Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 8
8 VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjaid kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Málefnaleg kosningabarátta §ú kosningabarátta, sem nú stendu'r sem hæst, ein- 1 kennist mjög af því, hversu málefnaleg hún er af hálfu l1 ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar. Þar er ekki verið að lofa gulli og grænum skógum í framtíð- inni eins og yfirboðaflokkar stjómarandstöðunnar gera, heldur er bent á þróun mála á stjórnartíma ríkis- stjórnarinnar og lagt til, að haldið verði áfram á sömu framfarabraut. í lok þingsins gerði stjórnarliðið mjög ýtarlega málefnalega grein fyrir stjómarframkvæmd- f um og löggjöf síðustu ára, og áhrifum þeirra á þjóðlíf- ið, hag almennings og efnahagslífið í heild. Sjálfstæð- ismenn héldu landsfund sinn strax að þingi loknu. Á þeim landsfundi héldu fjórir ráðherrar Sjálfstæðis- l1 flokksins yfirgripsmiklar ræður um þróun stjómmál- í( anna undanfarið og hafa allar þær ræður komið fyrir l almennings sjónir. Formaður Sjálfstæðisflokksins, ), Bjarni Benediktsson, og varaformaður, Jóhann Haf- ) stein, hafa mætt á mörgum kjósendafundum víðsveg- ar úti um land og munu enn mæta á fjölda slíkra funda. Allt stefnir þetta að því marki að gera kjósend- um sem gleggsta grein fyrir því, sem áunnizt hefur í tíð viðreisnarstjórnarinnar. Þær málefnalegu upplýsingar, sem með slíkum hætti og öðrum er komið á framfæri við kjósendur, kalla stjórnarandstæðingar „skrum“ eða „sjálfshól" ráðherranna. En stjórnarandstæðingum hefur alveg láðst að benda á nokkrar rangfærslur um hina hag- stæðu þróun á viðreisnartímabilinu, enda hefur stjórn arliðið stuðzt við óyggjandi opinber gögn og skýrslur. Þjóðviljinn segir, að ekki sé leyft að veiða síld í maí, en síldin er raunar enn 300—400 mílur austur í hafi og enn lítt hæf til vinnslu. Blaðið segir einnig, að fólk vanti nú vinnu og líkur séu til þess, að þúsundir skóla unglinga verði atvinnulausir í sumar. Þetta er nú við- reisnardýrðin, segir blaðið. En veit Þjóðviljinn, hversu margir skólaunglingar hafa ekki stundað vinnu und- anfarin sumur, ekki vegna þess, að vinnu skorti, held- ur vegna þess að heilir bekkir og unglingahópar hafa verið í siglingum erlendis og aðrir unglingar, frá al- ' þýðuheimilum sem öðrum heimilum, í sumarskólum erlendis, aðallega við tungumálanám? Upplýsingar um þetta gætu verið næsta fróðlegar, og þær mundu staðfesta það, sem allir vita, að hagur almennings hef- ur aldrei verið jafn góður og á viðreisnartímabilinu. í sömu andránni og Þjóðviljinn talar um minnkandi atvinnu, segir blaðið, að „vantrúin á íslenzka atvinnu vegi og trúin á erlenda auðhringi" sé „þegar farin að hefna sín“ og hljóti „að skella með fullum þunga á næstu misserum". Vissulega er það ekki vegna vantrú ar á íslenzka atvinnuvegi, að vertíðin hér fyrir sunnan í vetur hefur reynzt ein af hinum lélegustu um hálfrar aldar skeið. Það kemur hins vegar síður að sök nú, (( vegna hinna miklu stórframkvæmda, sem verið er að ( vinna að og eru að hefjast, svo sem Búrfellsvirkjun, > bygging stórskipahafnar í Straumsvík og bygging álbræðslunnar. V 1 S I R . Miðvikudagur 24. maí 1967. Framsókn og höftin Athugasemdir við grein Tómasar Karlssonar i Timanum sl. sunnudaj S.I. sunnudag blrtist í Tíman- um ritsmið Tómasar Karlsson- ar rltstjómarfulltrúa sem nefnd ist „Saga haftanna og höfundar þelrra“. Með ritsmíðinni leitast Tómas við að hreinsa flokk sinn, Framsóknarflokkinn, af syndum hans, sem haftastefnuflokks, á umliðnum ámm. Jafnframt ieit- ast Tómas við að færa „sögu- Ieg“ rök að því að það hafi ver- ið „Sjálfstæðisflokkurinn, (sem) innleiddi höftin á Islandi og stjóraaði þelrn". „Skora ég á unga Sjálfstæðis- menn að reyna að hnekkja því, sem hér verður sagt á eftir". ritar Tómas og fer geyst. Síðan rekur hann upphaf haftanna til lagasetningar árið 1920 og seg- ir: „Lögin um innflutningshöft, sem voru heimildarlög, eru sett árið 1920 fyrir forgöngu íhalds- flokksins...