Vísir - 03.08.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 03.08.1967, Blaðsíða 8
00 H V ISIR . Fimmtudagur 3. ágúst 1967. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjðri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Últarsson Auglýsingan Þingholtsstræti l, símar 15610 og X5099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr 100.00 á mánuði ínnanlands 1 lausasölu ki. 7.00 eintakið Prents...iðjí Vísis — Edda h.f. Ekki enn fariö oð rofa til JJagstofan hefur gefið út tölur um utanríkisverzlun íslendinga á fyrra helmingi ársins. Kemur þar í ljós, að hallinn á vöruskiptajöfnuðinum nemur hálfum öðrum milljarði króna. Þetta er töluvert meiri halli en hefur verið undanfarin ár og endurspeglar hin erf- uðu viðskiptakjör og árferði. Hallinn gefur samt ekki rétta myrtd af stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlönd- um. Mikið af innflutningi ársins hefur ekki verið greiddur lit I hönd nema að litlu leyti. Innflutningur skipa og flugvéla var óvenju mikill, hálfur milljarður króna, sem mest er lánað til langs tíma. Ennfremur má nefna vörur til ýmissa stórframkvæmda, sem unnar eru fyrir lánsfé, svo sem Kísiliðjunnar, Búr- fellsvirkjunar og undirbúnings Straumsvíkurvers. Gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins hefur versnað tiltölu- lega lítið frá áramótum. Þá nam gjaldeyrisvarasjóð- urinn 1,9 milljarði króna, en hefur nú minnkað í um það bil 1,6 milljarð króna. Sjóðurinn hefur þannig að- eins rýrnað um 300 milljónir króna, þótt hann hafi tekið á sig mikil áföll vegna árferðis og viðskipta- kjara. Þróun undanfarinna mánaða sýnir greinilega, hve mikilvægur gjaldeyrisvarasjóðurinn er. Það má í rauninni telja hann hornstein þess, að hjól atvinnulífs- ins snúist að venju. Má nú vænta þess, að stjórnarand- stæðingar hætti að verða sér til skammar með kröf- um um, að sjóðnum verði eytt í fjárfestingu. Erfiðleikar atvinnulífsins hófust með verðfalli út- fluttra fiskafurða síðari hluta síðastliðins árs. Síðan | kom eindæma léleg vetrarvertíð. Vorið var síðan kalt og hart, svo að tún bænda kól mjög og horfur eru á litlum heyfeng í ár. Loks hefur síldveiðin verið sér- staklega erfið fram að þessu, enda margra daga sigl- ing á miðin. Að sjálfsögðu hefur þetta ástand valdið rekstrarerfiðleikum, einkum í útgerð og fiskiðnaði. Ríkisstjórnin hefur fylgzt náið með þessari þróun og gert hverju sinni þær ráðstafanir, sem nauðsyn- legar voru. Aðgerðirnar hófust fyrir alvöru með verð- stöðvuninni, en hún á höfuðþáttinn í, hve vel aðgerð- irnar hafa tekizt. Það hefur tekizt að halda uppi hin- um góðu lífskjörum hér á landi og fullri atvinnu. Við þetta hefur sannazt, að efnahagslífið er byggt á traustum grunni eftir átta ára viðreisnartíma. Er nú af, sem áður var, þegar smááföll kostuðu kreppuað- gerðir. Því miður hafa hinar ytri aðstæður ekkert batnað enn. Verð útfluttra fiskafurða hefur staðið í stað og jafnvel lækkað, svo búast má við erfiðleikum enn um sinn. í haust, þegar Alþingi kemur saman, verður svo einmitt tímabært að gera upp reikningana, sjá hvort horfur eru á hækkuðu útflutningsverðlagi; hvernig gjaldeyrisvarasjóðnum hefur tekizt að brjóta áhrif áfallanna; hve lengi hann getur gegnt því hlut- verki sínu af fullum krafti; — og hvort ekki reynist nauðsynlegt að framlengja verðstöðvunina. Olíu- vestræn og viðskiptabönn á lönd rædd í Khartoum Um þau er ágreiningur milli Arabarikjanna og liklega enginn „toppfundur" nema samkomulag náist áður Á undangengnum árum hefur mikiö verið talað um einingu Ar abaþjóða og enginn meira en Nasser Egyptalandsforseti um hana skrafað og enginn neitar að hann hefur verið forystumaö ur í baráttunni, skeleggur mjög, en augljóslega ætlaði hann sjálf um sér höfuðhlutverkið til fram búðar. Stoðir einingarinnar reyndust oft veikar undir þeirri einingu, sem tekizt hafði að stofna til, — aldrei var alger eining ríkjandi og aldrei voru allar Arabaþjóðirnar þátttak- andi. Aldrei hefur einingar verið þörf sem nú vegna þess áfalls sem