Vísir - 18.07.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 18.07.1967, Blaðsíða 7
7 V lSTtR. Þriðjudagur 18. júlí 1967. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Frumvarp um stöðvun járnbrautaverk- fallsins í Bandaríkju num orðið að löaum Þjóðþing Bandaríkjanna afgreiddi í gær sem lög frumvarp um stöðvun járn brautaverkfallsins og var það þegar sent í Hvíta hús- ið, þar sem Johnson for- seti undirritaði það, með þehn ummælum, að hann vonaði að þar með væri bundinn endi á verkfallið. I frumvarpinu fá jámbrautafé- lögin og félög jámbrautamanna 90 daga til þess aö ná samkomulagi, en hafi það ekki náðst aö þeim Lagt hald á systur- skip Torry Canyon Frétt fná Singapore hermir, aö lagt hafi verið hald á olíuskipið PALURDE, en það er systurskip Torrey Canyon, sem strandaði á suðvesturströnd Bretlands í marz s.l., en af olíulekanum úr því hlauzt mikið tjón, og krefst brezka stjóm- in skaöabóta, sem nema er svarar til 180 milljón króna. tíma loknum, skal málið lagt í gerð og úrskuröur vera bindandi fyrir báða aðila. Vegna verkfallsins hafði dregið úr flutningum svo nam 86 af hundr aði. Meginrök fyrir lagasetningunni voru, að flutningastöðvunin myndi hafa hinar hættulegustu afleiöingar fyrir styrjaldarreksturinn i Viet- nam. Verkfalliö olli stórkostlegustu afleiðingar fýrir styrjaldarreksturl inn í Vietnam. Boumedienne segir í Moskvu, að ekki nægi að heyja „styrj- öld orðanna" fyrir Arabaríkin Þegar Boumedienne kom óvænt til Moskvn i gær ásamt Arif forseta íraks var Leonid Brésjnev, flokks- leiötoginn sovézki viðstaddur komu þeirra. Afstaða þessara Arabaleiðtoga er, að það sé knýjandi nauösyn, með tilliti til seinustu átaka, að taka aftur af ísraelsmönnum þaö land, sem þeir komust yfir í styrj- ölcjinni, , , Kynþáttaóeirðirnar: 24 menn drepnir á dögum í New Jersey í kynþáttaóeirðum undangengna daga í New Jersey, Bandaríkjun- um, voru 24 menn drepnir, þar af 23 i Newark, en þar var tiltölulega kyrrt í fyrrakvöld. En til óeiröa kom í nágrannabæn um Plainfield, og varð þar lögreglu- þjónn fyrir skotsárum og því næst sætti hann misþyrmingum af æst- um múgnum og varö það hans bani. Borgarstjórinn hefur beðið ríkisstjórann um þjóðvarnarlið lög- reglunni til aðstoöar. í Plainfield réðust blökkumenn m. a. inn í vínverzlanir, kveiktu í bifreiöum, sem þeir höfðu velt um o. s. frv. í Newark vona menn að hið versta sé að baki. Lögð er áherzla á, að þaö hafi ekki verið nema brot hinna blökku íbúa borgarinnar, sem tók þátt í óeirðunum, en þaö var aðallega afbrotalýöur, sem að þeim stóð, og yfirleitt ungt fólk. — íbúa- tala borgarinnar er 200.000. Alsír hefur ekki viðurkennt vopnahléð, sem komið var á fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Frétta ritarar telja, aö Boumedienne sé kominn til Moskvu til þess að túlka harðari afstöðu gegn ísrael, og krefjast þess, aö Sovétríkin geri eitthvað raunhæft í stað þess að heyja styrjöld orða fyrir Arabarík- in, en einn af sovétleiðtogunum féll • 5CI tj i ýfaðngulKsnn i Plainfield, N.J. Útgöngubann er í Plainfield, New Jersey, nágrannabæ Newark, eftir að hvítur lögreglumaöur var drepinn þar í gær. Þar særðust - 12 menn, 10 af skotsárum, en um 100 voru hand- teknir. Blökkumannaleiðtogar bera þungar sakir á - lögreglu og þjóð- varnarliösmenn fyrir hörkulegar að ferðir gagnvart blökkumönnum, saka þá og um að brjóta rúður með kylfum í verzlunum blökkumanna, og segja unga menn í þjóðvarnar- liðinu, sem nú beita skotvopnum í fyrsta 'sinn, hafa orðið gripna æs- ingi, er þeir skutu á leyniskyttur og lögregluhöpar skipzt á skotum i sín í milli í misgáningi. trúlega i ónáð, vegna þess að hann vildi harðari afstöðu en þeir Kosygin, Brésnjev og Podgornij (sbr. grein á 8. síöu). Utanríkisráðherra Alsírs, sem nú er í Kuwait — Bouteflika — segir sovétstjómina hafa lofaö að bæta Arabalöndunum hergagnatap þeirra í styrjöldinni. í fréttum frá Peking segir, aö kínvérsk stjómarvöld telji ekki ó- hugsandi, að Norður-Vietnam fall- ist á samkomulagsumleitanir viö Bandaríkin vegna þess ag sovét- stjórnin leggi að stjórn landsins að gera þaö, en N.