Vísir - 18.07.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 18.07.1967, Blaðsíða 13
13 VÍSIR. Þriðjudagur 18. júlí 1967. ÝMISLEGT Reglur um stofnun ávís- Heimssýningarbloð af lceland Review anareikmnga Eins og kunnugt er hafa bankar og sparisjóðir um árabil haft sam- starf í þeirri viðleitni að gera tékka sem gagnlegast og öruggast greiðslu tæki. Hefur Samvinnunefnd banka og sparisjóða sett reglur um tékka- viðskipti og er dagleg framkvæmd þeirra annars vegar hjá innláns- stofnunum sjálfum og hins vegar hjá Seðlabankanum. Reglumar lúta að stofnun reikninga, notkun tékka og aðgerðum gegn misnotkun, ef um hana er að ræða. Hafa í þessu sambandl farið fram alls 15 skyndi kannanir tékka frá 1963 og frá 1964 hefur Seðlabankinn á gmnd- velli sérstakrar iagaheimildar, inn- heimtalla innstæðu lausa tékka sem borizt hafa um dagleg ávísanaskipti í Reykjavík. Hefur þeirri innheimtu einkum verið beint gegn útgefend- um innstæðulausra tékka. Þó að dregið hafi verulega úr misnotkun tékka, fer fjarri að þessi mál séu komin í viðunandi horf. Hefur nú verið ákveðið ag gera veigamiklar breytingar á umrædd- um reglum. Aðhald verður stórlega aukið og aögerðir gegn misnotkun vemlega hertar. Verða kærur til sakadóms fyrir misnotkun sendar strax eða með mjög stuttum um- liðunarfresti. Auk þess verður fjár- hæ6 tékkanna innheimt miklu fyrr hjá framseljendum en verið hefur. Þykir rétt að kynna hér almenn- ir^i og sérstaklega þeim, sem hafa tékkareikninga eöa skipta mikið með tékka, aðalefni þeirra reglna, sem nm er að ræða. Við stofnun tékkareikninga ber þess sérstaklega að gæta, að: Framvísa ber nafnskírteini. Meðmæli tveggja manna, sem stofnun viðurkennir, fyigi umsókn ólftmns aðila. Lágmarksstofnfé sparisjóðsávis- anareiknings er hækkaö í kr. 5.000,00. Lágmarksaldur reikningshafa er 21 ár og fjárræði verður að vera óskert. Aðalefni reglna varðandi misnotk- un og innheimtu innstæðulausra tékka: Lokun tékkareiknings vegna mis- notkunar og kæra til sakadóms veldur því, að hlutaðeigandi fær hvergi tékkareikning. Eftir eðli brots er trékkareikn- ingi lokað í fyrsta, annað eða í síðasta lagi í þriðja sinn, þegar innstæðulaus tékki berst. Reikningi er lokað við fyrsta brot, ef öðrum reikningi sama aðila hefur áður verið lokað, eða brot er gróft og ásetningur auðsær. Öllum tékkareikningum aðila við allar stofnanir er lokað, ef hann er kærður fyrir útgáfu innstæðu- lauss tékka eða annað brot á tékkareglum. Kæra til sakadóms er send að liðnum nokkrum dögum frá þv£ að tékki er áritaður um greiðslufall og er frestur til að greiða slfka tékka verulega styttur frá því sem verið hefur. Útgefandi innstæðulauss tékka er krafinn um greiöslu innheimtu- gjalds, sem nemur 10% tékkafjár- hæðar, auk stofngjalds frá 250,00 til 1.000,00 kr. og dráttarvaxta. Bankar og sparisjóðir skiptast á nauðsynlegum upplýsingum um þessi mál og í þvi sambandi starf- rækir Samvinnunefndin upplýsinga miðstöð. Skyndiávísanaskipti á vegum Seðlabankans halda áfram, þegar 'tilefni þykir til og munu einnig fara fram utan Reykjavíkur, þegar ástæða er til. Ennfremur munu bankar og spari sjóðir í ríkara mæli en áður áskilja framvísun nafnskírteina við mót- töku tékka frá ókunnum aðilum. Vonum vér, að hin breytta fram- kvæmd mæti skilningi viðskipta- manna banka og sparisjóða. Reykjavík, í júlí 1967. Samvinnunefnd banka og sparisjóða. 