júní-styrjöldin varð fyrir Egyptaland, Sýrland og Jórdan- íu, og önnur Arabaríki. Styrj- öldin sameinaði þessar þjóðir á styrjaldartímanum — jafnvel leiðtogar sem áöur voru haturs menn eins og Nasser forseti og Hussein Jórdaníukonungur — féllust í faðma og hið liðna skyldi gleymt, og konungur Saudi-Arabíu gat heldur ekki skorast undan samstarfi í hætt- unni, þótt í Yemen berjist egypt ar og saudi-arabískar her- sveitir. Eftir skamma styrjöld blasir syo við þessum þjpðum sú blákaida staöreynd, að sigur vegarinn í styrjöldinni, ísraels- menn, hafa á valdi sínu mikil arabísk landflæmi, en það er yfirlýst stefna Arabaþjóðanna „að uppræta ávinning Israels í styrjaldinni" Öllum er kunnugt hve máttvana Sameinuðu þjóð- imar reyndust 1 þessum málum og Arabaþjóðimar eða leiðtogar þeirra flestir munu iíta svo á, að allt sé nú undir þeim sjálf- um og einingu þeirra komið. En hve traust mun einingin reyn- ast, ef til einhverra stórræöa kemur? Og til stórræða hyggja sum- ir hinna arabísku leiðtoga, sem nú em á fundi í Khartoum í Sudan, en þar verður þó senni lega ekkert endanlega ákveðið, þar sem aðalmenn ráðstefnunn ar eru utanríkisráöherrar hinna arabísku landa, sem að ráðstefn unni standa, en engir æðstu manna era þar. Meðal hinna róttæku eru menn eins og Boum edienne forsætisráðherra Alsír og sennilega þeirra fremstur, og um hann verið sagt, að hann vildi verða höfuðleiötogi Araba, og hefur hann sýnt hug sinn til stórra aðgerða með því að fyrir- skipa hervæðingu svo til allrar I þjóðarinnar, en þeir fara sér hægara í þeim Arabalöndum sem fjær era svo sem Tunis Marokko og íran, og leiötogar sumra hinna munu hikandi og vilja láta hina róttækustu stilla sig. Það eru 13 Arabaiönd, seni hafa sent fulltrúa á ráðstefnuna. en um allan heim er vitanlega fylgst vei með hvað þar gerist, þótt sennilega verði merkasti ár angurinn sá (ef samkomulag næst), að höfuöleiðtogar Araba- landanna komi saman á fund, en ekki er talið alveg öraggt, að samkomulag náist um slíkan „toppfund" og yrði það þá á- fall eigi lítið fyrir eininguna. Ráðstefnan var sett í fyrra- dag. Gerði það Mohammed Ahmed Mahgoub utanrlkisráð- hera Súdans og hvatti hann til samstöðu allra Arabarikjanna í baráttu gegn „ofbeldi Zionista og heimsveldissinna til þess að uppræta allan ávinning ísraels 1 styrjöldinni“. Hvatti ráðherrann til þess að semja baráttuáætlun í ofan- greindum tilgangi, er síðan yrði lögð fyrir væntanlegan fund æðstu manna Arabalanda. í fréttum frá Khartoum segir, að til ráðstefnunnar sé stofnað til öraggari samstöðu gegn ísra- el „og landa eins og Stóra-Bret- landi, Bandaríkjunum og Vest- ur-Þýzkalandi, sem Arabaríkin ásaka fyrir stuðning við Israel í styrjöldinni, og halda þvi áfram þrátt fyrir að I vestrænum lönd- um hafi verið marglýst yfir, að þær ásakanir hafi ekki við neitt að styðjast. Sudan hefir lagt til, að leið- togafundurinn komi saman 10. ágúst. Fulltrúar Alsírs og Marokko voru ekki komnir á ráðstefnuna er hún var sett og var sagt, að þeim hefði seinkað. Þetta er annar utanríkisráð- herrafundur Arabaríkjanna eft- ir styrjöldina við ísrael. Fyrri fundurinn var í Kuwait í júlí og varö sá fundur árangurslaus, en síðan komu höfuðleiðtogar Egyptalands, Alsírs, Sýrlands, íraks og Súdan saman í Kairo. Stjómmálafréttarituram ber saman um, ag til ágreinings geti komið á ráðstefnunni, milli þeirra róttækustu og hinna hæg fara. Olíuútflutningsbannið og al- gert bann viðskipta við vestræn lönd er á dagskrá, en sum Araba lönd fihna til vaxandi þunga þeirra efnahagsbyröa, sem ný- lega eru komnar til sögunnar, vegna dvínandi olíutekna, þar sem þau flytja ekki lengur út olíu til vestrænu landanna. Lönd eins og Kuwait, Saudi-Arabia og Libya finna mjög til þyngsla þessara byrða. Takist ekki að miðla máiuni í þessari deilu, segir í fréttum gæti svo farið að ekkert yrði úr toppfundi um þessi mál. A. Th. Boumedienne. Undir mynd þessari stóð í erlendu blaði: „Vill leika fyrstu fiðlu í Austurlöndum nær“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.