Vísir - 15.04.1967, Síða 9

Vísir - 15.04.1967, Síða 9
VtSIR. Laugardagur 15. apríl 1967. -V y K..1 VÍST MAN ÉG TVENNA TÍMA I & | I 1 fs J_Jann heitir Guömundur Knútsson, og er einn þeirra mörgu, sem eftir langt og giftu drjúgt starf hefur hlotiö vist á Hrafnistu, dvalarheimili aldr- aöra sjómanna. — Foreldrar — Ja, ég kom óvart inn f heiminn, þetta skeöur stundum í dag og var sannarlega litlu betra áður, enda þótt þá væri harðara tekið á slíkum misfellum. Með móður minni var ég til 7 ára aldurs, en segja má að það væri hálfgerður fiækingur. Því hún vann fyrir sér þar sem bezt blés hverju sinni. í sveit á sumrin og við sjó á vetrum, a.m.k. þann tíma sem vertíð stóð yfir. Þegar ég var 7 ára fór ég að Keldum í Mosfellssveit og var þar til 10 ára aldurs. Þaðan fór ég austur í Grímsnes og taldist heimilis- maður í þeirri sveit fram yfir tvítugt. Þó ekki ætíð á sama bænum. Flækingur og umkomu leysi uppvaxtaráranna mun hafa sett svipmót á viðhorf mitt til lífsins. Ég festi í raun og veru hvergi rætur. Mitt heima var á hverjum tíma þar sem líkur voru til að öflun lífsframfæris væri sómasamleg og lífið á- fallalítið. Þegar ég var 15 ára gamall sendi húsbóndi minn mig til sjós. Skyldi ég byrja sem beitningastrákur hjá Jóni Ól- afssyni frá Sumarliða, en hann reri þá frá Stokkseyri. Jón varð síöar bankastjóri og einn af meiriháttar athafnamönnum í hópi þeirra sem breyttu íslandi úr stöðnuðu fornaldarþjóðfé- lagi í menningarríki, sem hugði á framfarir. Þó var Jón að mínu viti einn þeirra manna, sem vildi eiga slóð í fornum minjum og bvggja á gömlum merg og meit.luöum gru^ni. Ckip það sem Jón reri var átt- æringur, en það voru hin venjulegu vertíðarskip á þeim árum. Gat stundum verið þunr ur og erfiður landróðurinn ef skyndilega brimaöi og þá jafn- an tvísýnt hversu fara mundi Hefur margur gist vota gröf í brimlendingu við Stokkseyrar- og Eyrarbakkafjörur. Vistin féll mér sæmilega en vinnan var hörð óvönum unglingi. Væri norðanátt og veð ur stillt var stundum tví- op þríróið og fyrir gat komið að fimm sinnum væri sótt til miða yfir daginn, ef ekki brimaði Þennan fvrsta vetur minn. sem ég var hásetí hjá Jóni Ólafs- syni, var hann með fremur lé- legan mannskan. Hann var þá að byrja og sjálfsagt fáa órað hvað undir þeim stakki bjó. Aflanum var skipt á velli þeg ar í land kom og jafnan talið hvað hver fékk til hlutar. Seinni vertíðina, sem ég reri frá Stokks eyri var ég hjá Sigurðu í Rana- knti, sem var þekktur formaður T-Jvaö tók svo við, GuðmundurV — Nas't sendi húsbóndi minn mig á skútu. Það var s;ður bá. að flest heimili. sem fök höfðu á. sendu menn til siós. með það fyrir augum fvrst og fremst að drýgja teki- ur heimilisins bæði að matföng- um og fiárafla. Fyrsta skútan, sem ég lenti á var Fram frá Reykjavík. Skútulífið þótti mér alltaf þreytandi. Viðurgjöming ur var frekar slæmur. Útivistin löing, gat orðið frá 4-6 vikur væru aflaföng léleg. Aðalfæðan um borð var auð- vitað fiskur. Önnur matvara var mæld og vegin og skyldi hver maður hafa þar sinn skammt. Brauðin voru nú ekki orðin nein lostæti þegar búið var að geyma þau á annan mánuð. Á skútum hætti ég 1911. Var svo nokkur ár á vélbátum, sem þá voru almennt nefndir mótor- bátar. Sex sumur reri ég austur á fjöröum. Þar af þrjú á Seyð- isfirði og eitt á Norðfirði. Þá var ég einnig tvö sumur á Stöðvarfirði. Fisksælustu miðin voru út af Norðfirði á þessum árum. Árið 1915 fer ég fyrst um borð f togara sem