Vísir


Vísir - 31.03.1967, Qupperneq 5

Vísir - 31.03.1967, Qupperneq 5
 VÍSIR . Föstudagur 31. marz 1967. ■Q 'J X- IVTargur maður ímyndar sér, •*■”■*■ að það sé ekki mikill vandi að sjá i gegnum ýmis stærstu og flóknustu heims- vandartiál. Þannig draga menn í skvndi upp fyrir sér heildar- mynd af styrjöldinni 1 Vietnam. Þegar fjarlægðin er orðin svona mikil, þá er ennþá auðveldara, að ímynda sér að hlutirnir séu einfaldir og skipta málsaðiljum niður i fulltrúa hins vonda og góða. Þetta er líka nauðsynlegt að gera að vissu marki, ef mað- ur ætlar að lýsa atburðum í fjarlægu landi í stuttri blaða- grein. En þrátt fyrir það mega menn aldrei missa sjónar á því, að stjórnmál eru alltaf flókin. Ef við reynum að setja okkur verulega inn i málin, líkt og lenda inni í miðju einhverju þjóðríki þá komumst við fyrr eða síðar að þvi að öflin, sem þar togast á eru óendanlega mörg. Og kannski komumst við að raun um það ef við förum að rýna í vandamál Vietnam, að þar eru þau ennþá fleiri en víða annars staðar. Þau leiða rætur sínar aftur i mandarínaveldi og franska ný- lendukúgun, ótal þætti rísandi frelsisbaráttu, utanaðkomandi byltingaráhrif kommúnismans, sundrung og blóðug bræðravig milli ólíkra flokka frelsishetj- anna, ósigurinn sem kenndur hefur verið við Dien Bien Phu en tapaðist fyrst og fremst i þing- salnum í París, loforð um frelsi og skiptingu jarðeigna, sem sið- an voru svikin, harðstjóm og hershöfðingjaveldi. Og þau flækjast í æ meiri hrærigraut vegna gamals for- ræðis norðurhluta landsins yfir suðurhlutanum, flutnings milljón flóttamanna milli landshlutanna, afskipta Bandaríkjamanna af að steypa spilltri rikisstjóm og vegna íhlutunar margra stór- velda, sem tengja heiöur sinn og stolt viö það að þeirra stefna bíði engan hnekki í úrslitunum. ■fjað gæti virzt eðlilegt, að draga upp sígilda mynd af á standinu í Vietnam, þar sem hugprúð smáþjóð á I vök að verjast gegn ofbeldi og rang- sleitni hins bandaríska stór- veldis. Þessi saga hefur verið fljót að hrífa hugina likt og grátsaga I sunnudagaskóla. Og það er svo einkar eðlileg til- hneiging hjá okkur til að taka málstað hins veika og hrjáða gagnvart ofbeldi hins stóra. Liklega ætti þess konar þjóð- saga að eiga sérstaklega góðan hljómgrann hjá smáþjóð sem okkur. Það er ekki nema eðli- legt, að okkur ofbjóði vald Bandartkjanna I heiminum, það er varla nema skiljanlegt að við beram öfund fátæka mannsins til auðjftfursins. Þeir sem einu sinni hafa skap- að sér þessa mynd af styrjöld- inni I Vietnam, telja sig þaðan í frá likt og frelsaða. Eftir það er eins og engar staðreyndir máls- ins fái lengur komizt að í huga þeirra. Sjálfstýritækin hafa völd in. alveg sama þó hugsjóninni sé siglt beina leið upp í skerin og kálgarðana á þurru landi. 1 eldmóði sínum halda þeir því blákalt fram, að íslenzka- rikis- stjómin eigi að hefja hreyfingu hjá Sameinuðu þjóðunum til að verja Víetnam gegn ofbeldis- stefnu Bandaríkjanna, jafnvel að íslenzka þjóðkirkjan eigi að taka baráttuna upp. Síðan er söngur- Loftmynd tekin yfir flutningavegi í gegnum frumskóga Norður-Vlet nam dagana sem hlé var gert á loftárásum Bandarikjamanna. Bíla- lest kommúnlsta á herflutningaleið inn í Laos, en þaðan liggur svo leiðin gegnum hlutlaust landsvæði inn á vígstöðvarnar í S.