Vísir - 10.04.1967, Side 4

Vísir - 10.04.1967, Side 4
Segir „nei takk44 við sex millj- örðum marka Krupp-veldisins « LYNN REDGRAVE leikkona, tilkynnti fyrir skömmu að hún ætlaði að giftast leikaranum John Clark, sem er af brezku foreldri og 34 ára gamall. Hin 23 ára Lynn sagði um betta: — Við ákváðum að gifta okkur nýlega ... Foreldrar mínir voru stór- hrifnir af hugmyndinni. Ég grét og þau grétu. LANA WOOD, tvítug og systir*, kvikmyndastjörnunnar Nathalie/ Wood, 29 ára að aldri hefur hættV leik í siónvarpi og fengið fyrsta stóra hlutverkið sitt í Hollywood. Ij í kvikmyndaborginni skipta syst*. urnar á milii sin húsi, hundum.* og blaðafulltrúa og bann síðast-Ij talda hafa þær látið segia fyrirV sina hönd: — Það er reyndar.J pláss fyrir tvær á toppnum. En / ekki fyrir fleiri. "I — Glaumgosinn Arndt nýtur lífsins meöan faöirinn á'í ströngu laumgosinn Amdt von Bohlen und Halbach, 29 ára gamall, hefur sagt „nei takk“ við hinum sex milljörðum marka Kmpp- veldisins til þess að njóta lífsins beggja vegna Atlantshafsins. Faöir hans Alfried Krupp von Bohlen und Halbach sagði nýlega á fundi með 321 æðstu meðstjóm endum fyrirtækisins, að hann hefði ákveðið, að afnema einvald- ið í fjölskyldufyrirtækinu, sem nú er 156 ára gamalt. Þegar á líður á aö gera fyrirtækið að hlutafé- lagi með opinberri hlutafjáreign. — Að þetta er yfirhöfuð hægt. er vegna þess að Amdt hafnar rétti sínum til að erfa hluti í Kmpp-veldinu, átti Alfried Krupp að hafa sagt með þreytudrætti um munninn, því að það er vitaö, aö Arndt Kmpp hefur ekki hinn minnsta áhuga á fyrirtæki for- feöra sinna. Þá daga, sem faðir hans varö að beygja sig fyrir kröfu vestur- þýzku stjómarinnar, að eftirlit yrði haft með framleíðslunni ■ af sérstakri nefnd, til þess að halda stöðugum stuðningi sambands- stjómarinnar og hinna stóru banka í Vestur-Þýzkalandi, skemmti Arndt sér áhyggjulaus í Rio de Janeiro — ekki dreymdi hann um að fara heim til Þýzka- lands. Það þykir ekki leika neinn vafi á þvi að þessi afstaða son- arins hafi vaidið Alfried Krupp miklum vonbrigðum, og að það hafi verið ein af ástæðunum fyrir GNÆGÐ OLlU IJinn vinsæli leikari Rock Hud- son sem nú er 42 ára gamall getur rammað inn og hengt upp á veggi í piparsveinsíbúð sinni í Hollywood tvær blaðaúrklippur, sem honum gæti fundizt umtals- verðar. Önnur er gagnrýni um nýjustu kvikmynd hans „Tobruk". Þar stendur um kafla myndarinnar, þar sem olíubirgðir eru sprengdar i loft upp, „að svo mikið fituefni hafi ekki sézt í kvikmynd síðan Elvis Presley sást síðast í nær- mynd“. Hin úrklippan er blaöa- frétt um að „herra Hudson var í .gær, endurkjöriiyj,;-sefti_yara|of- ; seti í Rockoil Inc., sem héfur yfir- r ráð á olíuuppsprettum í Suður- Kaliforníu, sem taldar eru vera tíu milljóna dollara virði.“ Rock Hudson ásamt vini sínum fyrir framan plparsveinsheimili sitt. þvf að hann beygði sig svo fljótt fyrir kröfum stjómarinnar. Arndt von Bohlen und Halbach er lífsglaður ungur maöur með óþrjótandi peningaráð. Hann dvel- ur lengst af í Brasilíu þar sem hann verzlar með kaffi að nafn- inu til, en er velþekktur gestur í samkvæmislífi efri stéttanna við frönsku Rivieruna og við spila- borðin í spilavítum Monaco, — næstum alltaf í fylgd með nýj- ustu og glansmestu stjörnunum á kvikmyndahimninum. Þessu lífi -getur hann haldið áfram þrðtt fyrir það nvað líður Krupp í Essen. Þvi að samkvæmt samningum Alfried Krupp við vestur-þýzku stjórnina tryggja þeir honum tveggja