Vísir - 28.06.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 28.06.1967, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Miðvikudagur 28. júni 1967. VÍSIR Dtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR \ Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson f Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ASstoSarritstjóri: Axei Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingan Þingfaoltsstræti 1, simar 15610 og 15099 AfgreiSsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) 1 Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuSi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiS PrentsmiSja Vfsis — Edda h.f. Sjá ekkerf nema ál og gúr Þeir sjá ekkert nema ál og kísilgúr, — ekkert nema erlent fjármagn, — þeir trúa ekki á íslenzka atviímu- vegi! Kannast menn við þessi slagorð? Er einhver, f( sem hefur heyrt þetta áður? I Þjóðviljinn segir, að þúsundir ungmenna gangi at- l vinnulausir vegna samdráttar í atvinnulífinu. Þar sem kosningar eru nú um garð gengnar, er ekki látið fylgja, að ríkisstjómin hafi búið til þennan samdrátt. En hver er þessi samdráttur? Ef til vill stafar hann af (( minni síldveiði eða af því, að hún er seinni á sér en áður. Sjávarafli hefur að öðm leyti verið góður. Tog- , arar hafa fengið mokafla og þess vegna þarf fólk í frystihúsin. Byggingavinna er sennilega nú orðin um ' það bil jafnmikil og á sama tíma í fyrra, þótt hún hafi ( í vor verið minni en á sama tíma í fyrra. ( Þegar álsamningamir voru til umræðu á Alþingi í fyrra, hélt stjómarandstaðan því ákaft fram, að ekki (( mætti ráðast í byggingu álbræðslu, byggingu stór- J skipahafnar í Straumsvík, ekki svona mikla stórvirkj- ) un við Búrfell og ekki byggingu kísilgúrverksmiðj- J unnar við Mývatn, — af því að vinnuafl vantaði. All- \ að þessar miklu framkvæmdir mundu soga vinnu- ( aflið frá sjávarútveginum og eyðileggja þar með (/ það sem stjómarandstaðan nefndi fjálglega: íslenzka /( atvinnuvegi. )) Auðvitað verður álbræðslan íslenzkur atvinnuveg- // ur. Á sama hátt verður kísilgúrverksmiðjan íslenzkur J' atvinnuvegur. Stórvirkjunin við Búrfell er og verður (( íslenzk. Erlent fjármagn er að vísu fengið til að fram- (( kvæma þessa hluti. Erlent f jármagn á og áhættir öllu h í sambandi við álbræðsluna og erlent fjármagn > er um það bil í helmingafélagi við íslendinga í Kísil- iðjunni. En það munu menn reyna, að innan tíðar og án þess að menn þurfi að gera um þp* •^inar grill- ( ur verður allur þessi atvinnurekstur ei 'ver ann- ( ar atvinnurekstur hér á landi, — íslenzKur atvinnu- / rekstur, þar sem íslendingar öðlast nýja þekkingu, ) nýja tækni og skapa sjálfum sér aukið öryggi. Og vaxi kommúnistum og Framsókn í augum at- ) vinnuskortur nú, mætti spyrja: Hvemig væri þá, ef farið hefði verið að ráðum þeirra og hafnað öllum ' stórframkvæmdunum, sem hér hefur verið vikið að? ( Við ál og kísilgúr, stórvirkjun og hafnargerð, vinna ( þó nú á annað þúsund manns, ef allt er talið. En tímarnir breytast. Nú er Þjóðviljinn farinn að ( prenta myndir frá Búrfellsvirkjun. Næst koma vænt- ( anlega myndir frá byggingu álbræðslunnar. Hvenær , Tíminn fetar á eftir, er ekki vitað. Kína og Sovétrikin keppa um hylli Arabaþjóða Þaö hefur verið tallö fram aö þessu, að Kfna getl ekki sent Arabalöndunum nema tiltölu- lega lftið af vopnum, og þá helzt minni vopn, handsprengjur og siíkt. Sjðlflr hafa Kínverjar orð ið að flytja inn herflugvélar, skriðdreka o. fl. En þeir hafa reynt að ná fót- festu með öðrum hætti, — og það er ekki alveg ný til komið, að Kína keppi við Sovétríkin um áhrifaaðstöðu í Arabalöndum á grundvelli viðskipta- og efna- hagssamvinnu. Stórveldin hafa þann hátt á, að bjóða efnahags- aðstoð í margs konar myndum, sem gert er ráð fyrir að veröi forleikur að nánara samstarfi og verður það nær undirtekningar laust. KÍNA OG SÝRLAND Þegar árið 1963 fóru Kínverj- ar að veita Sýrlandi efnahags- aðstoð, en Sýrland er það Araba landanna þar sem hefur borið hvaö mest á tilhneigingu til að hafa yfirgang I frammi. Kín- verska stjómin opnaði fyrir mörgum árum lánsreikninga fyf ir Sýrland í svissneskum bönk- um, lánaði þvi um 1200 milljón- ir króna, til kaupa á matvælum. Seinna fékk Sýrland, sem fyrr á tíma fiutti út kom til annarra Arabalanda — hveiti frá Kína, um 20.000 lestir. í Sýrlandi hef- ir og veriö komiö á fót 2—3 verksmiðjum, sem reistar eru fyrir kínverskt