Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 10
10 VÍSIR . Miðvikudagur 24. maí 1967. Akaba — Framh. aí bls. 1 ist ekki jenn haft tal af Nass- er forseta, en hann mun ræða við utanrikisráðherra Egypta- lands árdegis { dag. Mikil hugaræsing er sögð rfkja í Kairo, áróðursræður haldnar og menn safnast sam- an og hylla Nasser. Þegar U Thant og /áðunautar hans voru á leiS til hins skrautlega gisti- húss þar sem þeir búa mættu þeir hópum manna. sem kölluðu æstir: Lengi lifi Nasser. Vér munum sigra og svo framvegis, en í skemmtigörðum var ró yf- ir fólkinu, sem naut þar kvöld- svalans. Þriggja klukkustunda stjóm- arfundur var haldinn I gær í London og brezkur ráðherra, Thocnson, er á leið til Banda- ríkjanna til mikilvægra við- ræðna. — George Brown utan- rfkisráðherra er í Moskvu. Kennedy Robert Kennedy fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna flutti ræðu I gær og sagði að Bandaríkin væru skuldbund- in til þess að koma Israel til hjálpar, ef til ofbeldisstyrjald- ar gegn landinu kæmi, og hann bætti því við, að Bandaríkja- stjóm ætti að gera öllum ljóst, að til þátttöku fleiri myndi koma ef til stríðs kæmi milli ísraels og Arabaríkjanna. Verzlunarmiðsföd Framh. at i bls. unnið að endanlegri útfærslu teikninganna á teiknistofu arki tektanna Stefáns Jónssonar og Reynis Vilhjálmssonar, skrúð- garðaarkitekts, en þeir fengu það verkefni að skipuleggja Ár- bæjarhverfið, Breiðholtshverfið og verksmiðjuhverfið á Ártúns höfða. — Einnig skipulögðu þeir útivistarsvæði þessara hverfa. Verzlunarmiðstöðin mun rúma allar þær verzlanir og þjónustufyrirtæki, sem íbúar — Hún verður byggð í feming með opnu torgi í miðju, en á miðju torginu verður kaffihús eða matsölústaður. — Verzlan- irnar munu allar snúa inn að torginu og er því hringurinn opinn á mörgum stöðum til að auðvelda gangandi leið inn á torgið. Utanvert við alla mið- stöðina verða plön til hagræðis fyrir verzlanirnar, en þar verða vömr viðkomandi verzlana teknar beint inn í vörugeymslur þeirra, sem verða undir verzl- ununum. — Samanlagður grunn flötur verzlananna og vöru- hverfisíns hafa að meira eða minna leyti not fyrir daglega. geymslanna verður um 6000 fermetrar. Auk þessarar verzlunarmið- stöðvar fyrir allt hverfið veröa tvær minni miðstöðvar með mjólkurbúð, fiskbúð, kjötverzl- un, nýlenduvöruverzlun o. fl. — Er við það miðað að hver mið- stöð hafi viðskipti við íbúa, sem búa innan u. þ. b. 200 metra hrings. Stefán Jónsson arkitekt, sem sýndi tíðindamönnum Vísis lfk- an af verzlunarmiðstöðinni í gær ásamt heildarskipulagi hverfisins, sagði að mikil á- herzla hefði verið lögö á það að hafa miðstöðvarnar þar sem akbrautir annars vegar og gang brautir hins vegar mættust, en gangbrautum veröur haldið nær algjörlega aðskildum frá ak- brautum í hverfinu. — Þar sem þessar samgönguæðar mætast verður brú fyrir gangandi yfir akbrautirnar, Einni álmu verzlunarmið- stöðvarinnar hefur þegar verið úthlutað til Bjöms Jónssonar, fyrir kjöt og matvömverzlun, en öörum hlutum miðstöðvar- innar verður út'hlutað á næst- unni. Verður byrjað á miðstöð- inni innan skamms. Minni mið- stöðvunum tveimur hefur þegar verið úthlutað. - Fyrsti á- fangi skólabvggingarinnar verö- ur byggður í sumar. Flitja inn — Framh. af bls. 1 en. baðherbergisgólf verða lögð beykiparketi. Allir veggir verða veggfóðraðir með hreinsanlegu veggfóðri. Loft verða máluð. Veggir í baðherbergi verða flísa lagðir. Harðviöarhurðir og skáp ar verða í íbúðunum, spónlagð- ir með oregon-pine. Hreinlætis- tæki em frá Gustavsberg í Sví- þjóð, en gert er ráð fyrir þeim möguleika að staðsetja megi Stórt einbýlishús á fegursta stað í Laugarásnum er til sölu. Tilboð leggist inn á augl.d. blaðsins merkt: „Laugarás — 879“. 