háseti. Það var Imir frá Hafnarfirði. Á hon- um var ég í 9 ár. Hann var um 108 tonn netto. ■Y7ar ekki mjög sótzt eftir togaraplássi á þessum ár- um? — Jú, það þótti eins og að hreppa meiri háttar embætti að komast í skipsrúm á togara. Þá voru engin vökulög. Menn stóðu meðan stætt var. Skipstjórinn á Imi tók upp það algjöra ný- mæli þess tíma, að láta fólkið hvíla sig 4 tíma, þegar það hafði staöið sólarhring við vinnu. Ég man eftir einum túr hér í bugtinni. Þá var verið að fiska fyrir Englandsmarkað og unnið upphaldslaust að því að fylla skipiö. Þegar svo verið var að renna að baujunni síðast, þá held ég að mér sé óhætt að segja, að hver maður hafi sofn- að þar sem hann stóð. Á þessum árum var togarasjó mennska betri atvinna en flest annað, einkum vegna þess, aö hún var trygg, en þá var oft at- vinnuleysi í Iandi og stundum erfitt að sjá fyrir kvöld hvort nokkuð yrði hægt að hafa næsta dag. Mánaðarkaupið var 75 kr, og auk þess kr. 10 fyrir hverja lifrartunnu, sem skiptist milli allrar skipshafnarinnar, annarra en vélamanna. Þeir höfðu fast kaup. Ef togarinn fékk fullfermi og fiskað var fyrir Englandsmark- að, þótti góð sala 3-400 pund. Úr slíkri veiðiför, sem venju- lega tók tæpan mánuð að meö- altalinni siglingu var hásetahlut ur eitthvað á annað hundrað kr. Árið 1952 hætti ég togveiðurn 1 og fór í land. Hafði þá ver ið á togara í 37 ár. Með sama skipstjóra, Snæbirni Ólafssyni, var ég 28 ár. Eftir að vökulögin voru sett færðust vinnubrögðin um borð í mannsæmandi horf, en eins og flesta, sem muna þá tíma, rekur sjálfsagt minni til, ollu þau mikl um deilum. En heyrt hef ég haft eftir Jóni Ólafssyni alþm., sem þö var einn meðal þeirra, sem andvígir voru vökulögunum, að á fáu mundi útgerðin hafa hagn azt meira en á þeirrí fram- kvæmd. Fólkið varð ánægðara og vann betur, enda getur hver maður skilið að örþreyttur og ó- sofinn maður hefur ekki mikla afkastagetu. Aðbúnaður skipverja á tog- urunum var snemma góður a.m. k. hvað fæði snerti, voru það mikil viðbrigði frá skútukjörun- um. Á eidri togurunum var þó mannaplásS frekar þröngt og frumstætt. Á skútunum, sem voru flest ar 70-80 tonn, var 20-24 manna áhöfn — höiföu þeir allir sama- stað í einni kró, að undantekn- um 3-4 mönnum, sem bjuggu í . káetu með skipstjóra. jpV nú ekki mikil breyting orð in á aðbúnaði togarasjó- manna nú síðan þú fyrst steigst þar um borð fyrir 50 árum. — En nú er alltaf talað um að togaramir tapi. — Já, en við eigum nú sum ir erfitt með að skilja þessi miklu töp, að vísu er útgerðar- kcstnaður mikill, en sum þessi skip koma líka með mikinn afla að landi — mikil verðmæti.. Þeg ar ég var á togurum útgerfðarfé- lagsins Alliance, stunduðu þeir síldveiðar á sumrin og iögðu afla sinn upp hjá sildarverksmiöj- unni á Djúpuvík eftir að rekst ur hófst þar. Um tima var ég á Hvalfellinu, þá útgerð átti VIÐTAL DAGSINS ER VIÐ GUÐMUND ICNIÍTSSON — Jú, ekki veröur því neitað að mjög hefur stefnt til batn- andi hags hvað það snertir. En ég dreg í efa, að kaupmáttur þeirra launa sem togarasjómenn hafa í dag sé sem miklu nemur meiri en áður, enda er það ekki erfiði eða aöbúð, sem gerir litt mögulegt að manna togarana nú, fremur hitt, að miöað við aðrar greinar fiskiflotans, ber togarasjómaður minna úr býtum Hann er sjaldan heima og á þess fáa kosti að lifa eðlilegu fjölskyldulífi heima fyrir. Menn vilja fá nokkur friðindi móti þessum heimilislausa flæking, sem er hlutskipti svo margra er sjó