Vísir - 30.06.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 30.06.1967, Blaðsíða 5
V í SIR . Föstudagur 30. júní 1967. 5 Þurfa stórvcidin að hafa vit fyr- ir smáríkjum? rr, vw wg» %$&&&%$&' Tl/Tenn rekur ef til vill minni A til þess, aö þegar William Fulbright hinn ’-unni bandaríski öldungadeildarþmgmaður kom hingað í heimsókn síðastliðinn vetur, þá hélt hann heilmikla prédikun yfir okkur um alþjóða mál og eitt höfuðatriöiö, sem hann vildi innprenta okkur smá þjóðunum var, að framtíð og velferð heimsins væri undir því komin, að einmitt við smáþjóö- imar tækjum okkur til og risum upp gegn ofurefli stórveldanna, sérstaklega á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Þá væri heim- urinn betri ef smáþjóðimar létu meira til sín taka, þær myndu þá tryggja frið og réttlæti i heiminum í stað þeirrar valda- streitu störveldanna sem nú setti svo mikinn svip á heiminn. Það viil nú svo vel til, að undanfamar vikur hefur gefizt tækifæri í alþjóðamálum þá sér- staklega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að reyna þetta. En því miður hafa kenningar Ful- brights í þeim atburðum verið að mestu leyti afsannaðar. Þeir atburðir hafa sem sé gerzt, að nokkur smáríki hafa brýnt brandana í miklum móð, þus- að um blóð og bardaga og látið tii skarar skríða. Þau hafa hegð- að sér eins og götustrákar eða nokkurs konar afbrotaunglingar á vettvangi alþjóðasamskipta. Þau hafa ekki tekið nokkurt tillit til stórveldanna um að gæta hófs og stillingar. Og á sama tíma hafa Samein uðu þjóðimar staðið algerlega ráðalausar, blekktar, fyrirlitnar og smáðar. Þessi sömu herskáu smáríki, skipuðu samtökunum fyrst að verða á brott með gæzlulið sitt hið bráðasta og síðan lýsa þau því yfir eftir vopnaða landvinningastyrjöld, að Sameinuðu þjóðunum komi þetta ekkert viö, styrjaldarað- iljarnir muni semja um frið sjálfir og innlimun landa er til- kynnt eins og við lifum enn á þeim tímum þegar furstar og konungar unnu og töpuðu styrj- öldum og hlutuðu iandsvæðin í sundur í nokkurs konar landa- parís án þess að hirða hót um það, hvað fólkið eða íbúamir vildu. Hér virðist eiga að gilda það lögmál, að sá sem meira aflið hefur skuli öllu ráða. Jjannig er þá ástandið þegar smáríkin ráða, það eru grimmdarlegar styrjaldir, land- vinningar og hin lýðræðislega regla um ákvörðunarvald íbú- anna virt að vettugi. Áfram- haldið ætlar svo að verða að steypa milljón manns í evmdar líf flóttamannabúðanna, lokun Súez-skurðar — lífæðar heims- ins um ófyrirsjáanlega framtíð Kosygin snæðir i Glassboro ferskjur af búgarði J ohnsons forseta, sem biður túlkinn að spyrja Kosy- gin, hvernig honum líki við uppskeruna. og þar með sennilega efnahags legt hrun Egyptalands innan . fárra mánaða. Nýtt og takmarkalausara hat- ur milli þjóða en nokkru sinni fyrr, eymd og vandræði á öllum sviðum, sem geta alið af sér nýja kúgun og nýjar styrjaldir. Smáríkin sem þarna áttust við, ætluðu að ganga enn lengra. Það er ekki annað sjáanlegt. en að þau hafi beinlíiiis stefnt að því, aö nota þennan hveil, sem þarna varö, til þess að draga stórveldin inn í átökin. Arab- arnir voru ekkert að tvínóna við það að beita blekkingum og ósannindum til þess að reyna að fá Rússa til aö skerast í leik- inn. Þeir héldu því fram að brezkar og bandarískar flugvél- ar hefðu gert loftárásirnar sem lömuðú flugher Egypta og klif- uðu á því að Rússar svöruðu í sömu mynt. Qg ísraelsmenn voru heldur ekki saklausir í þeim glæfraleik því að þaö virð ist nú ljóst, að þeir vildu ein- í Hvíta húsinu aö tifa með rúss nesku letri yfir papprírinn, þýð- endur og sérfræðingar voru til kaliaöir, Johnson forseti undir eins á staðnum. Allt gekk fyrir sig í flughasti og ný skilaboð voru send til baka, þetta tók ekki nema fáeinar sekúndur eða mínútur og þannig var heimsfriðurinn tryggður, þrátt fyrir blekkingar smáríkjanna. Þessi atburöir hafa valdið því, að nú hefur fyrst og fremst ver- ið mænt til stórveldanna og þau talin friðsamlegust og vænleg- ust til að koma