Vísir - 17.05.1967, Blaðsíða 8
8
V1SIR . Miðvikudagur 17. maf 19B7.
"W ' _;
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR \
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson /
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson J
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson l(
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson )
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson \
Auglýsingar: Þingþoltsstræti 1, símar 15610 og 15099 /
Afgreiðsla: Túngötu 7 J
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) (
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands )
1 lausasölu kr. 7.00 eintakið (
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. /
Osigur verndarstefnu
\rerndarstefna í alþjóðaviðskiptum, innflutningshöft (
og háir tollar, hefur einkennt þessa öld og átt þátt í (
að hleypa af stað báðum heimsstyrjöldunum. Vemdar t
stefnan náði hámarki milli heimsstyrjaldanna, stuðl- )
aði að heimskreppunni miklu og allri þeirri upplausn, )
sem var undanfari seinni heimstyrjaldarinnar. Vernd- j
arstefnan er upphaflega hugsuð sem tæki til að \
vernda innlenda atvinnuvegi. Hins vegar verður (
vemdarstefna fljótlega gagnkvæm, leiðir út í við- ((
skiptastríð, sem allir aðilar tapa á um síðir. )
Þetta varð mönnum ljóst eftir seinni heimsstyrjöld- j
ina. Síðan hefur mikið starf verið unnið að því að losa \
um höft og tolla og koma á frjálsri alþjóðaverzlun. (
Þessi viðleitni hefur verið miklum erfiðleikum bund- /
in, því freistingar vemdarstefnunnar eru oft sterkar )
og menn læra stundum of lítið af reynslunni. Margar )
alþjóðastofnanir hafa stefnt eindregið að frjálsri al- J
þjóðaverzlun. Má þar nefna GATT, — Almennu tolla- \
og viðskiptanefndina, sem hefur staðið fyrir Kennedy- (
viðræðunum, sem fengu farsælan enda í fyrrinótt. /
Efnahagsbandalögin í Evrópu, EBE og EFTA, )
em að ýmsu leyti ávöxtur þessarar nýju frjálshyggju. )
Þár hafa nokkur ríki tekið sig saman, smám saman j
afnumið innflutningshöft og lækkað tolla, auk ým- (
issa annarra efnahagsaðgerða. Þróunin hefur sýnt, (
hve vel þessi bandalög hafa heppnazt. í því er fólgin /
viss hætta, sem komið hefur í ljós. Efnahagsbanda- )
lag Evrópu hefur tekizt svo vel, að þátttökulöndin )
freistast til að vera ánægð með það eins og það er )
og loka sig úti frá umheiminum. Frjálshyggju er beitt (
inn á við en viðreisnarstefnunni út á við. ((
Svo leit út sem verndarstefnan yrði enn ofan á, ((
í þetta sinn í formi verndarstefnu efnahagsbandalag- i)
anna. Kennedy-viðræðumar gengu illa og var óvíst f(
um úrslit fram á síðustu mínútur. Vom það einkum ((
Bandaríkin og EBE-ríkin, sem voru á öndverðum )
meið í ýmsum málum. Samkomulag náðist svo end- )
anlega um 30—40% tollalækkanir á 5 árum, — og er J
það stærsti sigur frjálshyggjunnar í alþjóðaviðskipt- ! (
um. (
Samkomulagið nær á flestum sviðum lengra en í (
viðskiptum með sjávarafurðir, og eru íslendingar ó- '}
ánægðir með, hversu skammt það nær á því sviði. '■)
Tollmúrar efnahagsbandalaganna munu hækka gagn- V
vart íslandi, þrátt fyrir samkomulagið, en án þess l\
mundu þeir hækka meira. Samkomulagið leysir því /(
ekki vanda íslendinga, dregur aðeins úr honum. j/
íslendingar verða að vona, að samkomulagið í /)
Kennedy-viðræðunum sé aðeins undanfari fleiri )
skrefa frá vemdarstefnunni, sem telja má líklegt, ef (
samkomulagið reynist vel. íslendingar eru þjóða háð- (
astir utanríkisverzlun og hafa þjóða mestan hag af (
frjálshyggju í alþjóðaviðskiptum. Verndarstefna mið- /
ar m.a. að því, að hver þjóð sé sjálfri sér nóg um fisk- )
veiðar og fiskiðnað, og er okkur því 'mjög í óhag. Því i)
fögnum við ósigri hennar í Kennedy-viðræðunum. \(
Listir-Bækur-Menningarmál.............. ■ ----
Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni
SYRPA
í öndveröu var ljóst, að Bene-
dikt Gunnarsson er ákaflega
leikinn málari. Á stórri sýningu,
sem hann efndi til í Lista-
mannaskálanum fyrir meira en
áratug þeytti hann margvísleg-
ustu formgerðum upp á léreft-
in. Bjartir litir og glæsileg pen-
silför hrundu að fótum hans
eins og laufblöð á haustdegi!
