Vísir


Vísir - 10.04.1967, Qupperneq 12

Vísir - 10.04.1967, Qupperneq 12
12 V í SIR . Mánudagur 10. apríl 1967. Kvikmyndasaga eftir Eric Ambler „Sé það ekki hann — hver þá?“ spurði Fischer. „Ekki getur þaö verið lögreglan, því að hún hefði þegar stöðvað okkur. Getur pað verið GiuIio?“ „Heimska", hreytti Miller út úr sér. „Giulio er i félagi við okkur. Það ert þú hins vegar ekki. Værir þú þaö, mundi þér aldrei koma siík heimska í hug“. Ég er gæddur undursamleguni hæfileikum til aö eyðileggja allt fyrir sjálfum mér. Ég sagöi, fullur samúðar: „Kannski það sé Franz. Ef til vill heldur hann að við ætlum heim á setriö aftur. Þá færum við að minnsta kosti þessá sömu le''ö“. Harper leit um öxl til mín. ,,Hve- nær mundi hann komast að raún um hið gagnstæða, Arthur?“ „Ekki fyrr en við beygjum til hægri. Inn á flugvallarveginn", svar aði ég. „Hvað er langt þangað?" „Nærri sex mílur“. „Heldurðu", sagði Harper og sneri sér að ungfrú Lipp, „að þú getir hrist þá svo af þér, að þeir sjái ekki til feröa okkar, þegar viö tökum beygjuna?“ „Ég get reynt það“. Lincolninn herti skriðinn. Að nokkrum sekúndum liðnum sá ég rauðu nálina fara yfir níutíu mílna markið. Harper horfði um öxl. Eftir svo sem mínútu sagði hann. „Þeir sjást ekki ..“ „Þetta er of mikill hraði á betri vegi“, var allt og sumt, sem ung- frú Lipp hafði til málanna að leggja. Þaö virtist þó ekki valda henni áhyggjum. Hún fór fram úr tveim bílum og vöruflutningabíl á svo miklum hraða að þeir virt- ust standa kyrrir. Mér var nú þegar ljóst hve heimskulega ég hafði hagað mér, og reyndi nú sem ég gat að bæta úr því. „ Það er brú um það bil mílu framundan" sagði ég til að va/ hana við. „Vegurinn þrengist þar, svo þér verðið að hægja ferðina". Hún svaraði ekki. Ég svitnaði., Ef þeir í bílnum misstu sjónar á okkur, var úti um mig. Hún fór fram úr lest herflutn- ingabíla, og þeyttist inn á brúna. Þegar yfir kom, tók við beygja, svo ; hún var tilneydd aö draga eilftið úr hraðanum, en þegar mér varð litið aftur, var ekki neinn bíll sjáanleg- ur. Ekki heldur, þegar viö beygð- um inn á flugvallarveginn. Harper hló. „Þegar mest ríður á, er ekki til sá bíll, sem jafnast á við Lincoln Continental" sagði hann sigri hrósandi. 'Það fyrirfinnst ekkert jafn nið- urlægjandi og veröa að horfast í augu við það, að maður sé fífl og fáviti og alltaf sjálfum sér verstur. Þegar við námum staðar úti fyrir flugvallarbyggingunni, titraði ég eins og neðri vörin á Geven, þegar hann varð hvað æstastur. Miller var kominn út úr bílnum um leið og hann nam staðar, og hélt rakleitt inn i afgreiðsluna. Þau ungfrú Lipp og Harper héldu á eftir honum, en við Fischer fórum að tfna farangurinn út úr bílnum í hendurnar á burðarkörlum, þar á meðal töskuna mína. Ég gat ekki aö mér gert að líta um öxl út á veginn. Fischer glotti að hræðslu minni — að hann hélt. „Vertu öldungis ósmeykur“, sagði hann. „Þeir eru á leiðinni út að' setrinu, máttu trúa“. „Já“. Ég vissi það. En ég vissi líka, að þeir í bílnum voru ekki neinir fávitar. Þegar þeir sæju hvergi til ferða Lincolnsins, mundi annar bíllinn aö minnsta kosti snúa við, og beygja út á flugvallarveginn. En hvað það mundi taka langan tíma að þeir áttuðu sig, var ekki gott að gizka á. Kannski fimm eða tíu mfnútur. Harper kom út og hraðaði sér að bílnum. , . " ' * “’T T p’ ~S „Það fer fiugvél frá Air France'" til Rómar“, tilkynnti hann. „Sæti í laus. Tuttugu mínútur þangað til j stigið verður um borö“. Ég ók inn á bílastæðið, svæði af- j markaö keðjum við veginn inn á hlaöið fyrír framan afgreiðslubygg- inguna. Þar voru fáir bílar fyrir. Samkvæmt boði Harpers, ók ég | bílnum aftur á bak inn í mjótt bil j LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 1154# JÚGÓSLAVNESKA RIVIERAN 16 daga flugferð til hins hlýja og tæra Adríahafs frá kr. 12.670.00. Gistingar, 3 máltíðir á dag og flugvsk. innif. PANTIÐ TÍMANLEGA! AÐEINS ÖRFÁ SÆTI LAUS! á milli tveggja þeirra. „Hvar er skrúfjámið?