18000 krónum stolið úr bifreið Lögreglunni var tilkynnt í fyrradag að stolið hefði verið 18 þúsund kr. úr kyrrstæðri bifreið, sem skilin hafði verið eftir á Sölvhólsgötu, skammt frá verkstæði Landssím- ans. Hafði eigandinn brugðið sér úr bifreiðinni og skilið j^kann sinn eftir í henni með peningaveski sinu. Þegar hann kom aftur, var veskið horfið, en í þvi voru 18 þúsund kr. Ekki hefur tekizt að hafa upp á þjófnum, enn sem komið er. Nýtt hefti af ICELAND REVIEW er komið út og er það að nokkru helgað þátttöku Is- lands í heimssýningunni i Montreal.' Elín Pálmadóttir skrifar um íslenzku sýningardeildina í skála Norðurlanda, Sigurður Magnús- son skrifar grein um Islendinga og þjóðareinkenni — og tvær greinar eru um þá meginþætti í náttúru landsins, sem leitazt er við að vekja athygli á í sýn- ingardeild okkar I Montreal. Önnur greinin, baráttan við eld- inn í iðrum jaröar, er eftir dr. Sigurð Þórarinsson. Hin greinin, um heita vatnið og nýtingu þess, er eftir Sveinbjörn Björns- son á jarðhitadeild Raforku- málaskrifstofunnar. Allar þessar greinar eru mjög myndskreyttar, bæöi með svart- hvítum myndum og litmyndum. Loks er viðtal við sendiherra íslands í Bandaríkjunum og Kanada, Pétur Thorsteinsson, og þar er fjallað um samskipti ís- lendinga við vesturheim, gömul og ný tengsl okkar við „nýja heiminn“ — m. a. afstöðu Ve»t- ur-íslendinga til „gamla lands- ins“. I þetta hefti skrifar dr. Gunn- ar G. Schram einnig grein um íslenzka sjónvarpið og birtast þar fjöhnargar myndir úr fyrstu vetrardagskrá sjónvarpsins. Greinar eru um Útvegsbanka íslands og starfsemi Sláturfé- lags Suðurlands. Auk þess flytur ritið nýjar fréttir frá Is- landi í samþjöppuðu formi, bæði almennar fréttir og fróöleik um sjávarútveg. Frímerkjaþáttur er í ritinu og margt fleira. Það er veglega myndskreytt og snyrti- legt að öllum frágangi eins og jafnan áður. Á kápu er nýtízku- leg táknmynd jarðhitans, sem • Barbara Stach og Gísli B. Björnsson gerðu. Ritstjórar Iceland Review eru Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson. Ritið er prentað í Setbergi. Gamalt íbúðarhús brennur Hið gamla íbúðarhús eyöibýlis- ins „Brú“ í Stokkseyrarhreppi brann um helgina til grunna. I hús- inu hefur ekki veriö búið í mörg ár, en eigendur býlisins eru bænd- urnir í Holti. Húsið brann áöur en nokkrum slökkvitilraunum yrði komið við, enda óhægt um aðgerðir þar sem enginn vegur liggur heim að bænum. Ekkert var vitaö um upptök eldsins, en talið líklegt, að tveir piltar af næstu bæjum, sem þama höfðu verið við veiðiskap um helgina, hefðu kannski í óað- gætni skilið eftir eld í húsinu. NJÓHÐ IIFSINS, þið erað á Pepsi aldrinum. ROTHO GARÐHJÓLBÖRUR komnar aftur, lægsta fáanlega verð, 70 ltr. kr. 895.— Kúlulegur, loft- fylltir hjólbaröar, vestur-þýzk úr- valsvara. Varahlutir. Póstsendum. INGÞÓR HARALDSSON H.F. Snorrabraut 22, sími 14245. MÚRBROT SPRENGINGAR J. VANIR MENN NÝTÆKI TRAKTORSGRÖFUR TRAKTORSPRESSUR LOFTPRESSUR GROFTUR ÁMOKSTUR JÖFNUN LÓÐA I I VÉLALEIGA simon simonar SÍMI 33544 ím

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.