Vísir - 30.06.1967, Blaðsíða 10
10
V lSIR , Föstudagur 30. júnf 1967.
Föstudagsgrein —
Framh. af bls. 5
New Jersey fylki og fengiö að
láni íbúðarhús háskólarektors-
ins til fundahaldanna.
4~kg þarna komu þeir svo sam-
an stórmennin tvö um síð-
ustu helgi og héldu tvo fundi
með sér. Það virðist augljóst af
fréttum, að það hafi farið ó-
venjulega vel á með þeim. í
allri ytri framkomu líktust þeir
nýtrúlofuðu pari. Þeir sátu sam-
an innilegir- og brosandi hvor
til annars, borðuðu góðan mat,
lambasteik, og Johnson kom
sjálfur með ferskjur til eftir-
réttar, sem voru nýtíndar af
trjám á búgarði hans sjálfs í
Texas. Það var eins og þeir
gætu ekki slitið sig frá hvor
öðrum, þættu hvor annar svo
uppbyggilegur og skemmtileg-
ur, að þeir sátu jafnvel á ein-
tali með einn túlk með sér í
.margar klukkustundir. Á eftir
héldu þeir fund með blaða-
mönnum fyrir utan rektorsbú-
staðinn og virtust þar ítreka þá
miklu persónuiegu vináttu, sem
þeir hefðu stofnaö með sér við
þetta tækifæri.
Þá má bæta því viö, að Ksygin
gekk um götur Glassboro þessa
litla sveitabæjar, tók í hendur
á fólki, klappaði börnum á koll-
inn og var hylltur ákaft af
mannfjölda á götunum. Á milli
fundanna tveggja fór hann í
skemmtiferð til að skoða
Niagara-fossinn og virtist hann
una sér álíka ve! og norrænir
ferðamenn á Mallorka. 1
Þannig yar þessi fundur stór-
mennanna alveg einstakur I
sinni röð og hefur aldrei frá'
stríðslokum verið túlkuð jafn-
mikil vinátta og bræðralag for-!
ustumanna þessara stórvelda
sem á þessum fundi.
þessu vináttuandrúmslöfti
hefði nú mátt ætla að hægt
væri að ná miklum árangri. Það
virðist nú þýðingarlítiö að ætla !
að tengja friðarvonir heimsins
við smáríki sem gera ekkert
annað en að berjast af heift
og hatri svo augu manna mæna
aftur til stórveldanna. Hér
voru þessir stóru menn saman
komnir og brostu kankvíslega
hvor til annars. Ef þeir hefðu
viljað þaö, og ákveðið það að
leysa deilur sínar, þá gátu þeirj
gert það í einu vetfangi og stofn
að þannig nýjan friðarheim. i
Hugsum okkur, ef þeir hefðu
■'mið sér saman um það i
snöggvast að leysa bæði Viet-
nam-deiluna og Israelsdeiluna
með einföldu samkomulagi sin
á milli. Það hefði sannarlega
ekkert verið á móti því, að
stórveldin hefðu bókstaflega
skipað þessum málum eftir sínu
höfði, því að þarna þarf að
hafa vit fyrir smáþjóðunum. Ef
slfkt samkomulag hefði náöst
má telja víst, að meginþorri
aðildarríkja Sameinuðu þjóð-
anna hefðu sameinazt og stutt
slíka lausn og kannski hefði þá
mátt reisa við að nýju álit sam- j
takanna eftir þá niðurlægingu |
sem þau hafa mátt þola að und-
anförnu.
> i
|7n því miður, ekkert slíkt,
gerðist. Þrátt fyrir vinahót
voru engin deilumál leyst, allt
situr við það sama. Israelsmenn
halda til streitu landvinninga-
kröfum sínum líkt og tiðkaðist
á dögum Bismarcks og menn
velta því fyrir sér, hvort land-
vinningastríð eigi þá ekki að
vera tákn tímanna, og austur
í Vietnam halda bandarískar
þotur áfram loftárásum á borg-
ir og kommúnistaherir áfram
að framkvæma hryðjuverk á al-
mennum borgurum.
