja heima, hann verður. raunar að störfum fyrir fyrirtækið á þessum tíma, þvf fulltrúi frá Kruppverksmiðj- unum kemur hingað í heimsókn einmitt á þessum „dauðasta" tíma ársins f höfuðborginni. María Ragnarsdóttir. 25 ára skrifstofustúlka og þekkt sýn- ingardama, sagðist velja að vera heima um páskana — Ég á raunar ekki heiman- gengt, hálfsárs gömul dóttir mín verður að sitja í fyrirrúmi, og það má búast við að blevju- þvotturinn taki talsverðan hluta af frfinu. Það verður annars dá- samlegt að vera með Maríu litlu, þvf ég verð að hafa hana á dagheimili og sé hana þess vegna minna en ég mundi ann- ars kjósa. Auðvitað er ekki úti- lokaö að ég geti skroppið eitt- hvað í ökuferð, t.d. upp í skíða- skála einhvem eftirmiðdaginn, ef veður veröur gott. — Ferðu í kirkju á páskunum? — Nei, ég býst ekki við að geta það, verð reyndar að viður- kenna að ég er lftið kirkjuræk- in og mundi Iangtum fremur vilja eyða tfmanum á fjöllunum en vera heima og fara f kirkju. Mér finnst of þröngt um mig í kirkjum um jól og páska, þó 'J ég sé hvorki há í loftinu eða m^til um mig. Sigrún Bjamason, tvítug að aldrj ætlar að eyða páskunum heima hjá sér að Flókagötu 56. „Ja, nema einhver hringi og bjóöi mér til Mallorca á síðustu stundu. En það gerast víst eng- in slfk kraftaverk nú til dags“ il ,',Ég gæti vel trúað að ég safm (f að mér góðum reyfurum, því ), mér þykir mjög gaman að lesa leynilögreglusögur og annað h spennandi efni Agatha Christie \l þykir mér ágæt og margir aðrir / höfundar sömuleiðis, og úrvaliö ) virðist nokkuð gott af enskum í ritum í þessum flokki" ) „Nei, ég fer ekki á skíöi", j sagði Sigrún, sem raunar á bæði (' skíði og fyrirmyndar farartæki j til að fara á skíðastaðinn, l Chevrolet Corvair. „Hann er / notaður greyið," sagði hún um \ þann ágæta vagn. „Hins vegar L gætj ég vel hugsað mér að aka \ eitthvað út úr bænum með / vinafólki mínu, þ.e.a.s. ef ein- j hver verður svo elskulegur að ( lána mér fyrir benzfni" sagði j Sigrún kimin á svip. „Hins veg- I ar stíg ég ekki á skíði, ég reyndi j það einu sinni og geri það ekki ( aftur. Ég renndi mér þá á pappa / loki og gekk það mun betur". \ ★

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.