Vísir - 15.04.1967, Blaðsíða 1
57. árg. — Laugardagur 15. aprfl 1967. — 86. tbl.
Ríkissjóður greiðir
andvirði 300 blaða
NÝJAR FLUG-
FREYJUR HJÁ F.í.
Einn af vorboðunum í höfuöborginni birtist
okkur i líki ungra og fagurra flugfreyja, sem
spranga gjaman um gbtumar í nýju, bláu bún-
ingunum sínum, ánægðar með allt og alla, enda
engin furða, þVi þær hafa fengiö starf, sem
freistar kvenna, og gildir þá einu um þjóð-
emið, því alis staðar er efn.'sóknin í flug-
freyjustarfið jafnmlkil, og afteins vel menntaðar
og fallegar stúlkur hreppa hnossið. Þessar fjór-
ar hittum við suður á flugvelll í gær, og þær
voru svo elskulegar að gefa okkur kost á að
taka þessa mynd, þó að þær ættu fullt í fangi
með að hemja hárið í sunnanþeynum. Þær heita:
Þórdis Jónsdóttir, Þóra Arthúrsdóttir, Hjördís
Gunnarsdóttír og Þorbjörg Kaldalóns. Innan
skamms fjölgar verulega f hóp nýju flugfreyj-
anna, þegar sumaráætlunin er komin f gang
fyrir alvöru.
Sjómenn og útvegsmenn fái
2 menn í stjórn S.R.
ufn stjómarfrumvarp, sem lagt
var fram á Alþingi í gær
1 gær £6m fram á Alþingi um-
ræður um ný framkomið stjómar-
frumvarp, þar sem gert er ráð fyr-
ir að tveir menn, annar tilnefndur
af Landssambandi íslenzkra út-
vegsmanna og hinn sameiginlega til
nefndur af Alþýðusambandi ts-
lands, Farmanna- og fiskimanna-
sambandi íslands og Sjómannasam
bandi islands, fái aðiid að stjórn
"ildarverksmiðja ríkisins.
Eggert G. Þorsteinsson, sjávarút-
vegsmálaráðherra, mælti fyrir frum
varpinu og gat þess, að frumvarpið
væri tilkomið fyrir tilmæli ofan-
greindra félagssamtaka. En þau
höfðu sameiginlega farið þess á
leit við sjávarútvegsmálaráðuneyt-
ið, að það beltti sér fyrir því, að
lagt yrði fyrir Alþingj frumvarp,
þar sem gert væri ráð fyrir að út-
vegs- og sjómenn fengju aöild að
stjórn síldarverksmiðjanna.
Ráðherrann harmaöi, hversu
seint frumvarp þetta væri á ferð-
inni, en kvaðst vona, að það næði
fram að ganga á þessu þingi, þótt
stutt væri til þingslita og því naum
ur tími til stefnu. Vænti hann þess,
að það mætti afgreiða frumvarpið
á þeim tíma, ef samvinnuvilji allra
þingflokka væri fyrir hendi.
Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jós
efsson töldu, að vei hefði getað kom
ið til mála, að þeir hefðu getað
fylgt þessu frumvarpi, ef um hefði
verið að ræða, að Samtök síldarsjó-
manna fengju aðild að stjórn síld-
arverksmiðjanna. Það kom einnig
fram í ræöum þeirra, að ekki teldu
þeir alitaf víst, aö ofangreind fé-
lagasamtöik, sem gert er ráð fyrir
í frumvarpinu geti komið sér sam-
an um tilnefningu eins manns.
Pétur Sigurösson benti á, í
stuttri ræðu sem hann flutti vegna
þessa tilefnis, að þar sem Samtök
-síldarsjómanna væru annars vegar
væri um að ræða hagsmunasamtök
in réttara hefði verið talið, að stétt
arfélög ættu aðild að stjórn ríkis-
verksmiðjanna. Væru óg Samtök
síldarsjómanna enn það ung, aö
ekki væri komin reynsla á, hvort
þau væru fær um aö gegna því
hlutverki, sem þeim væri ætlað
meö stofnun sinni.
Mikill munur á
tilboðum í gler
Tilboð alls konar í byggingar
og fleira eru nú mjög til um-
ræðu manna á meðal. Mikla at-
hygli hafa vakið hin mjög svo
misjöfnu tilboð í eitt og sama
verkið, þó samhljóða tilboð hafi
ekki sfður vakið athygli.
Eins og flestum er kunnugt
var málaravinna boðin út vegna
byggingar Háskólans í Keldna-
holti, en í það verk bárust níu
samhljóða tilboð frá jafnmörg-
um málarameisturum í Reykja-
vík. Aðeins eitt tilboð barst sem
var lægra, en það var frá aðil-
um í Keflavík, og var því tekið.
Sveitarstjórinn í Mosfellssveit
Matthias Sveinsson, sagði Vísi i
gær, að hann hefoi átt tal við
málarameistara í Reykjavík,
vegna barnasknlans að Varmá,
og getið þess að aðstandendur
byggingarinnar hefðu hug á því
að leita tilboða vegna málara-
vinnunnar. Málarameistarinn
fræddi Matthias á þvi, að það
væri alveg sama hversu margir
málarameistarar i Reykjavík
sendu tilboð í verkið, þau
mundu öll hljóða upp á nákvæm
lega sömu upphæð, þar sem
málarar ynnu eftir sömu upp-
mælingu og sömu gjaldskrá.
Matthías sagði ennfremur, að
hann hefði leitað skriflega tll
níu aðila um tilboð i tvöfalt gler
í hús, sem hann ætti í byggingu
í Mosfellssveit og hefðl hann
fengið skriflegt svar frá beim
öllum. Mismunurinn á hæsta og
lægsta tilboðinu var 14 þús. kr.
en hér var um 15 rúður að ræöa
samtals 38.5 ferm. Lægsta tíl-
boðið var frá Hannesi Þorsteins
syni, kr. 35.300 óísett.
VISIR
Dagblöðunum í Reykjavík
hefur nú borizt bréf fjármála-
ráðuneytisins þess efnis að í
Vísir í
vikulokin
- fylgir Vísi í dag
framtíðinni muni ríkissjóður
greiða fyrir 300 blöð daglega,
sem hingað til hafa verið gefin
ýmsum rfkisstofnunum, aðallega
sjúkrahúsunum. Er þetta gert
trl að létta rekstur blaðanna, er
oft hefur verið erfiður, svo sem
alkunna er.
Þá mun í athugun að ríkis-
sjóður greiði fyrir birtingu á
fréttatilkynningum ýmiss konar
en ekki endanlega ákveðið með
hvaða móti það verður.
Þannig leit bíllinn út eftir brunann.
DRENGIR KVEIKJA I BÍL
Lögreglunni var í gærmorgun gert
viðvart um að eldur væri kom-
inn upp í vélarlausum bílgarmi,
sem staðið hefur um alllangt skeið
fyrir framan Safamýri 63. Bíll
þessi hafði verið þymir í augum
fólks þarna í nágrenninu og hafði
það gert ítrekaðar tilraunir til
þess að fá bílinn fluttan í burt.
Bíllinn hafði staðið þarna opinn
og höfðu börn og aðrir átt greið-
an aðgang inn í hann. Við rann-
sókn málsins kom í ljós, að tveir
litlir drengir höfðu fundið í bilnum
eldspýtur og fiktaö með þær. En
af því orsakaðist eldurinn. Fljót-
lega tókst að ráða niðurlögum elds
ins en bílskriflið var gjörónýtt eftir.
Var flakið dregið burt.