Vísir - 29.07.1967, Side 12
12
V1SIR . Laugardagur 29. júlí 1967.
* y
^ Astarsaga
ur
sjóferð
MARY BURCHELL:
Um aldur og ævi
— Nei, ég kæri mig ekkert um
það, greip hún kuldalega fram í.
— En hvað sem öðru líður, hélt
hann áfram, — skiptir hann engu
máli fyrir okkur. Það kann aö vera
rétt, að ég hafi ekki valið sem
heppilegastan stað til þess að
kyssa þig, en þú mátt ekki búast
við, að maður, sem finnur til eins
og ég, geti verið að hugsa um
þess háttar.
— Og hvernig finnið þér til —
nákvæmlega? spuröi Jenny.
— Þú veizt um tilfinningar mín-
ar til þín, svaraði hann ódeigur
og meö svo ásakandi undrimar-
svip, að það gekk fram af henni
En von bráðar náöi hún sér aftur
og sagði rólega: — Dr. Carr, mér
finnst stundum, aö þér hljótið aö
hafa gleymt því, sem við sögðum
hvort við annað í upphafi.
— 1 upphafi?
— Já, undir eins og við komum
um borö. Þá sagði ég við yður, að
mér væri órótt út af Claire, og þér
fullvissuðuð mig um, að þér elsk-
uðuð hana og vilduð henni allt hiö
bezta. Hafið þér gleymt því? Mér
finnst það of nýtt, til þess að taka
ekkert mark á því.
Hann varð talsvert sneypulegur.
— Ég veit, að það kann að virð-
ast ósennilegt, muldraöi hann og
strauk hendinn: í óðagoti um hárið.
— Ég er stundum aö hugsa um,
hvað hafi gerzt í mér. En mér
finnst þetta svo löngu liöið ...
eins og þaö heföi aldrei gerzt.
— En Claire finnst það ekki,
sagði Jenny rólega.
Hann ókyrrðist í stólnum. —
Mér þykir þetta mjög leitt. En
hún jafnar sig áreiðanlega eftir
það. Hún getur valið úr biðlum.
— En hún fór þessa ferö, af
þvl að hún valdi yöur, sagöi Jenny.
— Ég get ekkert að því gert,
sagði hann með ákefð. — Fólk
breytist ... þaö getur ekki vitaö,
hvemig eöa hvenær ... hvenær
það gerir það ...
— Dr. Carr —. Jenny talaði lágt
en skýrt, staðráöin í því að láta
þennan kvennabósa horfast í augu
við sjálfan sig, — fyrir aöeins einni
viku sögðuzt þér elska Claire.
— En það er búið, sagði hanh.
— Því er óafturkallanlega lokið.
Það ert þú, sem ég elska — og það
veiztu vel sjálf.
Hún þagði um stund. Þó að þaö
væri eins og öfugmæll, lá við, að
hún vorkenndi honum. Þvi aö hún
þóttist viss um, að þetta kæmi frá
hjartanu og, að fyrir kaldhæðni
örlaganna hefði hann aldrei þessu
vant orðið ástfanginn I raun og
vem — í stúlku, sem haföi hann að
leiksoppi.
— Ertu fús til að segja Claire
þetta? sagði hún loks.
— Segja Clarie þaö? hváði hann
og hrökk við. — Nei, ertu frá þér?
Það er óþarfi að vera svo harð-
brjósta.
— Heldurðu að hún uppgötvi
ekki hvernig komið er?
Hann langaði afar lítið til þess
aö taka afleiðingum sinna eigin
gerða, það sá hún, og líklega gerði
hann þaö aldrei.
— Jæja, sagði hann, — henn
skilst þetta smátt og smátt. Eigin-
lega var aldrei neitt fastráðið hjá
okkur, mundu þaö. Ég ætlaði mér
að setjast að I Ástralíu, en hún
var alis ekki viss um, hvaö hún
vildi. Þegar viö komum á leiðar-
enda hefur hún skilið, hvernig I
öllu liggur.
Nú var Jenny hætt að vórkenna
honum. Bæði tilfinningarnar og
skynsemin sögðu henni, að engin
ástæða væri ti! þess.
