Vísir - 17.05.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 17.05.1967, Blaðsíða 12
VÍSIR . Miðvikudagur 17, maí 1967. Kvikmyndasctga samin af Ednu O'Brien eftir skáldsögu hennar „The Lonely Girl" Ég vissi meö sjálfri mér, að ég mundi aldrei giftast manni af minni stétt, en hafði ekki orð á því við hann. Þegar við gengnum fram hjá dyr- unum inn 1 matsöluvagninn, sá ég fólk sitja þar að krásum, glatt og ánægt og ég varð enn reiðari ör- lögum mínum. „Ég bíð eftir þér hérna fyrir ut- an“, sagði Tim Healy, þegar við komum ag snyrtiklefanum. — Þar með var útilokað að mér tækist að komast undan í það skiptið. Þegar kom tð' Maraborough, stigu þeir Tim Healy og kunningjar hans úr lestinni. Það var drukkin hver kveðjuskálin af annarri og faðmazt ákaft að skilnaði. Og svo var ég aftur em með fööur mínum. Hann gerðist mjög drukkinn og þegar við héldum aftur inn í klef- ann okkar, var hann svo reikull í spori, aö barþjónninn varö að leiða hann. „Ég get gengiö á mínum eigin fótum", sagði faðir minn. „Til þess hef ég þá“. „Vitanlega geturðu þaö“, svaraöi barþjónninn, en sleppti þó ekki af honum hendinni, fyrr en hann var kominn í sætiö, þar sem hann hall aði sér aftur á bak og lygndi aug- unum aftur. Næsta stöð var Roscrea .en ég vissi, að við komum þangað ekki fyrr en eftir hálftíma að minnsta kosti, svo það var eins víst, að faðir minn vani vaknaður áður. Ég færði mig nær glugganum, nær neyöarhemlunum. Við hemlasnúr- una gat að líta letrað rauðum stöf- um: „Fimm sterlingspunda sekt við misnotkun“. Ég var staðráðin í að kippa í snúruna. Ég bað guð um að veita mér hugrekki til þess, en um leið komst ég ekki hjá að gera mér í hugarlund, hve broslegt það yrði, þegar faðir minn vaknaði allt í einu við það, að einkennisbúinn brautarþjónn krefði hann um fimm sterlingspund. En þá yrði ég á bak og burt, horfin út á myrka akrana. Það var skuggalegt út að líta, og ég vonaði, að býli væri ein- hvers staðar ekki langt undan. Þá kom mér 1 hug, ag sennilega væru grimmir hundar þar til vörzlu, en engu að síður var ég ákveðin í að flýja. Ég reis hægt og hljóðlega úr sæti mínu og virti föður minn enn einu sinni fyrir mér til að fullvissa mig um, að hann svæfi. Hálfbrotin sfgaretta hékk úr munnviki hans. Ég kenndi í brjósti um hann fyrir það, hve illa hann var farinn og ó- hrjálegur. Engan kjánaskap, sagði ég við sjálfa mig; það var hann, sem eyðilagði líf móður minnar. Ég teygði upp höndina til að kippa í snúruna. Titrandi eins og lauf í vindi . . . „Ekki að hika“, hvíslaði ég. Annað hvort var það þetta lága hvísl, sem vakti hann, eða þá að hann hafði alls ekki sofið, því að hann settist upp allt í einu og leit í kringum sig. „Hvar erum við? Hvert erum við komin?" Ég felldi höndina að siðu og lét fallast niður í sætið. Og það lá við sjálft, að ég væri honum þakklát fyrir að hafa bjargað mér frá þeirri skömm og vafstri, sem óhjákvæmi lega hefði af því leitt, ef ég hefði kippt í snúruna. „Ég var einmitt ag athuga, hvert við værum kornin", sagði ég og var nú þrotinn kjarkurinn, þótt ég blygðaðist mín fyrir það. „Þú hefur farið þessa leið svo oft, að þú ættir