Vísir - 13.04.1967, Page 5

Vísir - 13.04.1967, Page 5
V í SIR . Fimmtudagur 13. apríl 1967, 5 ! I Reykjavík sóknanna — Spjallað vlð íormennina um starfsemina Ingibjörg Þórðardóttir, formað- ur kvenfélags Langholtspresta- kalls: — Kvenfélag Langholts- prestakalls var stofnað 13. marz 1953 og var fyrsta félagið sem stofnað var í þessari nýju sókn. Stofnendur voru 40 konur en þeim fjölgaði fljótt. Þegar Ás- prestakall var stofnað fækkaöi þeim aftur þannig að nú eru félagskonur rúmlega 200. — Félagið starfar að sjálf- sögðu að fjáröflun fyrir kirkj- una og að líknarmálum, en með- an safnaðarheimilið var í bygg- ingu rann fé sem safnaðist í það. Við höfum svipaðar fjár- öflunarleiðir og önnur kvenfé- lög, höldum basar, happdrætti, seljum merki og kaffi og hef- ur alltaf ríkt einhugur meðal kvennanna að vinna sem bezt að málum kirkjunnar. Fyrstu 10 árin var Ólöf Sigurðardóttir formaður, en þá tók ég við. — Þótt fjáröflunin sé aðal- mál kvenfélagsins þá reynum Ingibjörg Þórðardóttir. við að leggja áherzlu á hina menningarlegu hlið félagsstarfs ins ef svo mætti að oröi kom- ast. Innan félagsins er æfður kvennakór sem sungið hefur á skemmtunum félagsins og hef- ur hann bara þótt góður. Funda höld hafa veriö haldin öðru hverju. Upplestrarklúbbur er starfandi og fá konur þar þjálf un í að lesa upp og koma fram á fundum. Þegar félagið held- ur upp á afmæli sitt, en það er fastur liður í starfseminni, hefur markmiðið alltaf verið að konumar sæju um skemmti- atriðin sjálfar. Það hefur alltaf ein kona haldið rseðu, kórinn hefur sungið og konurnar hafa farið með leikþátt. 1 fyrra end- urtókum við afmælishátíðina fyrir gamla fólkið í söfnuðin- um. — Á sumrin sjáum við ásamt bræðrafélaginu um ferðalag fyr ir aldraða íbúa sóknarinnar og hafa Bæjarieiðir, lánað bíl- ana, en þær hafa aðsetur hér í næsta nágrenni. Fóru 38 bíl- ar í ferðina í fyrra. Svo förum við að sjálfsögðu i okkar árlegu skemmtiferð á sumrin. Annað í sambandi viö aldraða fólkið er fótasnyrtingin, sem fél. veitti fyrst í sambandi við Elliheim- ilið en frá síðustu áramótum hefur félagið alveg séð um þessa vikulegu þjónustu. sem hefur verið mjög eftirsótt. — Nefnd úr kvenfélaginu sér ásamt bræörafélaginu og kirkju kórnum um svonefnd kynningar kvöld sem haldin eru í safnað- arheimilinu hálfsmánaðarlega frá því 1 nóvember þar til í marz. Yfirleitt er spilað þessi kvöld og um leið kynnist fólk- ið starfi félaganna, einn og einn gengur síðan í þau og fer að starfa með okkur. — Aðstaðan til félagsstarf- seminnar er mjög góð í safnaðar heimilinu, en það eru takmörk fyrir því hvað má hafa í húsi þar sem fermt er og skírt. Þvi þarf kirkjan aö rísa sem fyrst og eins og ég sagði áðan þá mun kvenfélagið halda áfram að afla fjár til kirkjunnar. Ebba Sigurðardóttir, formaöur kvenfélags Bústaðasóknar. — Félagið var stofnað i marz 1953 og markmiö þess er að vinna fyrir kirkjuna eins og mögulegt er. Á síðastliðnu ári hefur aðaláherzlan verið lögð á fjáröflun, því það þarf mikið fé til kirkju- og félagsheimilisbygg ingarinnar en þar munu félög sem starfa innan sóknarinnar fá