Vísir - 30.06.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 30.06.1967, Blaðsíða 9
V í S IR . Föstudagur 30. júní 1967. IWaraQBMWBHNMMMMMM 9 Kom á óvart hve margir Bretar voru hlynntir okk- ur í þorskastríðinu — Frakkar undirstrika, oð jbe/r hafi ekki i hyggju oð segja sig úr NATO. — Rætt v/ð Henrik Sv. Björnsson, sendiherra i Frakklandi Blaðamaður Vísis hitti á dögunum Henrík Sv. Bjömsson, sendiherra íslands í Frakklandi, en Hen- rik eyðir hér sumarleyfi með fjölskyldu sinni. Á- samt sendiherrastöðu í Frakklandi gegnir Henrik ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fslands hönd, aðal- lega hjá ýmsum aðþjóðastofnunum, sem aðsetur hafa í París, og má þar nefna að Henrik er fulltrúi íslands hjá OECD og UNESCO og jafnframt full- trúi íslands í fastaráði NATO. Blaðamaöur biöur Henrik fyrst aö segja lesendum blaösins frá flutningum aðalstööva NATO frá París til Brussel. — Þaö er gert ráö fyrir, að fastaráð NATO og „sekretaríið“ verði futt til Brussel um miðj- an októbermánuð. Þetta hefur það í för með sér, að íslenzka sendinefndin eins og aðrar sendinefndir, flyzt til Brussel. Það mun eflaust hafa það í för með sér, að stofna veröi íslenzkt sendiráð í Brussel og líklega mun sá sendiherra gegna sendi- herraembættinu hjá NATO og jafnframt vera sendiherra í Belgíu. Skapar þaö ekki vissa erfið- leika, aö gegna mörgum trúnaö- arstörfum samtimis? — Þaö er ekki hægt aö segja, að það hafi í för með sér neina tiltakanlega erfiðleika út af fyr- ir sig, en það er erfitt að vera i margs konar störfum, sérstak- lega með tilliti til að fundar- tímar vilja rekast á. Þetta hef- ur sérstaklega valdið erfiðleik- um, eftir aö Frakkar tóku þá stefnu í fyrra, að draga úr starf- semí sinni innan NATO, eink- um á hernaðarsviðinu, en við það hafa fundasetur aukizt aö mun, einkum hjá hinum 14 ríkj- um (þ. e. meðlimaríkja NATO aö Frakklandi undanskildu), en full trúar þeirra hafa oft komiö saman á sérstaka fundi. Fastaráösfundir eru ákveðnir einu sinni í viku, en eru haldnir mun oftar, þvi að oft kemur fyr- ir aö fastaráöið er kallaö saman til sérstaks aukafundar. Er búizt við því að Frakkar dra'gi enn frekar úr starfsemi sinni innan NATO en þeir hafa þegar gert? — Nei, við því er ekki búizt. Frakkar hafa alltaf lýst því yfir og lagt á það mikla áherzlu, aö þeir muni ekki hætta þátttöku sinni í fastaráði NATO. Þeir munu hætta eða hafa þegar hætt allri þátttöku i sameiginlegri her stjórn bandalagsins og um leiö hafa þeir óskað eftir þvi, aö erlent lið hyrfi úr Frakklandi. Þar er einkum um aö ræða am- erískt og kanadískt herlið, og er flutningi þess þegar lokið. Stefnubreyting de Gaulle kom á óvart Kom afstaöa de Gaulle til NATO á óvart, fyrst er hann lét hana í ljós eftir að ljóst var aö um stefnubreytingu var aö ræða hjá frpnsku stjómlnni? — Jú, það( er ekki hægt að neita því, áð þessi stefnubreyt- ing kom mjög á óvart og ekki er hægt að segja, að þarna hafi verið um hægfara þróun að ræða. Það hafa ýmsir aðilar í Frakklandi lýst sig mótfallna þessari stefnu forsetans, aðrir eru henni samþykkir. Hvaöa þýðingu hefur þátttaka íslands í varnarbandalagi NATO fyrir island sérstaklega? — Þátttaka íslands hefur að sjálfsögðu sína sérstöku póli- tísku þýðingu. Þarna skapast fyrst og fremst vettvangur, þar sem aðilarnir geta skipzt á upp- lýsingum, bæði varðandi heims- málin og einnig varðandi það, sem er að gerast í sérhverju að- Henrik Sv. Bjömsson, sendiherra. (Ljósm. Vísis, B.G.) Hinar nýju aöalstöðvar yfirherstjómur Atlantshafsbandalagsins i byggingu. Aöalstööv arnar eru nálægt borginni Mons. ildarriki. Þá má og minnast