Vísir - 17.05.1967, Blaðsíða 7
7
1
Gulur, rauður,
grænn og blár
-Sólgleraugu I meira úrvali en nokkru sinni fyrr og i fleiri litum
Gulur, rauður, grænn og blár
alla þessa liti regnbogans og
fleiri til er hægt aö sjá núna í
sólgleraugum, eymalokkum og
armböndum, sem er nýjasta
nýtt á markaönum.
Nú í ár eru sólgleraugun eins
konar skartgripur, sem valinn
er meö hliðsjón af kápunni,
kjólnum , dragtinni eða skónum
og hönzkunum.
I leiknum með Iitina fara
appelsínugul sólgleraugu vel
við hvíta kjólinn eöa gráu dragt
ma, Ijósgræn sólgleraugu við
bláa kjólinn og lengi mætti telja
Þessir sterku litir koma nú einn
ig fram í efnum, skóm og tösk-
urn og hefur úrval bessara hluta
aldrei veriö litríkara. En aö einu
veröur aö gæta, tveir hlutir í
skærum litum er nóg, þrír senni
lega of mikið af því góða.
Þótt útlit og litir skipti máli
! vali sólgleraugna skiptir þaö
Þó mestu aö gæöin séu samsvar
andi. Góö sólgleraugu sitja rétt
óetta ekki af og skemma ekki
sjónina. Og auðvitað þarf aö
tnáta þau áður en þau eru keypt
til að sjá hvort þau fari and-
litslaginu, það má ekki kaupa
þau eingöngu vegna þess, að
þau séu í þessum litum eða
hafi þetta eða hitt lagið.
Ef þið eruð í vafa um styrk-
leika sjónarinnar leitiö þið til
sérfræðings, ef þiö eruð í vafa
hvaöa gleraugnalag fari ykkur
bezt, leitið þið ráöa hjá speglin-
um.
Það má fá sér krítarmola eöa
varalit og teikna útlínur and-
litsins á spegilinn.
Ef andlitslögunin er hringlaga
fáið vkkur sólgleraugu sem eru
lítið áberandi, hvorki alveg
kringlótt eöa ferhyrnd. Ef það
er ferhyrningslag sem verður
eftir á speglinum ættu sólgler-
augun aö vera meö tnjúkri línu,
sem vísar upp á viö til þess aö
draga úr hökulínunni. Ef and-
litslögunin er hjartalaga getið
þiö fengiö ykkur sexhyrnd gler-
augu eða skemmtilega hring-
laga gleraugu og svo eru það
stóru kringlóttu gleraugun eöa
stóru ferköntuöu gleraugun,
sem eru fyrir hinar langleitu.
Rauð sólgleraugu og kúlueymalokkar, sem núna eru hæstmóöins.
Sólgieraugun kosta kr. 237 en eymalokkarnir kr. 106.
Mik-x - "
‘■kið úrval er af sólgleraugum, eymalokkuin og armböndum í skærum litum.
J>essa mynd rákumst við á í erlendu blaði, en sjá má að fram-
leiðandinn hefur gefiö sér lausan tauminn. Efri hluti gleraugnanna
er nefnilega klæddur röndóttu efni og stúlkan veröur að láta sér
nægja að horfa út um þann hluta sólgleraugnanna, sem er undir
hvítu hlífunum.
Þótt sólgleraugu í öllum regn-
bogans litum séu hæstmóðins
eru svörtu eða brúnu sólgler-
augnaumgjarðirnar einnig mjög
klæðilegar og þær passa viö
allt.
lögun og lit fara saman í hinum
ýmsu skartgripum.
Verð gleraugnanna var frá
58 kr. til 257 kr., en eyrna-
lokkanna frá 70 kr. til 173 kr.
Armböndin voru á 60 kr. Gæöi
gleraugnanna fara eftir veröi,
dýrari gleraugun eru með betri
spangarfestingu og meira lagt
í umgjöröina. Glerið í sólgler-
augunum er hins vegar ekki
slípað né merkt sérstakri gæða-
merkingu og skulu kaupendur
einnig hafa það í huga, þær sem
fremur vilja fá sólgleraugu til
frambúðar.