húsnæði. Síðori grein — Fundir eru haldnir reglu- lega annan mánudag í hverjum mánuði og þá er reynt að hafa bæði fróðleik og skemmtun. Margar af konunum sem koma á fundina fara lítið út af heim- ilinu og því reynt að hafa skemmtun með. Á fundina koma ýimsir bæði menn og kon ur og flytja okkur fróðleik og skemmtun bæði í sambandi við kirkjustarfið og önnur menn- ingarmál sem við vinnum að. — Félagskonur eru nú um 160 og fjölgaði þeim mikið á síðasta ári og hafa margar ung- ar konur gengið í félagið upp á síðkastið. Það er aðallega ungt fólk hér í hverfinu og lít- ið um eldra fólk en fyrir skömmu byrjuðum viö að hafa skemmtanir fyrir eldri konur, bæði úr hverfinu og svo mæður okkar. — Á 100. fundinum sem hald inn var í febrúar voru staddir fulltrúar frá flestöllum kirkju- kvenfélögum í borginni og var það mjög ánægjulegur og vel heppnaður fundur. Finnst mér æskilegt að samstarf kvenfé- laganna aukist því að það væri lærdómsríkt þar sem áhugamál félaganna eru mikið til hin sömu. — Fjáröflunarleiðirnar eru svipaðar og hjá öðrum kven- félögum. Við höfum basar og kaffisölu og í haust héldum við skemmtun á Hótel Sögu og það má segja að hafi verið stærsti dagurinn í sögu félagsins því að ágóðinn var 110 þúsund krón- ur og lögðum við hann í kirkju byggingarsjóðinn. Svo kemur wÆmsSSSSm fflmísmi wm Ebba Sigurðardóttir. inn smáskildingur fyrir að selja bræðrafélaginu i sókninni kaffi þegar það heldur fundi einu sinni í mánuöi. — Auk kven- félagsins og bræðrafélagsins eru starfandi æskulýösfélög í sókninni og sækja börn og ungl ingar kirkju mjög vel. Við reyn um að hvetja konurnar til aö koma með börnunum í kirkju. Fyrsti formaður kvenfélags- ins var frú Auður Matthías- dóttir siðan var Rósa Svein- bjarnardóttir formaður í éitt ár, eða þar til fyrir hálfu öðru ári að ég tók við. Á fyrstu árum félagsins fór starfsémin fram í litlu húsnæði viö erfiðar að- stæður en síðan Réttarholts- skólinn var byggður höfum við fengið að vera þar og hefur skólastjórinn verið okkur sér- lega hjálpsamur í þvi sambandi og aðstaðan öll því stórum batn að. Guðrún Jónsdóttir, formaöur Kvenfélags Ásprestakalls. — Það má segja að Ásprest- kall hafi verið stofnað á göt- unni haustið 1963. Það var ekki til neitt til neins, hvorki hús- næði né annaö til kirkjustarfs- ins og þörfin því brýn á að út- vega sem fyrst það nauðsyn- legasta. Kvenfélagið var stofnað 24. febrúar 1964 og hófst það sítrax handa um að safna lé til að hiaupa uadir bagga. — Stoi'nendur voru kringum 90, en nú eru konurnar um 130. Kom mér það satt að segja á óvart hvað konurnar í presta kallinu voru áhugasamar, þvi að margt af þessu fólki hafði þegar stutt kirkjubyggingar í Laugarnes- og Langholtssókn, en eins og kunnugt er var Ás- prestakall stofnað úr broti af Laugarnesprestakalli og Lang- holtsprestakalli. Voru þær strax fullar áhuga á að vinna fyrir kirkjuna. — Fundir eru haldnir reglu- lega einu sinni í mánuði en í prestakallinu er enginn fundar- staöur ekki einu sinni skóli og mun það áreiðanlega eina prestakallið í borginni, ef ekki á landinu þar sem svo er á- statt. Höfum við því