“ Það þarf ekki unga Sjálfstæðismenn til að svara Tómasi í þessum efnum, eða raunar öðrum. Þórarinn Þór arinsson, ritstjóri hans, getur sagt Tómasi að íhaldsflokkurinn var ekki'til á umræddu ári. — Hann var ekki stofnaöur fyrr en árið 1924. „Saga“ Tómasar Karlssonar er að öðru leyti vægast sagt hæpin heimild, og er sjálfsagt að benda á nokkur atriði því til sönnunar. Tómas skiptir „sögu“ sinni f nokkur tímabil árin 1927 —1931, 1931—1939, 1939—1944, 1944—1947, 1947—1950, 1950 til viðreisnar og loks viðreisnar tímabilið. Tómas Karlsson ger- ir engan greinarmun á íhalds- flokknum og Sjálfstæðisflokkn- um, þótt þessir tveir flokkar hafi verið myndaðir á æði ó- líkum grundvelli, í ýmsum efn- um og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið búinn að varpa fyrir róða ýmsum kenningum gömlu íhaldsmannanna fyrir 1945 Ég ætla ekki að fara frekar út í þá sálma, en læt nægja að benda á að á stjórnartíma íhaldsflokks- ins árin 1924—27 varð alger stefnubreyting í verzlunarmál- um. Höft á innflutningi voru af- numin, tóbakseinkasala og stein olíueinkasala lagðar niður svo eitthvað sé nefnt. Tómas lætur annaö í veðri vaka og telur stjórn Framsóknarmanna 1927 —31 hafa hreinsað út höft 1- haldsstjórnarinnar. í það minnsta ekki verzlunar- höft, svo mikið er vist. Þótt það komi ekki haftamálinu við bend ir Tómas á nokkrar framkvæmd ir Framsóknarstjómarinnar 1927 —31. Þetta eru einu dæmin um forgöngu Framsóknar í umbóta- málum, sem Tómas nefnir i grein sinni og lítur afrekaskrá- in ekki svo illa út, í sjálfu sér. En eitt hefur Tómas sýnilega ekki athugað. í þessari ríkis- stjórn áttu sæti þrír ráðherrar. Tveir þeirra vbru Tryggvi Þór- hallsson, forsætisráðherra, og Jónas Jónsson, dómsmálaráð- herra. Aðeins tveimur eða þrem ur árum eftir að þessi stjóm vann „afrek" sín var Tryggvi Þórhallsson neyddur til að yfir- gefa Framsóknarflokkinn. Völd og áhrif Jónasar Jónssonar frá Hriflu dvínuðu upp frá þessu og að lokum var hann einnig neyddur til að bjóða sig fram utan Framsóknarflokksins. — Þetta er aðeins eitt dæmi um það, hvemig Framsóknarflokk- urinn hefur meðhöndlað beztu menn flokksins um dagana. Timabilið 1931—1939 ætti í rauninni að vera tvfskipt. Ann- ars vegar tímabil samstjómar Framsóknar og Sjálfstæöis- flokksins 1932—1934 og hins vegar tímabil samstjómar Fram sóknar og Alþýðuflokks 1934— 1939, þegar allt var komið í strand hjá þessum tveimur flokkum og þjóðstjómin tók við völdum. Afstaða Sjálfstæðis- manna 1932—34 mótaðist m. a. af ályktun, sem samþykkt var á fyrsta landsfundi flokksins ár- ið 1931. Þar segir í ályktun um verzlun og viðskipti: „Lands- fundurinn er andvígur ríkis- rekstrar og einokunarstefnu landsstjómarinnar og stendur þar á grundvelli hinnar frjálsu verzlunar. En viðsjárverðasta telur fundurinn einokun á banka málum... Loks telur fundurinn að leita veröi úrræða til að leysa verzlunina úr þeim skulda fjötrum, sem hún er nú í“. Annars fór mestur tími sam- stjórnar Framsóknar og Sjálf- stæðismanna á þessu tímabili í deilur og átök um kjördæma- mál og raunverulegar aðgerðir I efnahagsmálum sátu á hakan- um. Framsókn stóð ein gegn öll- um um breytingu á mjög rang- látri kjördæmaskipan og var bar áttan háð af miklu kappi. En það er annað