7/7 sölu Studebaker shampion ’55 í góðu lagi. Verð 17.000,00, Opel Rekord ’56 með nýrri vél, verð kr. 7.000,00. Haglabyssa, — verð kr. 2.500,00. Uppl. í síma 81918. -----------------t-------------------------- Minningarathöfn um flugmennina EGIL BENEDIKTSSON, ÁSGEIR EINARSSON og FINN TH. FINNSSON fer fram í dómkirkjunni laugardaginn 27. þ. m. kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Flugsýn h.f. litla þvottavél í baðherbergjun- um við hlið baðkeranna, þó að mjög fullkomið þvottahús verði útbúið með öllum beztu hugs- anlegum tækjum í kjallara. Elda vélar af A.E.G.-gerð verða í öll- um íbúðunum og G.A.I.-stálofn- ar. Gengið verður frá öllu sam- eiginlegu úti og inni. Áætlað er að búið verði að afhenda allar 260 íbúðirnar fyr- ir 15. júlí 1968, en einbýlishús- in verða afhent í desember á þessu ári og í janúar næsta árs. Áætlað verg einstakra íbúða og húsa er eftirfarandi 2ja herb. (56—66 fermetrar) 655—745 þús. kr. 3ja herb. (70—78 fermetrar) 785—860 þús. kr. 4ra herb. (83—90 fermetrar) 910—970 þús. kr. Einbýlishúsin eru 101 fermetri (17) og 116 fermetrar (6). — Áætlað verð er 900 þús. kr. og 1040 þús. kr. Nervösítetið — / Framh. af bls. 9 — Og það reynir auðvitað mikið á dugnaðinn — þegar í skólanum ? — Fólk er auðvitað misdug- legt þar einc og annars staðar og það er fólk, sem hefur um þúsund aðra hluti að hugsa. — Hvað sem öllu líður hefur sam- starfið verið ánægjulegt og mér finnst mikið til kennaranna koma, hvers á sínu sviði. „Ferðu ekki að hætta þessu stússi?“ — Jú, fólki úti í bæ finnst þetta yfirleitt ósköp asnalegt, segir Soffía. — Ég hef oft ver- ið spurð að því, hvort ég ætli ekki að fara að hætta þessu stússi, og það er viss svipur, sem kemur á fólk, þegar þaö segir þetta. — Er ekki erfitt að stunda námið með heimilinu ? — Skólinn er á ósköp slæmum tíma fyrir húsmæður, yfirleitt á þeim tíma, þegar verið er að koma börnunum niður og stúss- ast við kvöldmatinn. Ég var í voða miklum vafa, hvort ég ætti að fara út í þetta, en ég sé ekki eftir því. Skólinn hlýt- ur að losa fólk við vissar höml- ur og víkka svolítið sjóndeildar- hringinn. Kennslan er æði fjöl- breytt, miðað við þær aðstæð- ur, sem við er aö búa, en beztu reynsluna fær fólkið auðvitað á leiksviðinu. Það er eins og maður ráði ekki við þetta. Loks hittum við aldursforset- ann í hópnum, Guömund Er- Iendsson. Guðmundur leikur, sem kunnugt er, Björn hrepp- stjóra í Fjalla-Eyvindi. — Þvi verður ekki með orðum lýst hvað það er manni mikið að fá svona tækifæri, segir Guð- mundur. Björn er Guðmundi raunar ekki algjör frumraun á leiksviði. Hann sagðist muna fyrst eftir sér í leikstússi í Gagnfræðaskól- anum á ísafirði einhvern tíma á árunum ’43—’44 og löngu seinna í Hafnarfirði með leik- félaginu þar, eða árið ’63. Guðmundur starfar hjá rann- sóknarlögreglunni og hefur því ýmsum hnöppum haft að hneppa í vetur. — Jú, þetta hefur verið mjög strangt og ég hef raunar ekki getað stundaö skólann sem skyldi, en það er eins og maður ráði ekki við þetta. Annars er það fyrst og fremst konan mín, sem gerir mér þetta kleyft. — Svona nokkuð er ekki hægt, nema maður eigi skilningsríka konu. Framsókn — Framh. af bls. 8 an veginn að skilja það svo að hann hafi bundið sig út af ráð- stöfununum eða róttækum að- gerðum í þessa átt um alla fram tíð“. (B. B. í umræðum um frum varp um Fjárhagsráð o. fl., Alþt. 1946 — B-deild bls 740). Tóm- as Karlsson vill í grein sinni telja Sjálfstæðismenn aðalhafta- menn þessa tímabils, 1947— 1949 vegna þess að þeir hafi stjórnað hinum ýmsu skrifstof- um Fjárhagsráös. Hann minnist m. a. á próf. dr. Magnús Jóns- son, sem var formaður Fjárhags ráðs. En dettur nokkrum lifandi manni í hug, sem eitthvað þekkti til hins glæsilega ferils Magnúsar Jónssonar í stjórn- málum sem og á öðrum svið- um, að hann hafi verig fylgjandi höftum og haftastefnu? Tómas ætti að kynna sér það atriði