á margs konar samstarf milli að- ildarríkja NATO á sviði efna- hagsmála, vísinda og mennta- mála. Hvaö er aö segja um samstarf iö innan NATO, eftir aö de Gaulle boöaði að Frakkar myndu draga úr starfsemi sinni innan bandalagsins? — Það kom mjög fljótt í ljós, að eining hinna 14 ríkja (þ. e. allra aðildarríkja sáttmálans að Frakklandi undanskildu) var mun öflugri en menn bjuggust við. Þessi mikla eining, kom berlega i ljós í sameiginlegri yf- irlýsingu forsætisráðherra hinna 14 ríkja, en yfirlýsing þessi var gefin út fljótt eftir að Frakkar höföu lýst yfir afstööu sinni. Aft ur á móti má taka það fram, að Frakkar undirstrika alltaf, að þeir séu aðilar að Atlantshafs- samningnum, þeir gera greinar mun á því að vera aðilar að samningnum sjálfum og „org- anizationinni". Þeir hafa alltaf lagt ríka áherzlu á þaö, að þeir hefðu ekki í hyggju aö segja sig úr bandalaginu. Hefur ástandið í Austuriönd- um nær ekki verið rætt innan bandalagsins? — Fastaráðiö lýsti þegar yfir, að þetta ástand væri mikið á- hyggjuefni og lýsti jafnframt yf- ir því, að Atlantshafsbandalagið vildi stuöla aö því, að friöur yrði haldinn í þessum heimshluta sem öörum. Þorskastríðið Þér voruð sendiherra íslands í Bretlandi á þeim tíma, sem þorskastríöið svokallaða var milli íslendinga og Breta? — Já, ég var sendiherra ís- lands þar síðustu þrjá mánuöi þessa tímabils, og einnig vann ég all nokkuð áð undirbúningi samkomulagsins viö Breta, sem gert var varöandi málið. Undir búningur þess tók allmikinn tfma og að lokum varð að sam- komulagi að viðræðunefnd ffá Bretum kæmi til íslands. Stuttu áöur en sendinefndin kom hing- að til landsins haföi Harold Mc- Millan, þáverandi forsætisráð- herra Breta viðkomu á Kefla- víkurflugvelli á leið sinni vestur 3f T' um haf og ræddust þeir þá við, hann og Ólafur heitinn Thors, sem þá var forsætisráðherra. Um árangur samningaviðræön- anna vita allir og ekki er ástæða til að ræöa þaö mál frekar. Hvemig var sambúöin milli íslendinga og Breta, er þér vor- uð sendiherra í Bretlandi, síö- ustu mánuöi þorskastríðsins? — Sambúð landanna hélzt alltaf svo til óbreytt, en þess má geta, að þegar ég kom til Eng- lands til að gegna sendiherra- embættinu þar varö ég fljótt var við, hve margir Englending- ar voru okkar megin í málinu, ef svo mætti að oröi komast, þetta kom mér jafnvel nokkuö á óvart. ísland—Frakkland Hvaö getiö þér sagt um sam- band ísiands og Frakklands? — Mér líkar vel við Frakka, sérstaklega eftir aö ég fór aö kynnast þjóöinni. íslendingar og Frakkar hafa töluverð samskipti sín á milli, einkum menningar- leg og viðskiptaleg, en hinn sam eiginlegi tollur Efnahagsbanda- lagsríkjanna setur aö sjálfsögðu nokkrar hörr.lur á okkar við- skipti við þá. Menningarleg sam skipti þjóöanna hafa að öllum líkindum aukizt töluvert á und- anförnum árum. Töluveröur fjöldi íslenzkra námsmanna er i Frakklandi, og að auki eru nokkrar listakonur búsettar þar. Mikill hluti íslenzkra listamanna kemur til Frakklands svo til ár- lega, einkum til að skoða sýn- ingar t. d. Picasso-sýninguna itóru, sem var í París í vetur. veir íslenzkir lektorar í ís- lenzku eru við franska háskóla, þeir Emil Eyjólfsson við Sor- bonne-háskólann i París og Huldar Smári Jóhannsson við háskólann > Can á Normandie. Mikið er um að alls kon- ar fyrirspurnir um Island og íslendinga berist til sendiráös- ins og reynum við að sjálfsögöu að leysa úr þeim eftir beztu getu. Annars Veit almenningur frekar lítið um land okkar og þjóð, en þeir sem aftur á móti vita eitthvaö um okkur vita töluvert mikið. af.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.