Svið myndanna teygðu sig
iengra og hærra en hjá flestum
öðrum. Ég man, að mér fannst
höfundurinn varla gefa sér tóm
til að rækta skikana, af því að
ljómi víðemanna fyllti vitin. En
þetta breyttist smám saman.
Fyrst komu rómantísk áhrif til
sögunnar. Þau drógu kannski
fullmikið úr heiðríkju, hreyf-
ingu og snertiafli boga, homa
og lína. Seinna dimmdi yfir
flötunum og málarinn hneigöist
að flókinni heildarmynd, sem
bar ferska grunnhljóma ofurliði.
Þegar ég horfði á síðastanefndu
málverkin fannst mér stundum,
að Benedikt væri að glata mik-
ilvægum parti af eðlisgreind
málarans. í dag veit ég að þetta
tímabil mótaðist af stórfelldum
umbrotum — leit að nýjum og
dýpri skilningi á-málaralistinni.
En hafði hinn gáfaði máíari er-
indi sem erfiði? Vissulega! Björt
og ferskari sjón hefur aftur
tekiö völdin í myndum hans og
rutt frá sér sumum helztu agn-
úunum: neikvæðri rómantík og
dulrænni flækju, svo að dæmi
séu nefnd. Hann hefur reist há-
ar grindur til beggja hliða og
beinir óskiptri athygli sinni að
hjarta myndarinnar. Einkum
finnst mér köldu myndirnar
sanna þetta áþreifanlega. Flák-
arnir, blettirnir og línurnar í
þeim eru kveikjur friösamlegr-
ar en þó heitrar styrjaldar!
Guðni Hermansen heitir mál-
ari úr Vestmannaeyjum. Þessa
dagana fyllir hann gamla, góða
Listamannaskálann okkar af
myndum sínum. 1 fljótu bragöi
líkjast þær miklu fremur draumi
allra alda en lífi þessa dags
enda greinilega í ættartengslum
við súrealisma af eldra taginu.
Aö mínu viti er styrkur Guöna
einkum fólginn í sterkri vitund
um tilvist draumsins — og si-
felld áhrif hans á okkur menn-
ina. Fáránleg tákn og næsta
kynlegir stafir ganga í enda-
lausri halarófu frá mynd til
myndar. Ég skal játa, að heild-
arsvipurinn gefur tilefni til um-
hugsunar og vekur spumingu
um listræna hæfileika. Aftur á
móti á ég bágt meö að sætta
mig við gerð einstakra mynda.
Litirnir eru víöast hvar of sæt-
ir — minna fremur á aðferö
auglýsingar en tækni og til-
finningu alvarlega þenkjandi
listamanns. Furðulegs tvískinn-
ungs gætir oft í mótun form-
eininga og heildarbyggingar!
Æ.