mál. Það er tímabilið 1934—1939, sem telja verður aðalhaftatíma- bilið. Tómas afsakar haftapóli- tík þessara ára með kreppunni, en það er ekki fullnægjandi skýr ing. Á sama tíma sem aðrar þjóðir voru að rétta úr kútnum eftir heimskreppuna hjöikkuöu íslendingar í sama farinu og áður. Haftapólitík samstjómar Framsóknar og Alþýðuflokks lagði einkaframtakið í viöjar. Höftin voru notuð til að hygla samvinnuverzluninni, þannig að kaupmannaverzlun bar sitt barr ekki aftur, víða um land. Framtak manna var veikt með þessum gerræðisfullu aögerðum. Framfarir á íslandi urðu því ekki á líkan hátt og víðast hvar annars staðar f álfunni. Sjálf- stæðismenn háðu haröa barátiu vig þessa rfkisstjorn haftanna en eins og kunnugt er hafa stjómmálaátök sjaldan orðið harðvítugri en einmitt þetta tímabil. Óþarfi er að gera athuga- V semdir við orð Tómasar um stríðstímabilið. í kaflanum um nýsköpunarárin minnir Tómas á Nýbyggingarráð og leyfisveit- inganefndir þær sem voru undir forystu Sjálfstæðismannanna Jó hanns Þ. Jósefssonar, síðar ráð- herra og dr. Odds Guöjónsson- ar. Þegar á þag er litiö að Sjálf- stæðismenn sátu f rfkisstjórn með tveimur flokkum, sem báð- ir lögðu mikið upp úr höftum, er það undrunarvert hversu mik ið frjálsræði var þó ríkjandi á þessum tíma. Sjálfstæðismenn urðu að sætta sig vig þessi höft, hvort sem þeim líkaði betur eöa verr, en það var þá og síðar grundvallaratriði í þeirra aug- um að Sjálfstæðismenn stjóm- uðu framkvæmd leyfisveitinga og þar með ýmissa hafta svo unnt mætti verða að hindra út- vfkkun þeirra í framkvæmd — Þetta gat og haft mikla þýðingu, þegar Fjárh.ráð var myndað, og verður vikið að því sfðar. En einn var sá flokkur utan stjóm- ar, sem taldi höftin ekki nægi- lega mikil og ströng, það var Framsóknarflokkurinn. Þegar stofnun Fjárhagsráðs var rædd á Alþingi fagnaöi Eysteinn Jóns son þvf framvarpi með svofelld- um orðum: „Ég segi þetta að- eins til þess að upplýsa það að það er ekkert nýtt, þó að Fram- sóknarflokkurinn hafi áhuga á því aö koma allsherjarskipan á þessi mál. Okkur hefur verið það ljóst um langan tíma, að mikil nauðsyn er á þvf að rfkis- valdið hafi talsvert öragga stjóm á því hverjar framkvæmd ir eigi sér stað, ekki aðeins hjá bæjar- og stéttarfélögum og op- inberum stofnunum, heldur einn ig hjá einstaklingum. Ég hirði ekki um að færa að þessu mikil almenn rök ...“ (Eysteinn Jóns- son í umræðum á Alþ. um Fjár hagsráö o. fl. Alþingist. 1946 B deild bls. 742). Hann sagði einn ig: „Það er mín skoðun, að lög gjöf eins og sú sem hér er fyr irhuguð hefði þurft að vera set' fyrir nokkram árum ...“ (E.v steinn Jónsgon í sömu umræð um og áður). En Sjálfstæðis menn voru ekki jafnhrifnir Bjarni Benediktsson þá dóms málaráöherra sagði m. a.: „Ég vil einnig skýrt lýsa því yfir út af ummælum hæstv. forsætis- ráðh. hér í gær, að þött Sjálf- stæðisflokkurinn hafi fallizt á þessar ráðagerðir . .. þá ber eng Framh. á bls 10 MífiBÍlÍÖÍÍÍ §1 _k J pj£endá_ „zzzzzzzzzzzzz: Þróun síma og Q Talsamband við útlönd var stór- @ lega bætt fyrir fáum árum, þegar opnaðir voru sæsímastrengirnir austur og vestur um haf. Telex- • samband er komið við útlönd. 0 Sjálfvirka símakerfið breiðist óð- fluga út þessi árin. Yfir 20 stöðvar eru nú í sjálfvirku símasambandi og 50% langlínusamtala eru sjálf- virk. sjónvarps íslenzkt sjónvarp hófst í fyrra og hefur hlotið lof langflestra, sem lagt hafa dóm á það. Sjónvarpið sést nú á öllu Suðvest- urlandi, meginhluta Suðurlands og I miklum hluta Vesturlands Nær það til % hluta landsmanna. AOrír landshlutar munu fylgja fast á eftir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.