Menn spyrja sjálfa sig, hvort
nokkur árangur hafi i rauninni
orðið á þessum Glassboro-
fundi. Jú, víst er það nokkur
árangur, að þessi tvö störmenni
hafa nú kynnzt persónulega.
Næst þegar einhver smáriki
fara að ógna heimsfriðn-
um geta þeir notað „heitu"
símalínuna og ávarpað hvorn
annan Hallo-Alex, — Hallo-Lyn!
Og vissulega er nokkuð öryggi
í því fólgið fyrir okkur hina.
Þorsteinn Thorarensen.
Bræla var í nótt á miöunum og
engin veiði. Þessi skip tilkynntu
um afla síðasta sólarhring (afli frá
því í fyrradag):
Náttfari 200 (tvær landanir),
Ólafur Bekkur 100, Snæfell 46,
Pétur Thorsteinsson 80, Ljósfari
100, Áseeir Kristján 140, Björg-
úlfur 100.
Flest skipanna lönduðu síldinni
í flutningaskipin Síldina og Haförn
sem eru nú á miðunum.
Geimfurur —
t-ramh. af bls. I
að glíma við, þegar út í geim-
inn kemur, þyngdarleysinu og
loftbreytingunum og læra að
stjórna geimfari, en allir eru
þeir þaulvanir í flugi.
Æfingastaðir þeirra eru víðs-
vegar um Bandaríkin, þar sem
þeir fá að kynnast sem ólíkustu
landslagi, einnig hafa þeir verið
á Hawaii í Kyrrahafinu við æf-
ingar.
Hér mun Sigurður Þórarins-
son, jarðfræðingur, ferðast með
þeim norður í Öskju en þar
verða þeir á mánudag.
Á morgun halda þeir til
Akureyrar með flugvél úr
bandaríska sjóhernum. Þeir
reisa sér tjaldbúðir við öskju og
aðfaranótt þriðjudagsins munu
þeir sofa við Herðubreið. Þá
verður haldiö með flugvél suður
á Hellu og þaðan mun Guö-
mundur Jónasson aka þeim á
fjallabílum sínum upp að Veiði-
vötnum og í Jökulheima og
einni nótt munu þeir eyða í
Landmannalaugum. Á sunnudag
9. júlí halda þeir síðan vestur
yfir haf aftur.
Helgisiðanefndin
Eins og áöur hefur verið sagt
frá í Vísi kaus nýafstaðin Presta-
stefna tvo menn til að vinna aö
endurskoðun helgisiöabókar.
Hlutu kosningu prófastarnir séra.
Jón Auðuns og séra Garðar Þor-
steinsson. Fyrir eru í þessari nefnd
biskupinn yfir Islandi, sem er for-
maöur nefndarinnar, Björn Magn-
ússon, prófessor og Þórður Möller,
yfirlæknir og voru tveir hinir síð-
astnefndu kosnir af Kirkjuþingi sið-
ast liðið haust. Á Prestastefnunni,
sem eins og fyrr segir er nýlokið,
var biskupi heimilað að tilnefna tvo
menn ti! að starfa með þessari fyrr
greindu fimm manna nefnd, og hef-
ur biskup ekki tilnefnt þá ennþá,
að þvi er biskupsskrifstofan upp-
lýsti blaðið um í morgun.
Gjöf til
Surtseyjur-
runnsóknu
Aö lokinni Surtseyjarráöstefn
unni í fyrradag afhenti dr. Poul
Bauer Surtseyjarfélaginu 5
þúsund dollara giöf til rann-
sókna i Surtsey. Giöfin var af-
hent í siödegisboði, sem ame-
ríska sendiráðiö hélt vísinda-
mönnum af ráöstefnunni.
Steingrímur Hermannson for-
maður Surtseyjarfélagsins þakk
aði gjöfina og lét þess jafnframt
getið að þetta væri ekki fyrsta
gjöf dr. Bauers til Sursteyjar-
rannsókna, en til þeirra hefur
hann nú gefið 26 þúsund doll-
ara, á aðra milljón íslenzkra
króna. Jafnframt fjárframlögum
sínum hefði Bauer sýnt íslenzk
um visindamönnum margvisleg-
an stúðnihg og fáir únhið annáð
éins áð þvf áð kynna íslezk
visindi.