á ró og jafnvægi aftur, þar sem ólgan var mest. framhaldi af þessu ákvað Kosygin forsætisráðherra Rússlands að fljúga vestur um haf til að sitja aukaþing Sam- einuöu þjóðanna, sem kallað var saman til að ræða þessi nýju vandamál. Tilgangurinn með aukaþinginu er að reyna aö beita þessum alheimssamtökum til þess að flytja hátíölegar á- varpsræður. En óheppilegt er að láta slík formsatriði ganga fyrir þeirri staðreynd, að þessir tveir menn eru stjórnendur tveggja höfuðstórvelda heims. Það jók og á tortryggni og móðgun Rússanna, að á fundi Sameinuöu þjóðanna talaði ekki einu sinni Dean Rusk utanrikis- ráðherra, heldur var aðeins hin- um venjulega fulltrúa Banda- ríkjanna, Goldberg faliö að flytja ræðuna. Allt þetta olli því, aö þegar Johnson bauð Kosygin að koma til Washington að tala við sig, þá hafnaði Kosygin þvi og kvaðst ómögulega geta fariö þessa 300 km leið til Washipg- ton, þó hann væri þegar búinn aö feröast upp undir 8 þúsund kílómetra leið i rauninni ein- ungis í þeim tilgangi að hitta Johnson. T eit nú út fyrir það um tíma, aö Kosygin yröi að snúa Kosygin langaði til að skoða Niagara-fossinn. Hér sést hann sigla með ferjubát undir brúna skammt fyrir neðan þetta mlkla nátt- úruundur. mitt telja Egyptunum trú um það, aö Bretar og Bandaríkja- menn væru komnir í stríðið ,til þess að lama í einu vetfangi mótstöðuþrek hinna arabísku andstæðinga sinna. Það hefði verið dáfallegt, ef þessum herrum fyrir Miðjarðar hafsbotni hefði tekizt þessi blekkingaleikur, ef þeir hefðu getað talið Rússum trú um þetta og úr heföi svo sprottið eitt allsherjarbál um gervalla ver- öld, allt út af einni ómerkilegri deilu um siglingu olíuskipa um hinn þrönga Akaba-flóa. Cem betur fer voru það, aö ^ þessu sinni stórveldin, sem héldu vöku sinni og gættu hóf- stillingar. Rússum kom ekki til hugar að fara að hlaupa eftii neinni llugu, heldur fyrirskip- aði Kosygin forsætisráðhem. þeirra, að hin „heita“ símalina sem liggur þráðbeint úr Kreml og alla leið vestur yfir Atlants- haf í Hvíta húsið í Washington skyldi tekin í notkun tafarlaust. Allt í einu fóru fjarskrifarar til þess aö hafa vit fyrir smá'- þjóðunum ' austanvert viö Miö- jarðarhafiö, svo þær standi ekki alltaf eins og grimmir hundar hver gegn annarri. En auöséö var að ferð Kosygins var fyrst og fremst ráðin til þess að hon um gæfist .tækifæri til aö ræöa við og kynnast manninum sem beið hinum megin viö ,,heitu“ línuna, Johnson forseta. Fyrst eftir að Kosýgin kom vestur hófust hins vegar heldur óskemmtilegar deilur, sem minna á hina fornu íþrótt, — hráskinnaleikinn. Þeir gátu sem sé ekki komið sér saman um það, hvar þeir ættu aö hittast. Var þessi reipdráttur furðuleg- ur og að vísu ekki til þess fall- inn að auka traustið á stórveld- unum. Eiginlega hefði það verið eölilegast. fyrst Kosygin kom á þing Sameinuðu þjóöanna, að Johnson forseti kæmi til móts við hann og gerði slíkt hið sama. En þess verður að gæta. að það er á móti reglum Banda- ríkjaforseta sem þjóöhöfðingja að mæta á slíkum fundum nema við bóníeiður til búðar sinnar þar sem Johnson lýsti því yfir, að hann vildi hvergi hitta hann nema í Washington. En þá er sagt að s=°,ndiherra Bandarikj- anna i Moskvu, Llewellyn Thomas hafi gengið á milli og tekizt að sýna Johnson fram á, hve fávíslegt það væri að sýna slíka stirfni, er verkaði sem hrein móögun á Kosygin. Var nú farið að leita að ein- hverjum hentugum fundarstað fyrir þá, helzt mitt á milli New York og Washington og var fyrst ráðgert að halda fundinn í svonefndu Arden-húsi, sem er á landaréign hins kunna bandaríska diplomata, Averells Harrimann. En þá komst Kosyg- in að því, að Svetlana Stalin hafði fengið að búa í þessu húsi eftir að hún kom til Bandaríkj- anna og varð hann bæði sár og reiður yfir því, að sér skyldi búinn sami staður og henni. Loksins sönsuðust báðir aðiljar þó á það, að halda fundinn i háskólabænum Glassboro í Framh. ð bls. 10 fzm jannjtMMKBSKaia

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.