Vísir - 30.06.1967, Blaðsíða 4
— Francoise Dorleac
var oð koma úr heim-
sókn til systur sinnar,
þegar hún missti
vald á bilnum
Xr
Brann til bana
í bíl sínum
I hlutverki sínu í „SiIkShúð".
— Oftast hlusta ég á hjarta mitt.
En ég tek yfirleitt ekki ákvörðun
án þess að hafa ráðfært mig við
heila minn. Þessi orð voru höfð
eftir frönsku leikkonunni Franco-
ise Dorleac, fyrir fjórum mánuð-
um. Mánudaginn s.l. lét hún lífiö
í bílslvsi í borginni Antibes 15
km frá borginni Nizza þar sem
hún hafði verið að heimsækja syst
ur sína Catherine Deneuve. Fran
coise var á leið til flugvallarins til
að ná í vél til Parísar, þegar
hún missti vald á bflnum, sem
hún ók og keyrði á múrvegg. Eld-
ur kom upp i bílnum og ekki var
hægt að bjarga hinni 25 ára
gömlu kvikmyndadís tímanlega.
Francoise Dorieac er af leikara
fjölskyldu komin og hóf fljótlega
nám í leikskóla, þegar hún hafði
aldur til. Hún iauk samt ekki
námi og fór fljótt að leika í kvik
myndum. Þeirra á meöal hafa ver
iö kvikmyndimar „Silkihúð“
kvikmynd Truffaut, „Djengis
Khan“ Henry Levin. „MaÖurinn
í Ríó“ kvikmynd Philippe de Bro-
cas þar sem hún lék á móti Jean
Paul Beimondo, „Öngstræti”
Roman Polanski og kvikmynd-
inni „Ungfrúrnar frá Rochefort"
þar sem hún lék á móti systur
sinni undir leikstjóm Jaques
Demy.
inni „Ungfrúmar frá Rochefort"
E2
Hálfapinn Axil var bundinn Francoise á sérstæðan hátt. Hún bjargaði honum frá tortímingu.
Það varð ég að gera, sagði hún. Hann er svo fallegur.
íslenzkar skipasmíðar
Kunningi minn einn sem hef-
ur með stórt síldvelðiskip að
gera, og hefir að undanförnu
verið að útbúa það til síldveiöa
er gramur íslenzkum iðnaöar-
mönnum. Við sátum yfir kaffi-
bolla eitt kvöldið, en kunningi
minn var í heldur illu skapi,
þvf að hann hafði þá dagana á
undan verið með skipið i siipp,
og elnnig þurfti að láta gera
við vél, og yfirfara ýmis tæki.
Og kunningi minn sagði sínar
farir ekki sléttar, og hann taldi
hreina fiarstæðu að tala um að
islendingar séu færir um að
sinna sinum skipasmiðum sjálf-
ir að fenginni reynslu. Öll vlnna
virðist framkvæmd með því hug
arfari, að verlð sé að gera hlut-
ina fyrir náð, og erfitt að fá
menn til aö vinna sum störfin,
sérstaklega ef um óþrifaleg
störf er að ræða.
Þessi kunningi núnn fór í
fyrra eða hitteðfyrra til Noregs
með þetta skip sitt til viðhalds
og það var allt annað, sagði
hann mér. Því að þá fékk hann
fast verötilboð í flest verk fyrir-
fram, sem helzt er ekki hægt
aö fá hiá verkstæðum hér, eða
þá svo himlnhá, að ekki nær
nokkurri átt. Einnig er hægt að
fá hjá erlendum verktökum
nienn til allra verka, nægilega
marga til að ljúka hverju verki
á þeim tíma, sem lofað er. Það
borgar sig að fara með skip til
erlendra verkstæða til viöhalds,
það borgar sig fjárhagslega og
það tekur styttri tfma.
Við ræddum nokkuö jjessi um-
mæli kunningja míns, því mér
þótti þetta nokkuð hörö um-
mæll um íslenzkan iðnað. En
þessi kunningi minn taldi ís-
lenzka iðnaðarmenn ekki sam-
keppnisfæra, því að þelr væru
of óstundvísir og hysknir í sér,
og það gætu verkstæðin ekki
ráðið við, þvi að ef veriö væri
að vanda um við menn, að þá
hættu þeir bara. Af þessum völd
um taldi kunningi mlnn enn-
fremur útilokaö, að íslendingar
væru samkeppnisfærir i nýsmíði
ineðan ástandlð væri óbreytt að
þessu levti.
Ef við ætlum sjálfir að geta
byggt okkar skip i framtíðinni,
og ennfremur ef við ætlum sjálf
ir að annast viðhald og þjón-
ustu er nauðsynlegt að geta ann
azt þaö á sem stytztum tíma
til að tefja ferðir skipanna sem
allra stytzt, og ennfremur er
nauðsynlegt að allrar hag-
kvæmni sé gætt, svo að verð-
lag verði ekki óheyrilegt. Al-
menn óstundvísi hlýtur að koma
niður á verðlagi seldrar þjón-
ustu, og ef viðskiptavinimir
þurfa ekki að borga brúsann,
hlýtur óstundvisin aö koma nið-
ur á afkomu viökomandi verk-
stæðis.
Ef slík ummæli eiga virkilega
stoð í veruleikanum, þá eru þau
umhugsunarverð, því að vissu-
lega þurfum við að verða sjálf-
um okkur nógir í smíði skipa
og í viðhaldi þeirra. Og viö get-
um ekki talið, að við séum sjálf
um okkur nógir, nema vera einn
ig samkeppnisfærir um verð og
gæði. Ég hefi þá skoðun að stétt
arfélög verkamanna og iönaðar
manna ættu jafnframt því sem
haldið er á rétti um kaup og
kjör, að þá ættu stéttarfélögin
að hvetja til ráðvendni í störf- |
um, t.d. að hvetja til stundvísi, |
sem er þjóðarvandamál, hvetja ;
til að greiddir veikindadagar séu 1
ekki misnotaðir, svo að eitthvað ^
sé nefnt. Aukist stundvísi al- í
mennt og meðaltal veikinda- 1
daga lækki, myndu viðkomandi 7
atvinnugreinar að vissu leyti ^
styrkjast og því vera aflögu- í
færar um að greiða hærra kaup. f
Hins vegar standa þessar grein- ;
ar ekki sterkt í dag, og mun j
margt koma til, sem veldur því í
að skipasmíðar standa heldur i
höllum fæti, svo að óbreyttum /
aðstæðum eru ekki líkur til að 1
um stóran þátt verði að ræða i
í íslenzku atvinnulífi. Hins veg- I
ar hafði þessi umræddi kunn- ?
ingi minn þá skoðun, að tækni- 1
lega stæðu íslenzklr málmiðn-
aðarmenn jafnfætis erlendum t
stéttarbræðrum sínum, en það 'J
væri aðeins hugarfarsbreytingin v
gagnvart vinnuveitandanum og |
viðskiptavininum, sem þyrfti að í
breytast. Ummæli kunningja ?
míns eru vissulega umhugsunar ^
verð. I
Þrándur í Götu. k