Vísir - 03.08.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 03.08.1967, Blaðsíða 3
V I S IR . Fimmtudagur 3. ágúst 1967. „Þessi er heldur ógæfulegur að sjá. Látum oss skoða hann nánar“. Númerin voru klippt af 18 þetta kvöld og bönnuð var notkun á 7, en flestir drógu bíla sína strax af bílastæðinu. Þessir voru þó eftir. Aukið eftirlit það er orðið næsta sjaldgæft, að slys eða árekstrar orsak ist af því, að stjómtæki bifreiða séu ekki í nógu góðu ásigkomu- lagi. Áöur var það oftast or- sökin að slysi, sem orðið hafði, að hemlar viðkomandi bifreiðar heföu verið óvirkir, ljósin á bílnum sem á móti kom veriö svo blindandi sterk, eða þá eng- in á þeirri bifreið, sem slysi olli, stýrisútbúnaður verið bilaður, eða eitthvað annað í ólagi með bifreiðina. Nú er í nær öllum slysatilfellum einhverju ööru um að kenna, en ástandi viðkom- andi bifreiðar, og nú má orðið heita, að sú slvsahætta sé aö verða úr sögunni — sem betur fer! Það munu víst flestir hlynntir því, að unnið sé að útrýmingu slysavalda og þaö er einmitt það, sem hæstum hefur tekizt ef litið er á ófullkomin stjóm- tæki bifreiða, sem slysavald. — Það er vegna þess að kröfurnar eru orðnar svo strangar, sem geröar eru til ástands bifreiða til þess að þær séu taldar öku- hæfar, og svo rækilega eftir því gengið, að reglunum varð- andi þær sé hlýtt, að til undan- tekninga telst að þar í liggi or- sök að slysi, sem verður i dag. Það er með því að ganga ríkt eftir því að í öllum bifreiöum sé gildandi vottorð frá Bifreiða- eftirliti ríkisins þess eðlis, aö þag hafi skoðað bifreiðina og aö þess mati sé útbúnaöur bifreið- arinnar, sem viökomi öryggi er skolli nærri gólfinu, en handhemillinn? Hvemig virkar hann?“ umferðarinnar, í stakasta lagi. Með árlegum skoðunum og skyndiskoðunum hefur tekizt að fá ökumenn til þess að halda bifreiðum sínum vel við hvað þetta snertir. Myndsjánni gafst kostur á aö fylgjast með því, hvemig slík skyndiskoðun fer fram. Þessar skyndiskoöanir ,sem lögreglan (umferðardeild hennar) og Bif- reiöaeftirlitð vinna í sameiningu að, voru fyrst óvinsælar ,en með tímanum hefur vaxið skilningur ökumanna á því, hve mikil nauðsyn er á þeim fyrir heild- ina í þjóöfélaginu. Á þriðjudagskvöldið voru sendir af örkinni tveir bílar frá umferðarlögreglunni og 4 bif- hjól, til þess að kanna, hvort nokkrar bifreiðar væru i um- ferðinni, sem sjáanlegt væri að fullnægðu ekki kröfum örygg- isins. Mvndsjáin sat í annarri bif- reiöinni með Tómasi Hjaltasyni og Snjólfi Pálmasyni lögreglu- þjónum, og fylgdi þeim 1 tvo tíma, meðan könnun fór fram. „Þær eru smám saman að hverfa af götunum, þessar hættulegu druslur, sem öku- menn voru hættir að halda við, vegna þess hve léleg fjárfest- ing þeim fannst liggja í þeim kostnaöi", sagði Tómas Mynd- sjánni, þegar lagt var af stað. „Hvernig sjáið þið þær út, sem eru í ólagi ?“ „Það er margt sem kemur til greina“, varð Snjólfi að orði. „Margar þeirra þekkjum við, sem gallagripi. Flestar bera þær það' nokkum veginn með sér. — Þetta sést, þegar viö förum að gefa þeim auga. Við sjáum, hvemig þær láta á veginum. — Hvort hemlaljós virka ... og fleira og fleira. Það er svo margt sem gefur okkur vísbendingu I þá átt“. Það leið heldur ekki á löngu áður en þeir félagar höfðu kom færri slys ið auga á eina bifreið, sem vakti sérstaka athygli þeirra. En það kom I Ijós, þegar fylgzt hafði verið með henni nokkurn spöl, að bifreiðin var einmitt á leið til verkstæðis. En fleiri voru í umferðinni, sem athugunar voru verðar. Eina af annarri fóru þeir með þær til Bifreiða- eftirlitsins i Borgartúni og létu framkvæma á þeim skoðun, og eftir tvo tíma var búið að skoða 29 bifreiðir. Það kom I ljós, að þeim hafði ekki skjátlazt í því að þessar 29 bifreiðir væru i ólagi. 25 þeirra voru teknar úr umferð, vegna geigvænlegs ástands. Hin ar 4 sluppu með aðfinnslur. (Eftir að helztu stjórntæki hafa verið reynd) — „Mættl ég fá að sjá andartak skoðunarvottorð og ökuskírteinið? — Takk! ... Hm. Við skulum bregða okkur niður í Eftirlit og láta þá líta aðeins á hann. Hemlamir eru óneitanlega nokkuð slappir“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.