Vísir - 28.06.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 28.06.1967, Blaðsíða 5
VtSTR . WBðvikudagur 28. júní 1967. 5 Margir ímynda sér Gyöinga sem peningagráðuga skransala ... Gyðingahatur Myndir jbess og orsakir íslendingur nokkur hélt því nýlega fram á opin- berum vettvangi, að Gyðingar ættu vopnasmiðjur Bandaríkjanna. Þessi fuliyrðing er mjög athyglis- verð og verðskuldar nánari útskýringar. Hún var notuð til rökstuðnings þeirri skoðun, að ísrael ætti meginsök á deilum sínum við Arabaríkin. Augljóst er, hvaða áhrif þessi fullyrðing hefur á skoðanir þeirra manna, sem taka hana eins og góða og gilda vöru. Hún er svipaðs eðlis og gamlar fullyrðingar úm, að Gyðingar hafi lykilaðstöðu í hinum alþjóð- lega bankaheimi. leysingjar. Þeir hnöppuðust í þær atvinnugreinar, sem þeir máttu stunda. Ein þeirra var lánastarfsemi, því kristin kirkja bannaði hinum trúuðu að stunda lánastarfsemi. Fékk Gyöingur- inn þannig smám saman á sig orð orkrarans, sem lifði á eyri ekkjunnar. Aðallega stunduðu Gyðingar samt áfram iðnaö og kaupsýslu. I 'ölllum þessum greinum náðu þeir töluveröum árangri. Sagnfræðingurinn To- ynbee segir það almenna reglu, að minnihlutahópar hafi alltaf var fólgin í að útrýma þeim. Sömu lausn hefur nú aftur skot- iö upp, er sýrlenzkir ráðamenn hafa margoft lýst því yfir, að þeir ætli sér að drepa alla íbúa ísraels. Sálrænar orsakir I?n megintilgangur þessarar greinar er ekki að rekja hinar sögulegu orsakir Gyðinga- haturs, heldur skýra frá hinum sálrænu ástæðum hinnar fín- legu Gyðingaandúðar, sem við þekkjum á Vesturlöndum nú á tímum. Hinar sálrænu ástæður hafa verið rannsakaöar nokkuö ýtarlega af félagsfræöingum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta var forvitnilegt rann- sóknarefni vegna nýafstaðinnar heimsstyrjaldar og fjöldamorða á Gyöingum. Einn þekktastur fræðimanna á þessu sviði er þýzki prófessor- inn Adorno (kaþólikki). Hann kom árið 1950 meö heilsteypta kenningu um eöli valdshyggju, kynþáttafordóma og Gyðinga- haturs. Kenningin var byggð á ýtarlegum rannsóknum hans og nokkurs hóps starfsbræöra hans. Einstakir þættir kenning- ar hans hafa verið gagnrýndir og aörir hafa veriö endurbættir. En í heild eru rannsóknaniður- stöður Adornos samt enn í fullu gildi. Bæling og yfirfærsla Adorno einangraði nokkra eðlisþætti, sem Gyöingahatarar velja Gyðingum. Þeir segja þá vera ágenga, ógnandi, afskipta- hf' ' aðra menn, þeir troði aðar fram og að það einangra þá. Þetta G iatur reyndistfaramjög saman viö kynþáttahatur al- menntunarskorti (Hyman og Sheatsley). í enn öðrum tilvik- um stafar það af því, að fólk. sem er óánægt með efni sín og lífskjör, hefur mikla tilhneig- ingu til Gyöingahaturs (Camp- bell). Loks hafa sumir andúð á Gyðingum vegna umgengni við menn, sem eru haldnir þessari andúð. Tæki í stjórnmálum Yfirleitt er þetta fólk sér ekki meðvitandi um Gyðingahatur sitt eða Gyðingaandúð sína, held ur brýzt það fram í ýmsum ó- beinum myndum. Gyðingahatur kemst á miklu alvarlegra stig, þegar stjórnmálamenn upp- götva, aö það getur orðið tæki í stjórnmálabaráttunni. Hvað eftir annað hafa stjórnmálamenn leiözt til að æsa til Gyðingahat- urs. Gera þeir það bæði til þess að geta kennt Gyðingum um all- ar ófarir viðkomandi þjóðar og til þess að dreifa huga fólks frá aðkallandi efnahagslegum vanda málum. Hitler er nýlegt dæmi um slíkan stjórnmálamann. Gyöingahatur var ekkert sér- staklega einkennandi fyrir Þýzkaland. Þaö er alls staðar til undir niðri. Með jafnmiklum á- róöri og Hitler beitti, má hvar sem er í heiminum rækta Gyð- ingahatur og uppskera Gyðinga ofsóknir. Hinn sálræni grund- völlur er víðast fyrir hendi. Þaö þarf bara að rækta hann. Þetta hafa leiðtogar Arabaríkjanna gert og þá fyrst og fremst f því augnamiöi að dreifa huga þjóða sinna frá ólestrinum í innan- landsmálum Arabaríkjanna og spillingu valdhafanna. Útskýringamar Jjað er svo einnig merkilegt rannsóknarefni, hvemig Varla þarf að taka þaö fram, aö fullyröing þessi er ekki að- eins út í bláinn, heldur ger- samlega röng. Gyöingar eiga a. m. k. ekki stærstu vopna- smiðjur Bandaríkjanna. Sama er að segja um bankana. Gyð- ingar eiga enga af stærstu bönkum Bandaríkjanna, aðeins nokkra minniháttar banka, og mjög fáa af stórum bönkum í Evrópu. En hver er ástæðan