-Vietnam. BLEKKING EÐA STAÐREYNDIR inn látinn ganga um ofboðsleg grimmdarverk Bandaríkjahers í Vietnam, hann beiti þar skefja- laust gasi og napalm-sprengjum, ekki aðallega gegn kommúnista- herjunum, heldur fyrst og fremst gegn þorpum og bæjum óbreyttra borgara.. Friðsöm al- þýða landsins sé ofsótt og um- lukt í hryllilegu benzínhlaupi. Með þessu er bandaríska hem- um jafnað við blóðþyrsta böðla nazista í útrýmingarfangabúðun um. Og það er „alveg öruggt“ að svona er ástandið, segja þess ir menn, — tóku menn ekki eftir því, að tilkynning var gef- in út einn daginn um að árás hefði fyrir mistök verið gerð á þorp óbreyttra borgara! um. Alveg með sama hætti og landssvæði hlutlausra ríkja hef- ur verið notað sviksamlega, átti að notfæra sér þessa samninga sem skálkaskjól, til að koma of- beldinu fram. Jjeir sem hafa gert grátsöguna um lamb fátæka mannsins að trúaratriði í Vietnamstyrjöld- inni geta náttúrlega ekki og vilja ekki sjá þessi margvíslegu atriði sem gera vandamálið flóknara og þar með verður þetta miklu viðtækara vandamál. Þar með verður um að tefla sannfæringu fólks um víða veröld og með- ferð manna á staðreyndum. Því miður er eins og menn læri aldrei af reynslunni. Sama /~|g það bendir einmitt svo margt til þess kringum Vi- tetnam-styrjöldina, að blekking- um sé beitt þar í ótakmörkuðum mæli. Þessum blekkingum er ætlazt til að „hinir sannfærðu“ trúi, og þeir taki við þeim eins og þær væru oblátur trúarsann- færingar, og kyngji þeim án þess að hafa fyrir því að mylja þær. Þetta er það sem mér virð- ist óhugnanlegast við Vietnam- málið fyrir allan umheiminn. — Þaö er haldið áfrám að útbreiða blekkingarnar og þær hafa góð- an jarðveg. Ég skal taka eitt dæmi um það hvemig öfgastefna komm- únismans heldur áfram að skapa blekkinguna í aðgerðum sínum l?n eins og venjulega, þá er myndin ekki svona einföld. Sé reynt að rýna i staðreyndir málsins, þá koma fljótt í ljós á- bendingar um það, hvemig harð- skeyttur minnihlutaflokkur kommúnista ætlaði að taka völd in í landinu með ofbeldi. Þrátt fyrir áralanga sundrung og stjórnleysi kemur greinilega fram að mikill hluti þjóðarinnar er andvigur kommúnistum og óttast geigvænlegar afleiöingar valdatöku þeirra. Og menn þurfa að hafa æði teygjanlega sannfæringu ef þeir ætla sér að afneita því lengur, að gífurlegir leynilegir liðsflutningar hafi stöðugt átt sér stað gegnum ó- byggðir hlutlausra nágranná- landa í skipulögðum aðgerðum til að kyrkja sjálfstæði smárík- isins í suðurhluta landsins. Og jafnframt verður það ljóst, að allar þessar skipulögðu hernað- araðgerðir voru vísvitandi brot á hátíðlegum vopnahléssamning- sagan endurtekur sig alltaf, sama blekkingin nær tökum á fólki, aðeins í nýrri og nýrri mynd. Margir biðu alvarlegt and legt skipbrot, þegar blekkingun- um var loksins lyft áf Stalin og goðsagnimar um hann að engu gerðar. Þessi