fengið af- not af safnaðarheimili Lang- holtssóknar og mætt þar mikl- um velvilja. Eru fundimir yfir- leitt haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar. Á fundina koma jafnan einhverjir skemmtikraft ar og fræðsluerindi um ýmsa hluti eru haldin og held ég að það sé svipað og hjá öðrum kvenfélögum. Kvenfélagskon- urnar safna í sjóði og er t. d. búið að kaupa fermingarkyrtla. — Við höfum haldið basar 1. desember öll árin í Langholts- Guðrún Jónsdóttir. skóla og hefur hann jafnan gengið mjög vel. Svo höfum við sjóð sem við nefnum kirkju- sjóð og er tekið við gjöfum í hann og minningarspjöld sem frá Greta Björnsson teiknaði eru seld. Kirkjudagur var hald- mn í fyrra og í ár og var þá messað f safnaðarheimili Lang- hoítssóknar og kaffi selt á eftir. -- Kvenfélagið hefur spila- kvöld einu sinni til tvisvar á vetri og á þrettándanum held- ur þaö jólaskemmtun fyrir böm í LaUgarásbiói. Þangaö kemur jölasveinn og önnur skemmti- atriði eru við barna hæfi. í fyrra var tekið upp í samráði við Elliheimilið að veita öldr- uðu fólki fótaaðgerðir en það er eins og það hafi ekki athug- að að-nota það nógu vel. Lang- ar okkur nú mikið að reyna aö hafa einnig skemmtanir fyrir aldrað fólk. — Við vonumst til þess að eftir því sem okkur vex fiskur um hrygg getum við aukið fé- lagsstarfið og látið meira að okkur kveða en við höfum get- að til þessa. Ragna Jónsdóttir, formaöur Kvenfélags Grensássóknar: — Kvenfélag Grensássóknar var stofnaö 9. janúar 1964 og vom stofnendumir 40 konur en síðan hefur tala félags- kvenna þrefaldazt. Þar sem viö erum bara búnar aö starfa i þrjú ár liggja engin ósköp eftir okkur enn sem komið er. Allt fé sem við söfnum fer í safnað arheimilið, en fyrsti áfangi þess er nú í byggingu. Auk þess höf um við keypt fermingarkyrtla og lagt fé í orgelsjóð. — Tekjulindir félagsins eru þessar venjulegu: basar, kaffi- sala og merkjasala. Fundir eru haldnir yfir vetrarmánuðina, frá því í október þar til í maí og em þeir haldnir í Breiða- geröisskóla. Viö reynum aö hafa þá bæði fræðandi og skemmti- lega og hefur fundarsókn ver- ið prýðileg og félagsandi mjög góður. — Fyrir utan fundina og þessi venjulegu félagsstörf hef- ur kvenfélagið haft námskeið í hjálp i viðlögum og á sumrin höfum viö haft íþróttakennslu í 6 vikur fyrir unglinga. Hefur hún farið fram á gamla golf- vellinum, en hann er innan sóknarinnar. 1 vetur héldum við jólatrésskemmtun fyrir böm og var hún i danssal Hermanns Ragnars, en hann er hér rétt hjá, þótt hann sé ekki innan sóknarinnar. Er aðbúnaður allur þar sérlega góður og húsnæðið heppilegt til þessara hluta. Á sumrin förum við okkur til hressingar og skemmtunar í ferðalag. — Kvenfélagið á Akranesi er eins konar vinakvenfélag Kven- félags Grensássóknar og er meiningin að félögin skiptist á heimsóknum þannig að við heimsækjum þær og sitjum fund hjá þeim annað árið en Akranesskonur komi til okkar hitt árið. Erum við búnar að heimsækja þær einu sinni og þær hafa heimsótt okkur og hafa þessar heimsóknir verið Framh. á bls. 13. Ragna Jónsdóttir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.