“ spurði'; Fischer. „Þaö hlýtur að vera á gólfinu", svaraði ég og var enn að hagræða bílnum. Ég sá í speglinum, að Fischer beygði sig til að leita að! þvf. „Kannski það hafi oltið inn undir sætin“, sagði Harper. „Allt í lagi, Arthur. Þetta ætti að duga. Við skulum koma út og opna dymar. Skrúfjámið hlýtur að finnast ...“ Ég hemlaði, steig út úr bílnum og fór líka aö leita. Sætin í Lin- colninum falla svo fast að gólfinu, að þar getur ekki mikið leynzt „Fjandinn sjálfur!“ hvæsti Harp-. er reiðilega. Svo fór hann allt í1 einu að strjúka jakkann minn. j „Þú hlýtur að hafa stungið skrúf- járninu í vasann“, sagði hann. „Ég lagði þaö á gólfið“. „Hvar er það þá?“ spurði Fischer. Harper leit á úrið sitt. „Það hlýtur að hafa borizt út með far- angrmum", sagði hann. „Á ég að skreppa og athuga það?‘ „Nei, Náðu í skrúfiárnið í áhalda töskunni“. „Það er ekkert skrúfjám þar“, sagði Fischer. „Ég hef gengið úr skugga um það“. Þegar Fischer var skokkaður af stað, gekk Harper að Renaultbfln- um, sem stóð við hliðina á Lincoln- inum. Hann reyndi á hurðina. Hún var læst. Þá reyndi hann á lokið yfir farangursgeymslunni, sem opnaðist þegar, mér til mikillar skelfingar. Þar fann hann áhalda- veski, og dró upp úr því skrúfjárn, sigri hrósandi. „Komi eigandinn“, mælti hann og glotti við, „kaupum við það af honum sem minjagrip“. Og hann var óiðara farinn að losa um hurðarklæðninguna. Ég var viti mínu fjær af örvænt- ingu. Annars hefði ég heldur aldrei hagað mér eins og ég gerði. En sem ég stóö þama og starði á hann, veitti ég því athygli, að hreyfillinn var í gangi. Ég hafði ekki verið bú- jnp. að kgma bílnum í réttlínu við hiná, þegar Harper sagði mér að nema staðár, og því gleymt að slökkva á hreyflinum. Dymar aö ekilsætinu stóðu opn- ar á gátt, og eins báðar afturdyrn- ar. Harper stóð hálfboginn' við hurðarklæöninguna með hendur á skrúfjáminu og sneri bak við mér. Ég svipaðist um til þess að vera þess fullviss að Fischer væri ekki á leið til baka. Eftir það beið ég ekki boðanna. Ég smeygði mér inn í ekilssætiö, eins gætilega og mér var unnt, til þess að bíllinn vagg- aði ekki. Skipti úr „kyrrstæðu" i „akstur“ og steig um leið á bensín- gjafann. Það kvað við þungur dynkur, þegar hurðin skall á Harper, en ég ók af stað á fleygiferð, út á veginn, hemlaði leitursnöggt, svo báðar afturhurðirnar skullu að stöfum, skellti aftur framhurðinni og ók svo af stað aftur og steig þungt á bensíngjafann. Ég sá það í speglinum, að Harper var að skreiðast á fætur. Ég ók hvað ég mátti. Enn sá ég það i speglinum, að Harper hafði tekið til fótanna yfir að leigubílastæðinu. Það sá ég síðast til hans. «anfwa>i^M___—_ -mesta GEYM- NÝJUWG ársins. compact KÆLISKAPUR 3 hillur, sem hægt er að draga út, 22 lítra frystihólf, 2 grænmetis- skúffur, 4 hillur í hurðinni, þeirri neðstu má hagræða eftir flösku- stærð. Segullæsing. Er á hjólum. KPS 250 lítra kæliskápurinn ... byggður eftir kröfum tímans ... NÝTfZKULEGASTUR A MARKAÐNUM Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 Útsölustaðir: Verzl. Álfhóll Álfhólsvegi Kóp. Verzl Stapafell h.f. Keflavík. Kaupfél. Höfn skfossi. ÓSVALDUR S, □ANIEL SÍMI 15585 . BRAUTA RHOLTI 18 SW2DONTHE NTRUSítíN-HJT SfE LED OS HERE/ LAOy WEMnD SSK AID FDR ASE— RÖREINANGRUN Einkaleyfi á fljótvirkri sjálflæsingu KOVA er hægt að leggja beint í jörð KOVA röreinangrun þol- ir mesta frost, hitabreyt- ingu og þrýsting KOVA þolir 90°C stöðugan hita Verð pr. metra: 3/8" kr. 25.00 l’’kr.40.00 l/2”kr.30.00 1 kr.50.00 3/4” kr. 35.00 iy2" kr. 55.00 fyrst við erum kotnin svona langt, getum við aiveg eins gengiö inn og heilsaö upp á fólkið Hann fór inn í þetta herbergi, segir Jane. Innan úr herberginu heyrist sagt: Halló, Lady! Ég hélt þú værir týnd. Tarzan verður að orði: Okkur hefúr oröið á skissa. Þetta er tík en ekki hundur. Afsakið ónæðið, en hún teymdi okkur hingað. Tryggi hundurinn minn! Hún hefur viljað sækja hjálp. Ég hef verið veikur. , ■ KOVA Umboðið SIGHVATUR EINARSSON & CO SÍMl 24133 SKIPHOLT 15 i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.