að þekkja öll kennileiti", hrevtti hann út úr sér. Hann kveikti sér í sígarettunni, og hvort sem það var tortryggnin eða eitthvað annag sem gerði, þá blundaði hann ekki aftur það, sem eftir var ferðarinnar. Hálfkassabíll beið okkar á skuggalegri járnbraut- arstöðinni heima. Eldhúsið heima var allt í óreiöu, öldungis eins og þegar ég fór. Göm ul föt af föður mínum lágu á forn fálegum stól, fölnuöu pálmalaufi var stungið á bak við myndina af guðsmóður, og týrði á litlum, rauð- um lampa fyrir neðan myndina. Við háttuöum föður minn og komum honum í rúmið, móöursyst- ir mín og ég. Og móðursystir min las mér áminningarpistilinn ,eins og ég gerði ráð fyrir. Hún hitaði okkur te, og við borð uöum með leifar af kökum frá jól- unum, sem hún geymdi í ryðguö- um kexkassa. Það var af þeim hræðilegt gamalbragð, en ég neyddi þeim ofan í mig til aö móöga hana ekki. Hún masaði án afláts um þaö, hvað ég hefði fengið góða menntun og hvað það væri voðalegt fyrir aldraðan föður að fá sltkt bréf. Þegar á leiö kvöldið, tók hún skóna hans og faldi, svo hann gæti ekki laumazt út og náð sér í meira brennivín. Við lásum bænir upp- hátt, en þorðum ekki að fara að hátta af ótta við, að hann kynni að kveikja í rúmfötunum. Viö sát- um því þarna með hendur í skauti, og eftir nokkra stund var hún sofn uð. Þegar hún var sofnuö, tók ég enn að ráðgera, hvemig ég ætti að flýja. Ég ákvað að laumast á brott undir morguninn og taka mér far með fyrsta áætlunarbíl, vera öll á bak og burt, áður en faðir minn vaknaöi. Ég gerði mér grein fyrir því, aö það var ekki fallega gert gagnvart móöursvstur minni. En ég var staöráðin í að fara aftur til Eugene, þótt þaö svo kostaði mig eilífa fordæmingu. Ég taldi aurana mína, taldi stund arfjórðungana. Móðursystir mín hraut lágt, og stundum heyrði ég hryghikenndar hrotur inni í svefn herbergi föður míns, eða gutl i flösku, þegar hann vaknaði til að bæta á sig. Hann lét Ijósið loga. Fara skyldi ég ... fara, og koma aldrei aftur. NÍUNDI KAFLl Þegar komiö var fram undir morg un, reis móðursystir mín upp við dogg og neri stírurnar úr augum sér með handarbakinu. „Hvað hefstu eiginlega að?“ spurði hún undrandi. Ég var komin í kápuna og var að mála á mér varimar. Notaði gler- ið á guösmóðurmyndinni sem speg- il. „Ég er að búa mig“, sagði ég. Reyndi að láta sem ekkert væri sjálfsagðara. „Búa þig? Hvert? spuröi hún og strauk grátt hárið. „Ég verð að fara aftur“, sagði ég. „Ég er fastráðin, svo ég get ekki hlaupizt úr vinnunni". „Þú mátt ekki fara“, mælti hún biðjandi. „Þú mátt ekki fara og skilja mig hér eina eftir. Hann drepur mig, þegar hann uppgötvar aö þú ert farin“. Augu hennar fylltust tárum. Þau voru oft tár- vot. Hún hafði átt sínar sorgir um ævina. Æskuunnusti hennar hafði verið skotinn til bana á Killaboe- brúnni, þegar átökin voru sem mest milli svartstakkanaa og brún- stakkanna forðum. Alla ævi hafði hún verið þessum myrta ástvini sVnm trú og bar mynd hans í gi \ isti á festi um hálsinn. Ég fann -ð ég gat ekki með neinu móti Vrgefið hana. Hún var svo góð og Kafði fært svo margar fóm- ir um ævina. „Ég verð um kyrrt“, mælti ég