stunda. Skúli Thorarensen. Þar virtist allt ganga vel til að byrja með jín síðar var sú útgerð seld. Enda þótt ég væri alla tíð háseti og fylgdist þvl ekki með rekstri þessara veiðiskipa til fulls, þá þykist ég mega fullyrða að á tímabili var togaraútgerðin arðberandi atvinuvegur í hönd um ötulla og framsýnna manna. Sem dæmi um það vil ég nefna Hafnarfjarðartogarann Surprise eftir 5-6 ár hafði hann fætt rf sér annan og fullkomnari Sur- prise. — Aftur gekk svo út- gerðin lakar á sumum öðrum skipum, er þó sýndust sambæri leg og lögðu á land svipaðan afla. A Tryggva gamla, einum af Alliance-skipunum, var ég í 14 ár. Útgerðin á honum gekk vel. Þrjú sumur lögðum við af) ann upp á Djúpavík. Mér féll vel að fiska á Húna- flóa, en þegar sækja þurfti sild ina austur fyrir Langanes. þá breyttust viðhorfin nokkuð. — Hvernig féll þér togaralíf- ið? — Mér féll það sæmileaa, ekki sízt meðan ég var ungur og ógiftur, en svo gekk ég að eiga ekkju með þrjú böm, önn- ur þrjú ólum við upp. Eins og ég hef áður drepið á þá var það hin langa útivist fjarri heimili, sem geröi lífsð leitt. TTefur þú aldrei lent í svaðil- förum eða orðið fyrir áföll- um á sjónum? — Nei, ekki verður það sagt. Fyrsta árið mitt með Snæbirni var 1925, þegar mikla mann- skaðaveðrið geröi. Við vorum ásamt fleiri skipum úti á Hala En Snæbjörn tók það snemma upp og hélt vestur á Vestur- banka, þar var mun betra veður. Talstöð okkar reyndist óvirk og þegar fréttist um svaðilfarir þær og slys, sem ýms skip urðu fyrir, var farið að óttast um afdrif okkar. Við gátum þó haft samband við skip, sem var nærri okkur og það svo kom- ið áfram fréttum af ferðum okk- ar. Þessi ár munu hafa verið blómatfmi togaraútgerðarinnar hvað fjárafla snerti miðað við út gerðarkostnað. Aðbúðin var sómasamleg hjá sjómönnunum og kiör þeirra er voru á aflaskipum góð. J^anntu ekki að segja mér frá einhverjum tvísýnum sjó- ferðum? — Ég segi nú eins óg margir hafa sagt á undan mér: Hvenær er sjóferð ekki tvísýn. Einu sinni lenti ég f strandi út af Selvogi f norðanroki, en sjó lítið var. Skipið fvlltist af sjó að öðru en þvi að hin vatns- heldu skilrúm milli hásetaklefa og lestar og vélarúms og lestar biluðu ekki. Okkur tókst þvf að komast til Þorlákshafnar. Þá var enginn sími nær en á Kot- strönd og þangað urðum við að fara til að láta vita um afdrif okkar. Snæbjörn Ólafsson, sem var skipstjóri minn i 28 ár var frá Gestshúsum á Álftanesi. Síðan ég hætti hjá honum hef ég ekki stundað togveiðar. Jjú hefur verið heiðraður af Sjómannadagsráði? — J&, ég hlaut viðurkenningu 1958, sennilega mest vegna þess nve úthald mitt var orðið langt og hafði gengið áfalla- laust. — Hverju spáir þú svo inn t framtíðina? Nú er mikið talað um að veita íslenzkum togui- um veiðileyfi innan fiskveiðiiög- sögunnar. — Það mun nú fleirum en mér erfitt að glugga inn f framtfð- ina. En togaraútgerð má alls ekki hverfa úr atvinnulffi þjóð- arinnar. Hins vegar verður að leita þar að einhverjum öðr- um leiðum en opna fyrir þeim landhelgina. Verði það gert, tel ég útilokað að við fáum nokk- um tfma rétt yfir landgrunninu Annars er ég ekki orðion framsýnn, ég er nú senn 86 ára gamall, og því farinn að förlasí sýn um ýmis mál, sem efst ert á baugi hins nýja tíma En öll mín manndómsár hef ég haft at vinnu af togveiðum, eða sam- fleytt þvi nær 4 áratugi. Ég tel mig þvi nokkra reynslu hafa fengið af þessum atvinnuvegi, Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.