Vísir - 18.07.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 18.07.1967, Blaðsíða 9
VISIK. Pnojuuagur 10. jun isb/. 9 < SÓLSKIN FYRIR 25 KRÓNUR Til sanninda um, hversu fj«lfarin leið hefir verið barna áður fyrr, má sjá, að hestarnir hafa markað með hófunum djúpar hvilftir i harðar klappimar. Gísli er til vinstri, en Björn til hægri, og á milli þeirra markar mjög greinilega fyrir hestagötunni í klöppinni. EYKJAVÍK hefir þá sérstöðu fram yfir margar aðrar höfuðborgir heims, að í næsta nágrenni em stór óbyggð svæöi, sem eru tilvalin leikvangur þeirra, sem unna útiveru og gönguferðum. T.d. er svæöið frá Sandskeiði og suður að Kefla- víkursvæðinu, svo óbyggt, að ekki er um að ræða einu sinni sumarbústaði. Að visu er svæö- ið víða gróöurlítiö, en sums staðar er líka mjög gróðurmik- ið, jafnvel kjarr. Sérkennileg fjöll og eldstöðvar frá fyrri tíð em þarna margar, og er landið svo ósnortið, að glögglega má gera sér grein fyrir, hvernig þessar hroðalegu hamfarir elds- umbrotanna hafa farið fram. Óskandi er, að þessi stóru svæði fái að veröa ósnortin af mannavöldum, svo að við úti- vistar-dýrkendur fáum að njóta lengi enn. Ein af ákjósanlegri gönguleiö- um á þessum slóðum er leiðin úr Kaldárseli og suður til Sel- vogs, eftir gamalli hestagötu, sem er rudd og óslitin frá Set- bergshlíöinni fyrir ofan Hafnar- fjörö og alla leið suður úr, til Selvogs. Leið þessi er vörðuð svo að segja alla leiðina, og standa flestar þeirra enn, þó að vafalaust séu mörg ár síöan þær voru hlaðnar. Fyrir nokkru lögðum við þrír göngufélagar land undir fót og fórum þessa leið frá Kaldárseli, en þangaö létum við aka okkur. Ferðafélagarnir voru, auk mín, þeir Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur og ’ Gísli- Sigurösson lögregluvaröstjóri I Hafnarfirði, sem safnað hefir örnefnum á þessum slóðum, svo að báöir þekktu þessir menn svo :.ð segja hvert fótmál. Vegarslóöinn frá Hafnarfirði liggur í gegnum Helgadal, og gengum við þangað frá Kaldár- seli, og síðan með Valahnúkum, en þar er hellir einn, sem Far- fugiar hafa gert aö bústað sínum með því að innrétta hell- inn og setja í hann trégólf aö nokkru. Fyrir nokkrum árum var þarna mannaferð um hverja helgi, en nú hefir þessi annars ágæti útilegubústaöur verið vanræktur aö nokkru. Farfuglar kalla þetta „hreiöur" sitt Vala- ból og er hin gamla Selvogsgata rétt við hellinn. Frá Valahnúkum liggur leið- in nokkurn veginn beint yfir hraunið og í áttina að Grinda- skörðum Við gefum okkur góðan tima til að skoða okkur um. þvi aö leiðin þarna suöur um er skemmtileg, margir hell- ar og skútar, sumir mjög for- vitnilegir Og sumir eiga jafnvel sína sögu í fórum Björns og Gísla. Ekki er vitað, hvenær feröir hófust þessa leið, en vafalaust er lannt síðan. því að útræö; var snemma frá Selvogi og Herdis- arvík. en kaupskip komu oft i Hafnarfjörð. Ennfremur var þessi léiö farin til að sækja brennistein j námurnar í Brennisteinsfjöllum en á árunum 1860—1890 var unninn brenni- steinn á þessum slóðum til út- flutnings. Var brennisteininum mokaö í poka, en síöan tóku ýmsir hestaeigendur að sér að reiöa brennisteininn til Hafnar- fjarðar fyrir eina krónu hest- burðinn. í Hafnarfirði var brennisteininum skipað um borð í kaupskip til útflutnings. En nú er umferðin minni þarna um slóðir, og segir Gísli okkur, en hann er oft þarna á ferðinni, aö það teljist til tíðinda, ef að fólk sjáist á ferð um þessar slóðir. Til sanninda um, hversu fjöi- farin leið hefir verið þarna áður fyrr, má sjá, að hestarnir hafa markað með hófunum djúpar hvilftir í harðar klappirnar. Á meðan við erum á gangi yfir hraunið finnst okkur hann gerast rigningarlegur í lofti. Það þótti góður og gegn siöur, áður fyrr, að heita á helga menn og kirkjur sér til fulltingis, ef á lá, og finnst okkur það vel við eiga, eins og á stendur að gera áheit, ef veður haldist bjart og rigningarlaust á ferö okkar suður yfir fjöllin. Ekki kemur okkur saman um á hverja só bezt aö heita, en við ákveö- um aö heita tuttugu og fimm krónum hver. Gísli telur Strandakirkju öruggasta, en ég haföi áöur heitið á heilagan Þorlák með •góöum árangri undir svipuöum kringumstæðum. Taldi Gísli þá, aö ekki