Vísir - 30.06.1967, Blaðsíða 8
00 B
V í SIR , Föstudagur 30. júní 1967.
VÍSIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentszaiðje Vísis — Edda h.f.
Halldór Þormar og Háskólinn
Siðferði hefur batnað stórlega í embættaveitingum
hér á landi. Áður fyrr þóttust ráðherrar oft geta skip-
að embættismenn að eigin geðþótta, án tillits til hæfi-
leika og starfsaldurs þeirra manna, sem^ til greina /i
komu. Smám saman hefur þetta breytzt, enda hefur l
aukizt skilningur manna á nauðsyn traustrar og á- )
byrgrar embættismannastéttar. í þessum efnum þurfa 1
íslendingar nú ekki að skammast sín í samanburði y
við neinar aðrar þjóðir.
Almenningsálitið hefur stuðlað mjög að þessari þróun.
Þar með er ekki sagt, að almenningsálitið sé alltaf
rétt. Rangt væri af ráðherrum að hlaupa á eftir því
í embættaveitingum, ef það hefði í för með sér brot
á hefðbundnum starfstímareglum. Það hefur t.d. bor-
ið á því, þegar sýslumannsembætti eru veitt, að fólk
vill heldur heimamann,aðalfulltrúa sýslumannsins, í
embættið, heldur en gamalreyndan sýslumann úr
öðru héraði. í slíkum tilvikum gera ráðherrar rétt í
að standa gegn óréttmætum kröfum heimamanna.
Einnig að þessu leyti mega embættaveitingar teljast
traustar hér á landi. i
Nýlega fengu landsmenn ískalda skvettu framan í
sig, er veitt var starf forstöðumanns meinarannsókna-
stöðvarinnar að Keldum. Þar var gersamlega vikið
frá eðlilegum reglum og stigið stórt skref til baka frá
hinum siðferðilegu venjum, er hafa skapazt hér á löng
um tíma. Frá þessu máli hefur áður verið skýrt mjög
ýtarlega á opinberum vettvangi.
Um starf þetta sótti vísindamaður, sem lengi hefur
starfað á Keldum, dr. Halldór Þormar. Hann hefur náð
svo miklum árangri í starfi sínu, að hann hefur hlot-
ið alþjóðaviðurkenningu. Er vafasamt, að fleiri en i
þrír eða fjórir íslenzkir vísindamenn séu kunn-
ari erlendis en hann er. Hann er einn af þeim mönn-
um, sem hafa sýnt það og sannað, að íslendingar eiga
skilið að vera sjálfstæð þjóð. Þessum manni var hafn-
að, en valinn ungur og óreyndur læknir, vafalaust
ágætur maður, en ekki sérfræðingur á því sviði, sem
Keldnastofnunin starfar á.
Nú um mánaðamótin tekur hinn nýi yfirmaður við y
störfum, en hinn heimsfrægi vísindamaður mun (
hverfa að einhverju af þeim forstöðumannastörfum, (
sem erlendar vísindastofnanir bjóða honum. íslenzka /
þjóðin glatar þarna einum af sínum beztu sonum.
vegna stórfelldra mistaka nokkurra manna.
Læknadeild Háskóla íslands ber þyngstu ábyrgð-
ina, en hún mælti með lækninum en ekki vísinda-
manninum. Virðing Háskólans hefur oft staðið tæpt,
en slíkan hnekki hefur hún ekki beðið um langt skeið.
Menntamálaráðherra veitti starfið að ráði læknadeild-
ar, þótt honum væri bent á, hvílíkt óráð þaö væri. I
þessu tilviki bar honum að þora að ganga gegn lækna-
deild og víta hana jafnframt fyrir mistökin.
Dapurlegt er, að atburður sem þessi skiuli geta gerzt
árið 1967.