Langt líf
í vasanum
Köntuðu sólgleraugun passa vel
við hjartalaga andlit.
Kvennasíðan leit inn í eina
snyrtivöruverzlun borgarinnar,
sem hefur á boðstólum mikiö
úrval gleraugna og skart-
gripa, sem eru hámóðins núna.
Meðal skartgripanna eru
eyrnalokkar í allskyns gerðum.
Stórar kúlur, blómaeymalokk-
ar, eyrnalokkar úr litlum perl-
um hringlaga eyrnalokkar og
lengi mætti telja. Einnig arm-
bönd, sem eins og hinir skart-
gripimir eru í mismunandi lit-
um, þeim sömu og f gleraug-
unum. Hafa margar keypt sér
gleraugu og eyrnalokka í sama
lit og sumar einnig armband.
Enn má brýna fyrir þeim sem
hugsa sér að lífga upp á káp-
una eöa dragtina með því aö
fylgja nýjustu tfzkunni, að láta
JJvernig á að lengja Iff blóm-
A anna, þegar þau eru kom-
in f blómavasann og lífga upp
á umhverfi sitt? Duga til þess
gömlu húsráðin, aö setja sykur
mola eöa koparpening í vasann?
Svariö veröur jákvætt. Síð-
ustu rannsóknir benda til þess
aö gömlu húsráöin hafi ekki
verið gefin út f bláinn.
Þaö hefur mikið aö segja fyr-
ir blómin, aö vatnið sé hreint.
Blómavasi, sem stendur í stofu-
hita getur hæglega orðið klak-
stöð fyrir sýkla og sveppi. Það
myndast slím, sem stíflar legg-
inn og kemur í veg fyrir þaö,
aö blómin geti sogað f sig
vatn.
Sýklarnir geta komið frá leggj-
um blómanna og það hefur kom
ið í Ijós, að sýklamyndunin
veröur fljótust, þegar leggurinn
er marinn eöa skrapaður. Þessi
meðferð, sem áður var mælt
með getur jafnvel komið því
til leiðar, að blómin endist ekki
eins lengi.
Þvi er það, að horfið hefur
verii' til þess ráðs aö sótt-
hreinsa blómleggina, en bó þaö
sé gert er ekki enn búið aö
vinna á sýklamynduninni vegna
þess að alveg eins oft stafar
hún af vasanum sjálfum.
Sýklarnir lifa at' bæði venju
legan uppþvott og skolun, Ef
koma á þeim fyrir kattamef
verður aö sótthreinsa vasann
með kloramin blöndu. Ekki sfzt
kristals og glervasa, sem ekki
þola sjóðandi vatn.
Næst kemur að því aö koma
í veg fyrir sýklavöxtinn með þvf
að setja sótthreinsandi efni í
vatnið. Hér getur koparpening-
urinn hjálpaö vegna þess að
hann stuölar að þvf að kopar-
sölt myndist.
Samt hefur það meiri áhrif ef
vatnið er gert súrt. Þaö er hægt
meö venjulegu borðediki en
reiknað er með einni bama-
skeið af ediki á móti lítra af
vatni.
Einnig er hægt að nota klora-
min í sama tilgangi, þá hálfa
töflu á móti einum lítra.
Þótt húsráöiö um að seja syk-
ur í vatnið hafi sitt aö segja,
fylgja því nokkur vandkvæði.
Afskorin blóm geta tekið f
sig sykur f gegnum legginn og
þess vegna lifað lengur. Bezti
árangurinn fæst meö því aö
skera blómin, þegar þau eru enn
f knúppum og setja þau.f heita
sykurupplausn strax á eftir.
En vandinn liggur í því, aö
ekki þurfa allar blómategundir
sama magn sykurs.
Verra er það, að sykurinn ger
ir vatnið sérlega hagkvæmt fyr-
ir þróun sýklanna og eykur
þann möguleika, að það mynd-
ist gerjun í vatninu.
Þess vegna veröur alltaf aö
hafa sótthreinsandi efni með
sykrinum, en við það veröur allt
saman flóknara. Þá er lettara
að fá sér sérstakar blöndur, sem
samanstanda af sykri, sótt-
hreinsandi efni og lífrænni sýru
og fást f blómabúðum.
L