Vísir - 08.08.1967, Síða 4
Flest bendir til þess, að ástin
sé ekki eins heit milli þeirra
Lyndu Bird Johnsons, dóttur
Bandaríkjaforseta og kvikmynda-
leikarans George Hamiltons, og
látið var í veðri vaka í fyrstu.
Þau hafa lítið sézt saman undan
farið. Fyrir stuttu var Hamilton
spurður að þvi, þegar hann var að
koma til New York frá mynda-
töku í Evrópu, hvort von væri á
brúðkaupi þeirra. Hann kvað nei
við, og sagði, að brúökaups þeirra
væri alls ekki að vænta í náinni
framtíð.
Fvlkisstjóri Kaliforníu Ronald
Reagan, gekkst undir gallsteina-
aðgerð í vikunni í St'Johns-sjúkra
húsinu í Santa Monica. Aðgerðin
var sögð aðeins minni háttar.
Hann var ekki nema 45 mínútur
á skurðarborðinu. Læknar hans
segja að líðan hans sé góð og
hans . að vænta af sjúkrahúsinu
um helgina þessa.
að sér af grútarlykt, þá þýðir
auðvitað ekki að mögla. En ég
man ekki betur en að ég læsi
fyrir nokkrum árum ummæli
verkfræðings nokkurs, sem get-
ið hafði sér góðan orðstír bæði
heima og erlendis, þar sem hann
sagöi, að tæknilegir mögulelkar
væru fyrir hendi til þess að
losna við grútarlyktina, og hefðu
þegar verið nýttir á einhverjum
stöðum, sem hann nefndi, en ég
man ekki lengur hverjir voru.
Ég væri þakklát yður Þrándur
i Götu, ef þér gætuð uppiýst,
hvort þessi ummæli verkfræð-
ingsins hafa verlð sönn eða
ekki.
Með beztu óskum.
Ein lyktnæm“.
Ég þakka kærlega þetta bréf,
sem og önnur, sem borizt hafa
út af þessum ólyktarmálum. Um
eitt atriði þessa máls eru allir
sammála og það er að lyktin er
vond og slæmt að maður skuli
þurfa að anda að sér þessari
vondu lykt. Svo er það hin hlið
þessa máls, að lyktin stafar af
einum stórkostlegasta iðnaði,
sem farið hefur fram hér á landi
sem sé samfara bræðslu og
þurrkun á síld og fiskúrgangi.
Þegar ég skrifaði pistil minn
31. júlí var mér fullkunnugt
um að stórfelldar og kostnaðar-
samar tilraunir hafa í mörg ár
farið fram til að fyrirbyggja og
eyða slíkri lykt. Lyktin hefur
tekizt að minnka en ekki fyrir-
byggja. Þetta er ekki einungis
vandamál hérlcndis, heldur með
al fjölda iðnaðarþjóða, svo að
með vandamáliö fara hundruðir
sérfræðinga því miður, án þess
að ná miklum árangri, þó hann
hafi þegar orðið nolckur, m. a.
ekki hvað sízt hér á landi.
Við getum því fullyrt að ólykt
er ekki dreift af ótuktarskap yf-
ir íbúa þessarar borgar frekar
en annars staðar, þar sem um
svipað vandamál er við að etja.
Orðrómur, sem minnzt er á i
bréfinu, um að slíkri lykt hafi
verið eytt í einhverri slikri verk
smiðju á ekki við rök að styðj-
ast, því að íslenzkir sérfræðing-
ar okkar hafa sótt ráðstefnur
um þessi mál, svo að ef í einu
Iandi finnst lausn málsins á viö
unandi hátt, mun sú lausn vafa-
laust verða hagnýtt um heim all
an, þar sem um slík vandamál
er við að etja.
Um þessi ólyktarmál hefur
mikið verið skrafað og skrifað
og við getum treyst því, að allt
er reynt sem hægt er til að fyr-
irbyggja að nærliggjandi byggð-
ir verði fyrir óþægindum. Sem
dæmi má nefna að samkvæmt
ráði sérfræðinga var byggður
hinn stóri reykháfur að Kletti,
sem eins og kom fram i blöð-
um á sínum tima, kostaði ekki
minna en tvær milljónir króna.
Um árangurinn má vafalaust
deila.
Hitt ofbauð mér og þess vegna
skrifaði ég m. a. pistil minn, að
verið er að jagast um þessi mál
á tíma, sem mér finnst miklu
meira áhyggjuefni hvort þessi
atvinnugrein er að leggjast nið-
ur vegna vöntunar á hráefni,
því það gæti haft mjög alvarleg-
ar afleiðingar á fjárhagslega af-
komu þjóðarbúsins í heild og
alla velmegun. Og kannski verð-
ur það svo, því miður, að við
losnum innan skamms við að
ræða þessi mál, einfaldlega
vegna þess, að sjávaraflinn er
að ganga til þurrðar, og það
held ég að sé miklu alvarlegra
mál heldur en þó við þurfum
að Iifa af nokkra daga í vondri
Iykt.
