Vísir - 29.05.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 29.05.1967, Blaðsíða 1
w lijlK BROTIZT INN OG DINAMÍTI STOLIÐ Gipsy Moth IV til Plymouth í gær Hálf milljón manna fagnaði Sir Francis i islenzka þefan úf Þannig lítur hin glæsilega þota Flugfélags íslands út í dag þar sem hún stendur á flugvell inum viö verksmiðjur Boeing í Seattle í Washingtonriki. Glæsi legt f arartæki, sem senn bætist! islenzka flugflotanum og mun fljúga tvisvar fram og til baka daglega milli íslands og Evrópu. Áætlað ér aö vélin komi hingað að loknu rcynslu og æfingaflugi síðast í júnímánuði. Fánar blöktu á hverri stöng, blás- ið var í skipsflautur, slökkviliðs- bátar þeyttu vatnssúlum hátt í loft upp, þyrlur og Gipsy Moth flugvélar svifu um loft og hálf milljón manna, sem beðið hafði klukkustundum saman við innsigl- inguna til Plymouth, veifaði og æpti fagnaðaróp, er Sir Francis Chichester sigldi inn til Plymouth smásnekkju GIPSY MOTH IV að aflokinni hnattsiglingu, sem hófst fyrir 9 mánuðum, og í gær steig hann í fyrsta sinn fótum á land síðan hann lét úr höfn í Sidney £ Ástralíu til heimfarar. Sir Francis er hraustlegur og Frh. á bls. 8. Lögreglunni var tilkynitt á að- faranótt sunnudagsins, að brot- izt hafði veriö ino í vinnuskúr Landhelgisgæzlunnar hjá svo- nefndri Rjúpnahæð, sem er rétt hjá Vatnsendahæð. í skúr þess- um geymdi Vitamálastjórnln sprengiefni og fleira, en ekki varö séð, hvort einhverju af því eða öðru hefði verið stolið. Skúrnum var læst með smekk lás og hengilás, en huröin haföi veriö sprengd upp með ein- hverju verkfæri, líkast til klauf- járni. Maður, sem starfar hjá Reykjavíkurhöfn og var þarna inn frá i erindagjörðum hennar, varð innbrotsins var rétt fyrir kl. 5 á sunnudagsmorgun, og gerði iögreglunni aðvart. í skúrnum var geymt dýnamít og hvellhettur og annað sem slíku fylgir. Ekki varö séð á birgðun- umi hvort einhverju heföi verið stoliö eða ekki. Um svipaö leyti var lögregl- unni einnig tilkynnt um þjófn- að í vinnuskúr í Breiðholti, rétt innan við Blesugróf. Sá skúr var í eigu „Miöfells h.f.". Úr honum var saknað lykla, sem gengu að öðrum skúrum þar, einnar reiknivélar og peninga að upphæð 1300 kr. Þar hafði sami háttur verið hafður á við Frh. á bls. 8. Arni Amundason og Hlöðver Jónsson í geymslu Loftorku, þar sem brotizt var inn. _»iii iii >i ii nirTn---------'—"~~~--------------------------ii------r*n-------ni-----~— •¦::..< ¦' ^^^W >„%$ ÍPWSSkí. ? *JllRili fískimþlsframieiSendur íPerú telja sig þurfa hærra veri Öryggisráðið keimir samon Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til fundar í kvöld tfl þess að ræða styrjaldarhætt- una í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Danmörk og Kanada fóru upphaflega fram á að ráðið kæmi saman á fund þegar í stað, og s.l. laugard. óskaði Egypta- land að tekin væri fyrir kæra á hendur ísrael fyr ir ofbeldi. Kommúnistalöndin, Asíu- og Afrfkuriki sameinuðust um það í gær, að ráðið skyldi ekki koma saman til fundar fyrr en í kvöld Frh. á bls. 8. — Eiga / miklum reksttar'órðugleikum Fiskimjölsframleiðend- ur í Perú berjast við mikla rekstrarörðug- leika um þessar mundir. Framleiðendurnir telja nú að framleiðslukostn- aður sé orðinn of hár í samanburði við márk- aðsverð á fiskimjöli. Þeir halda því einnig fram að kostnaður við framleiðslu fiskimjöls í Perú sé nú orðinn meiri en í nokkru öðru landi veraldar. Þeir saka Perústjórn um að hafa íþyngt fiskimjölsiðnaðin- um með of háum beinum og óbeinum sköttum og tollum. Og þeir telja einnig að launa- hækkanir og aðrar kjarabætur sem fiskimönnum voru veittar í desember s.l. hafi verið..of miklar, í samanburði viö greiðslugetu fiskimjölsframleiö- enda. Þá hafur veiðikostnaðurinn hækkað um 10 dollara á tonn- ið vegna þess að ungviði er nú hlutfallslega stæni hluti veiði- magnsins en áður. Fram til þessa hefur verið talið aö það þyrfti 5.5 tonn af fiski til framleiðslu á einu tonni af fiskimjöli í Perú, en það hlut- fall hefur hækkaö upp í 6.1:1. Framleiðsla á lýsi hefur minnk- að að undanförnu. Sjálfstæðir framleiðendur i Perú, sem framleiða sameigin- lega um 50% af allri framleiðslu Perúmanna á fiskimjöli hafa á- kveðið að bindast samtökum og mynda þrjú sölusamtök I því 'skyní aö vinna að öflun hærra verðs fyrir fiskimjöl. Frásögn um þessa örðugleika birtist í tímaritinu World Fish- ing, maí-hefti. Suntarsíldin kamin Það er Réykjaborg, RE 25, skip- stjóri Haraldur Agústsson, sem á j heiðurinn af því að hafa veitt fyrstu sumarsildina í ár. Skip- ið fékk um 70 lestir aðfaranótt föstudags á miðum Færeyinga. Var skipið þá statt á 65 gráðu norður breiddar og 3 gráðu vestur lengdar nær miðjan veg milli Noregs og íslands, um 150 inílur f norð- austur frá Færeyjum. Annað síldar skip er nú komlð á þessi mið. Það er Harpa GK hið nýja skip Mið- ness hf., í Sandgerði. Sklpstjóri á þvf er Ámi Gíslason, bróðir hinna kunnu aflamanna Þorsteins og Eggerts. Reykjaborgin ætlaði að rejma fyr ir sér á miðunum aðfaranótt laug Frh. á bls. 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.