Vísir - 24.07.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 24.07.1967, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mánudagur 24, júlí 1967. Heimsóksns á Gunnarsholt og rætt við Pól Sveinsson landgræðslustjóra J>að er hægt að græða allt upp, hvað sem er, sanda, hraun, mela, en það kostar fjármagn. — Bjartsýni mín á því, hvað hægt er að gera, hefur aukizt frekar en hitt, eftir því sem reynsla hefur fengizt á landgræðsluna og var hún þó nóg fyrir. Land- græðslusvæðin eru nú orðin 70 í 12 sýslum með hátt á annað hundrað þúsund hekt- ara * uppgræðslu. - Land- græðslugirðingamar em yfir 800 km. á lengd samanlagt. Verkefnin eru ótæmandi, því þó að sáralítill uppblástur sé nú í byggð og hefur verið stöðvaður þar sem einhver var, er uppblásturinn á há- Iendi landsins sums staðar öldungis ofboðslegur. Sumar afréttimar eru blátt áfram að verða algjörlega örfoka land. Cá, sem þetta mælir, Páll ^ Sveins.on, landgræðslu- stjóri, bendir tíðindamanni Vís- is, sem var í heimsókn hjá hon- um í Gunnarsholti, yfir grónar sléttur fyrii ofan Gunnarsholt til staðfestingar fullyröingum sínum. — Hér var bert Heklu- hraun fyrir nokkram árum með vikri og sandi, nú er hér ^ósen- land, úrvals beitiland, gott fyrir sauðfé og holdanaut. — Þama utar, fyrir utan girð- inguna, dreifðum við áburði með áburðarflugvélinni fyrir tæpum mánuði, nú sjást þar grænar rákir í landinu, sem áður var nær líflaust. — Fyrsta land- græðslugiröingin á hálendinu var sett upp á Hólssandi upp af Axarfirði árið 1954, þar sem geysilegt fok var. — Nú hefur sandurinn þar verið gjörsigrað- ur. — Þar er nú að verða úr- valsland, segir Páll og ber ótt á, — hann talar eiginlega í stikkoröum, hefur varla tíma til að setja hin ýmsu smáorð í setningarnar, áhuginn og kraft- urinn ber slíka smámuni ofur- liði. Tjegar rætt er við Pál í Gunn- arsholti, eins og hann er vanalega kallaður, er erfitt að gera það upp viö sig, hvort ræöa beri við hann, sem landgræðslu- stjóra eða sem einn mesta stór- bónda landsins. í útliti og öllu æði líkist hann meira stórbónda eins og maöur ímyndar sér slík- an úti í heimi ef til vill á stórum búgarði á óendanlegum sléttum Texas, þar sem jarðirnar gerast sumar stærri en ísland, — það er jafnvel ekki laust viö aö hann „drawli" eilítið. Þegar Páll er spurður, hvort hann líti frekar á sig sem stór- bónda eða landgræðslustjóra skellihlær hann. — Ég hef ekki verið spurður þessarar spurn- ingar áður, svarar hann. — Hún er þó kannski ekki svo fjar- stæðukennd. Ég vildi ekki vera hér ef ég hefði ekki þetta líf í kringum mig, en held að rétt sé þó að líta á mig sem land- græðslustjóra, bætir hann svo við alvarlegri í bragði. Dúið hér á Gunnarsholti er til- raunabú, sem rekið er í tvennum tilgangi. Annars vegar til að átta sig á því á hvem hátt bezt má nýta uppræktað land, t. d. með tilliti til beitar. — Hins vegar til að athuga hvort stórbúskapur eigi sér möguleika hér á landi. Hvert veröur svarið með stór- búskapinn? Á hann rétt á sér hér á landi? . Þar sem staöhættir leyfa, á stórbúskapur tvímælalaust rétt á sér. Brúttótekjumar hér á Gunnarsholti voru 3 y2 millj. í fyrra. Einn maður hefur annazt þúsund fjár á fóðrum að mestu leyti einn og annar hefur ann- azt um holdanautin, sem