Vísir - 08.08.1967, Qupperneq 12
12
VISIR . í*riðjudagur 8. agust iso7.
—M——■»»»«!; “-'JWB't'M
M- Ástarsaga
úr
sjóferð
MARY BURCHELL:
Jm aldur oa ævi
Svo fann hún aö það var ósæmi
legt að hugsa þannig um móður
sína og systur, — henni þótti vænt
um þær báðar. Hvers þurfti hún
að sakna, þegar hún væri komin
heim til þeirra?
Jú — Claire vitanlega. Claire
var orðin mjög nákomin henni
þrátt fyrir misklíðina út af Kingsl-
ey Carr. En þó henni þætti vænt
um Claire, þá var hún henni ekki
svo mikils virði, að þaö gæti breytt
lífsrás hennar.
Það var í rauninni fátt, sem gat
breytt lífi hennar svo, að það tæki
nýja stefnu. En hvers vegna var
hún að hugsa um þetta núna? Hútf
hallaði höfðinu fram á handleggina,
sem hún hafði krosslagt á borð-
stokkinn.
Hún var svo þreytt. Dr. Pem-
bridge hafði rétt að mæla — hún
hefði átt að Jara að sofa. Dr. Pem-
bridge hafði oftast nær rétt fyrir
sér. Kannski var það þess vegna
sem...
Og allt í einu fann hún, að hann
stóð viö hliöina á henni — án
þess að hún sæi hann.
Hún hafði ekki getað heyrt fóta
takið, vegna hávaðans á neðra þil
farinu, en hún vissi þetta samt.
Hún stóð kyrr og grúföi sig, —
þetta fékk svo mikið á hana, að
hún gat ekki litið upp. En nú fann
hún hönd snerta við öxlinni á sér,
og heyrði hlýlega rödd segja: —
Hvað eruð þér að gera héma alein?
Mig minnir aö ég segði yður, að
þér ættuð að fara að hátta.
Jenny faldi enn andlitið á sér
nokkrar sekúndur og naut unað-
arins af því að finna höndina snerta
öxlina. Svo leit hún upp og tók
strax eftir, að áhyggjusvipur var á
skipslækninum.
— Hvaö er að? spurði hann.
— E ... ekki neitt. Röddin var
óstyrk, og Jenny fann, aö tárin
voru að brjótast fram. En þetta
kom eingöngu af því, að hún hafði
verig í geðshræringu, hugsaði hún
með sér, geðshræringu, sem stafaði
af því, að hún hafði uppgötvað,
hve mifcils virði Simon Pembridge
var henni. — Ég er bara dálítið
þreytt, flýtti hún sér að svara, —
og dálítið kvíðandi.
— Ot af Claire? Það er alger
óþarfi; Þetta fer allt vel hjá henni,
sagði hann hughreystandi.
— Æ, þakka yður fyrir! Þetta
gleður mig ósegjanlega mikið. Nú
birti yfir andlitinu á Jenny. — En
það var nú að vlsu ekki alveg rétt
hjá mér, þetta sem ég sagði. Ég
þóttist vita, að Claire væri úr hættu
úr því að þér sögðuð mér að fara
frá henni. En það sem ég hef á-
hyggjur af, er, hvað ég eigi að gera
I sambandi við föður hennar. Mér
finnst, að ég ætti að senda honum
skeyti, en hins vegar ...
Hún hikaði, en langaði ósegjan-
lega mikið til þess að segja dr.
Pembridge frá, hvemig í öllu lægi.
En áður en hún komst lengra
sagði hann: — Þér þurfið þess ekki.
Ég er búinn að því.
— Eruö þér? Hún varð hissa —
og fegin — yfir því að dr. Pem-
bridge hafði létt af henni vandan-
um. — En hvers vegna? Ég meina
. .. ég er viss um að það var rétt-
ara.. en hvers vegna gerðuð þér
það sjálfur?
Hann lyfti brúnum, og þaö var
að sjá að honum væri skemmt.
— Ég skar stúlkuna, sagði hann,
— án þess að fara að venjulegum
reglum um að spyrja aðstandendur
hennar fyrst. Og auk þess var ég
beðinn um að líta eftir henni, með-
an hún væri um borð, eins og þér
kannski munið.
