Vísir - 03.08.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 03.08.1967, Blaðsíða 1
1» X Útvarp Akranes! L'itil útvarpsstóð starfrækt á Akranesi „Verður leituð uppi", segir bæjarfógeti Ungur Akurnesingur hefur aö undanförnu starfrækt litla útvarps stöö á Skaga. Stööin er kynnt sem „Útvarp Akranes“ og útvarpar aðal lega tónlist á kvöldin og fram yfir miðnætti. Hér er um mjög stutt dræga stöö að ræða og dregur hún ekki meira en 12 km eða svo. Þessi stöð hefur notið mikilla vin- sælda meðal unga fólksins á Akra- nesi, en vegna þess að „útvarps- stjórinn" hefur ekki tilskilin leyfi til slíkra útsendinga er hætt við að starfsemi stöðvarinnar verði stöðv- uð senn hvað líður. Vísir átti í morgun tal við bæjar fógetann á Akranesi og sagði hann aö stööin yröi leituð uppi og út- sendingarnar stöövaðar, bar eð hér væri áð sjálfsögöu ekki um lög- lega starfsemi aö ræða. Hins vegar virðast margir Akurnesingar bera fremur hlýjan hug til þessarar litlu útvarpsstöövar álita þetta fremur saklausar tilraunir en uppsteyt við lögin. 1*1 Verð á SuðurlmksM ébreytt ...þar kom sigurmorkið! Þetta var úrslitamarklð á Ak- MAÐUR DRUKKNAR / ureyri f gær í hinum spennandi leik Akureyringa við Val, sem um 3000 manns í 10 þúsund manna bæ sáu. Kornungur ný- liði, Rögnvaldur Reynisson, sem sést liggjandi (í hvítum búningi) sendi boltann inn fyrir mark- Iínuna, — örin bendir á knött- inn, sem er kominn inn fyrir lfnu eins og sjá má. Sigurður Dags- son, markvörður Vals er llggj- andi, en Þorsteinn Friðþjófsson stendur yfir þeim. « tf. t: Sjá nánar um ieikinn á iþrótta • siðu bls. 2 í dag. « ••••••••••••••••••••••• Veðurguðirmr virðast sannarlega ætla að vera okkur Reykvíkingum hllöhollir í sumar, undanfamar vikur hefur sólin skinið nær dag- lega, og í öðrum hverjum garði má sjá fáklætt kvenfólk, sem keppist j við að fá á sig brúnan og hraustlegan hörundslit. Þessar tvær ungu stúlkur hittum við í sólskininu i morgun við Miklatúnið, en bær heita Sigríður Sigurðardóttir, en hún sér um óskalög sjúkiinga í útvarpinu, og tH hægri er Jórunn Erla Eyfjörð. I LAGARFUÓTI 16 ára piltur vann frækilegt afrek, er hann bjargaði föður sinum Það slys vildi til á Lagar- fljóti í gærmorgun um kl. 8, að bát, sem var úti á vatn- inu með þrem mönnum innan borðs, fyllti, er kröpp alda skall á honum. Féllu menn- irnir þrír í vatnið og tókst einum þeirra að synda í land, öðrum var bjargað úr landi, en sá þriðji drukknaði. Mennirnir þrír voru á gæsa veiðum á fljótinu á litlum plastbát ineð utanborðsvél, og ætluðu að leggja silunga- net um leið, en norðan strekk ngur var um morguninn og kröpp alda. Hvessti nokkuð á vatninu, er út á það var komið. Einn mannanna, Halldór Ág- ústsson frá Víðastöðum í Hjalta staöahreppi, var ósyndur og tók þann kostinn að hanga á bátn um og bíöa unz hjálp bærist úr landi, en hinir tveir, Sigfús Árna son, bæjarverkstjóri á Seyöis- firöi og Hjalti Nilsen forstjóri útibús ÁTVR á Seyðisfiröi, fimm barna faðir, syntu á leiö til lands. Tókst Sigfúsi aö synda þessa 400 metra til lands og komst í fjöruna viö illan leik, en Hjalti náði aldrei landi. Talsverö ágjöf var á Halldór, þar sem hann hékk á bátnum og var hann mjög aöframkom- inn, þegar honum barst hjálp. Hafði kona hans séð. aö eitt- hvað var úr lagi hjá þeim á bátnum og lagöi af staö til næsta bæjar, að sækja hjálp. Tók hún son sinn, Friðrik, 16 ára gamlan, upp á leiðinni og sóttu þau 2ja manna gúmbjörgunar- bát frá Ásgrímsstaðavatni og komu honum að fljótinu. Reri Friörik bátnum gegn vindi og ágjöf þvert yfir vatniö föður sínum til bjargar. Eftir talsverðan barning náöi hann að plastbátnum, en þá var faðir hans orðinn meðyitundarlítill Tókst honum með erfiðismunum að koma honum upp í gúmbát- inn og róa honum til iands. Má það teljast hreystilega gert at ekki eldri manni og við jafr. erfiðar aðstæður og þarna voru. Reri hann bátnum til Húseyjar. þar sem fleiri komu að og réttu honum hjálparhönd. Ekkert vissu þeir Sigfús og Úalldór til ferða Hjalta, annað en hann reyndi að synda í land Var hans leitaö í allan gærdag og vatniö slætt, en hann fannst ekki. Um kl. 11 í gærkvöldi va- leitinni hætt, en í dag verður aft ur slætt eftir líkinu, en hann er talinn af. Sigfús og Halldór voru mikið hraktir eftir volkið, en þó stóöu vonir til þess, að þeim yrði ekki meint af. in svo niður, að nær engin fjár- hæð væri ætluð fyrir viðhaldi og alis engin fyrir fyrningum og stofnfjárvöxtum, Síðan þessi verðákvörðun var gerð Hefðu orðið verulegar lækk anir á mjöli og lýsi og næmi lækkunin að minnsta kosti 15 aurum. Teija síldarkaupendur því óhjákvæmilegt að verð á síld til bræðslu lækki um þá upphæö. Síldarseljendur, það er sjó- menn og útgerðarmenn fóru hins vegar fram á hækkun síld arverðsins um 17 aura, eöa upp í 99 aura á kg. og segja þeir í greinargerð sinni: „Tillaga okk ar um 99 aura verö pr. kg. síld- ar byggist á því að síld veidd við Suður og Vesturland væri Framhald á bls 10 ist milli síldarseljanda (sjó- manna og útgerðarmanna) og síldarkaupenda (fulltrúa síldarverksmiðja) og var verðið ákveðið með atkvæði oddamanns í nefnd- inni, deildarstjóra í Efnahags stofnuninni. Síldarkaupendur vildu fá síld- ina fyrir 15 aurum minna verð hvert kg. en í sumar og segir í greina.rgerð þeirra fyrir tillög- unni að við síðustu veröákvörð- un, 20. júní s.l. hefði kostnaöar áætlun verksmiðjanna, sem rök- studd var með rekstrarreikning um þeirra frá í fyrra verið skor Engin samstaða milli fulltrúa sildarseljenda og kaupenda i verðlags- ráði — verðið ákveðið með sérúrskurði fulltrúa Efnahagsstofnunarinnar Lágmarksverð á bræðslu- síld, velddri við Suður- og Vesturland tímabilið frá 1. ágúst til 30. september, verð- ur óbreytt frá því sem verið hefur I sumar, það er 0,82 kr. hvert kíló. Yfirnefnd verðl.ráðs sjávarút vegsins ákvað þetta á fundi 28. júlí. Engin samstaða náð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.