Vísir - 24.07.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 24.07.1967, Blaðsíða 4
 •i Sver sig í ættina Hennar bíður mikill arfur TJm þessar mundir er stödd á Spáni lítil táta, sem vafalaust á eftir aö koma oftar í fréttum blaða einhvern tíma á lífsleið sinni. Hún heitir Elena Niarchos og er rétt rúmlega árs gömul. Fað- ir hennar heitir Stavros Niarchos, geysiauðugur Grikki, sem á heil an flota tankskipa. Móöir hennar er hins vegar Charlotte Ford, 26 ára gömul. Það var langafi henn- ar sem lagði grundvöllin að Ford- auðæfunum með model T Ford-<$> bifreið sinni á sínum tíma. Litla tátan er erfingi mikils auðs, sem stendur að henni af báö um foreldrum. Reyndar skildu þau nú rétt eftir áramótin, og vakti það ekki litla athygli um þær mundir. Þau giftu sig í Mexikó í Juarez í desember 1965 en hjónaband þeirra entist ekki lengur en 15 mánuði. Hinn 58 ára gamli Stavros Niarchos tók þá á leigu heila Boeing 707-þotu fyrir brúðkaupsferð þeirra til Sviss. Það mun ekki mjög algengt, að 5 ára gamlir snáðar séu orðnir syndir. Þeir munu þá væntanlega enn færri, sem kunna á sjóskíðum, en að minnsta kosti einn slíkur er til á Bretlandseyjum. Nýlega birti 4. síðan myndir af Snowdon lávarði á sjóskiðum, sem nokkurs konar mennskum flugdreka, þar sem hann hékk í flugdreka sínum, svífandi í 70 feta hæð. — Sonur hans virðist ekki ætla að verða neinn ættleri, hvað sjóskíðunum viðvíkur. Það er hann, sem er svona knár, þótt hann sé smár. Aðeins fimm ára gamall er hann byrjaður að æfa sig á sjóskíðum. Nafn hans er Linley og hér birtum við mynd af honum lffca. Hann þarf að visu að hafa „kút“, eða réttara sagt bjarghring. Þó gæti hann jafnvel komizt af án hans, en foreldrum hans, Margréti prinsessu og Snowdon lávarði, fannst allur varinn góður. — Þótt hann byrji snemma, strákurinn, þá mun þó væntanlega líða nokkur tími enn, áður en hann ffýgur neðan i flugdreka eins og pabbinn. Það er margt, sem hann á áður ólært á skíðunum, sem von er. Næsta stigið er líklega að standa bara á einu skíði, en það er nokkuð, sem jafnvel leiknustu sjóskíðamenn hafa átt erfitt með að ná valdi á. Pabbinn er auðvitað mjög leikinn á einu skíði. Þegar þangað kom, eyddi hann flestum brúðkaupsdögunum á sklðum með fyrrverandi konu sinni, frú Eugenie Niarchos. Charlotte hélt sig hins vegar frá skíðabrekkunum. Nú fyrir skömmu tók hún Elenu af barnaheimili í New York og meö sér í feröalag til Spánar. Þar búa þær mæðgur i grennd við góðan vin Charlotte, sem er Al- fonso Hohenlohe, prins. RAMBLER AMERICAN .440“ Elena litla Niarchos í fangi móður sinnar í Marbelle. t inriiiri iinniTnninfiiTTíii •.. tmsammm Rambler American 440 4-Door Sedan Eigum nokkra bíla af þessari vins ælu tegund til afgreiðslu strax: Mjög hagstætt verð, en í því er m. a. innifalið: a) Ryðvöm b) Styrking á f jaðraútbúnaði c) Tvöfalt hemlakerfi d) 128 ha vél (benzíneyðsla aðeins ca. 12 á hundraði. Sýningarbíll á staðnum Rambler kjör Rambler gæði Rambler ending Góðir greiðsluskilmálar. Við tökum gömlu bifreiðina upp í þá nýju. JON LOFTSSON HF Hringbraut 121 . Sími 10600 /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.