— Æ-já, vitanlega! Jenny brosti;
henni létti við, að ábyrgðin var
tekin af henni. — Það var ágætt!
En hvað skyldi... hvað skyldi
hann gera? bætti hún svo við,
hugsandi.
— Hann hefur þegar afráðið það,
svaraði dr. Pembridge. — Svarskeyt
ið kom fyrir tíu mlnútum. Hann
vill fá skeyti á hverjum degi, og
ætlar svo að fljúga til Melboume
og hitta okkur héma.
— Gerir hann það? Jenny gat
ekki dulið, hve glöð hún varð. —
Það var sannarlega gott! Það ger-
ir allt... gerir allt einfaldara.
Henni létti svo mikið, að I ó-
gáti sagði hún upphátt það, sem
hún hugsaði, og dr. Pembridge
horfði dálltið fast á hana, en þó
var auðséð, að hann skildi, hvemig
í öllu lá.
— Gerir það aflt einfaldara —
fyrir yður, hm! sagði hann.
— Já, sannarlega! sagði Jenny og
hugsaði til þess, hve miklu betra
það væri, að sir James tæki allar
ákvarðanir sjálfur, og hve mikill
léttir það væri að bera ekki neina
ábyrgð á Claire og Kingsley Carr
lengur. — Þetta em beztu fréttim-
ar, sem ég hef fengið síðan...
síðan ég kom um borð.
Og nú leit Pembridge aftur á
hana, tviræður og rannsakandi.
— Jæja, það er ekki nema eðli-
legt, sagði hann, en húri tók eftir,
aö tónninn var kuldalegri en venja
var til.
En kannski var hann þreyttur
líka. Að minnsta kosti neri hann
augun og hélt svo áfram: — Farið
þér nú að hátta, eins og ég sagði
yður. Við erum bæði þreytt og
þurfum hvfldar við.
Svo fór hún og var einkennilega
sæl yfir að hlýða honum, þó I litlu
væri. Og á leiðinni niður til sin
var hún að hugsa um, hve óskilj-
anlegt það væri, að hún skyldi ekki
hafa skilig fyrr en nú, hvemig á-
statt var meö hana.
Hún settist á rúmstokkinn niðri
í klefanum sfnum og hugsaði um
dr. Pembridge — miklu lengur en
hann mundi hafa leyft henni.
Hana hefði langað til að vita,
hvenær þessi breyting hafði orðið
á tilfinningum hennar. Hvenær
Pembridge hætti að vera digur*
barkalegi læknirinn, sem hún
i mundi frá St. Catherine, og varð
I þessi þýðingarmikla persóna, sem
1 hugur hennar snerist um núna?
Þó hún væri þreytt reyndi hún
að rifja upp fyrir sér ýmis atriði
úr sjóferðinni. En það sem hvað
eftir annað skaut upp I huga henn-
ar var, þegar hún stóð ein og yfir-
gefin fyrir utan gistihúsið I Napoli
og dr. Pembridge kom fokreiður
og sagði: — Hypjið yður inn í bfl-
inn, fábjáninn’ Skipið bíður eftir
yður!
Elskaði ég hann þá? spuröi Jenny
sjálfa sig. Og það fðr unaðslegur
hrollur um hana, er hún notaði
þetta orð: elskaði.
Hún vissi varla, hvenær hún hátt
aði og sofnaði. Léttirinn yfir þvl,
hvernig ráðizt hafði úr vandanum
viðvíkjandi Claire, blandaðist gleð-
inni yfir þvl, að hún þekkti nú
loksins sinn innra mann, og hún
sofnaði værasta svefninum, sem
hún hafði nokkum tíma fengiö.
Morguninn eftir fóru ýmsar
yandasamari hugleiðingar að leita
á hana.
Hún varð aö vera raunsæ, sagði
hún við sjálfa sig. Dr. Pembridge
hafði aldrei sýnt henni neinn sér-
stakan — að minnsta kosti ekki
rómantlskan — áhuga. Hann hafði
að vísu beðið hana um að hjálpa
sér í spítalanum — en aðeins vegna
þess, að hann áleit hana duglega
hjúkrunarkonu.