— Hefurðu gert þér grein fyrir,
spurði hún rólega, — hvílíkar sál-
arkvalir hún hlýtur aö líða, þegar
hún fer að skilja, hvernig I öllu
liggur?
— En heyrðu, Jenny. Svona er
lífið. Við lifum öll okkar ömurleika-
stundir, sagöi hann. — Claire er
yndisleg stúlka, en faöir hennar
hefur alveg rétt fyrir sér. Við eig-
um ekki saman.
— Jæja, þaö kann aö vera rétt,
sagði Jenny með kaldhæöni, sem
alls ekki beit á Carr.
— En þú og ég .. Hann greip
um höndina henni aftur.
— Nei! Hún dró að sér höndina,
— þaö er of snemmt að tala nokk-
uð um það ennþá.
— Of snemmt! Drottinn minn —
að þú skulir geta verið svona köld
og varkár. Hann horfði á hana,
eins og hungraður úlfur. — Er þér
alveg sama um, að ég elska þig?
— Ég hugsa fyrst og fremst um
j Claire oj hvernig hún á að fá að
I vita, að þú ert hættur að elska
I hana, sagði Jenny. — Það getur
ekkert orðið okkar á milli, fyrr en
þið Claire eruð skilin að skiptum.
Og ef þú ætlar ekki að segja henni
þetta, þá geri ég það.
— Ætlar þú ...?
Jenny kinkaði kolli.
— En hvemig? spurði hann og
fór að ókyrrast.
— Með einföldum oröum, eins
og vera ber, þegar tveir eiga hlut
að máli og virða hvor annan. Ert
þú fús til að staðfesta þetta, ef
hún spyr þig, hvort ég segi satt?
— Mér finnst enn, að þetta sé
alger óþarfi ... byrjaði hann.
— Þetta er skilyrði af minni
hálfu, sagði Jenny.
— Veiztu, að þú hefur ekki einu
sinni sagt, að þú elskir mig? sagði
hann.
— Ég get það ekki fyrr en þú ert
orðinn frjáls, sagði Jenny. — Og
ég álít, að þú sért ekki frjáls, hvaö
Claire snertir. Þú ert siðferðilega
bundinn henni.
— Jæja, þá þaö. Carr sparaöi sér
allt tal um siöferðilegu hliðina á
málinu. — Ef þú setur þetta skil-!
yrði, þá er ekki meira um þaö að
tala. Ég held, aö þú gerir þér ekki i
grein fyrir, hve miklu uppnámi þú i
veldur með þessu skilyrði, eða hve j
auövelt það hefði verið, að komast j
hjá þessum óþægindum. En ef þú
heldur því til streitu að segja
Claire frá þessu, áður en þú hefur
sagt, að þú elskir mig, hef ég ekk-
ert meira um þetta að segja.
— Ágætt. Hún stóð upp snöggar ,
en góðu hófi gegndi fyrir ástfangna
stúlku.
— Fæ ég ekki koss hjá þér?
Hann stóð upp líka.
En henni fannst, áð Pembridge
mundi koma upp úr þilfarinu fyrir
framan sig, ef hún léti Carr kyssa
sig. Svo að hún hristi höfuðið.
— Seinna — seinna, hvíslaði
hún óþolin. Og svo hljóp hún fram
þilfarið, til þess að ljúka við þenn-
an óskemmtilega fund — og býrja
á þeim næsta.
Hún hafði eiginlega ekki búizt
við að hitta Claire niðri í klefanum
og varð þess vegna hissa, þegar
hún sá hana hnipra sig I einum
hægindastólnum, föla og raunalega.
— Halló — hvað er að? spurði
Jenny, er hún hafði litiö á hana. —
Mér sýnist þú vera svo guggin.
— Þaö gengur ekkert að mér,
sagði Claire. En þegar Jenny gekk
á hana, játaði hún, að einhver ó-
gleði hefði verið I sér fyrr um
kvöldið, og að hún hefði haft sáran
sting I síðunni bæði I dag og I gær.
FERÐIR - FERÐALÖG
LANDSÝN — INNANLANDSFERÐIR
Daglegar ferðir: 1. Gullfoss—Geysir—þingvellir o. fl.