þreytulega. Hún vafði mig örmum og ég fann vota hvarma hennar viö vanga mér. Þaö var sunnudagur, og við hefð um átt aö fara til kirkju. En hún sagöi, að guð mundi áreiðanlega fyrirgefa okkur, þótt við vanrækt- um þá skyldu okkar í þetta skiptið, þar sem við yröum að vera heima og gæta gamla mannsins. Þá heyrðum við kýmar baula úti fyrir, og í sömu andrá drap Maura á bakdyrnar, stúlka úr þorp inu, sem kom alltaf á málum til að mjólka kýrnar. „Ertu komin á fætur gamla mín“ kallaði hún um leið og hún lyfti lokunni og gægðist inn um dymar. Hún brosti breitt, bersýnilega harla hreykin yfir nýju gleraug- unum sínum með stálumgerðinni. „Velkomin heim...“ kallaði hún til mín. Hún kallaði stöðugt, þegar hún talaði viö einhvem, gilti einu, hvað hún stóð nálægt manni, það var engu líkara en hún hrópaði á móti hvassviöri. „Kálfurinn dauður og kýrin kemst ekki frá honum“, kallaði hún óðamála. „Hver er dauður?“ Móðursystur minni brá, þvi að henni hafði ekki gefizt tóm til að átta sig á masinu í Mauru. „Kálfurinn dauöur og kýrin kemst ekki frá honum“, endurtók Maura enn hærra, og þóttist held ur en ekki af að geta sagt svo merkilegar fréttir. „Ég er farin að sækja dýralækninn", sagði hún og var hlaupin af staö, áður en við gát um mælt hana máli. Ég hefði sjálf viljaö sækja dýralækninn, því að hann var faöir Böbu, og ég þóttist viss um, að hann mundi vflja hjálpa mér, eða þá Martha kona hans. Ég minntist þess, hve húsið þeirra var reisulegt og allt fínt og fágað inni hjá þeim, hvítir feldir á harðviðargólfum, mynd af okk- ur Böbu á vegg. Ég kallaði á eftir Mauru, en hún hljóp yfir akrana eins og kólfi væri skotið, tók við og viö undir sig stökk og hrópaði upp yfir sig um leiö af kæti og ákafa. Við móðursystir mín fórum út til að sjá, hvaö um væri að vera. Staðurinn virtist enn ömurlegri en í kvöldrökkrinu, vegna þess að dagsbirtan leiddi alla niðumíðsl- una í ljós. Limgerðið hafði visnað af einhverjum jurtasjúkdómi og villirósarunnamir vom troðnir niö ur, því að kýmar gengu óhindrað um allt, þar sem áður hafði verið afgirt. „Það er hörkufrost", sagði móö- ursystir mín. Handklæði og borð- dúkur héngu stíf af gaddi á þvotta snúrunni. Við gengum fram hjá ryðguðum vatnsgeymi, sem áður haföi verið notaöur undir vatn handa kúnum. Nýi eigandinn, Jack Holland, kaupmaöurinn í þorpinu, átti nú flestar kýrnar eins og ann- að, og nú drukku þær úr steifi- steyptu vátnskeri. Maura hafði sagt okkur satt. Kálfurinn hékk dauöur til hálfs aftur úr kúnni, sem baulaði aumk- unarlega. En við gátum ekkert að- hafzt henni til líknar, fyrr en dýra- læknirinn kæmi. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar NO, NGURA.'... ANESTHESiA WORKING... NOW MOVE QUiCKLY/ .Jíotfærðu þér nú það, sem þú hefur lært hjá mér heima i trúboösstöðinni“. „Þegar ég er dauður, mun ég snúa aftur til jarðheima í líki ljóns og ... ... þá mun ég ...“ „Er hann dáinn?" „Nei. Það er svefnlyfið, sem er farið aö segja til sín. Notaöu tímann meðan hann sefur“. ÞVOTTASTÖÐIN SUÐURLANDSBRAUT SIMI 3S123 OPIÐ 8-22.30 SUNNUD -.9 - 22.30 Auglýsið í VÍSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.