Hún varð að gera sér ljóst, að
hún var ekki sú fyrsta, og væntan-
lega ekki sú síðasta, sem varö ást-
fangin I langri sjóferð! Og fólk jafn-
aði sig eftir þess háttar. Sérstak-
lega, ef það horfðist nógu snemma
I augu við sannleikann og gerði
sér engar tálvonir.
Dr. Pembridge sat I skrifstof-
unni, þegar hún kom niðtir I spít-
alann. Og hún staðnæmdist I
dyrunum og horfði á hann, hoppaði
hjartað svo mikið I brjóstinu á
henni, að hún hélt, að hann hlyti
að heyra þaö. Og hún gat ekki
skilið, hvemig henni hefði nokkum
tlma dottið f hug, að hún gæti
annaö en elskað hann.
Þá leti hann upp og sagði: — Þér
eruö' nokkuð sein f dag?
— Er ég það? Hún tók úrið upp
úr vasanum og leit á það og sá,
að það vísaði sama og þaö hafði
gert, þegar hún leit á það niðri
I klefanum. — Afsakið þér! Ég hlýt
að hafa gleymt ag draga upp klukk
una f gærkvöldi.
— Allt í lagi. Hann brosti stutt
og vorkennandi. — Það stóð líka
dálítið sérstaklega á þá.
Hún brosti líka og spuröi, hvort
hún mætti skreppa inn til Claire,
áður en viðtalstiminn byrjaði.
— Sjálfsagt. En ... bíðið þér við
... sagði hann, þegar Jenny ætlaði
ag fara út. — Það var dálítið, sem
ég þarf að segja yður fyrst. Ég
hef ekki sagt henni, að faðir henn-
ar muni hitta hana I Melboume,
og sannast aö segja held ég, að
það sé bezt, að hún viti ekki um
það. Það gæti gert hana... óró-
lega. Dr. Pembridge lét sem hann
væri að raða einhverju á skrifborð-
inu.
Jenny var forviða á, hve mikla
nasasjón hann virtist hafa af öllu
vandamálinu viðvíkjandi Claire.
— Þér hafið eflaust rétt fyrir yö-
ur f því, sagði hún /loks.
— Og það þýðir vitanlega, hélt
j Pembridge áfram og var enn að
• taka til á skrifborðinu, — að engir
aðrir mega vita það heldur.
I Nú þagði Jenny langa stund, því
að þó hún hefði enga ástæðu til
að sýna Kingsley Carr nærgætni,
gat hún ekki annað en vorkennt
honum, er hún hugsaöi tií þess,
hvemig honum yrði við, þegar hann
sæi sir James koma um borð I Mel-
bourne.
GBBIÐ SOALFIB
VIÐ BIFBEIÐINA
BIFREMÞOOÍíöSIfaí
SÓÐftRVOGI 9 * 3739ÍJ*
A
N
„£g vona ag þú iðrist ekki að hafa yfir
gefið þitt örugga heimili, Akumba".
umba“.
„öruggt heimili er aöeins fyrir þá allra
yngstu og þá elztu, en ég er alls ekki svo
hugrakkur, enda hef ég a'ldrei farið inn I
þetta dularfuHa fen áður". „En það er auð-
veddara með þig við hlið sér“.
RAUÐAftÁRSTtC 31 SlMi 22022
Með BRAUKMANN hitastilli á
hverium ofni getið þér sjálf ákveð-
ið hitastig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjálfvirkan hiiastilli
er hægt að setja beint á ofninn
eða hvar sem er á vegg i 2ja m.
fjarlægð frá ofni
Sparið hitakostnað og aukið vel-
líðan yðar
BRAUKMANN er sérstaklega henf-
ugur á hitaveitusvæði
SIGHVATUR EINARSSON&CO
SÍMI24133 SKTPHOLT 15
Knútur Bruun hdl.
Lögrriannsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. h.
Sími 24940.
Maðurinn sem annars
aldrei les augiýsingar
auglýsingar
lesa allir