2. Hvalfjörður—Uxahryggir—Þingvellir. 3. Krýsuvfk-
Grindavík—Reykjanes—BessastaSir. 4. ÞingveHir, um
Grafning, hringferð. 5. Sögustaðir Njálu, sunnud. og
fimmtud. 6. Borgarfj.—Kaldidalur—Þingvellir, sunnud. og
miðvikud. 7. Hvalfjörður, kvöldferðir. 8. Þingvellir, kvöld-
ferðir. 9. Borgarfj.—Snæfellsnes, 2y2 dagur, brottför
mánud. og föstud. kl. 20. 10. Surtseyjar- og jöklaflug.
Brottföir frá skrifstofunni i allar ferðir.— Útvegum bif-
reiðir fyrir 3—60 farþega I lengri og skemmrl ferðir og
einnig leiguflugvélar af ýmsum stærðum.
LAN GS9 N 1-
FERÐASKRIFSTOFA
Laugavegi 54 Símar 22875 og 22890
LANDSÝN UTANLANDSFERÐIR
Danmörk — Búlgarla 17 dagar og lengur, eí óskað er
Brottfarardagar: 31. júli, 21. ágúst, 4. og 11. september
IT ferðir tíl 9 landa. Seljum í hópferðir Sunnu. Fram
undan vetrarferðir: GuHfoss 21/10 og 11/11 L farrými
Rússlandsferð 28/10 I tilefni 50 ára byltingarinnar. Far-
ið á baöstað I Kákasus. Nánar auglýst slöar. Fleiri ferðir
á döfinni. Ferðir meg þekktum erlendum ferðaskrif-
stofum, norskum, dönskum, enskum, frönskum, itölsk-
um o. fl. Leitið upplýsinga.
LflNDS9N
FERÐASKRIFSTOFA
Laugavegi 54 . Símar 22875 og 22890
MV TRIBE FEARS THOSE
WHO ARE BlöGER THAW
US— WHICH IS eVERÝ-
BODY/
WB HAVE LIVED ON THB EDGE
09 THE GREAT SWAMP SO THAT
ONLV ONE FLANK 09 OUR TRIBB
15 EKPOSEDJPTHE JtlNGLE/^
''aJ/the óreat
SWAMP 15
FORYOUR TRIBE TO HAVE
EKISTED THIS LONG-VOU’VE
HAD TO BE VERV BRAVE/
-Éfe Akumba, verð þæf ævinlega þakklát-
ur, Tarzan“.
„Ég gerði aðeins skyldu mína“.
„Þjóöflokkur minn hræðist þá, sem eru
stærri en við, og það eru allir".
„Þjóöfiokkur þinn hlýtur að vera mjög
hugrakkur, að vera ekki útdauður".
„Við höfum búið í útjaðri Stóra Fensins
svo aa aöeins hluti okkar hefur haft einhver
kynni af frumskóginum".
„Ég er á ieiðinni i Stóra Feniö“.
— Á ég að biðja dr. Pembridge
um aö líta á þig, sagði Jenny á-
hyggjufull.
En Claire hristi höfuðiö. Og svo,
einmitt þegar Jenny hafði komizt
að þeirri niöurstöðu, aö þetta væri
ekki hentug stund til aö tala um
hjartans mál, gaf Claire henni tæki-
færið með því aö spyrja: — Hvað
voruð þið Kingsley aö tala um 1.
svoddan alvöru uppi á þilfari áðan.
— Æ, sástu okkur? Jenny fannst
kaldur gustur fara um sig og
stríkka á taugunum.
Róðið
hifanum
sjálf
með • ..■
Mcð BRAUKMANN hítasiilti á
hverjum ofni getið þér sjálf ákveð-
ið hitasfig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjálfvirkan hifasiiili
er hægt að setja beint á ofninn
eða bvar sem er á vegg í 2ja m.
fjarlægð frá ofni
Sparið hitakostnað og aukið vel-
liðan yðar
BRAUKMANN er sérstaklega hent-
ugur á hitaveilusvæði
SIGHVATUR EINARSSON&CO
SlMI 24133 SK1PHOLT 15
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. h.
Sími 24940.
Maðurinn sem annars
aldrei les auglýsingar