Atján luku prófi i slysatrygg-
ingum frá Tryggingaskólanum
Átján nemendur luku prófi í
slysatryggingum frá Trygginga-
skólanum, sem slitió var meö
samsæti í Þjóðleikhússkjallaran
um 22. þessa mánaðar. — Hefur
þá 71 nemandi loldð, prófi frá
skólanum, en hanh tók tii starfa
haustið 1962 að tilhlútan Sam-
bands ísl. tryggingafélaga og
hefur veriö rekinn á kostnað
þess.
Við skólann hafa verið kennd
ar eftirfarandi tryggingagrein-
ar: Brunatryggingar, bifreiða-
tryggingar, skipatryggingar,
frjálsar ábyrgðartryggingar,
farmtryggingar og slysatrygging
ar.
Á seinasta kennslumisseri,
sem hófst í febrúar s.l. voru
kenndar tvær kennslugreinar,
en&te me£i sérstöku tilHti til vá
tryggingamáís og slysatrygging-
ar. —. Þá fl'utti Benedikt Sigur-
jónsson, hæstaréttardómari þrjá
fyrirlestra á vegum skólans um
ábyrgð framflytjenda og munu
þeir verða gefnir út næsta vetur
í bókaflokki skólans um sjó-
tryggingar.
Ágætiseinkunn hlutu að þessu
sinni þeir Bragi Lárusson (Sam-
vinnutryggingum) og Haraldur
Sæmundsson (Brunabótafélagi
íslands) og voru þeim afhent
bókaverðlaun frá Sambandi
slysatryggjenda.
Skólanefnd Tryggingaskólans
skipa nú: Jón Rafn Guðmunds-
son formaöur, Tryggvi Briem
og Þorsteinn Egilsson. Kennarar
síðast liðið misseri voru Þor-
steinn Egilsson, fulltrúi, sem
kenndi ensku og Egill Gestsson,
fulltrúi og K. Guðmundur Guð-
mundsson forstjóri, en þeir önn
uðust kennslu f slysatrygging-
um. — Förmaður Sambands ísl.
tryggingafélaga er nú Ásgeir
Magnússon.
Rithöfundar harma
valdarán í Grikklandi
Umferðamiðstöð á Dalvík
Aöalfundur Rithöfundafélags
islands hefur nýlega verið hald
inn. Forðamur félagsins, Thor
Vilhjálmsson, mlnntist Ragn-
heiöar Jónsdóttur rithöfundar
sem lézt fyrir skömmu. Hún
var um sinn formaður félagsins.
Þá rakti formaður starfið á
árinu og gerði grein fyrir ýms-
um helztu málum sem stjómin
hefði afgreitt. Thor Vilhjálms-
son var endurkjörinn formaður.
Aðrir í stjóm em þessir: Elías
Mar varaformaður, Kristinn
Reyr gjaldkeri, Þorsteinn frá
Hamri ritari, Jón Óskar með-
stjómandi. Endurskoðendur
vom endurkjömir: Sigriður Ein
ars og Jóhann Kúld. Einar
Bragi baðst undan endurkosn-
ingu í stjórn Rithöfundasjóös
Ríkisútvarpsins og var Stefán
Hörður kjörinn í hans stað.
Nokkrar umræður uröu um út-
hlutun listamannastyrkja.
Ýmis mál vom rædd á fund
inum. Fundurinn gerði eftirfar
andi ályktun: Aöalfundur Rithöf
undafélags íslands harmar
valdarán fasista í Grikklandi og
skorar á ríkisstjórn íslands aö
mótmæla eindregið á alþjóða-
vettvangi þvi ofbeldi og leggja
eftir megni þeim öflum lið seni
vilja tryggja grisku þjóðinni lýð
ræði og frelsi.
Fyrir nokkrum dögum var
opnuð ferðamiðstöð á Dalvik.
Ferðamiðstöðina rekur Gunnar
Jónsson, sem er sérleyfishafi á
Dalvikurleióinni. Þania hafa s<-
greiðslu áætlunarbflar, sem fara
milli Akureyrar og Ólafsfjarð-
ar. Myndin er af ferðamiðstöð-
inni.