fyr- ir því, að hægt er að halda slík- um hlutum fram, án þess að hafa nokkra þekkingu á þeim? Dæmi um fordóma Fullyrðingin um vopnasmiöj- umar er dæmigerð fyrir eitt mesta vandamál nútímans. Það eru sleggjudómarnir, for- dómarnir, sem lýsa sér bæði í grófum og fíngerðum myndum. Ein af myndum fordómanna er Gyðingaandúðin, sem stundum kemur fram í Gyðingahatri. Gyð ingahatur er mjög útbreitt um allan heim, en þó mest í Austur- Evrópu og Asíu. Hér á íslandi verður oft var vð Gyðingaand- úð, þótt við höfum ekkert af Gyöingum að segja og getum lítið sagt um eðli þeirra og einkenni. Sögulegar orsakir f yðingahatur er ekki ný bóla. Gyðingaofsóknir þekktust í Alexandriu og víðar á fyrstu öfd eftir fæðingu Krists og má raunar liklegt telja, að það séu ekki fyrstu dæmin. Snemma fóru þjóðir heims að líta horn- auga til Gyðinga. Þeir höfðu að ýmsu leyti framandlega siði, neituðu að dýrka aðra guði en Jahve sinn og héldu fast við 1 Jögmál sitt. Þetta greindi þá skýrt frá öðrum mönnum. Eins og aðrir íbúar þessa heimshluta (Sýrlendingar, Líbanonsmenn o. fl.) stunduðu þeir kaupmennsku tiltölulega mikið, eins og for- feður þeirra höföu gert í margar aldir. Þeir settust oft að í fjar- lægum borgum til þess að stunda kaupmennsku. Og kaup- maðurinn hefur jafnan verið grunsamlegur náungi í augum almennings, — hann er maður- inn, sem á peningana, — hann er okrarinn. Þannig átti Gyðingahatrið sér upphaflega rætur í ýmsum sér- kennum Gyðinga og í þeirri staðreynd, að þeir fengust til- tölulega mikið við kaup- mennsku. Gyðingahatriö náði sér þó ekki verulega á strik, fyrr en kristnin hafði náð undirtök- unum í Evrópu. Þá fyrst byrj- uðu hinar skipulögðu ofsóknir gegn Gyðingum. Afmörkuð starfssvið Kristin ríki bönnuðu Gyðing- um aö eiga land og neituðu þeim um fulll borgararéttindi Þeir settust því aðallega að f borgum og lifðu þar eins og vegabréfs- . en aðrir telja þá vera gáfaðri og merkilegri en aðra mejin. tilhneigingu til að skara fram úr á hinum afmörkuðu sviðum, sem þeim er leyft að stunda. Gyðingahatrið gróf um sig og varð að sjálfsögðum hlut í Evrópu. Gyðingar voru látnir búa í sérstökum skuggahverf- um, fengu ekki full borgara- réttindi, og starfssvið þeirra var takmarkað við nokkrar at- vinnugreinar borganna, iönaö, kaupsýslu og listir Ofsóknirnar leiddu til þéss, að Gyðingar héldu hópinn enn betur og studdu hver annan. Slíkt gera allir hópar, sem verða fyrir and- úð og ofsóknum. Svona hélzt ástandiö i stórum dráttum. unz Hitler fann hina .endanlegu lausn“ Gyðinga- vandans. Hin endanlega lausn m JÓNAS KRISTJÁNSSON: MAÐURINN, MANNFÉLAGIÐ OG MENNINGIN mennt og við fasistiskar stjórn- málaskoðanir. Sömu tegundir fordóma koma fram á öllum þessum sviðum. Adorno hélt því fram, sem stendur óhaggað ennþá. að það sé sama mann- gerðin. sem sé haldin öllum þessum fordómum á sviðum kynþáttahatUrs og öfgafullra stjórnmáláskoöana. Þessi manngerö er valds- hyggjumaðurinn. Hann er bæld- ur af foreldrum í æsku, ræktar með sér ómeðvitaö hatur, sem fær slðar útrás gagnvart ýms- um minnihlutahopum. Hugsun hans er vanabundin og einstreng ingsleg. Hann afneitar ýmsum hvötum sínum og segir aðra menn haldna af þessum hvöt- um. Siðar nafa komið fram aörir visindamenn og hafa endurbætt kenninguna. Það eru ekki aöeins valdshyggjumenn, sem hafa framangreinda fordóma. Gyö- ingahatur stafar i mörgum til- fellum aðeins af almennum menn útskýrá Gyðingaóvild sína þegar hún kemst upp og þeir eru spuröir um hana. Packard hefur kannað þetta ýtarlega og hefur fundið margt athyglisvert > þeim afsökunum. Menn álasa Gyðingum fyrir aö halda hópinn, en gleyma því, aö slíkt er einmitt svar lítil- magnans við óvild og andstöðu meirihlutans. Einnig er sagt, að Gyðingar séu alltar aö troða sér upp á aðra. Sú skoðun er gagn- stæð hinni fyrri, en samt er mjög algengt (74%), að menn hafi báðar skoðanirnar samtím- is, — aö Gyðingar vilji ekki blanda geði við aðra og að þeir troði sér upp á aðra. Ekki hafa komið í ljós neinar staöreyndir, sem bendi til þess, að Gyðingar séu meira uppáþrengjandi en annaö fólk. Menn segja Gyðinga freka, einkum í viðskiptum, en athug- anir styðja okki þá fullyrðingu. Ef einhver munur er á þeim og Framhald á bls. 1®. anmregja-,-*.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.