fé og kínverskar og norður-vietnamskar sendi- nefndir, sem komu til Damaskus til þess að ræða viðskipti gerðu fyrir tveimur ámm samninga við leiðtoga Palestfnu — arab- ísku hreyfingarinnar, sem hef- ir að markmiði að „frelsa ísrael undan kúgunarvaldi Gyðinga", en þaö em flugumenn Palestínu —Araba sem valdiö hafa ísra- elsmönnum mestu tjóni með morð-.m, ránum og gripdeild- um. SÓTT FRAM FRÁ DAMASKUS Frá Damaskus hafa kinversk- ir sendiráðsmenn „sótt fram“ og reynt að fá fótfestu 1 Líbanon. Sá árangur náðist að minnsta kosti þar, að kommúnistaflokk- urinn klofnaði, og fylgir annar helmingurinn Kína að málum og hinn Sovétríkjunum. Forsprakki Kína-kommúnista f Líbanon er vellríkur gósseigandi af Drúsa stofni, en hann er talsmaöur ýmissa þjóðemisminnihluta í landinu. Höfuðstöðvar Kína til út- breiðslu era skrifstofur sendi- manna þeirra í Damaskus, Sýr- landi, Kairo, Egyptalandi og Saana í Yemen. YEMEN varð annars fyrst Arabaland- anna til þess að fá efnahags- aðstoð frá Kina og undirritaöi þáverandi ríkisarfi Mohammed al-Badhr vináttu, viðskipta og menningarsáttmála við Kína 1958. Stuttu sfðar fékk Yemen 10 ára lán f Kína upp á 750 Síðari grein millj. kr. til nýrra vegalagn- inga og til þess að koma á fót verksmiðjum. KONUNGUR í VIKU Þegar Sallal árið 1962 steypti al Badhr, sem þá hafði verið kon- ungur aðeins viku tíma, viður- kenndi Kína þegar lýðveldis- stjór.iina f Yemen. Og þangað var sent fjölmennasta sendiráö, sem Kfna hefir sent til nokkurs annars lands, vafalaust til að standa betur ag vígi i keppninni við Rússa HEIMSÓKN PODGORNIJS TIL KAIRÓ Frá þeirri heimsókn hefur veriö sagt nokkuö í fréttum, en það gildir um hana eins og heimsókn Kosygins — að það getur oft liðið nokkur tími op stundum langur tími, þar til i ljós kemur hvað um var samir' — því að oft er um eitt/.vað sam ið, sem af nauðsyn þarf að halda leyndu, að minnsta kosti um skeið. I einni frétt segir, að Pod gomij hafi haft hraöan á. aí' fara til Egyptalands, vegna orð rómsins um að Kína ætlaði ai' gera Nasser tilboð um að byggja upp vamir landsins. ALBANÍA Og það má ekki gleyma því, þegar um keppni Kína og Sovét rfkjanna um þjóðahylli er að ræða, að Kfna á sét hauk í homi þar sem Albanfa er, jafnan reiðu búin til að beita kjafti og klóm fyrir sína kínversku sálufélaga. 700 MILLJÓNIR KÍNVERJA Og það dunar svo að undir tek- ur austur i Kfna, þar sem allar áróðursvélar eru í gangi, og hrópað til Noröur-Vietnam og út um öll Arabalönd: 700 milli. Kínverja eru bákhjarl yöar. En allar þessar milljónir manna eru fjarlægar og munu vart sjási í fjarlægum löndum sem bar- dagamenri, en varast ætti að gera of lftið úr stuðningi þess- ara milljóna. Og það gera Rúss- ar ekki. Þeir vanmeta ekki þessa keppinauta sfna. Og það er kann ski ekki sízt þess vegna að leikn um er haldið áfram og leiðtogar Rússa halda til streitu stefnu sinni og reyna að koma svo ár sinni fyrir borð, að Arababiöö- irnar telji þá sína einu, söiinu vini — um leið og Kínverjar saka þá um samsæri, tvöfeldm og svik við málstað þeirra. — Að mestu þýtt — A. Th. Trryggdi leynivopn ísraels- þjóð sigurinn yfir Egyptum? Brezk blöð hafa að undan- fömu birt pistla um þaö frá fréttariturum sínum á Sinai- skaga, að lykillinn aö þeirri gátu hvemig ísraelski flugherinn gat lamað gersamlega egypzka flug- herinn á einum degi, væri sá, að hann hafi haft leynivopn, sprengjur af nýrri gerð, en fyrirrennari þeirra var raunar segulmagnaða tundurduflið. Hið sama liggur til gruudvallar. Þessar sprengjur Egypta bók- staflega stöðvast i lofti, er þær koma i nálægö vissra málma í flugvélum, dragast svo að þeim og eyðileggja þær. Þetta er skýringin á því, að flugvélalíkön úr tré og striga- klædd grindalíkön sem ætluð era til að blekkja flugmenn árásarflugvéla, stóðu eftir ólösk uð á flugvöllunum í Egypta- landi, en í nálægö þeirra eyði- lagðar dýrmætar herflugvélar í tugatali. Á fyrstu dögum styrj- aldarinnar eyðilögðu ísraels- menn 427 egypzkar flugvélar — þar af 393 á jörðu. — Þá segir að ísraelsmenn hefðu komizt að raun um það með njósnum hvenær varðgæzlulið var fá- mennast á völlunum, eða á morgunverðartíma kl. 7.30 og á þeim tíma vora gerðar sam ræmdar ísraelskar árásir á 2.r> egypzka herflugvelli. Rodwell Rodwelle, einn af rit stjórum Flight International Magazine hefir skrifað um leyni vopnið í tímaritið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.