Auglýsið í VÍSI
FERÐIR - FERÐALÖG
LANDSÝN — INNANLANDSFERÐIR
Daglegar feröir: Gullfoss — Geysir — Þingvellir kl. 9.00.
Krýsuvík — Grindavík — Reykjanes kl. 13.30. Þingvellir
um Grafnirg kl. 13.30. Þingvellir (kvöldferðir) kl. 19.30.
Brottför frá skrifstofunni.
LflNosy n n-
FERÐASKRIFSTOFA
Laugavegi 54 Simar 22875 og 22890
LANDSÝN — UTANLANDSFERÐIR
Búlgaríuferðir 17 daga og lengur ef óskað er 31 júlf,
21. ágúst, 4. og 11. sept. IT-ferðir ril 9 landa
i * j&L* naiga
FERÐASKRIFSTOFA
Laugavegi 54 . Símar 22875 og 22890
Stúlka óskast
Stúlka vön kjötafgreiðslu óskast.
Verzlunin VÍÐIR
Starmýri 2, sími 30420
TIL SÖLU
2ja herb. íbúð við Skipasund.
2ja herb. íbúð við Þórsgötu.
3ja herb. íbúð við Mánagötu.
3ja herb. íbúð við Sólheima, glæsilegt útsýni.
3ja herb. íbúð við Stóragerði.
4—5 herb. íbúð á efstu hæð í þríbýlishúsi við
Glaðheima. íbúðin er 2 stofur, 3 svefnher-
bergi, eldhús og bað, stórar svalir, fallegt
útsýni, hagstætt verð.
3ja herb. íbúð við Mávahlíð.
5 herb. íbúð við Rauðalæk.
5 nerb. íbúð í Háaleitishverfi.
Sér hæð og ris á einum bezta stað í Vestur-
bænum.
2ja og 3ja herb. íbúðir, tilbúnar undir tréverk
og málningu i Vesturbænum.
Fokhelt raðhús í Fossvogi.
350 ferm. iðnaðarhús til sölu eða leigu. Góðar
innkeyrslur og stór lóö.
FASTElGNAMtoSTOOIN
AUSTURSTRÆT112 SiMI 20424 & 1 4120
HEIMASiMI 10974
BORGIN
BELLA
„Ha? Hvaö hann Hjálmar geröi,
þegar vSö stönzuðum viö skógar-
vatnið i tunglskininu? — Hann
geröi bara við blöndunginn".
Veðrið
i dag
Þykknar upp með
suðaustan kalda.
Hiti 8-12 stig.
Bíluskoðun í dug
I dag verða skoðaðir bilar nr.
R-8901 til R-9050.
sjúkrahúsum
Borgarspitalinn Heilsuverndar-
stööin: Alla daga frá kl. 2 — 3 og
7-7.30
Elliheimilið Grund. Alla daga
kl. 2-4 og 6.30-7.
Farsóttarhúsið. Alla daga kl
3.30-5 og 6.30-7
Fæöingardeild Landsspitalans
Alla daga kl 3 — 4 og 7.30 — 8
Fæðingarheimili Reykjavíkur
Alla daga kl 3.30-4.30 og fvrir
feður kl 8 — 8.30
Hvitabandið. Alla daga frá kl
3-4 op 7-730
Kleppsstpitlinn Alla daga ki
3-4 op 6 30-7
Kópavogshælið Eftir hádeg’
daglega
Landako*«:spitaM Alla daga ki
1—2 op alla daga nema lauear
daga k' 7 - 7 30
Landssnitalinn. Alla daga kl 3
-4 og 7-7 36
Sólhelmar Alla daga frá kl 3
— 4 oe 7 — 7.30.
Sjúkrahúsið Sólvangur. Alla
virka daga kl. 3—4 og 7.30—8.
Sunnudaga kl. 3—4.30 og 7.30—8.