milljóna árs- tekjur í þýzkum mörkum en syn- inum eina milljón marka — sem tvöfaldast við dauða föðurins. En þar fyrir utan mun Amdt von Bohlen und Halbach erfa einka- fjársjóð, sem mun gera hann að einum auðugasta manni í Evrópu — auðæfi, sem jafnvel ekki hann getur leikið upp. Byggingarkostnaður og hringamyndanir Undanfarið hafa þær fréttir Vísis vakið stórathygli og um- tal, sem fjallað hafa um bygg- ingarkostnað við sambýlishús Byggingasamvinnufélags sjó- manna og verkamanna, sem birtist 31. marz, og ennfremur um samhljóða tilboð í málninga vinnu í nýbyggingu Rannsóknar stofu landbúnaðarins, sem birt- ist í Vísi 3. apríl. Um þessi mál, sem svo vissu lega varða þjóðarhag, hafa spunnizt umræður manna á með al, sem eðlilegt er. Sumir hafa efazt um að þetta geti verið fyllilega rétt, en aðrir telia þess ar fréttir sanna það, sem þeir ætíð hafi haft hugboð um. — Húsbyggingarkostnaður sé ekki eins gífurlegur og af er látið, og sé af ásettu ráði haldið uppi til hagnaðar á sölumarkaði og gagnvart lánasjóöum. Allir mats taxtar eru t. d. hátt uppi í skýj- unum og fjarri öllum raunveru- leika. Um þessi mál hafa borizt bréf sem hafa lagt sitthvað til mál- anna, eins og t. d. það, að sams konar íbúð gangi ekki á sama verði í Reykjavík og t. d. í Garöahreppi eða í Hafnarfirði. Er talið að verðmunur á fjög- urra herbergja íbúð sé um 100 —150 þús. kr., sem verðið er lægra í Hafnarfirði, þó að í báð um tilfellum sé að ræða íbúðir, sem byggðar séu af aðilum, sem byggja í ágóðaskyni. Ibúðar- verðið i hærra tilfellinu hlýtur því að vera með inniföldum all- verulegum ágóöa, ef ekki hef- ir verið verr á haldið í sam- bandi við kostnaðinn. Fréttin um samhljóða tilboð vakti og óskipta athygli og þótti sanna, að hér væru að myndast eins konar hringar varðandi viss verksvið og verk- töku. Mál þessi munu nánar rædd. Viö birtum hér eitt af bréf- um þeim, sem borizt hafa m. a. vegna umræddra frétta: „Ég ieyfi mér að senda yð- ur og blaði yðar þakklæti og virðingu fyrir greinarnar um Byggingasamvinnufélag verka- manna og sjómanna. Greinam- ar vekja athygli á því ranglæti sem á sér stað við sölur á hálfbyggðum og fullgerðum nýrri og eldri íbúðum, auk þess sem framtak byggingafélagsins vekur almenning til umhugs- unar um, hvað samtaka ein- staklingar geta gert ef gagn- kvæmt traust og heiðarleiki er látinn sitja í fyrirrúmi. Á mínum fiölmenna vinnu- stað hefur mikið verið rætt um þetta mál og allir eru blaði yðar þakklátir að halda þessu merka máli vakandi og við treystum bví að bér haldið uppi umræðum um þessi bygginga- og íbúðarmál, ef það mætti verða til þess að braskararnir verði afhjúpaðir. Það er leitt til þess að vita, og vekur mikla athygli, að ým- is blöð skuli ekki enn hafa ljáð þessu máli Iið, þótt ekki væri nema með venjulegri fréttagrein um aðalfund byggingafélagsins, því að það mættu þeir vita, að einmitt núna — og fram að kosningum, eru margir við- kvæmir fyrir málflutningi eða þögn blaðanna 1 málum sem varða efnahag eða vandamál al- mennings, en það eru einmitt húsnæðismálin. VÍSIR er að mínum og margra annarra dómi langbezta mál- flutnings- og fréttablaðiö í dag, hæfilega pólitískt, en lætur sig varða öll mál almenns eðlis, flutt afdráttarlaust en þó með hógværð. — Þannig finnst mér blaðið vera síðan nýir eigendur og formenn tóku við stjóminni. Þakklát'Jr lesandi.“ Viö þökkum vissulega bréfið. Þrándur í Götu. (

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.