Vísir


Vísir - 06.06.1967, Qupperneq 16

Vísir - 06.06.1967, Qupperneq 16
 VISIR Þriðjudagur 6. fúní 1967. Fremur fjögur 30-barna heim- ili en ,fjöldabiiðir/ — Svar Ratiða kross Islands Nýlega birtist í dagblöAun- um yfirlýsing Bamavemdar- nefndar þar sem taliö var aö dvöl f sumarbúðum væri óh'oll yngrl börnum. Nú hefur borlzt svarbréf frá Rauða krossi Is- lands, sem rekur sumardvalar- heimili að Laugarásl í Biskups- tungum. Segir þar m, a. að í Laugarási séu 118—120 böm. Eftir að ný reglugerð hafi verið sett með auknum kröfum um húsrými í bamaheimilum hefðu skálamir í Laugarási verið mældir upp í vetur. Hefði þá komið í Ijós, Framhald á bls. 10. Harður áregstur á Akureyri Allharður árekstur varö við gatnamót Hafnarstrætis og Aðal- strætis á Akureyri um kl. 12.40 í gærdag. Strætisvagn, sem ekiö var eftir Hafnarstræti, sem er að- albraut, lenti á Voikswagenbifrelð, sem kom úr Aðalstræti. Enginn farþegi var í strætisvagninum, en kvenfarþegi sem sat í framsætí Volkswagensins, skall fram í rúðu og hlaut mikið högg á enni. Var hún flutt á sjúkrahúsið og þaðan heim til sín, þar eð meiðslf henn- ar voru ekki talin miög alvarleg. Skemmdir urðu litlgr sem engar á strætisvagninum, en Volkswagen- b5freiðin skemmdist allmikið og var óökufær á eftlr. SIMASKRAIN1967- STÆRSTA ÍSLENIKA BÓKIN KOMIN ÚT Upplagiö a'ukið urn 13 jbús. eint'ók — 70 tonn af pappir fara i skrána □ Ný símaskrá er komin út og verður dreift út næstu daga. Símaskrá þessi tekur gildi frá og með 19. júní n.k. og um leið munu símanúmer margra símnotenda breytast. Upplag símaskrárinnar nýju er 68000 eintök, en upplag þeirrar síðustu, sem gefin var út 1965, var 55000 eintök. Pappírinn í skrána vegur um 70 tonn. Kápuefni er úr ljósgrá- um shirting, lakkbornum, sem á að vera auðvelt að hreinsa. Símaskráin er í líku formi og seinast, en nokkru stærri 448 bls. á móti 400 seinast. Fremst í skránni, bls. 8 og 9, er kort af sjálfvirku stöðvunum á Is- landi ásamt gjaldskrá fyrir sjálf virk símtöl, á bls 12 er skrá yfir telex-notendur og aftast í bókinni er gjaldskrá og reglur fyrir póst og síma. Þessir liðir voru ekki í seinustu skrá. Að öðru leýti er niðurröðun í skránni sú sama og seinast. Á eftir stuttum leiðbeiningum fremst í bókinni kemur nafna- s.krá notenda í Reykjavík og Kópavogi, þá Hafnarfirði og síð an atvinnu- og viðskiptaskrá. í kafla II er skrá yfir síma- notendur, sem tengdir eru við sjálfvirkar stöðvar aðrar en í Reykjavik, Kópavogi og Hafn- arfirði. Kafli III er yfir landssima- stöðvarnar, aðrar en sjálfvirkar stöðvar og skrá um bæi í sveit- um, sem hafa síma. Loks er kafli IV, sem er yfir skrásett símnefni og gjaldskrá og reglur fyrir póst og síma. Kaflaskiptingin er sýnd meö svörtum deplum á sniði bókar- innar. Númeraskrá veröur sérprent- uð í takmörkuðu upplagi og seld á kostnaðarverði eins og seinast. Sérsímaskrár verða prentaðar fyrir nokkrar helztu símstöðvar utan Reykjavíkursvæðisins. Sérprentaö kort af Reykja- vík, Kópavogi og Hafnarfiröi er aftast í bókinni. Kortið var prentað i Lithoprenti h.f. Símaskráin var prentuð í prentsmiðjunni Leiftri hf. og prentsmiðjunni Odda hf. Bók- band önnuðust Bókfell hf., Fé- lagsbókbandið, Hólar hf. og Sveinabókbandið. Ritstjóri símaskrárinnar er Hafsteinn Þorsteinsson. skrif- stofustjóri. UM 1200 BÍLAR FLUTTIR INN JANÚAR - APRÍL Bifreiðainnflutningurinn fyrstu fjóra mánuði þessa árs var 1192 b'ifreiðir, sem er nokkuð minna en í fyrra, en þá voru fluttar inn 2087 bifreiðir á sama tíma. — Innflutningurinn hefur aftur á móti verið töluvert meiri fyrstu fjóra mánuði þessa árs, en sömu mánuðina árið 1965, en þá voru fluttar inn 680 bifreiðir á sama tíma. — Minnkun blfreiða- innflutningsins frá fyrra ári staf- ar fyrst og fremst af minni inn- flutningi jeppablfreiða. — Nú hafa verið fluttar inn 149 jeppabifreiðir, en á sama tíma í fyrra voru flutt- ar inn 868 jeppabifreiðSr. Inni'lutningurinn á bifreiðum skiptist