Vísir - 18.07.1967, Blaðsíða 1
VISIR
57. árg. - Þriðjudagur 18. júlí 1967. - 161. tbl.
50 HAFA SÓTT UM
HMALEYFIÁ ARINU
Fjöldi einkaleyfisumsókna liggur
nú fyrir hjá iðnaöarmálaráðuneyt-
inu. Flestar eru erlendar af þeim
fimmtíu, sem þegar hafa komið
inn á þessu ári, en þó eru nokkrar
íslenzkar. í fyrra bárust 13 um-
sóknir ura einkaleyfi á hinum
ýmsu tækjum inn til ráðuneytisins.
Fór meirihlutinn í könnun en ekki
voru veitt einkaleyfi á neinu
þeirra. Annað hvort voru þau þeg
ar komin á erlendan markað eða
þá, að þau þóttu of smávægileg.
Jóhannes Guöfinnsson tláði blað-
inu, að flestar umsóknirnar snertu
einkalcyfi á ýmsu viðkomandi veiö
arfærum og slíku.
Iiggja fyrir er t. d. umsökn Sverr-
Meðal þeirra umsókna, sem nú
is R. Bjarnasonar um einkaleyfi á
aðferð til að sneiða í sundur eða
hluta niður pakkaðar vörur án
þess að taka þær áður úr um-
búðunum, með þráðum eða bönd-
um, sem komið er fyrir utan á
umbúðum vörunnar, innan á þeim
eða á milli laga á sjálfum umbúð-
unum.
Þá sótti Einar Guðjönsson ný-
lega um einkaleyfi hér á landi á
sjálffóðrun á fóðurgarða á gólfi.
Ennfremur hefur Ólafur Sigurðs-
son sótt um einkaleyfi hér á landi
á fisklínu með gerviefnabeittum
önglum með flotkrafti,
Þetta eru dæmi nokkurra þeirra
umsókna á einkaleyfum, sem ber-
ast ráðuneytinu. Einkaleyfisum-
sóknir eru sendar til rannsókna
erlendis og hafa þó nokkrir ís-
lendingar fe »;ið erlend einkaleyfi
á uppfinningum sínum umliðin ár.
STÖKKVANDI LAX
í KOLLAFIRÐI
Þór Guðjónsson veiðimálastjóri mælir einn laxinn, sem fluttur var í gær úr ósnum upp í eina eldistjörnina.
~r~rii—riniiir nr~im~ ■■imr ii— — mnmiTr'■— «rrr ■— iTnrr m— mrrr t n«rnir nm
Miklar laxagöngur eru nú í
flestum ám á Suður- og Vestur-
landi og fréttir um góða lax-
veiði berast hvaðanæva að. —
í Laxeldisstöð ríkisins i Kolla-
firði hafa laxagöngurnar verið
töluvert fyrr á ferðinni en í
fyrra og höfðu 40—50 laxar
gengið þar upp í gær, þegar tíð-
Gevsileg netavaiði austanfjalls
Um 10°/o af heildar laxveidi landsins i
mebalári komið á land á einni viku i
Þjórsá, Ölfusá og Hvifá
Geysileg laxveiði er nú í
net í stóránum fyrir austan
fjall, og menn muna ekki
aðra eins veiði þar. Kaupfé-
lag Árnesinga tók á móti rúm
um fjórum tonnum frá lax-
veiðibændum í Ölfusá, Hvítá
og Þjórsá í síðastliðinni viku,
en nokkrir bæir, þar á meðaí
tveir mestu laxveiðibæimir,
leggja ekki inn hjá KÁ, þann-
ig að búast má við að neta-
veiðin hafi verið a. m. k. helm
ingi meiri en það, sem lagt
hefur verið inn hjá kaupfé-
laginu. — Heildarlaxveiðin
hér á landi á ári er að með-
altali um 100 tonn, saman-
lögð netaveiði og stangaveiði
en netaveiðin í þessum þrem-
ur stórám hefur í síðastlið-
inni viku numið rúmum 10%
af því magni. Má sjá af þeim
samanburði, að hér er um gíf
urlega veiði að ræða.
Það er erfiðleikum bundið að
afla nákvæmra upplýsinga um
laxveiðina í net, því að bænd-
ur eru tregir til að gefa upplýs-
ingar um hana. Það liggur þó
Ijóst fyrir samkvæmt frásögn-
um bænda, að netaveiði hefur
veriö mjög góð hjá þeim flestum
eða öllum í síðastliðinni viku.
Fréttir hafa einnig borizt af
góðri stangaveiöi í flestum án-
um í Árnes- og Rangárvalla-
sýslu.
Mesta veiðin hjá laxveiði-
bændum, sem leggja inn hjá
Kaupfélagi Árnesinga var s.l.