Verkfræðingi einum, sem
sendi mér tóninn í bréfi, vil
ég í leiðinni benda á, að ef hann
lumar á einhverri „mjög ein-
faldri“ aðferð til að eyða lykt,
þá ætti hann hið fyrsta að koma
henni á framfæri, því slík að-
ferð hlýtur að vera margra pen-
inga virði.
Þrándur í Götu.
Fursta-
lijónin
ráða ný
hjú
Furstahjónin af Monaco komu
nýlega til London og hyggjast
dvelja þar, unz þau hafa fundið
heppilega barnfóstru handa böm
um sínum. Barnfóstmval er eitt
af áhyggjumálum tigins fólks og
stundum þarf aö leita langt eftir
slíkri manneskju. Það þvkir eðli
lega miklu varða, að slík mann-
eskja sé verðug þess trausts, sem
henni er sýnt með því að fela
henni uppeldi barnanna.
Þau komu til London í vikunni
sem leiö og fengu inni á Conn-
aughótelinu. Með þeim var dóttir
dóttir þeirra Stephanie. Strax
sama daginn og þau komu áttu
þau í löngum viðræðum við tylft
stúlkna, sem sótt höfðu um starf
ið. Allt voru þetta ungar stúlkur
ekki gamaldags, miðaldra, ein-
kennisklæddar barnfóstrur, sem
allir þekkja úr kvikmyndum og
sögum. Ekki var þó endanlega
ákveðið, hver fyrir valinu yrði,
enda gefa furstahjónin sér góðan
tíma áður en það verður afráðiö
Þau eiga þrjú börn og eiga von
á því fjórða í haust.
Furstahjónin og dóttir þeirra, Stephanie, við komuna til London
Slæmt var það
...
Öllu óheppnari gat hann varla
verið, maðurinn ,sem ók bifreið
inni á meðfylgjandi mynd. Hann
var að vísu undir áhrifum áfeng
is, svo hann gat að mestu sjálf-
um sér um kennt, en þó hefði
hann svo sem getað verið lán-
samari, en hér kemur sagan:
Hann var á leið heim til sín,
eldsnemma morguns kl. 5, en
þetta skeði í siðustu viku. Þeg-
ar hann kom að beygjunni hjá
Lögreglustöðinni hjá Antonigötu
í Kaupmannahöfn, var hann á
svo mikilli ferð,‘ að billinn valt 1
beygjunni.
Áöur hafði hann þó ekið utan í
lögreglubifreið, sem stóð þama
fyrir utan lögreglustöðina, og auk
þess einkabifreið aðstoðaryfirlög-
regluþjóns, sem var á vakt þessa
nótt. Þó hvorki hann né kunningj
ar hans hefðu meiðzt neitt að ráði
og manngarmurinn var auðvitað
forsjóninni þakklátur fyrir það,
þá fannst honum það sjálfum,
varla hafa getað orðið verra Bjóst
hann heldur ekki við góðu, þegar
hann var leiddur inn á stöðina.
Aðsent bréf um
peningalyktina
„Kæri Þrándur í Götu“.
Aðeins nokkrar línur í sam-
bandi við skrif yðar i dag 31/7.
Ég er ein af þeim, sem hafa
grútarfýluna, sem oftar og oft-
ar leggur yfir borgina. Mér
skllst á yður, að fyrst einhverj-
ir þurfi að vinna ólyktarvinnu,
þá sé ekki nema réttmætt að
allir hinir andi að sér ódaunin-
um. Þetta finnst mér alrangt.
Ég hefi sjálf unnið fjósastörf
og orðið að anda að mér hinnl
alræmdu fjósalykt. Þótt ég ynni
þar að framleiðsluvöru, sem
flestir landsmenn neyta daglega,
þá hefði ég engu verið bættari,
þótt hinni hvimleiðu lykt hefði
verið neytt upp á svo og svo
marga aðra. Sé ég á gangi í
borginni og beri hina fyrmefndu
grútarlykt að vitum mér, fyllist
ég hreinum viðbjóði, mér finnst
borgin ljót og borgaramir líka
og ég flýti mér sem mest ég
má heim til min og loka öllum
gluggum. Eg veit ekki hvemig
öðram er farið, en góð lykt bæt-
ir skap mitt en vond spillir því.
En sé því þannig varið, að af-
koma þjóðarinnar sé undir því
komin, hversu mikið menn anda
Jjfatub&iGoúi