þannig: Almenningsbifreiö- ir 9 (fyrir 1.862 millj. cif), aðrar fólksbifreiðir 906 (52.694 millj.), jeppabifreiðir 149 (14.904 millj.), sendiferðabifreiðir 34 (2.249 millj.) og vörubifreiðir 103 (25.668 millj. kr.). Samtals gerir þetta 1192 bif- reiðir fyrir 97.377 milljónir króna. Bifreiðainnflutningurinn í fyrra og 1965 skiptist þannig: Almenn- ingsbifreiöir 6 (1965: 3), aðrar ■fólksbifreiðir 1014 (453), jeppabif- reiðir 868 (113), sendiferðabifreið- ir 56 (32) og vörubifreiðir 143 (79). — Alls nam innflutningurinn fyrstu fjóra mánuði 1966 2087 bif- reiðum fyrir 50.244 millj. kr. B YGGUJG TVEGGJA ST0R BRÚA HAFIN — Lokið við 110 m brú á Jökulsá á Breiðamerkursandi i haust Að því er Ámi Pálsson, yfir- verkfræðingur hjá Vegagerð rik- isins, hefur tjáð Vísi, er hafin eða í þann mund að hefjast bygg ing flmm nýrra brúa á vcgum Vegagerðarinnar. Síðar á vorinu munu i'ramkvæmdir hefjast við byggingu enn fleiri brúa. Þessar brýr sem framkvæmdir eru hafn er við em allar á Suöur eða Suö austurlandi. Tvær þessara brúa em með þeim stærstú á land- inu, hvor í sinni röð. Önnur þeirra er brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, 110 m löng hengibrú, sem mun tengja Hornafjörð og A-Skaftafells- sýslu og mun vcrða lokið við liana í haust. Hin brúin er yl'ir Jökulsá á Sólheimasandi. Er þar um að ræða 159 m langa stál- bitabrú í finim höfum. Kemur sú brú í stað 46 ára gamallar brúar. Annars fórust Árna Pálssyni yfirverkfræðingi orð á þessa leið: — Fyrsta brúin, sem hafizt var handa um framkvæmdir við, er síðari áfangi 110 m hengi- brúar yfir Jökulsá á Breiðamerk ursandi. Hófust framkvæmdir við hana strax eftir hvítasunnu. Smíði brúarinnar hófst á síðast liðnu sumri. — Tíu dögum síðar var hafin éndurbygging brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Stendur nýja brúin nokkuð neðan við gamla brúarstæðið. Ilér er um að ræða stálbitabrú með steyptu gólfi, i fimm höfum og er lengd henn- ar um 159 metrar. Þessi nýja Framhald á bls. 10 Athygli skal vakin á því, að símaskráin 1967 gildir frá mánudeginum 19. júní n.k. og um leið breytast símanúmer hjá mörgum símanotendum í Reykja vík, og er því áríöandi að síma notendur ónýti gömu síma- skrána, þegar þeir fá hina nýju. Starfsstúlkur Prentsmiðjunnar Ilóla h.f.^ eru þarna viö einn stafl- ann af símaskránni 1967. Símaskráin er bundin í fjórum bókbands- vinnustofum i borginni. Fóðurkögglarnir henta betur en fóðurmjölið segja brezkir sérfræðingar að lokinni heimsókn hér Fyrir nokkru voru hér á i ferð 2 brezkir fóðurfræðingar frá ■ The British Oil & Cake Mills Ltd.; í Bretlandi, þeir Mr. J. tíarner og Mr W. H. M. Whitson í Menn þessir komu hingað á veg j um Fóðurblöndunnar hf., til þess að kynna sér ísjenzkan landbúnað,! bæði aðstæður allar i sambandi við fóðrun gripa og svo að skoöa is- lenzkan búfénað og heygæöi, til aö athuga mismun á heyi hér og í Bretlandi. með þaö fyrir augum að samræma B.O.C.M. fóðurblönd urnar, sem hér eru á markaði. ís- lenzkpm staðháttum. Þeir Garner og Whitson ræddu við landbúnaöarráðunauta hér og ferðuðust víða um landið og héldu fundi með bændum og umboðs- rnönnum Fóðurblöndunnar hf. Enn fremur skoðuðu þeir íslenzk bænda býli og ræddu við bændur. Eftir fyrrgreindar athuganir og viðræður, töldu þeir að kúafóður kögglarnir frá 3.O.C.M. hentuðu betur hérlendis en mjölið, þar sem kögglarnir innihalda meiri sykur, en hann er vörn við súrdoða. Þeir Garner og Whitson, voru mjög hrifnir af íslenzka sauðfjárstofn- inum og töldu að B.O.C.M sauð- fjárblandan hentaði mjög vel hér lendis Það vakti hins vegar undr un þeirra, hve ungkálfaslátrun ei mikil hérlendis, og bentu á, að með góðu ungkálfafóðri og kálfa- eldisfóðri mætti ala upp kálfa frem ur ódýrt meö svo nefndu hrað- eldi og fá með því móti mjöp gott nautakjöt, sem bændur ættu að geta selt hér á háu verði og ba'tt með því afkomu sína.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.