þriðjudag eða um 1.3 tonn, að
því er Valdimar Brynjólfsson
laxamatsmaður hjá kaupfélag-
inu sagði Vísi í morgun. Þann
dag fengust rúmir 100 laxar
í net á Selfossi, en veiðin var
Framhald á bls 10
indamaður Vísis var þar á ferð-
inni. Sjá mátti stökkvandi lax
úti á Kollafirðinum út af ósn-
um, en Þór Guðjónsson veiði-
málastjóri, sem var þama stádd
ur með tiðindamanni, sagðist
aldrei hafa séð stökkvandi lax
í sjó áöur. Þór sagðist búast við
að laxinn færi að ganga upp í
laxeldisstöðina af fullum krafti
seinna í þessum mánuði og sagð
ist búast við að laxar, sem
gengju upp í stöðina nú í sumar
verði eitthvað um 1000, en i
fyrra gengu um 700 laxar upp.
Töluvert af laxinum, sem geng-
ur upp í stöðina á þessu sumri
verður lax, sem hefur verið
tvö ár í sjó, en í fyrra gekk að-
eins lax upp, sem hafði verið
eitt ár i sjó. Verður því töluvert
um stærri lax, sem gengur upp
í sumar.
Mjög liflegt var i Elliðaánum
í gær, stökkvandiedax i fossinum
og fyrir neðan teljarann voru
heilu torfurnar, sem biðu eftir
því að ganga upp úr. — 1 gær-
kvöldi voru komnir um 2200 lax
ar í gegnum teljarann, en megn
ið af fjöldanum, er hefir gengið
upp í sumar hefur komið tvær
síðastliðnar vikur.
Samdráttur og jafnvel stöðvun
yfirvofandi á Austfjörðum
segja Austfirðingar á Egilsstaðafundi i gær | við ríkisstjórnina ásamt þingmönn-
| um héraðsins.
, allt of stuttum fyrirvara. 1 Blaðið hafði i morgun samband
i Fundurinn samþykkti álitsgerð í við Hrólf Ingölfsson, bæjarstjóra
j ellefu liðum og kaus nefnd til þess á Seyðisfirði og sagði hann aö ein
; að fylgja samþykkt fundarins eftir ' Framh. á 10. síðu.
Fundur sveitarstjórna og for-
svarsmanna atvinnufyrirtækja
Austfjarða, sem haldinn var á Egils
stöðum í gær lítur mjög alvarleg-
um augum á lánsfjárskort og fjár-
hagsörðugleika atvinnulífsins á
Austfjörðum. Telur fundurinn í á-
litsgerð sinni að samdráttur og
jafnvel algjör stöðnun atvinnu-
lífsins á Austfjörðum sé yfirvof-
andi, ef ekki verði gerðar ein-
hverjar ráðstafanir.
Fundinn sátu um 90 manns, auk
sveitarstjórnarfulltrúa og forsvars-
manna síldariðnaðarins eystra
þrír alþingismenn kjördæniisins
svo og formaður Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga, en hins vegar
komu Eggert G. Þorsteinsson,
sjávarútvegsmálaráðherra og Gylfi
Þ. Gislason, viðskiptamálaráðherra
ekki til fundarins, né heldur Jó-
hannes Nordal bankastjóri Seðla-
bankans og bar það til, að þeim
var boðið til fundarins meö
Ók á barnavagn
Það er aldrei of oft brýnt
fyrir ökumönnum að gæta vel
aftur fyrir bifreiðir sinar, áður
en þeir aka þeim aftur á bak
Hjá Garðsapóteki kl. hálf tvö
í gær bakkaði leigubílstjóri á
tvær konur með ungbarn í
vagni, en, sem betur fór, hlut-
ust engin alvarleg meiðsli af.
Bílstjórinn varð ekki kvennanna
var, fyrr en hann fann eitthvað
verða fyrir bílnum, en þá staö-
næmdist hann strax. Hafði hann
þá ekið á barnavagninn, beygl-
að grindina undir honum, en
sjálfur vagninn var óskemmdur
og barnið, sem í var, sakaði
ekki. Móðir barnsins féll í göt-
una, hruflaðist aöeins á fæti,
en að öðru leyti sakaöi engan.
Þarna hefði þó getað orðið sorg-
legt slys. Skyldu því aðrir öku-
menn láta sér þetta víti að vam-
aði verða og huga vel í kring-
um sig fyrst, áður en þeir aka
bifreiðum sínum aftur á bak.
Vagninn slapp furðu vel, eins og amman Hanna Jónsdóttir, sem
var önnur kvennanna, sýndi ljósmyndaranum. Grindin aðelns
skekkt undir vagninum.
i/VU*