Vísir - 13.04.1967, Side 12

Vísir - 13.04.1967, Side 12
V í SIR . Fimmtudagur 13. apríl 1967. 12 FYRSTI KAFLI Jjetta var rigningarkvöld í októ- ber. Ég sat viö, aö skrifa reikn inga upp úr stórri söludagbók. Ég var afgreiðslustúlka í nýlenduvöru verzlun í Noröur-Dublin, hafði unnið þar í tvö ár. Vinnuveitandi minn og kona hans voru úr sveit, eins og ég. Beztu manneskjur. Ég vann oft eftir lokun, hvaö þeim féll vel og hétu mér kauphaskkun á næsta ári. Ekki datt mér það í hug, aö ég yrði þá víðs fjarri. Það var lítið um viðskiptavini vegna rigningarinnar, svo ég hafði gott næði til að skrifa reikningana en las þess á milli í sögubók, sem ég hafði falið irjni í söludagbók- inni, svo ég gæti litið í hana, án ■ þess að þurfa að óttast að upp! kæmist. Þetta var dásamleg saga, en held- ur sorgleg. „Ljúf er nóttin," hét i hún. Ég hljóp yfir annað hvert orð | til þess að fá sem fyrst að vita, hvort maðurinn heföi yfirgefið kon una eða ekki. Alla skemmtilegustu karlmennina var að finna í bókum — þessa framandlegu, torskildu, rómantísku karlmenn, sem ég dáði mest. Ég hafði einu sinni kynnzt slík- um manni, en aðeins lauslega. Nú voru tvö ár síðan ég sá hann síð- ast. Hann var orðinn mér eins og skuggi. Ég mundi einungis eftir honum eins og maður man eftir fallegri flík, sem maður átti ungur. Klukkan hálffjögur kveikti ég á rafljósunum. Búðin sýndist alltaf óþrifalegri, eftir að kveikt var — hillumar voru rykugar og loftið hafði ekki verið málað síðan ég kom, og var sprungiö langs og þvers. Ég leit í spegilinn til að at- huga hárið á mér. Við ætluðum út að skemmta okkur í kvöld, Baba vinstúlka mín og ég. Ég virti fyrir mér andlit mitt, saug inn kinnam- ar, svo ég sýndist langleitari. Sízt af öllu vildi ég vera feit og kringlu leit eins og Baba. Henni fórst að minnsta kosti ekki að vera að tala um, hvað ég væri magamikil. — Það mætti halda, að þú værir komin langt á leið, sagði hún við mig í fyrrakvöld, þegar ég var kom- in í náttkjólinn. — Ertu brjáluð? spurði ég. Ég mátti ekki hugsa til slíks, en Baba stríddi mér stöðugt, endá bótt hún i vissi að karlmaöur hafði aldrei komizt nær mér en það að kyssa mig. — Sveitastelpur eins og þú geta jafnvel orðið óléttar af því að dansa við karlmann, sagði hún um leið lét hún sem hún vefði karl- mann örmum og dansaði við hann vals á milli járnrúmanna. Því næst fékk hún eitt af þessum kjánalegu hlátursköstum um leið og hún hellti ginblöndu í gagnsætt tann- burstaglasið á náttborðinu. Hún haföi fyrir skömmu tekið upp á því að ganga með ginpela í töskunni sinni. Reyndar fannst okkur gin- biandan bragðvond, en við höfð- um gaman af að bragða á henni á kvöldin, þegar við flatmöguðum í hörðum járnrúmunum okkar og þóttumst vera drukknar. Hvorug okkar var í föstum kynn um við karlmann, þar var einungis um að ræða lausakynni, en ein- mitt þau geta verið hættuleg. Uni sfðustu helgi hafði Baba ákveöiö stefnumót við mann, sem starfaði við snyrtivöruverzlun. Um kvöldiö kom hann að sækja hana í bíl frá verzluninni, sem allur var málaður utan með aulýsingaslagorðum. „Það er okkar silkimjúka krem, sem hún þarfnast!“ „Okkar dá- samlega hörundskrem, sem veitir ungmeyjarlitaraft.“ Yfirbygging bílsins var skærblá, letrið silfur- bronsað. Baba leit út um glugg- ann, þegar hún heyröi hljóðmerk ið, en brá óþægilega þegar hún sá farartækið. — Almáttugur ... ekki kemur mér til hugar að láta nokkurn lif- andi mann að sjá mig í slíku sirk usfarartæki. Faröu niður og segðu honum, að ég sé þannig fyrirkölluð að ég geti ekki farið út með honum. Ég gat ekki fengið mig til að nota svona tvírætt orðalag, svo að ég sagði honum, að Baba væri með höfuðverk. — Viljið þér þá ekki koma í hennar staö? Ég kvað nei við því. í aftursætinu lágu auglýsinga- spjöld og litlar krukkur, sýnishorn af hinu óviðjafnanlega hörunds- kremi. Mér datt í hug, að hann mundi gefa mér sýnishom, en ekki gerði hann það. — Þú hefðir gaman af að sjá myndina. Ég svaraði því til, að ég hefði ekki tíma til þess. Þá ók hann af stað án þess að segja fleira. — Hann var ákaflega vonsvik- inn, sagði ég, þegar ég kom upp aftur. — Hann hefur bara gott af því. Fékkstu nokkur sýninshom? — Ég hefði þá orðið að taka þau og hvemig hefði ég átt að fara að því, þegar hann sat inni í