Völundur Björnsson og Dagur
Sigurðarson vilja víst helzt, að
menn líti á þá sem tvíbura-
bræður í listinni. Að minnsta
kosti gefur númeraruglingurinn
í skránni það til kynna. Báöir
virðast telja bómenntirnar afl-
vaka málaralistarinnar. Ég held
aftur á móti, að þeir félagar
gætu náö stórum betri árangri
í myndlist, ef þeir þurrkuðu frá-
Benedikt Gunnarsson á sýningu
sinni
sagnargleðina og bókmennta-
skáldskapinn út úr huganum
endrum og sinnum. Að mínu
viti eru olíumálverkin lakasti
þáttur sýningarinnar. Bæöi fín-
legri og þróttmeiri línur birtast
I þrykkmyndum Völundar og
pastelmálverkum, kola-krítar og
blekteikningum Dags. Annars
verður næsta fátt ráðiö af sýn-
ingunni um hæfileika þeirra fé-
laga! Hitt er svo annað mál, a®
mér er persónulega kunnugt um.
að Dagur Sigurðarson býr yfif
góðum hæfileikum málara!
Æ
ísleifur Konráösson málar af
einlægri þörf. Þaö er bamsleg
gleði, sem heldur myndum bans
uppi og ekkert annað. Hve
margir okkar geta státað af
hinu sama? Viöfangsefnin nálg-
ast hann beint og milliliðalaust
.... og kemst þannig bjá
margri, súrri raun hinna lærðu
og þjálfuðu félaga sinna. Hitt
er svo annaö mál, að einhæfnin
er býsna þreytandi þegar til
lengdar lætur. Langbeztur er
Snæfellsjökull — þessi mjúka
og skrautbúna mynd, sem leiðir
huga minn aö tígulegum lísta-
verkum, sem ég horfði á með
hrifningu úti í heimi endur fyrir
löngu!
Minnisbls ð__k j osendá.
Hvernig stendur iðnaðurinn?
# Tölur Hagstofunnar sýna, aö fram-
leiðsla í íslenzkum iðnaði hefur
vaxið ár frá ári allt tímabilið 1961
—1966, gagnstætt því sem stjóm-
arandstæðingar halda fram.
# Innflutningsfrelsi hefur gert iðn-
aðinum erfitt fyrir á sumum svið-
um. En á móti kemur, að tollar á
vélum og tækjum til iðnaðarfram-
leiðslu hafa verið lækkaðir um
30%.
0 Ástand lánamála iðnaðarins hefur
batnað verulega á undanfömum
ámm. Útlán Iðnlánasjóðs voru
tímabilið 1963—1966 20 sinnum
hærri en þau voru 1956—1959. í
fyrra var stofnuð hagræðingar-
lánadeild við sjóðinn. Unnið er að
því að breyta lausaskuldum iðn-
aðarins í löng og föst lán. Seðla-
bankinn er byrjaður að endur-
kaupa afurðavíxla iðnfyrirtækja.
# Á síðustu ámm hafa verið sett
lög um Iðnaðarmálastofnun ÍS'
lands, Rannsóknastofnun iðnaðar'
ins, Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins og Rannsóknastofnun bygS'
ingariðnaðarins. Allar þessar
stofnanir starfa nú af fulln111
krafti.
# Skólamál iðnaðarins hafa batnað
mjög. Tækniskólinn hefur verið
stofnaður og sett hafa verið ný
heildarlög um iðnfræðslu á íslandi-
# Iðnþróunarráð var stofnað í vetnf
til að efla framþróun Iðnaðarins-
Ráðið hefur m. a. rætt ýtarleg3
stofnun aðlögunarsjóðs fyrir ið11'
aðinn, samstarf og samruna ið11'
fyrirtækja til að styrkja san1'
keppnisaðstöðu þeirra, upphaf
lenzks áliðnaðar og eflingu stá*
skipasmíða og veiðarfæraiðnaðar-
^ Iðnsýningin í fyrrahaust sýn 1
styrk íslensks iðnaðar.