sérstaklega. Próf. Magnús var með eindregnustu andstæöing- um haftastefnunnar á sínum tíma. En af ástæöum sem nefnd ar hafa verið, þeim ástæðum að Sjálfstæðismenn vildu hindra eftir mætti útfærslu hafta í framkvæmd, með því ag hafa yfirstjórn þeirra með höndum þegar það var hægt, tók próf. Magnús að sér að veröa formað ur Fjárhagsráðs. Tómas Karlsson segir, að Framsóknarmenn hafi lagt nið- ur Fjárhagsráð, og nú verður manni á ag brosa. Steingrímur Steinþórsson var að vísu for- sætisráðherra þeirrar rikisstjórn ar sem lagði Fjárhagsráð niður. En sem dæmi um áhuga Fram- sóknarmanna á þeirri ráðstöf- un vil ég aöeins benda á þaö, að Framsóknarmenn tóku engan þátt í umræðum um málið, ut- an það að Skúli Guðmundsson mælti nokkur orð í sambandi við nefndarálit og kvaðst litt hrifinn af frumvarpinu um nið- urfellingu Fjárhagsráðs. Ingólf- ur Jónsson, núverandi landbún- aðarráðherra, þáverandi við- skiptamálaráðherra, flutti frum- varpið og það voru Sjálfstæðis- menn einir, sem börðust harðri baráttu gegn þeim sem mæltu frumvarpinu í móti, sem voru kommúnistar og Alþýðuflokks- menn. Ólafur Thofs sagöi m. a.: „Það er bezt að segja það eins og þa'i er, að Fjárhagsráð hefur orðig mjög óvinsælt eins og öll- um er kunnugt, og ég tel sóma alþingismanna þá mestan, þeg-|S ar þeir viðurkenna að það var yfirsjón að setja þessa löggjöf, en reyna ekki að fela sig bak við Fjárhagsráð. Óvinsældimar hefur Fjárhagsráð hlotið fyrir það eitt að framkvæma fyrir- mæli Alþingis". (Ó. TH. Alþt. 1953 B-183). Skúli Guðmundsson, eini þing maður Framsóknar, sem fjallaði um málið í umræðunni, sagði að eins: „Viðskipta- og gjaldeyris- mál eru þýðingarmikil og það varðar miklu fyrir þjóðina, hvemig ástæður eru í þeim efn- um á hverjum tíma. En frum- varp sem hér er verið að ræða hefur fátt nýtt að flytja og er þannig langt frá þvl að vera stórt mál. Það er frekar eitt af þeim minniháttar hér á þingi“. (SK.G. Alþt. 1953 B-232). Þannig lýstu Framsóknarmenn fyrirlitningu sinni á afnámi Fjár hagsráös og stofnun Innflutn- ingsskrifstofunnar, sem eins og Tómas segir tók viö af Fjárhags ráði með mjög takmörkuðu verk sviði. ÖÖrum þáttum greinar Tóm- asar Karlssonar hefur veriö margsvarað og ég læt þá því liggja á milli hluta. Eftir stend- ur að áhugi Framsóknarflokks- ins á afnámi hafta hefur aldrei, verið mikill, þvert á, móti. Ásmundur Einarsson. BORGIN BELLA „Það var virkilega sætt af honum Jean-Paul Belmondo að senda mér mynd af sér, sem ég baö hann um í bréfinu sem ég skrifaði hinum. — Þaö minnsta sem ég get gert í staðinn, er að senda honum aðra af mér“. VEÐRIÐ í DAG Norðaustan og noröan kaldi. Léttskýjaö. Hiti um 10 stig um daginn, en 5 stig í nótt. ví I R fijrir )! éruxn SEGLSKIP tvö komu í gær frá útlöndum, annað meö ýmsar vörur til Jóns Bjömssonar & Co í Borgarnesi, en hitt með saltfarm til Haddens í Hafnarfiröi. — Borgarnesskipið hitti að sögn þýzkan kafbát á leiðinni og skipshöfnin var látin fara í bátana, en kafbáturinn fór á kaf áður en hann vann s&ipinu nokkurt mein og bar hann ekki fyrir augu skipverja aftur, En þeir gengu aftur á skip sitt og héldu leiðar sinnar. Hafnarfjarð- arskipiö er enskt og vopnað með 3 litlum fallbyssum. 24. maí 1917 TILKYNNINGAR Nesprestakall. Verð fjarverandi um tíma. Vott or'ð úr prestþjónustubókum verða afgreidd í Neskirkju á miðvikud frá kl. 6-7. Sr. Jón Thorarensen Æskulýösfélag Bústaðasóknar vngri deild. Fundur í Réttarholts skóla á fimmtudagskvöldið k' 8.30. — Stjórnin. Nemendasamband Kvennask'- ans heldur hóf í Leikhúskjallai anum fimmtudagirln 25 mai , hefst það með boröhaldi kl. 7.30 Hljómsveit og skemmtikraftai hússins skemmta oe spilað ver' ur bingó. Aðgöngumiöar verða afhentir í Kvennaskólanum 22. og 23. maf, milli kl. 5 og 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.