dýrðlegi leiðtogi reyndist ekki hafa verið annað eri hálfgeðveikur harðstjóri. Með sama hætti hafa blekking- amar verið að hrynja kringum sæluriki kommúnismans í Kína. í staðinn er aö vísu verið að reyna að skapa nýja goðsögn um hinn heilaga Mao og menn geta glapizt að nýju til að trúa á eldmóðinn f alþýðubylting- unni, sem þó er lítið annað en ömurlegt stjórnleysi. Nú skýra rússneskar heimildir okkur frá því aö afleiðingar menningar- byltingarinnar sé aðeins hungurs neyð, farsóttir og blóöugir bar- dagar og aftökur. í Vietnam, en þetta mál hefur talsvert verið á döfinni austur þar að undanfömu. Eins og í öðrum byltingarstyrjöldum hafa áróðursdeildir kommúnista reynt að skapa þjóðinni glæsi- legar stríðshetjur. Þeir höföu nú eftir mikla úrvinzun ákveðið að ungur maður úr her þeirra aö nafni Van Be skyldi gerður að hinni ódauðlegu fyrirmvnd. Sagnir sögðu, að hann hefði bar izt einn hetjulelgri vörn gegn bandarísku ofurefli. Hann var einn uppistandandi úr herflokki sínum, en áður en hann varð yf- irbugaður haföi hann varizt af ótrúlegri seiglu og fellt tugi and- stæðinga sinna. Loks er hann hafði eytt síðasta skotinu, var hann handtekinn. En Van Be átti ekki aö hafa gefið upp alla mótspyrnu. Er hann gekk fangaður meðal hinna bandarísku hermanna, sagöi sögnin að hann hefði allt í einu með snöggu handbragði getað þrifið þunga jarðsprengju frá ein um andstæðinganna og sprengt hana þar sem hann stóð. Sjálfur átti hann aö hafa látið lífið, en hrifið með sér í dauðann 69 and- stæðingahermenn. Tjannig var sagan sem hin kommúníska áróðursdeild samdi og byggði upp úr goð- sögnina um fremstu stríðshetju kommúnistabyltingarinnar. For- dæmi hans skyldi fylla kommún istaherina meiri eldmóði en nokkra sinni fyrr. í höfuðborg kommúnista var minnismerki gert um hann, leikrit samin og kvikmyndir voru gerðar um hetjudáðir hans. En því miður reyndist öll þessi saga blekking ein og það var hægt aö sanna. Van Be var á lífi, hann sat í fangabúöum í Suður-Vietnam og hann hafði ekki barizt neinni hetjulegri bar áttu, þvert á móti hafði hann i hita bardagans flúið í skjól und- -r skurðbakka og verið dreginn þar fram titrandi af skelfingu Og þegar hann nú sá sjálfur hvilfkt veður hafði verið gert af ímynd uðum hetjudáðum hans og að hann var orðinn vandræöi og hneyksli fyrir kommúnistana, sá hann nú ekki annað ráð vænna en að ganga í lið með Saigon- stjöminni. Mun hann að Ukind- um þjóna í framtíðinní í her- flokkum þeirra manna sem gerzt hafa liðhlaupar og snúið hafa baki við kommúnistiun, en þess- ir flokkar þykja nú einna harð- vítugastir í baráttunni gegn fyrri flokksbræðrum sínum. Þetta er aö vísu ekki merki- legt atvik, en sýnir þó, hvemig það loðir áfram við kommúnism ann að beita blekkingum. Senni- lega er það aðeins eðlileg afleið- ing af því, að í ríki hans leyfist hvergi eðlileg skoðanamyndun, Staðreyndirnar verða að vikja fyrir kenningu, sem ekki á sér stoð í veruleikanum. t'yrr í vetur var um það rætt, að Bandaríkjamenn beittu Framh. á bls. 13

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.