Vísir - 10.04.1967, Qupperneq 3
V1SIR . Mánudagur 10. apríl 1967.
F
3
MIÐAFTANN
í ÖRFIRISEY
(^óðviðrisdag um miðaftaninn var litast um í Ör-
firisey. Tveim mönnum af blaðinu fannst tilvalið
að bregða sér á þennan stað, þar sem finna má
andstæður við argaþrasið í borginni.
Annar teiknaði, hinn skrifaði um það, sem fyrir
augu bar.
Örfirisey, en þangað fara sumir til að finna í
sjálfum sér verðmæti lífsins eða kannski til þess
að glata þeim, hefur magnan . . . en hvers vegna?
í Örfirisey, sem hefur verið nefnd staður ástar-
innar, einn af nokkrum, er andrúmsloft, sem hefur
þau áhrif, að lífið breytir um blæ.
Gamall bátur með hvalbak
húkir á utasta tanganum.
Tveir litlir drengir eru að
leik á fjörukambinum. Þeir
þeyta steinum út 1 sjóinn.
Flóinn er djúpblár. Akrafjall
er í norðaustur, snævikrýnt,
umvafið birtu kvöldsólarinnar.
Fjörulallarnir, hnokkamir,
halda áfram iðju sinni. Þeir eru
ekki að flýta sér heim. Hvað
liggur á?
Tímaskyn breytist í nærveru
við sjóinn. Hlutleysið, sem ríkir
þama á blátanganum, hlýtur
líka að hafa áhrif á tilveru-
skynig ...
Puntstráin bærast f golunni
... þau koma upp úr snjónum
og láta ekki að sér hæða. Þarna
eru bílför, mikið af þeim ...
þau liggja þversum og langs-
um. Hingaö einmitt á þennan
púnkt leitar margur til þess að
losa sig við áhrif hins daglega
lffs ... hér er afdrep til þess
að tæmá hugann og virkja hann
á ný.
...... |
Svo hefur einhver reist sér
bautastein á sunnanverðu nes-
inu.
Sjórinn hefur sorfið fjöru-
grjótið í skrýtin form og mynd-
ir.
Einn steinn trónar upp úr f
hallanum að flæðarmálinu.
Örlítið neðan vig er klaka-
borinn þari, sem fljótt á litið
er eins og beinagrind. Steinn-
inn er ferstrendur. Á þeirri hlið,
sem að manni snýr, hafa verið
hoggnir þessir stafir með róm-
versku letri: J.LIROLA 1964
ISLANDIA. Á hliðinni, sem
veit frá, eru þessir stafir (með
ör, sem vísar í suður): ESPANA
6000 KM.
Veslings Spánverjinn, sem
hefur skolaö hingað til þessa
kalda lands. hefur orðið lang-
eygur eftir fósturjörð sinni.
Hann hefur ekki treyst sér til
þess að fara hina löngu leið
— sex þúsund kílómetra —
fótgangandi sem eðlilegt er.
Lesmál: STGR. — Teikningar: R. LÁR
En vegsummerki Spánverjans í
örfiriseynni, stafirnir, sem hann
hefur grópað inn í fjörugrjót,
eru eins og bæn einmana út-
lendings, sem er slitinn með
rótum frá því, sem hann ann
og setur f samband við guð.
Innar á nesinu að norðan-
verðu er herbátur, sem dagað
hefur hér uppi, þegar stríðinu
lauk. Um skeið var báturinn
notaður af Landhelgisgæzlunni
vig mælingar Þetta var hrað-
bátur, smíðaður úr tvöföldu
tré. Báturinn ber þess merki,
að hann hefur komið að gagni,
bæði í friði og hemaði.
Einhverjir óprúttnir strákling
ar hafa klínt hakakrossmerki
á aðra hlið hans til þess að sýna
afl sitt. Afturhluti bátsins er
að mestu rifinn frá, en ein-
hverjir tilburðir hafa undan-
farið átt sér stað við endur-
smíði bátsins.
Á mörkum Grandans og Ör-
firiseyjar hefur nokkrum trill-
um verið ráðið til hlunns.
Nú koma eigendumir í lúxus-
bflum sínum til að huga að
þessum litlu bátum, sem færa
þeim gull. Sú var ekki tfðin.
Fast við bátinn er splunkuný
bifreið.
Tveir menn eru í framstafni
að dytta að einhverju, Þetta er
laglegur bátur og virðist nýr,
þótt málning sé tekin aö mást
af. Hann er ættaður að norðan;
BÁRA EA 25, ber kvenmanns-
heiti í viröingarskyni. Trúlega
fiskar trillan mikið á krókinn
í bráð og lengd.
I
i