voru 330 á fóðrum sl. vetur. En með tilliti til nýtingar hinna uppræktuðu svæða? T ljós hefur komið, að hægt er að græða upp örfoka land án friðunar, sem ég tel vera mjög athyglisvert. Land, sem er að blása upp veröur þó að friöa algjörlega, ef góður árangur á að nást. — Þá hefur sýnt sig að þaö fer vel á því að beita holdanautum og fé á sama land- ið. Sauðkindin er mjög vönd að viröingu sinni, tekur aðeins á- kveðnar grasteg. og vill í sífellu vera að breyta um þær. Holda- nautin eru aftur á móti alætur og sækjast ekki sérstaklega eftir þeim g stegundum, sem sauö- kindin bítur helzt. ' ' tl I ' ' f ' Hvernig stendur á því að þið eruð með holdanaut hér í Gunn- arsholti? TToldanautin voru að deyja út A hér á landi þegar við hér undir stjórn Gunnláugs heitins Kristmundssonar, sandgræöslu- Páll Sveinsson við Hekluhraunið, sem grætt hefur verlð upp á nokkram áram. stjóra (embættið skipti um nafn við ný lög um landgræðslu árið 1965, nefnist nú landgræðslu- stjóri), fóram að safna saman leifunum ^g rækta upp holda- nautin hér í Gunnarsholti. — Holdanautin era af Galloway- kyni, en allur stofninn er kom- inn frá sama nautinu fyrir 34 árum. — Það er að veröa mikið vandamál með stofninn hér hvað mikið er farið að bera á skyldleikarækt, úrkynjun. Við höfum ekki fengið að flytja inn nýjar skepnur, — ekki einu sinni sæði. Það er bannað í lögum, vegna hættunnar á innflutningi búfjár- sjúkdóma? Tjað er búið aö breyta lögun- um þannig, að leyfilegt er aö flytja inn sæði, en þó með þeim fyrirvara að yfirdýralæknir leyfi þaö og á honum hefur stað- ið til að gefa leyfið. — Hann hefur ekki fengizt til að leyfa innflutning sæðis til að endur- nýja stofninn hér. — Ég tel það þó mestu fjarstæðu að leyfa ekki innflutninginn á sæðinu, því hætturnar á innflutningi búfjár- sjúkdóma eru miklu meiri víöa annars staðar en hjá sæðinu. Gott dæmi um það er ormasjúk- dómurinn, sem kominn er upp í Eyjafirði, en þar var það einn danskur fjósamaður, sem flutti sjúkdóminn meö sér að utan. — Það er síður en svo að við vild- um fara ógætilega að, enda er engin ástæða til þess. — Það er hægt aö hafa margar varúðar- ráöstafanir í frammi við inn- flutning sæðisins. — Það kemur þó aö því fyrr eða síöar að þessi innflutningur verður leyfður því að gott nautakjöt er eiginlega eina kjötið, sem okkur vantar. Svo við snúum okkur aftur að landgræðslustörfunum. Hef- ur skilningur manna almennt aukizt á landgræðslunni? Ég þarf vlst ekki að kvarta yfir því. Það er ekki hægt að hafa undan óskum bænda um að þetta eða hitt landið sé tekið til uppræktunar. Fjármagnið, sem allt stendur og fellur með, hef- ur þrefaldazt á undanförnum 8 árum, eða I ráðherratíð Ingólfs Jónssonar. — Já, láttu þetta koma fram. Það er sjálfsagt að fólk viti hvaðan gott kemur. Hvernig hagið þið land- græðslustarfseminni? hefta uppblásturinn er aðalverkefnið, hvar sem uppblástur er að finna. Upp- græðsla örfoka lands kemur svo I annaö sæti. Við sáum Islenzka melnum á foksvæðin, en Is- lenzki melurinn hefur þanri eiginleika að binda vel jarðveg- inn, sem er að eyðast. — 1 skjóli hans koma aðrar gras- tegundir og oftast endar þaö með því, aö melurinn hverfur Framhalo 4 bls 10 /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.