Vísir


Vísir - 29.07.1967, Qupperneq 4

Vísir - 29.07.1967, Qupperneq 4
Ríkisarfinn \ um borð í Rflasarfinn danski, Margrét prinsessa, og maður hennar Hen- rik prins vígðu í fyrsta sinn á -s> Með hófinn glæsilega studdan við klett og gott tak á hnakka lambs er F-an, skógarguðinn, eins og hægt er að sjá hann í þjóðminjasafninu i Aþenu. Pan var stolið en fannst aftur þriöjudaginn seglbát, sem þau höfðu fengið i brúðargjöf frá kon unglega skemmtisnekkjuklúbbn- um. Það skiptust á skin og skúr- ir þennan dag, þegar þau mættu rétt eftir hádegi niöur á bryggju í Skógarhöfða-höfn, en það er skemmtibátahöfn rétt utan við Kaupmannahöfn. í fylgd með þeim, þegar þau komu þangað, var Ebbe Munck, hirðmeistari þeirra hjóna. Hann er fyrrverandi sæfari og ævintýra maður. Fjöldi fólks var saman- kominn á bryggjunni til þess aö sjá þau leggja af stað á litlu segl skútunni. Meðal þeirra sem biðu þeirra var hafnarstjórinn Hou- borg, og formaður klúbbsins, sem gaf þeim bátinn Erik Dugdale ,en hann skyldi verða stýrimaöur. Þegar nestið var komið um borö og alit tilbúið til brottfarar, voru margir til þess að rétta hjálpar- hönd við að ýta frá. Það var vink- að og hrópað og ungu hjónin hrópuðu og vinkuðu á móti, en svo fyllti byrinn seglin og bát- inn bar hratt út úr höfninni. Ferðin var velheppnuð. Eyrar sundiö var einmitt eins og skútu karlar vilja hafa það. Litlir sjóar en talsverður kaldi. Siglt var með fram ströndinni og stýrði Erik íWl) 'íí^igfsnt go (iðöIgRh' / t í fvrsta sinn eigin farkost Dugdale mestan tímann, en þó tók prinsessan við stjórnvelinum nokkrum sinnum, eins og við átti, þetta var þó hennar farkost- ur. í vari við Kaupmannahöfn var nestisins neytt og síðan snúið við og haldiö til Skógarhöföahafnar aftur. Þangað var komið kl. 4 um daginn. Hofmeistarinn sagði eftir á, að það væri greinlegt, að í prinsessunni væri sjómannsblóð, en faðir hennar kóngurinn var í flotanum áður fyrr. Sagði Ebbe Munck, að prinsessan hefði stýrt listilega vel. Ungu hjónin að stíga um borð í nýja bátinn. t 1 | I Þessi vöðvastælti með skelm- irssvipipn á andlitinu, sem við sjáum á myndinni sem filgir með heitir Pan og ekkert meir. Þess- konar er hægt að levfa sér, þegar maður er grískur guð, yfir tvö- þúsund ára gamall og annars met inn á um milljón krónur . Styttan fannst nýlega á Krít. Þeir sem fundu hana fóru leyni- lega með fundinn og ætluðu að smygla listaverkinu úr landi. Hvort það var Pan hinn áatnlí skógarguð, sem stappaði hinum guðdómlegu hófum sinúm fast í iörðu niöur eða blés- eitthvert ':f!v jitnni ri9 .n fornt SOS-merki á hljóðpípuna sína er ekki vitað, en undir öilum kringumstæðum komst lögreglan að því að vissir hlutir voru að ske. Ræningjarnir voru gripnir og | Pan var bjargað, sem kom þjóð- j minjasafninu í Aþenu til góða þar i sem þeir sem vilja geta nú séð styttuna i öllu sínu veldi og hæð 1,10 metrum. Pan er frá fyrstu eða annarri öld fyrir Kristsbufð og eru sér- fræðingar mjög hrifnir af stytU unni hversu listilega hún er gerð1 og undrandi ýfir þvi hversu vel hun hefúr varöveitzt. Enn nokkur orö um skólabúninga í nokkrum blöðum hefir dálít ið verið rætt um skólabúninga. Boilaleggingar hafa verið frá hendi blaðamanna og nokkur bréf hafa birzt eingöngu frá aðstandendum barna, sem eru í skólum. Sitt sýnist hverjum eins og gengur en eitt virðast allir sammála um, og það er, með því að taka upp notkun skðlabúninga, mætti spara barna fjölskyldum mikiö fé, vegna þess hve klæðnaður og tízka í unglingaf&tnaði hefir gengið út í miklí'r öfgar. En eitt «r athyglisvert við þetta mál, og það er þaö, að ekki einn einasti skólamaður hef ir lagt orð í beig varðandi þetta mál, sem þó hlyti að setja mik- inn svip á allt skólahald í borg- inni og víðar, og ekki heldur neinn af þeim, sem bera hag hinna lægst launuðu fyrlr brjósti hefir fundið hvöt hjá sér til að segja eitt aukatekið orð um málið, því til fram- dráttar. Notkun skólabúninga i öllum barna- oo ungiingaskólum gæti ef vel væri á haldið, orðið stó*kostlegt sparnaðaratriði fvr- ir bær fiölskyldur, sem burfa að klæða fjögur eða fimm böm í skóla ,þar eð slíkir búningar ættu, ef vilji er fyrir hendi að geta verið mun ódýrari í inn- kaupi, heldur en beir rándýru tízkufatnaðir, sem unglingar hafa klæðzt að undanfömu. Væri það vel, ef þeir sem geta virkilega mótaö þessu máli far- 1 veg, tækju höndum saman og í kæmu máli þessu fram til hags ) bóta fyrir barnaskólafólkið, sem J öðrum fremur þurfa aðgæzlu við l í fjárhagsnotkun. { Það væri æskilegt að fleiri ! legðu orð í belg, t.d. vælr fróð- i legt að hevra skoðanir skóla- (| manna um málið, sem svo vissu I lega varðar þá. Einnig ætti ekki / að standa á þeim félögum, sem berjast fyrir bættum hag stétt- anna bví að barna er á ferðinni ( beint hagsmunamál, sem kemur j barnafólkinú eingöngu lil góða. Fróðlegt verður að vita, hvort slíkt mál á sér framtíð. ! Þrándur í Götu. i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.