-V. er varað við „að ganga í slíka gildru“. í blöðum í Peking er talaö um uppgjöf af hálfu Sovétríkjanna varö andi átökin milli ísraels og Araba- ríkjanna — og er minnt á afstööu Kruschevs er til ófriðar horfði út af Kúbu 1962. ★ Talsmaður kongóska sendiráös- ins í Uganda, nágrannaríkis Kongó, sagöi í gær, að landamærin gegnt Uganda væru enn iokuð vegna þess að undanþáguástand væri áfram í Kivu — Oriemtale-héruöum í Aust- ur-Kongó. Flutningabifreiöum frá Uganda var í gær snúið viö á landa- mæmm. Engir kongóskir flótta- menn hafa komið til Uganda svo að vitag sé. Átta manna nefnd frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð er komin til Sai- gon til þess að ferðast um Suður- Vietnam og kynna sér ástand og horfur. Nefndin mun ræða við for- sætisráðherra landsins, Ky, og for- setann van Thieu. Nýr MaBiiIIafuiidur um ¥ietnam Fulltrúar 7 landa, sem I fyrra tóku þátt í fundi um styrjöldina í Vietnam, kom aftur saman í Man- illa í gær (mánud.) tiö viðræöna um sama efni. Um þetta var birt tilkynning frá utanríkisráðuneytinu í Saigon, Suð- ur-Vietnam. Eftirtöld lönd sendu ambassadora sína á fundinn í gær: Bandaríkin, Suöur-Kórea, Filips- eyjar, Thailand, Ástralía og Nýja- Sjáland. Utanríkisráðherra Suður- Vietnam, Tran van Do, er í forsæti á fundinum. ÖIl þau lönd, sem nefnd hafa verið, hafa sent lið til Suður-Vietnam. Orrustan um Enugu í Biafra framundan — Nsukku fallin Hersveitir sambandsstjórnar í Nígeríu búa sig undir aö halda á- fram sókninni til Enugu. í Lagos er búizt við, að verjendur Enugu kallaðir uppreisnarmenn í Lagos, búist fyrir á vamarlínu um 18 km. vegarlengd fyrir norðan Enugu. Bardagar era að sögn þegar byrj- aðir milli framsveita. Mikil stríös- ! æsing er nú í Enugu, eftir að há- skóiabærinn Nsukka féll í hendur stjórnarhersveitanna. í fyrstu vildu menn ekki trúa fréttinni, en svo var hún staðfest í útvarpi Biafra (Austur-Nígeríu). Mestallt þjóðvarnarlið var í gær kvatt frá Newark, New Jersey, þar sem 27 menn biðu bana af völdum kynþátt;uVi-óanna (þar af létust 3 I sjúkrahúsum eftir að rnestu óeirðiraar voru gengnar um garð. — í PiámTield var útgöngubann í nótt. v. A E(úbu kostar nú ekkert að tala í almenningssíma Kúba varð í gær fyrst allra landa til þess að fella úr gildi greiðslur fyrir að tala í almenningssíma. Til þessa hafa menn þurft að setja £-centavo-pening í símann, en þurfa þess nú ekki lengur. Þeir, sem hafa heimasíma, veröa aö greiða mánaðargjald sem áður. Af- nám gjaldsins fyrir aö tala í al- menningssíma er liöur í áætlun um að öll þjónusta í almennings þágu á Kúbu veröi látin í té ó- keypis. Aður var búið að afnema ' vatnsskatt, greftrunarkostnað og 1 aðgangseyri aö íþróttamótum. Flugvél ferst við Nýja Sjúland í gær fórst flugvél viö austur- ■ strönd Nýfundnalands og með : henni japanskur maður, aðalfor- jstjóri Japanska hvalveiöifélagsins, ! flugmaðurinn, kanadiskur og j kanadiskur dýralæknir. Orsök ! flugslyssins er ókúnn. TiBmæli um skipti ú veikum og særðum föngum Bandaríkjastjórn hefur sent N.- Vietnam-stjórninni og Vietcong til- mæii um skipti á veikum og særð- um föngum. I greinargerg frá Hvíta húsinu segir, að einnig sé skorað á þessa aöila að fallast á, að óháðir aðilar kynni sér meðferð á föngum, en gildar ástæður séu til aö ætla, að sumir bandarískir fangar sæti ó- mannúðlegri meðferð og valdi það ' alvarlegum áhyggjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.