Vísir - 28.06.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 28.06.1967, Blaðsíða 9
VISIR . MTðvrkudagur zs. jam ra«7. 9 msa V'isir heimsækir Dalvik og ræðir við Hilmar Danielsson sveitarstjóra Hilmar Danielsson. TTandan við mýrarfláka og Svarfaöardalsá er Dalvik, fjallatignin er rótföst skammt fyrir ofan víkina, Svarfaöardal- ur skerst inn í landið, fallegur dahrr og búsældarlegur á köfl- ið í skólamálum, aö koma upp heimavist í sambandi við gagn- fræöaskóla, sem hefja mun starf 1 haust. Um það hefur þó ekki enn náöst samkomulag milli sveitarfélaganna hér á svæðinu. Samkomuhúsið er kom ið til ára sinna og viö hljótum að stefna að byggingu félags- heimilis áður en langt um líður. Endumýjun vatnsveitunnar stendur yfir. 1964 vom boraðar tvær holur eftir vatni. Þessa dagana erum við að reyna djúp- vatnsdælu í annarri þeirra, sem á að gefa okkur um 20 sek.l. eða sem svarar vatnsnotkun- inni nú. Við höfum þegar byggt 300 rúmmetra vatnstank, en næst þurfum viö að endur- byggja dreifikerfið. Þá er var- anleg gatnagerð komin ofarlega á blaö og má segja, að við á- formum nú aö endurbyggja allt gatnakerfið á næstu árum. Hjá mér em einmitt staddir verk- fræðingarnir Rikharöur Stein- bergsson og Rúnar Sigmarsson Séð yfir hluta af Dalvíkurhöfn, Síldarbræöslan h.f. fyrir miðju. Þessi nýja verksmiöja er að mestu leyti sjálfvirk, þarf aðeins 2 menn á vakt við eftirlit. Hún á aö bræða 60—70 tonn á sól- arhring, en hráefnisgeymslur eru fyrir 12—14 daga vinnslu, mjölgeymslur fyrir 500 tonn og Iýs- istankar fyrir 470 tonn. Verksmiðjan er einkum sniðin að því, aö vinna úrgang frá fiskvinnslu- stöövum og sildarplönum á Dalvík. Dalvíkingar orðnir yfir lOOO um, úti fyrir tyllir sér Hrísey úr hafinu. Skyndilega liggur ferða mannaleið um Dalvík og því vegur hún e.t.v. meiri athygli en áður, Múlavegur hefur opn- að nýjan heim fyrir ferðamenn- ina, ekki svo að skilja, að þeir hafi ekki vitað um Dalvík áður, en nú er hún ekki lengur úr alfaraleið. Dalvík er með fjölmennari kauptúnum á landinu, íbúatalan er í fyrsta sinn komin yfir 1000. Þar er stöðug uppbygging. Þetta er dálítið merkilegt, því nú hafa byggðimar á austanverðu Norð- urlandi verið heldur afskiptar af hinu margumtalaða góðæri á undanfömum áram, eins og fleiri byggðir á landinu. En þama er haldið vel á spöðunum og Daivíkingar hafa með öðrum Norðlendingum eystri skotið náttúranni ref fyrir rass, haidið sínu striki til framfara og geng ið bara bærilega. Og það undir viðreisnarstjóm.... Sveitarstjórinn í Dalvík er ungur maður, Hilmar Daníelss. frá Saurbæ í Evjaf. Áður var hann starfsmaður samvinnufél- aganna í Húsavík, á Akureyri og í Dalvík. Það er ekki nema tæpt ár síðan hann tók við s veitarst j órastarfiRu. Við ræöum um helztu fram- faramál Dalvikinga. — Það má segja, að höfnin gnæfi yfir annað hjá okkur, sem homsteinn bvggðarinnar. Gerð hennar er komin talsvert á leið en meiningin var að gera nokkr ar lagfæringar á norðurgarðin- um eða hafnarbryggjunni í sum ar. Það er þó ekki víst að af því verði nema að litlu leyti, þar sem nú lítur út fyrir að útsvarstekjur hreppsins veröi öliu minni en gert var ráð fyrir. En þessar lagfæringar þarf að gera á næstunni og í náinni framtíð er nauðsynlegt að skapa öruggt lægi í höfninni, annað hvort með lengingu norðurgarðs ins eða dokk innan hafnarinnar eins og hún er nú. — En það er að sjálfsögðu margt annað sem skiptir okkur miklu. Við vorum að ljúka við áfanga íþróttahússbyggingar. Að okkar dómi er næsta skref við mælingar á aðalgötimni, Hafnarbraut, sem við ætlum að byrja á í sumar. Það er ekki afráðið hvort við malbikum eða leggjum olfumöl. — Eitt mikið hagsmunamái hér, sem við eigum ekki sjálfir að hrinda fram, er að hraöaö verði lagningu Múiavegar hér fyrir ofan kauptúnið milli Ár- gerðis og Karlsár. Fyrir hendi er heimild til lántöku til þess að Ijúka þessu verki, en láns- fé liggur ekki á lausu hér sem stendur. Þetta mál verður að taka fyrir, á næstu mánuðum. — Við sækjum kúfinn af tekj unum í greipar hafsins. Nú eru 5 bátar héðan á síld og einn til yiðbótar væntanlegur í haust. VIÐTAL DAGSINS Á heimamiðum er einn 70 tonna bátur og svo minni bátamir, sem eru allmargir. I Iandi eru m.a. frystihús, tvö síldarplön og inú er að fara í gang 60—70 tonna síldarbræðsla, mjög ný- tízkulegt fvrirtæki sem almenn- ingur hér hefur lagt fé í. — í verziun, byggingariðnaði og þjónustu er einnig gróska. Ný bygginga- og málningavöru- verzlun var opnuð fyrir skömmu sömuleiðis ferðamiðstöð Gunn- ars Jónssonar gérleyfishafa. Stærsta trésmiðjan, Tréverk hf. er að byggja 10 orlofshús fyrir Alþýðusamband Norðurlands, sem reisa á austur í Fnjóskadal. Prestssetur er í byggingu og nýlega hófst bygging apóteks. Þótt hér hafi einungis verið stiklað á stóru, fer ekki milli mála, að Dalvíkingar byggja upp kauptún sitt af stórhug. En uppbyggingin í Dalvík er ekkert einsdæmi á Norðurlandi eystra heldur 'eitt af mörgum dæmum um þá þróun sem þar hefur verið hrint af stað á síð- ustu áram. Og framundan eru að líkindum enn stærri átök innan ramma Norðurlandsáætl- unarinnar, sem fullgera á í sum ar. * — herb. Dalvík séð úr iofti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.