bílr.um? — Þú gazt glapið athygli hans. Otað að honum brióstunum, eða sýnt honum hvað þú værir sól- brennd á fótleggjunum. Það er þýðingarlaust að rökræða við Maria.!'Hún‘heldúr Ifltk'fiéiftisk- ar? en fólk er flest. Þessir náurigar, sem fást við sölumennsku, hljóta þó að ... • Inrt saman tvo og tvo. — Hann mælti varla orð af vör- um, sagði ég. — Einn af þessum fámæltu, sagði Baba og gretti sig. — Þú getur rétt ímyndað þér hvað kvöldið befði orðið skemmtilegt. Svona í skélltu þér nú í minkapelsinn, nú! förum við út og fáum okkur snún- j ing. — Ég fór í ljósa blússu með bindi, og við fómm á veitinga- staö, þar sem dansað var á laug- ardagskvöldum. — Ef Indverji meö vefjárhött býður þér sígarettu, máttu ekki þiggja hana, sagði Baba á leiðinni. — Það gæti verið eiturlyf i henni Sá orðrómur gekk þá í Dyflinni, ð tveim ungum stúlkum hefði ver- ð byrlað eiturlyf og síðan farið með þær upp í fjallakofa í vikunni áöur. Sígarettur með eiturlyfjum! Okkur var ekki einu sinni boðið upp í dans. Karlmennirnir voru í miklum minnihluta. Við hefðum getað dansað hvor við aðra, en Baba sagði aö það væri upphaf Ég fór f ljósa blússu með bindi, og við fórum á veitingastað. endalokanna. Við gerðum því ekki annað ep híma í sætum okkar og strjúka gæsahúðina af handleggj- unum. Áuðvitað létum við orð falla um karlmennina, sem stóðu í hin- um enda salarins. Þeir buðu ekki fyrr en hljómsveitin byrjaði að leika, og virtust þá velja þær stúlkur, sem voru hendi næst. Við fluttum okkur því þangað, en höfð- um ekki lánið með okkur þar heldur. Baba sagði á eftir, að við skyld- um aldrei fara á slika samkomu- staði aftur. Hún sagði að við yrð- um að kynnast fólki, sem væri eitthvað, málsmetandi mönnum, sem hefðu einhver áhrif. Eins og það væri ekki einmitt þaö, sem ég þráði hvað mest. Á hverjum morgni vaknaði ég í sælli fullvissu um, að nú væri loks runninn upp sá dagur, þegar það ætti fyrir mér að liggja að kynnast dásamlegum manni. Ég snyrti mig jsem bezt ég kunnr og dró djúpt ándann til þess aö ' draga úr hjartslættinum. En ég kynntist aldrei neinum, öðrum en þessum föstu viðskiptavinum í nýlendu- vörubúðinni og einhverjum náms- mönnum, sem Baba þekkti. Allt þetta var ég að hugleiða, þegar ég límdi rauðu merkin á þá reikninga, sem fallnir voru í gjald daga. Við póstlögðum aldrei reikn inga, því að frú Burns kvað ódýr- ara að fáta seridilinn afhenda þá Hann kom inn í búðina einmitt í þessu og hristi regndropana af hattinum sínum. — Hvar hefurðu haldið þig? — Hvergi... Við tíndum eitthvað í svanginn eins og við vorum vön um þetta leyti dagsins, áður en síödegis- annirnar hófust. Brotið kex, rúsín- ur, gráfíkjur og fáein kirsuber. Hann var blár á höndunum af vatnskulda. — Lízt þér ekki vel á þá? spurði ég, þegar hann glápti á nýju, hvítu skóna mína. Þeir voru svo tálangir, að ég varð- að ganga á hlið upp stiga. Ég hafði sett þá upp, vegna þess að Baba hafði tilkynnt mér, að við myndum smygla okkur inn *...SOI WEHT TO TEE MAMBU VILLAGE WHEZE THEBOLUGAS AZE ENSLAVEP... *I LEAZNEP THAT SOME OF THEM HAP SEEN KtLLEP WHEN TttEY TZ/EP TO COME TO MY MtSStON... SUPPENLY IWAS SUZZOUNPEP SyMAMBUS'" á virðulega vínsmökkunarathöfn. Við höfðum smyglað okkur inn á tvær virðulegar athafnir að undan- förnu, sem við sáum tilkynntar í dagblöðunum — tízkusýningu, og eins konar einkasýningu á ferða- kvikmyndum frá írlandi, fyrir hóp SPARIfl TÍMfl FYRIRHOFN 'B/UUE/GAN cHElM/ttEi RAUÐARARSTlG 31 SfMI 22022 ÞVOTTASTÖÐIN SUÐURLANDSBRAUT SI'MÍ 38123 OPIÐ 8 —22.30 SUNNUD. 9 -22,30 RÖREINANGRUN Einkaleyfi á fljófvirkri sjólflæsingu KOVA er hægf að leggja beinf í jörð KOVA röreinangrun þol- ir mesfa frost, hitabreyt- ingu og þrýsting KOVA þolir 90°C stöðugan hita Verð pr. metra: 3/8” kr.25.00 T'kr.40.00 1/2" kr. 30.00 V/4" kr.50.00 3/4” kr. 35.00 iy2”kr. 55.00 .áívað kom svo fyrir þig, faðir Jósef?" „Þeim fækkaöi alltaf Boulugas-mönnunum, sem komu í skólann til mín“. „Svo ég fór til þorpsins, þar serii þeir þræluöu daginn út... ... og mér var sagt, að nokkrir heföu verið drepnir, sem ætluðu að fara til mín. Skyndi- lega var ég svo umkringdur Mambus-her- mönnuin“. . KOVA UmboðiS SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI24133 SKIPHOLT 15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.