lægi á að ákveða til hverra áheitið skyldi renna, en það tók Björn af, því að það gæti kostað átök á himnum, ef við ákvæöum ekki sjálfir fyrirfram, hverjir skyldu fá krónurnar. Varð það að samkomulagi, að viö Björn skyldum heita á heilagan Þor- lák, en Gísli skyldi senda sínar tuttugu og . fimm krónur til Strandakirkju, ef við fengjum sólskin. Vegarslóðinn upp í Kerlingar- skaröið er í ótal krákustígum vegna brattans. Ömefni eru þarna mörg, enda blasa hnúk- amir og skörðin vel við frá Stór-Reykjavík. Flestar em hæö irnar gamlar dyngjur og eld- fjöll, sem gosið hafa fyrr á öld- um, sum jafnvel fyrir ísöld. ör- nefni eins og Bollarnir, þeir eru einir sex, Kerlingarskarö, Draugahlið, og mörg fleiri heyr- ast af vörum Bjöms og Gisla, þegar við göngum suður í gegn- um skarðið. En hnúkarnir blasa einnig við langt utan af sjó, og sjómennirn ir þekktu þá ekki alltaf til sömu örnefna og þeir, sem á landi ferðuðust. Höfðu þeir sinn hátt á í nafngiftum og til útskýring- ar á góðum fiskimiðum. Sem dæmi má nefna, að utan úr Faxaflóa þóttust þeir sjáÞykkva læri og Þunnalæri, en á milli þeirra var auðvitað Klofiö. Þetta voru hnúkarnir í Grindaskörð- um, en hins vegar var einn Valahnúka öðrum meiri, frá þeim að sjá, enda e*. hann mörgum kílómetrum nær sjó. Var sá kallaður Drellir á sjó- mannamáli. Þegar Drellir bar neöan til í Þykkvalærið, töldu sjómenn sig vera á öruggri fiskibleyöu út í Faxaflóa, í rennunni á milli hrauna, eins og það var kallaö. Þarna voru fengsæl togaramið, og fengu margir glöggir fiskimenn á tog- aratímanum góða afladaga á þessum slóðum, fyrr á árum. En tímarnir breytast og örnefnin á þessum slóðum hætta að hafa þá þýöingu í daglegu starfi manna, sem þau höfðu. Ofanvert i Grindasköröum skiptist vegurinn, en slóöinn suöur í Brennisteinsfjöllin liggur til vesturs, en leiðin til Selvogs áfram í suður. Við höldum á- fram til suðurs. • Þrátt fyrir áheitin hafði Björn verið svo hygginn að hafa með sér feikimikla regnhlíf af enskri gerð, forláta grip, sem spann- aði faðm eða meira í þvermál. Við Gísli efuðumst um, að slíkir gripir heyrðu ferðaútbúnaði til, en Björn taldi einmitt siíkan grip skara fram úr öðrum að notagildi, og það sannaði hann, þegar við settumst til að borða nesti okkar, en þá spennti hann út regnhlífina góðu og snæddi í skjóli. En Björn hefir aldrei verið talinn feta troðnar slóðir í ferðamennsku, enda nefir hann til dæmis fariö Sprengi- sandsleið á reiðhjóli, áður en ferðir almennt hófust þá leið, farnar af skemmtiferðamönnum. Þó að ekki væri alltaf greiö- fært að hjóla, að þá bar hjólið þó ætíð byrðarnar, en ferða- langarnir önnuðust aöeins það að styðja hjólið. I ánum var hreint afbragð að styöja sig við reiðhjól. Þegar Sprengisandur gerðist þungfær vegna bleytu, brugöu þeir ferðalangar sér upp á Hofsjökul, en þar reyndist af- bragðs færi og hjóluðu þeir fé- lagarnir yfir jökulinn á tveimur tímum og miðaði vel til norður- lands. Er þetta eina dæmiö, sem ég veit um hjólreiðar á jökla- feröalagi hérlendis. Við félagarnir fórum okkui heldur hægt, þurftum margt aó athuga á leiðinni, og margt aó ræða, enda var okkur fæst mann legt óviðkomandi. Þpir Gisb og Björh vitnuðu gjarnan til t'yri tíma og fornra heimilda, en þa varð ég að hafa mig allan vió. því að þar stóð ég svo langt a<. baki, hvaö allan fróðleik snertir. En á söguslóðurri eru sagn- froðir menn í essinu sínu, svo að þessu sinni skipaöi ég sæti hins forvitna hlustanda. Við gengum á Kóngsfell, sem er þarna á miðri heiði. Það er gamall reglulaga gígur, sem hefur merkilegu hlutverki að gegna að vera landamerki á milli Krýsuvíkur, Herdísarvíkur og á milli sýslnanna, Árnessýslu og Gullbringusýslu. Þaðan var gott útsýni yfir heiðina, en ekki er Kóngsfell svo tígulegt, að það veiti manni útsýn til höfuðborg- arinnar, enda. sést Kóngsfellið ekki frá Reykjavík. Á þessum slóðum er margt furðulegra steina, sem gaman er að skoða, en gjallið úr gígnum hefir tekið Framhald á bls. 10. Bjöm sannaöi ágæti þess að hafa með sér regnhlífar í ferðalögum, þegar við settumst til ag snæða, spennti hann út regnhlífina góðu og snæddi í skj'óli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.